Morgunblaðið - 27.08.2022, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 200. tölublað . 110. árgangur .
Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd.
Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur
Fjórhóladrifinn, fæst einnig sem Sportback
Rafmagnaður
VILJA TRYGGJA
HEILSÁRSSTÖRF
Í GRINDAVÍK
2.600 MANNS Í HÖRPU
VEGNA SKEMMTI-
FERÐASKIPS
NORWEGIAN PRIMA 2200 MÍLUR
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Drónaeftirlit Fiskistofu náði í fyrsta
sinn myndum af brottkasti blóðgaðs
strandveiðiafla og stóð strandveiði-
bát að því að færa afla yfir á króka-
aflamarksbát áður en komið var til
hafnar.
Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri
veiðieftirlits Fiskistofu, segir að
grunur hafi verið uppi um slík brot
en þau hafi aldrei náðst á mynd.
„Það sem við höfum áður séð er
brottkast á fiski, beint af veiðarfæri,
án þess að nokkuð hafi verið gert við
hann. Þarna sáum við brot þar sem
menn héldu verðminni fiski að-
greindum frá öðrum afla. Ef veiddist
verðmeiri fiskur var verðminni fiski,
sem var búið að blóðga, hent. Þetta
er gert til að komast með verðmæt-
ustu 774 kílóin að landi.“
Spurð, hvort um útbreidd brot sé
að ræða, svarar hún að þetta séu fá
tilfelli, en þetta hafi ekki sést í
drónaeftirlitinu í fyrra þegar það var
umfangsmeira. „Það gæti verið til-
viljun að við sáum þetta núna. Við
þyrftum miklu meira eftirlit til að
geta sagt til um hvort þetta sé mark-
tæk breyting.“
Vegna manneklu hefur drónaeft-
irlit stofnunarinnar ekki náð í jafn
miklum mæli til stærri skipa og smá-
báta, viðurkennir Elín. » 200 mílur
Drónar Fiskistofu skjal-
festu nýja tegund brota
- Hentu blóðguðum verðminni fiski - Hirtu verðmeiri fisk
Talsverður fjöldi fólks kom saman á íþróttavellinum á
Blönduósi í gær og kveikti á friðarkertum til þess að sýna
þeim samhug og hluttekningu sem eiga um sárt að binda um
þessar mundir vegna nýliðinna voðaverka í bænum. Ekki
voru þar einungis bæjarbúar heldur kom fólk víða að. Kertin
voru lögð á hlaupabrautina allan hringinn í ljósaskiptunum.
Sveitarstjórn Húnabyggðar útvegaði kertin. Viðstaddir héld-
ust í hendur og mynduðu hring ásamt kertunum. Veður var
fallegt og stundin lét engan ósnortinn.
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Tendruðu kerti á íþróttavellinum á Blönduósi til þess að sýna samhug
Núverandi göng undir Hvalfjörð
voru hönnuð fyrir tæplega átta þús-
und bíla umferð á dag að meðaltali.
Dagleg umferð núna er við það
mark og fer vaxandi. Því er til skoð-
unar hjá Vegagerðinni að tvöfalda
Hvalfjarðargöngin. Ef göngin yrðu
tvöfölduð gætu 20 þúsund bílar
keyrt þar í gegn á hverjum degi.
Stofnkostnaður nýrra ganga er
áætlaður 23 milljarðar króna miðað
við verðlag 2019. Í skýrslu rann-
sóknarmiðstöðvar Háskólans á Ak-
ureyri er reiknað með að ef göngin
yrðu tvöfölduð yrði umferð svo mik-
il að ef veggjaldið væri tvö þúsund
krónur fyrir fólksbíl, tæki ekki
nema sjö ár að greiða upp fram-
kvæmdina.
Í skýrslunni er einnig velt upp
nýrri hugmynd, um að lengja Hval-
fjarðargöngin um nokkra kílómetra
þannig að nyrðri munni ganganna
yrði fyrir norðan Akrafjall. »6
7 ár að fjármagna
tvöföldun ganga
- Hvalfjarðargöng nálgast þolmörk sín