Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11. Félagar úr kór Árbæjarkirkju syngja undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár og sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Sr. Sigurður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14.15 í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar og Bjarts Loga Guðnasonar organista. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir með sínu fólki. BESSASTAÐAKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Bessastaða- sókn tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér í síðunni. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Organisti er Örn Magnússon. Veitingar eftir guðsþjónustuna. Guðsþjónusta Alþjóðlega safnaðarins í Breið- holtskirkju kl. 14. Guðsþjónusta á farsi. Prestur Soroush Hojati. Kaffisopi eftir guðsþjónustuna. BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudag kl. 20 verður síðasta kvöldmessa sumarsins í Bústaðakirkju, áður en við skiptum yfir í haustgírinn. Heimilis- legt helgihald með bænum, söng og hugleið- ingu. Svava Kristín Ingólfsdóttir messósópran syngur og leiðir söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum. Að viku liðinni hefst barnastarfið, fjölskyldumessa 4. september kl. 11 og fyrsta barnamessa vetrarins 11. sept- ember kl. 11. DIGRANESKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11, prestur er Sunna Dóra Möller. Organisti er Sól- veig Sigríður Einarsdóttir. Bryndís Guðjónsdóttir leiðir söng. Veitingar að messu lokinni Hjalla- kirkja kl. 17. Prestur er Sunna Dóra Möller. Matthías V. Baldursson leiðir söng ásamt Lof- gjörðarhóp Hjallakirkju. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, prestur er Sveinn Valgeirsson og Dómkórinn syngur. FELLA- og Hólakirkja | Næsta sunnudag verð- ur messa í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti leiðir tón- listina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar þjónar fyrir altari. Hljóm- sveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Síðasta sumarmessan í Garðakirkju þetta sumarið kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Margrét Gísladóttir ræðir um að koma sér aftur í rútínu og veitingar að messu lokinni í hlöðunni að Króki. Messunni verður streymt beint á Facebooksíð- unni Sumarmessur í Garðakirkju. Sumarmessur eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, Garðabæ og í Hafnarfirði. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa kl. 11. Messuformið er létt og einfalt. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Kaffi og meðlæti. GRENSÁSKIRKJA | Messa 28. ágúst kl. 11. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messu- þjónum, Ásta Haraldsdóttir organisti spilar og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir messusöng. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón- usta 28. ágúst kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Tindatríóið ásamt Kór Guðríðarkirkju syngur. Fermingarbörn næsta vors sérstaklega boðin velkomin. Stuttur kynningarfundur að guðsþjónustu lokinni. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar að- stoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Eftir messu: Listaspjall um verkið Brynjur eftir Steinunni Þór- arinsdóttur. Ensk messa kl. 14. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Matthías Harðarson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Ei- ríkur Jóhannsson. Organisti er Guðný Einars- dóttir. Marta Kristín Friðriksdóttir leiðir söng og syngur einsöng. Kaffi og djús á ganginum eftir messu. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa í Digra- neskirkju sunnudag kl. 11. Prestur er Sunna Dóra Möller. Organisti er Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. Bryndís Guðjónsdóttir leiðir söng. Veit- ingar að messu lokinni Hjallakirkja kl. 17. Prest- ur er Sunna Dóra Möller. Matthías V. Baldursson leiðir söng ásamt Lofgjörðarhóp Hjallakirkju. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjónusta kl. 14.15 í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar og Bjarts Loga Guðnasonar organista. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks vel- komnir með sínu fólki. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sumarmessa sunnu- dag kl. 20. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir kvöldstundina. KIRKJUBÆJARKIRKJA | Á sunnudag er messa kl. 14. Prestur er Þorgeir Arason. Org- anisti er Tryggvi Hermannsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur. Minnum á kaffisölu Kvenfélagsins í Tungubúð eftir messu. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Síðsumars- messa í Keflavíkurkirkju kl. 20. Njarðvíkur- prestakall tekur þátt í Sumarmessunum á Suð- urnesjum. Sjá Keflavíkurkirkju hér í síðunni. