Morgunblaðið - 27.08.2022, Side 16

Morgunblaðið - 27.08.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 Sími 555 3100 www.donna.is Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu. Vertumeð hjartastuðtæki við hönd. Ég lifði af „Þetta er fallegt tilefni,“ segir Gabrielius Landsbergis, utanríkis- ráðherra Litháens, en utanríkis- ráðherrar Eystrasaltsríkjanna undirrituðu sameiginlega yfirlýs- ingu með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á hátíðarsamkomu í Höfða í gær- morgun. Í gær var 31 ár liðið frá því að Ísland tók upp formlegt stjórnmálasamband við Eystra- saltsríkin. Landsbergis er barnabarn Vy- tautas Landsbergis, fyrsta forseta Litháens og eins af helstu leiðtog- um sjálfstæðisbaráttunnar á sín- um tíma. Hann segir að ræðurnar, sem forsetar Eystrasaltsríkjanna fluttu í gær um tengsl landanna, hafi endurspeglað vel þann hlýhug sem íbúar þeirra bera til Íslands. „Ég veit að það er ekki alltaf vel skilið hér, hversu djúp þessi vinátta okkar er. Hún nær mun dýpra en opinberar ræður, heim- sóknir, handabönd og myndatökur gefa til kynna. Ef þú spyrðir barn á götum Vilníusar hverjir hefðu fyrst viðurkennt sjálfstæði okkar, myndi það líklegast segja „Ís- land!““ segir Landsbergis. Við völdum rétta leið Landsbergis varð fertugur á árinu, en hvers minnist hann helst, þegar hann hugsar til baka til sjálfstæðisbaráttunnar? „Það eru aðallega tilfinningalegar svip- myndir. Það er stundin, þegar maður sér ættingja sína, forelda, afa og ömmur gleðjast, og maður skilur að þetta er grundvallar- breyting fyrir þjóðina manns.“ Landsbergis segir þó einnig að þetta hafi ekki bara verið gleði- stundir. „Þessu fylgdu erfiðleikar. Ég minnist þess sem barn að hafa séð skriðdreka á götum Vilníusar, og þegar foreldrar mínir fóru til að verja sjónvarpsturninn og þing- húsið fyrir því sem virtist þá vera árás í aðsigi.“ Landsbergis segir að sjálfstæð- isbaráttan og viðurkenning Ís- lands hafi verið stolt stund fyrir þjóð sína. „Þetta voru krossgötur og við völdum rétta leið. Við tók- um þátt í orrustunni og unnum hana.“ Smáríki sýni mikinn styrk –En hvernig geta smáríki eins og Ísland og Litháen unnið saman og sýnt styrk sinn? „Í sumum til- fellum sýna smáríki meiri styrk en stærð þeirra gefur til kynna með því að standa með réttlætinu. Í dag er það kallað að standa með gildunum gegn „gagnsemis- hyggju“, Realpolitik, eða hvaða nafni sem þú vilt nefna það,“ segir Landsbergis. Hann nefnir sem dæmi að Sov- étmenn hafi beitt Íslendinga við- skiptaþvingunum fyrir að við- urkenna sjálfstæði Litháens. „Við erum núna beittir þvingunum af Kínverjum fyrir að standa með Taívan. Það eru ýmis líkindi með þessu en í sumum tilfellum er það auðveldara og það er alltaf rétt fyrir smáríkin að standa upp. Því ef við gerum það ekki, þá gerir það líklega enginn.