Morgunblaðið - 22.08.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
50 ÁRA Þórarinn ólst upp á kirkju-
bæjunum Hálsi í Fnjóskadal, Möðru-
völlum í Hörgárdal og Laufási í Grýtu-
bakkahreppi, þar sem faðir hans var
prestur.
„Ég hef alltaf verið með í blóðinu að
verða bóndi frá því að ég var smábarn.
Ég fór í Hólaskóla, er búfræðingur
þaðan 1994 og fór fljótlega þaðan í bú-
skap. Við hjónin keyptum jörðina
Grund, sem er stutt frá Laufási, 2014.“
Þórarinn er sauðfjárbóndi á Grund
og var formaður Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2012-2016. Hann var í sveit-
arstjórn Grýtubakkahrepps 2018-2021,
var varaþingmaður Framsóknar og
settist fyrst á Alþingi 2018 og hefur
verið alþingismaður frá 2021.
„Þetta er mjög áhugavert starf og ég
er verulega þakklátur fyrir að fá að koma að þessu borði. Það er afskaplega
spennandi að vera þingmaður fyrir Norðausturkjördæmi og það eru margar
áskoranir hérna í kjördæminu. Ég hef einbeitt mér ansi mikið að dreifbýlinu
og matvælaframleiðslunni, hvort sem það snýr að sjó eða landi, og mér finnst
ekki veita af því að halda matvælaframleiðslunni á loft. Það liggur alveg fyrir
hversu mikilvægt fæðuöryggi þjóðarinnar er í ljósi þeirra atburða sem áttu
sér stað í febrúar þegar Rússar ruddust inn í Úkraínu. Það er því af mörgu
að taka.“
Spurður út í áhugamál þá segist Þórarinn ekki hafa mikinn tíma fyrir þau
verandi bæði þingmaður og bóndi. „Þegar þingið er í fríi þá er hánnatími
hérna á búinu og síðan hef ég tekið mér frí frá þingsetu þegar sauðburður er
og aðeins á haustin sömuleiðis. Ég hef samt afskaplega gaman af því að
stunda hestamennsku og fylgjast með börnunum vaxa úr grasi.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Þórarins er Hólmfríður Björnsdóttir, f. 1974,
bóndi og kennari við Grunnskólann á Grenivík. Börn þeirra eru Pétur, f.
1997, Katla, f. 1999, og Ingólfur Birnir, f. 2001. Foreldrar Þórarins: Hjónin
Pétur Þórarinsson, f. 1951, d. 2007, prestur og bóndi, og Ingibjörg Svafa Sig-
laugsdóttir, f. 1950, hjúkrunarfræðingur, búsett á Grenivík.
Þórarinn Ingi Pétursson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ert hvorki betri né verri en þú vilt
vera og átt því að horfast í augu við sjálfan
þig og sannleikann um líf þitt. Hlustaðu líka
á drauma þína.
20. apríl - 20. maí +
Naut Eyddu tímanum með fólki sem hefur
jákvæð og hvetjandi áhrif á þig og segðu
skilið við annað.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Oft taka hlutirnir óvænta stefnu
og þá verður þú að vera við öllu búinn. Taktu
á þig rögg en ekki stinga höfðinu í sandinn.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú munt eiga mikilvægar samræður
við einhvern í fjölskyldunni í dag. Vel orðaðar
röksemdir þínar munu láta hlutina gerast,
svo láttu í þér heyra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Taktu málin í þínar hendur og byrjaðu
að framkvæma. Þótt verkefnin hlaðist upp
máttu ekki vanrækja sjálfan þig.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér hættir til að vera óskipulagður og
gleyminn. Líttu fram á veginn og reyndu að
vera tilbúinn til að takast á við þá hluti sem
mæta þér þar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Samræður við fjölskyldumeðlimi og for-
eldra eru þýðingarmiklar í dag. Hindranirnar
virðast úr vegi og beina brautin fram undan.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Forðastu að lenda í deilum við
yfirmenn þína í dag, því margir sem þú
starfar með eru fastir á sínum skoðunum.
Hraðar er ekki betra og hægar er ekki verra.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er allt í lagi að láta sig
dreyma ef þú bara heldur þig á jörðinni í
raunveruleikanum. Ekki láta uppsafnaða
spennu brjótast út og valda ósætti og
sundrung meðal vina.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það getur oft reynst erfitt að
halda í horfinu svo ekki sé nú talað um að
pota hlutunum áfram. En ef þú ert duglegur
og sýnir fyrirhyggju þá rætist fljótt úr öllu
aftur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Íhugaðu hvernig þú getur bætt
samskipti þín við samstarfsfólk þitt. Bjart-
sýni þín skapar góða orku og því gengur þér
betur.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú þarft að standa á rétti þínum en
gæta þess um leið að gera ekki meira úr
hlutunum en nauðsyn krefur. Hugsaðu um
eigin velferð.
skemmtilegasta sem við höfum
brallað saman sl. 20 ár og okkur
þykir afar dýrmætt að hafa kynnst
öllu þessu frábæra fólki.
