Morgunblaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 4
Lið Líflands með Hermann Árna-
son sem knapa sigraði í þolreiðar-
keppi Landssambands hestamanna-
félaga, Survive Iceland 2022, sem
lauk á Rjúpnavöllum á sunnudag.
Heildartími Hermanns var 14
klukkustundir og 11 mínútur. Í
öðru sæti varð lið H. Hestaferða,
með Emelie Sellberg sem knapa, og
í þriðja sæti varð lið Eldhesta með
Sigurjón Bjarnason sem knapa.
Sigurjón var valinn knapi mótsins
ásamt Sami Browneller en þau
hlutu fæst refsistig. Hestur mótsins
var valinn Karel frá Stóru-Heiði úr
liði H. Hestaferða en hann fékk
engin refsistig fyrir púls eða áverka
og var fyrstur í mark á öllum þeim
áföngum sem hann fór. Emelie Sell-
berg sat Karel.
Þolreiðarkeppnin fór fram dag-
ana 25. til 28. ágúst. Sex lið kepptu
en í hverju liði voru einn knapi,
tveir aðstoðarmenn og þrír hestar.
Á hverjum degi reið hver knapi 50
til 70 kílómetra á þremur hestum.
Heildartíminn réð úrslitum. Að
keppni lokinni fór fram dýralæknis-
skoðun og álagsskoðun Mast. LH
telur keppnina hafa tekist vel og
gefi dýrmæta reynslu til að þróa
reglur.
Hermann vann þolreiðina
- Karel valinn hestur keppninnar en hann var án refsistiga
Sigurvegarar Hermann Árnason með Árdísi og Emelie Sellberg með Karel.
Endurvinnsluhlutfall plasts og pappírs
2016-2020
100%
75%
50%
25%
0%
2016 2017 2018 2019 2020
99,5%
32,0%
Heimild: Ríkisendurskoðun
Pappi og pappír
Plastumbúðir og heyrúlluplast
83,1%
28,9%
90,9%
29,3%
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Koma þarf á skilvirkum leiðum til að
sannreyna raunveruleg afdrif úr-
gangs að því marki sem unnt er. Setja
þarf fram skilmála um hvaða gagna er
krafist til staðfestingar á því og
hvernig vottun þeirra skuli háttað.
Einnig þarf að skoða hvernig hægt er
að stuðla að aukinni endurvinnslu
hérlendis.
Kemur ofangreint fram í ábending-
um Ríkisendurskoðunar að lokinni út-
tekt á starfsemi Úrvinnslusjóðs sem
kynnt var í gær. Lagðar eru fram til-
lögur til úrbóta í sex liðum.
Misbrestur á efndum
Varðandi útgreiðslur hefur Úr-
vinnslusjóður takmarkað eftirlit með
því hvort sú ráðstöfun sem samið er
um við þjónustuaðila, til dæmis um
endurvinnslu eða förgun, og greitt er
fyrir, fari raunverulega fram. Eins
hvort um sé að ræða vottuð ferli. Rifj-
uð eru upp tilvik þar sem ráðstöfun
hefur ekki verið í samræmi við samn-
inga og greiðslur. Plastúrgangur var
sendur til endurvinnslu og endurnýt-
ingar í Svíþjóð en hafnaði í geymslum
þriðja aðila þar sem plastið sat miss-
erum saman í stað þess að fara í end-
urvinnslu. Sambærilegar aðstæður
hafa komið upp innanlands, þegar
fyrirtæki sem safnaði rúllubagga-
plasti varð gjaldþrota.
Ríkisendurskoðun telur nauðsyn-
legt að koma á skilvirkum leiðum til
að sannreyna raunveruleg afdrif úr-
gangs, eftir því sem unnt er. Hún
nefnir um leið að ný ákvæði laga um
Úrvinnslusjóð, sem tóku gildi á síð-
asta ári, leggi auknar skyldur á
herðar Úrvinnslusjóðs að tryggja við-
eigandi meðhöndlun úrgangs, áður en
greiðslur eru inntar af hendi til samn-
ingsaðila. Unnið er að þessu hjá
sjóðnum og telur Ríkisendurskoðun
að hraða þurfi vinnunni.