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir kvödd eftir þjónustu við Kársnessöfnuð frá árinu 2020. Sr. Sjöfn prédik- ar og fyrir altari þjóna sóknarprestur, prestur og djákni safnaðarins. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, sr. Sig- urður Jónsson þjónar. Vera Hjördis Matsdóttir og Bryndís Guðjónsdóttir syngja við undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Léttur há- degismatur í safnaðarheimilinu að messu lok- inni. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. El- ísabet Þórðardóttir organisti stýrir almennum safnaðarsögn. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og spilar á saxófón. Fermingarbörn ársins 2023 og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðuð til stundarinnar. Eftir messuna verður fundur í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem rætt verður um fermingarstarf vetrarins. Athugið óhefðbundinn messutíma. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. MOSFELLSKIRKJA | Dagskrá í tilefni bæj- arhátíðarinnar Í túninu heima, Mosfellsbæ. Kyrrðarbæn- og biblíuleg íhugun í og við Mos- fellskirkju kl. 18. Létt hressing í boði. Umsjón: Bylgja Dís Gunnarsdóttir og sr. Henning Emil Magnússon. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Henning Emil Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari og Þórður Sigurðarson leiðir tónlistina. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kaffiveitingar eftir messu á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Síð- sumarsmessa í Keflavíkurkirkju kl. 20. Njarðvík- urprestakall tekur þátt í Sumarmessunum á Suðurnesjum. Sjá Keflavíkurkirkju hér í síðunni. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fyrirbænaguðsþjón- usta sunnudag kl. 20, athugið breyttan messu- tíma. Sr. Pétur þjónar og Kristján Hrannar sér um kór og tónlist. Ólafur mun að venju taka vel á móti kirkjugestum. Maul eftir messu. SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa sunnu- dag kl. 11. Kynning á safnaðarstarfi vetrarins eftir messu. Umsjón með stundinni hafa Guð- björg Arnardóttir, Edit A. Molnár og Sjöfn Þór- arinsdóttir. SELJAKIRKJA | Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiðir söng og Douglas A. Brotchie leikur á orgelið. SELTJARNARNESKIRKJA | Uppskeruguð- sþjónusta kl. 11. Allir sálmarnir verða í dúr. Sr. Bjarni Þór BJarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimlinu. Hinn árlegi grænmetismarkaður verður í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Hver einasta króna sem kemur inn rennur til innanlandsað- stoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Morgunkaffi á miðvikudag kl. 9 í safnaðarheimilinu. STRANDARKIRKJA | Uppskeruguðsþjónusta verður á sunnudag kl. 11. Kór Þorláks- og Hjalla- kirkju leiðir almennan söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista. Sr. Sigríður Munda Jóns- dóttir þjónar. Vinsamlegast athugið breyttan messutíma. VÍDALÍNSKIRKJA | Síðasta sumarmessan í Garðakirkju þetta sumarið kl. 11. Vídalínskirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumar- messur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkju hér á síðunni. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Síðsumarsmessa í Keflavíkurkirkju kl. 20. Njarðvíkurprestakall tek- ur þátt í Sumarmessunum á Suðurnesjum. Sjá Keflavíkurkirkju hér í síðunni. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Auðkúlukirkja við Svínavatn, Austur-Húnavatnssýslu. Messur á morgun Árið 1904 hófst í London sýning á leik- ritinu um Pétur Pan, dreng sem gat vaxið líkamlega en ekki andlega og gat flogið um himingeiminn með vinkonu sinni Vöndu og fleiri krökk- um sem í sögunni flugu í Hvergiland (draumaland) þar sem þau fundu sjóræningjaforingjann Krók kaftein og fleiri illmenni. Sagan kom út í barnabók 1911 og var mynd- in sýnd á Íslandi upphaflega um 1953. Sagan um Pétur Pan hefur um langt skeið verið notuð sem lýsing á heilkenni og afleiðingum þess þegar venjulegt fólk tekur upp á að lifa í veruleika Péturs Pan og er á ensku kallað „Peter Pan Syndrome“ eða heilkenni. Þetta heilkenni var upp- haflega kynnt til sögunnar í bók Dans Kileys 1983. Pétur Pan-heilkennið telst vera al- varleg sjálfsblekking þar sem fólk lif- ir og hrærist í ímynduðum heimi (Hvergilandi) – í stað raunveruleik- ans. Hrein blekking verður raun- veruleikinn í huga fólksins. Fólk get- ur ekki lengur glímt við hin raun- verulegu verkefni. Heilkennið er hvorki viðurkennt opinberlega af WHO né DSM-5-tölfræðihandbók- inni sem veikindi. Sum helstu einkennin eru talin vera: 1) Vandamál við langtímaplön. 2) Láta aðra sjá fyrir sér. 3) Metn- aðarleysi og áhugaleysi. 4) Erfið- leikar við ákvarðanatöku. 5) Peninga- vandræði. 