Ég þyki frekar atorkusöm og nýt
mín best þegar ég er með mörg járn
í eldinum og „to do“-listinn minn er
langur. Mér finnst gaman að byggja
upp og prófa eitthvað nýtt. Ég gant-
ast stundum með það að ég viti ekki
ennþá hvað ég ætla að verða þegar
ég verð stór. Ég hef mikla þörf fyrir
að hreyfa mig, hef stundað líkams-
rækt og hlaup alla mína tíð, sem er
eins gott fyrir sælkera eins og mig,
en matargerð hefur verið áhugamál
frá því að ég var stelpa. Ég man eftir
mér í eldhúsinu hjá ömmum mínum
Fjólu og Önnu sem gáfu sér tíma til
að stússa með mér í eldamennsk-
unni. Ég var heltekin af indverskri
matargerð þegar ég bjó á Englandi
H
adda Björk Gísladóttir
fæddist 22. ágúst
1962 í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún
gekk í Álftamýrar-
skóla en fluttist 11 ára gömul í Fella-
hverfið í Breiðholti. „Það var margt
brallað í Breiðholtinu á þessum
árum, enda hverfið að byggjast upp
og ógrynni af krökkum og uppá-
tækjum eftir því. Ég hefði ekki vilj-
að missa af þessum árum en þarna
kynntist ég mínum bestu vinkonum
sem síðan hafa haldið hópinn og hist
mánaðarlega í 45 ár og fagna allar 60
árunum á þessu ári.
Ég fór í Fjölbrautaskólann í
Breiðholti og þaðan í Tækniskólann
þar sem ég lauk námi í lífeindafræði.
Þaðan lá svo leiðin ásamt fyrri eigin-
manni til Englands þar sem ég
stundaði framhaldsnám í sýklafræði
og starfaði við það fag í nokkur ár á
Englandi og síðar á Íslandi.“ Frá
sýklafræðinni lá leið Höddu Bjarkar
í lyfjageirann, en hún starfaði sem
markaðsstjóri lengst af fyrir alþjóð-
lega lyfjafyrirtækið GlaxoSmith-
Kline.
Fyrir þrettán árum stofnaði
Hadda Björk ásamt sambýlismanni
sínum, Hauki Snorrasyni ljósmynd-
ara, fyrirtækið Look North ehf. sem
sérhæfir sig í að setja upp ljós-
myndaferðir á Íslandi fyrir erlenda
áhugaljósmyndara. Þetta tiltæki
vatt heldur betur upp á sig og reka
þau nú gistihúsið Hrífunes Guest-
house í Skaftártungu, ásamt ferða-
skrifstofunni.
„Eftir sérkennileg tvö ár, þar sem
Covid-veiran réð ríkjum, er allt
komið á fullt á ný. Gistihúsið okkar
er fullt upp í rjáfur hvern dag og er-
lendu ljósmyndararnir eru farnir að
skila sér til okkar á ný.
Ég hefði samt ekki viljað missa af
Covid-tímabilinu, þótt það hafi
stundum reynt á taugarnar. Við
settum upp sérhannaðar göngu- og
jeppaferðir fyrir Íslendinga út frá
gistihúsinu okkar, sem óhætt er að
segja að slógu í gegn. Skemmtilegri
gesti er ekki hægt að hugsa sér, en
Íslendingar eru kraftmiklir og já-
kvæðir og við Haukur erum sam-
mála um að þetta sé eitt af því
og sl. ár hef ég svo sannarlega fengið
útrás fyrir elda- og tilraunamennsku
í gistihúsinu okkar í Hrífunesi,“ en
Hrífunes hefur getið sér gott orð
fyrir góðan og heimilislegan mat.
„Mitt helsta afrek í lífinu eru þó
drengirnir mínir fjórir sem eru hver
öðrum dásamlegri. Minn helsti
draumur í dag er að geta eytt meiri
tíma með þeim og fjölskyldum
þeirra.
Ég ætla að njóta dagsins í faðmi
fjölskyldunnar og mér skilst að
Haukur sé að bræða saman alls-
herjar dagskrá.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Höddu Bjarkar er
Haukur Kristinn Snorrason, f. 28.6.
1968, ljósmyndari og leiðsögumaður.
Þau eru búsett í Vogahverfinu í
Reykjavík. Foreldrar Hauks voru
Hadda Björk Gísladóttir framkvæmdastjóri – 60 ára
Alltaf með mörg járn í eldinum
Þórsmörk Hadda Björk, Haukur og
Garpur í fjallgöngu í Goðalandi.
Fjölskyldureitur Hadda Björk með
sonum sínum og barnabörnum í Hnaus
í Flóa, en foreldrar hennar keyptu
jörðina fyrir fjörutíu árum.
Til hamingju með daginn