Breytt verði um fyrirkomulag
Telur stofnunin að styrkja þurfi
starfsemi Úrvinnslusjóðs, skrá verk-
ferla, koma á innra eftirliti og upp-
færa reglulega skilmála um með-
höndlun úrgangsflokka.
Bæta þarf eftirlit með innheimtu
úrvinnslugjalds og tryggja að þeir
sem greiða eigi gjaldið skili sér á
gjaldendaskrá, samkvæmt ábendingu
Ríkisendurskoðunar. Í lögum eru
heimildir til að fella úrvinnslugjald
niður þegar fluttar eru inn vörur til
innlendrar framleiðslu sem síðar eru
fluttar úr landi og koma ekki til úr-
vinnslu hér. Ekki hefur verið fylgst
með því að vörurnar séu raunveru-
lega fluttar út. Telur Ríkisendurskoð-
un því árangursríkara að innheimta
úrvinnslugjald við innflutning og end-
urgreiða síðan gjaldið gegn staðfest-
um gögnum um útflutning og felur
ein af ábendingum hennar í sér að það
skuli skoðað.
Ríkisendurskoðun telur að efla
þurfi stuðning umhverfis-, orku- og
loftslagsráðuneytis þegar upp koma
álitamál í starfsemi Úrvinnslusjóðs
og greiða úr ólíkri túlkun innan
stjórnar hans. Þá þarf ráðuneytið að
leggja aukna áherslu á gæði og áreið-
anleika gagna og tölfræði um úrgang.
Sannreyna þarf afdrif úrgangs
- Ríkisendurskoðun með ábendingar eftir úttekt á starfsemi Úrvinnslusjóðs - Greitt er fyrir förgun
úrgangs án þess að eftirlit sé með afdrifum hans - Bæta þarf eftirlit með innheimtu úrvinnslugjalds
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Útför Þuríðar Pálsdóttir söngkonu fór fram frá
Dómkirkjunni í gær. Sr. Sveinn Valgeirsson
jarðsöng, organisti var Kári Kárason Þormar,
Bryndís Halla Gylfadóttir lék á selló, Einar Gil-
ísabet Benediktsdóttir, Jónas Guðmundsson og
Örn Tönsberg.
Þuríður fæddist í Reykjavík 11. mars 1927.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 12. ágúst.
bertsson söng einsöng og Dómkórinn og kvenna-
kór sungu. Kistuna báru Ingibjörg Tönsberg,
Þuríður Tönsberg, Einar Tönsberg, Kristinn
Örn Björnsson, Erna Tönsberg, Sigríður El-
Morgunblaðið/Eggert
Þuríður Pálsdóttir jarðsungin
Helgi Magnús
Gunnarsson
vararíkissak-
sóknari hefur
hvorki svarað
símtölum né
skriflegum fyrir-
spurnum
Morgunblaðsins
vegna form-
legrar áminn-
ingar sem hann
fékk í starfi vegna ummæla sem
hann lét falla á Facebook. Þau
vörðuðu bæði hælisleitendur og
samkynhneigða karlmenn. Ummæl-
in hafa vakið upp mikla reiði og
hafa Samtökin ’78 m.a. kært vara-
ríkissaksóknarann vegna þeirra.
Engin svör frá vara-
ríkissaksóknara
Helgi Magnús
Gunnarsson
Paola Cardenas
hefur verið skip-
uð formaður inn-
flytjendaráðs.
Paola er sálfræð-
ingur, fjölskyldu-
fræðingur og
doktorsnemi í
sálfræði við Há-
skólann í Reykja-
vík. Hún hefur
um árabil starfað í Barnahúsi, auk
þess að hafa unnið hjá Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja, Rauða krossi
Íslands og á BUGL.
Paola nýr formaður
innflytjendaráðs
Paola Cardenas