“ sgs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hlýhugur Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, segir mik- inn hlýhug ríkja í garð Íslands og Íslendinga í Eystrasaltsríkjunum. „Ef við stöndum ekki upp gerir enginn annar það“ - Gabrielius Landsbergis segir mikinn hlýhug í garð Íslands VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég tel að hún sé mjög mikilvæg,“ segir Alar Karis, forseti Eistlands, um yfirlýsinguna sem undirrituð var í gær á milli Eystrasaltsríkjanna og Íslands. „Heimurinn hefur breyst og við þurfum að standa saman, sér- staklega sem smáríki í Evrópu og heiminum,“ segir Karis. Hann segir að það sé mjög mik- ilvægt að viðhalda góðum samskipt- um milli Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Hann vísar þar sérstaklega til þess að Svíþjóð og Finnland eru nú að ganga í Atlants- hafsbandalagið, sem muni enn auka á samstarf ríkjanna. Karis segir aðspurður að jafnvel fyrir hálfu ári hefði enginn, allra síst í Svíþjóð eða Finnlandi, átt von á því að ríkin væru á leið inn í varnar- bandalagið. „Ég var þá í heimsókn þar og það voru engin teikn um það. Í Finnlandi studdi einungis um þriðj- ungur aðild að bandalaginu.“ Karis segir að í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hafi ýmsar minn- ingar frá því fyrir þremur áratugum, þegar ríkin vildu brjótast undan ægi- valdi Sovétríkjanna, brotist fram aft- ur. „Við þurfum því alltaf að halda áfram og Ísland hefur verið mjög gott fordæmi fyrir okkur þegar við stöndum gegn árásinni í Úkraínu. Við höfum lært lexíu okkar af fortíð- inni,“ segir Karis. Ísland ýtti við öðrum Karis segir að viðurkenning Ís- lands á sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna hafi á sínum tíma skipt gríð- armiklu máli, sér í lagi þar sem stærri ríki hafi verið treg til þess að stíga skrefið. „Þau streittust jafnvel á móti, því hugmyndir Gorbatsjovs um að endurnýja Sovétríkin voru of- arlega í huga þeirra. Ákvörðun Ís- lands leiddi til þess að Danir tóku upp stjórnmálasamband og síðar Rússar sjálfir. Þannig að þetta ýtti af stað keðju atburða sem leiddi til sjálfstæðis okkar og ef þú talar við hvern sem er í Eistlandi, þá vita allir hvað gerðist fyrir 31 ári síðan.“ Karis segist muna vel eftir því hvar hann var þegar hin formlega viðurkenning var undirrituð fyrir 31 ári, þar sem það var um svipað leyti og valdaránstilraun harðlínumanna í Moskvu fór út um þúfur. „Ég var að sinna rannsóknum á þeim tíma, þannig að ég var heima með börn- unum okkar, og yngsta dóttir mín var bara fjögurra mánaða gömul,“ segir Karis og rifjar upp að þau hafi verið á þeim tíma hrædd um hvað myndi gerast, því þetta hafi verið miklir óvissutímar. „Þetta voru ógn- vekjandi tímar en þeir enduðu sem betur fer vel.“ Illskan er ávallt til staðar Karis segir innrásina í Úkraínu sýna að illskan sé ávallt til staðar. „Við eigum til að gleyma því á góðum stundum að illskan er ávallt fyrir hendi,“ segir Karis. „Við þurfum allt- af að vera á varðbergi, ekki bara gegn Rússlandi eins og það er núna, heldur eru ýmsar blikur á lofti.“ Karis segir að hann hafi verið staddur í Úkraínu tveimur dögum áður en innrásin hófst, 24. febrúar, en svo vill til að það er einnig þjóðhá- tíðardagur Eistlands. Karis segir það hafa verið erfiða stund. „Ég heimsótti svo Úkraínu tveimur mán- uðum síðar, og hef séð ummerkin um öll þessi voðaverk og glæpi sem framin hafa verið þar. Það er nokkuð sem maður gleymir ekki.