6) Flótti frá raunveruleikanum. Það er hluti af lífi okkar að geta skroppið í frí og gleymt okkur um stund frá lífsins ólgusjó – skreppa aðeins í Hvergiland og hitta Pétur Pan og Vöndu, jafnvel Krók kaftein og illmenni hans, en koma síðan aftur endurnærð og taka aftur upp slag- inn við lífið og tilveruna. Þetta er eðlilegt ástand enda kemur fólk aftur til baka úr frí- inu – inn í kaldan raunveruleikann. Þeir sem hins vegar dvelja árið um kring í Hvergilandi eru í miklum vandræðum og festast algerlega í þessu ástandi. Iðulega lenda ýmsir málaflokkar í stjórnkerfinu hjá okkur í vandræðum og er af nógu að taka. Má þar nefna heilbrigðismálin. Stefán Ólafsson skrifaði 6. ágúst 2022 grein í Kjarn- ann og spurði hvort heilbrigðiskerfið væri í góðu lagi, https://kjarninn.is/ skodun/er-heilbrigdiskerfid-i-godu- lagi/, þar sem hann rekur vangetu ís- lenska heilbrigðiskerfisins. Í sam- antekt Eurostat yfir styrkleika heil- brigðiskerfa kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið sé með hlutfallslega lengstu biðlista yfir aðgerðir í Evr- ópu. Þessi staða dregur fram þá stað- reynd að ríkisvaldið hefur nær öll einkenni „Pétur Pan“-heilkennisins varðandi heilbrigðiskerfið, svo sem gagnslaus langtímaplön, aðrir en rík- ið eigi að sjá um veika fólkið (til dæm- is einkaaðilar), metnaðarleysi, ákvarðanafælni, peningavandræði og flótta frá raunveruleikanum. Það er óhugnanlegt að ástand kerfisins sem á að reka heilbrigðis- kerfið sé slíkt sem raun virðist bera vitni. Ofan á allt saman eru kjör starfsmanna heilbrigðisstofnana þannig að heilbrigðisstarfsfólk flýr bág kjör og mikið vinnuálag. Afleið- ingarnar eru meðal annars að um eða yfir átta þúsund manns bíða eftir að- gerðum. Þetta er þó bara barnaleikur í sam- anburði við byggingu Nýs Landspít- ala sem Morgunblaðið fjallaði um á forsíðu 20. ágúst 2022. Fyrir um 22 árum voru Landspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur sameinuð og í gang fór ferli um byggingu nýs landspítala í miðbæ Reykjavíkur. Árið 2015 veitti ríkisvaldið fjármagn í að fullhanna meðferðarkjarna spítalans en 2021 voru rannsóknarhús, bílastæða- og tæknihús enn á hönnunarstigi og 13% lokið af meðferðarkjarna. Fram- kvæmdin er því nánast á byrjunar- stigi 22 árum eftir sameiningu sjúkrahúsanna og um 12 árum eftir að NLSH var stofnað. Alþingi samþykkti með lögum nr 64/2010 að stofna opinbert hluta- félag: Nýr Landspítali ohf. (NLSH) https://www.nlsh.is/um-nlsh/um- nlsh/. Markmið félagsins samkvæmt lögunum var að standa að nauðsyn- legum undirbúningi og útboði nýrrar byggingar Landspítala en um bygg- ingu og framkvæmdir spítalans skuli fara að lögum nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda. Opinberar framkvæmdir heyra undir fjármála- ráðherra en Framkvæmdasýslan fer með yfirstjórn verklegra fram- kvæmda. NLSH er því eins konar „skúffa“ í rekstri Framkvæmda- sýslunnar og Ríkiskaupa. Eitthvað virðist því hafa skolast til um hver ætti að gera hvað – eða menn ekki lesið lögin. Nýja opinbera hlutafélagið NLSH virðist hafa ráðist í að hreiðra um sig í afgirtum fílabeinsturni á spítalalóð- inni með milljarða tilkostnaði þótt lögin hafi einungis gert ráð fyrir að þeir myndu undirbúa útboð fram- kvæmdanna. Þetta var mjög snögg hraðferð inn í Hvergiland fyrir hóp fólks með silkihúfur sem snaraði sér á ríkisspenann – og í algerlega vernd- uðum og afgirtum fílabeinsturni. Ár- ið 2021 greiddi ríkissjóður sex millj- arða framkvæmdafé inn í NLSH og af þeim peningum fóru rúmlega 900 milljónir í launakostnað hjá fíla- beinsturni NLSH eða um 15% af framkvæmdakostnaði sjúkrahússins það árið. Svona hraðferð og peningaaustur fá ekki þessir átta þúsund sjúklingar sem nú bíða læknisaðgerða, hvað þá þeir sem bætast við. Samkvæmt Morgunblaðinu er búið að tryggja að ekki verði lokið við spít- alann fyrr en í fyrsta lagi 2027 eða 2028 og er þetta þó fullyrt með fyr- irvara, enda bara viðbygging við gamla Landspítalann. Eftir Sigurð Sigurðsson »… óhugnanlegt ástand kerfisins sem á að reka heilbrigðis- kerfið, sem er þó barna- leikur í samanburði við byggingu Nýs Land- spítala og NLSH- leikritið. Sigurður Sigurðsson Höfundur er B.Sc./M.Phil.- byggingarverkfræðingur. Pétur Pan-heilkennið og heilbrigðiskerfiðVelvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Í tilefni af fréttum af ágengni máva á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæð- inu datt mér í hug eftirfarandi að- ferð til að draga úr ágangi frekustu máva. Aðferðin er sú að setja svefn- lyf í kjötsag og staðsetja ílátið uppi á húsþaki og festa vel. Síðan gætu ákveðnir menn tekið vissa tegund máva úr umferð en látið aðra vakna jafngóða eftir svefninn. Þetta er að sjálfsögðu þekkt aðferð og þarfnast ekki nánari útfærslu. Norðlendingur. Ágengir mávar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.