“ Minnismerkin tákn ofbeldis Eistlendingar ákváðu nýverið að taka niður minnismerki um Rauða herinn og sigur hans í síðari heims- styrjöld en það var T-34 skriðdreki sem sat á stalli í borginni Narva. Blaðamaður spyr hvers vegna slík minnismerki frá Sovéttímanum hafi ekki verið tekin niður fyrr? „Við höfðum áður tekið niður minnis- merki árið 2007. Þá tókum við niður styttu af rússneskum hermanni. En þá skildi alþjóðasamfélagið ekki hvers vegna við værum að gera þetta. Nú, þegar við höfum séð öll þessi voðaverk í Úkraínu, það sem gerðist í Bútsja, og sami skriðdrek- inn er á stalli í Eistlandi, þá getum við ekki lengur haft hann fyrir aug- unum, því hann er táknmynd ofbeld- is, ekki frelsunar Rússa á Evrópu eins og sumir vilja halda fram.“ Karis segir að skriðdrekinn eigi heima á safni og þangað hafi hann verið fluttur. Það sé svo hægt að setja upp skilti til að útskýra hvar skriðdrekinn hafi verið og hver til- gangur hans var. Mörg tækifæri til samstarfs Aðspurður um nánari tengsl Ís- lands og Eistlands í framtíðinni segir Karis að bæði ríki séu mjög fram- arlega í stafrænni tækni og að það væri gott ef ríkin gætu aukið sam- starf sitt þar. „Þá eru einnig rík menningartengsl sem hægt væri að rækta,“ segir Karis og bætir við að hann viti af nokkrum tónlistarkenn- urum frá Eistlandi sem vinni hér, þó að Eistar séu ekki margir hér á landi. „En það er ekki bara Eistland, eins og ég segi, Eystrasaltsríkin og Norðurlöndin ættu að standa þétt saman og ræða aukin tengsl.“ Karis segir að hann telji að stríðið hafi opn- að augu fólks fyrir nánara samstarfi. „Því við erum líkt fólk með svipaðar hugmyndir, í Eistlandi höfum við jafnvel svipuð ævintýri og þið. Við deilum sama erfðaefni myndi ég segja,“ en Karis er einmitt doktor í sameindaerfðafræði. -En hvernig nýtist sú reynsla hon- um í stjórnmálum? „Ég lít nú ekki á mig sem stjórnmálamann en öll reynsla nýtist manni vel. Ég hef ver- ið rektor í tveimur háskólum og á margan hátt var það mun erfiðara verkefni en að vera þjóðhöfðingi,“ segir Karis kíminn á svip. Mikilvæg yfirlýsing um samstarf - Alar Karis, forseti Eistlands, segir brýnt að Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auki samstarf sitt í kjölfar innrásarinnar - Við deilum hugmyndum og lífssýn - Margir fletir á nánari samskiptum Morgunblaðið/Eggert Í Höfða Alar Karis, forseti Eistlands, segir aukið samstarf milli Íslands og Eystrasaltsríkjanna nauðsynleg í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Það er erfitt að skilja fyrr en maður hefur upp- lifað hversu mikil væntumþykja í garð Íslands ríkir meðal Eystra- saltsþjóðanna þriggja,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið um mikilvægi sjálfstæðisviðurkenn- ingarinnar á sínum tíma. „Við getum líka verið þakklát og stolt fyrir að Ísland gat raunveru- lega veitt þessum ríkjum mikilvægt liðsinni þegar þau þurftu á því að halda í sjálfstæðisbaráttu sinni,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þar tók for- veri minn, Jón Baldvin Hannibals- son, og ríkisstjórn Íslands góðar ákvarðanir. En það voru eistnesku, lettnesku og litháísku þjóðirnar sem risu upp af hugrekki gegn ofurvaldi og hótunum. Þær eiga sjálfar stærsta heiðurinn af sínu sjálfstæði en Ísland lék mikilvægt aukahlut- verk,“ segir utanríkisráðherra. „Það er ástæða til að dást að þess- um vinaþjóðum, rækta sambandið við þær og standa með þeim,“ segir Þórdís Kolbrún að lokum. sgs@mbl.is Ástæða til að rækta sambandið - Ísland geti verið stolt af sínum þætti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.