Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Eins og kemur fram í umsögninni liggja fræðileg rök því til grundvallar að festa þetta ártal, þau eru hvort tveggja byggingarsöguleg og skipu- lagsleg,“ segir Gísli Óskarsson, sviðs- stjóri lögfræðisviðs Minjastofnunar Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Til umræðu er tillaga umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um endurskoðun svokallaðrar 100 ára reglu í lögum um menningarminjar sem snýr að því hvenær mannvirki teljist friðuð auk fornleifa almennt. Vill fast ártal Samkvæmt núgildandi lögum, nr. 80/2012, er miðað við hlaupandi ártal þannig að friðun miðast nú við árið 1922. Styttist þar með mjög í aldurs- friðun fjölda steinsteyptra húsa og annarra mannvirkja, má þar nefna innviði úr fjöldaframleiddum efnivið en undir það hugtak falla til dæmis venjulegar gaddavírsgirðingar. Minjastofnun vill festa ártalið og miða við 1922 eða 1923, annað kalli á óhemjuvinnu og -kostnað. „Skömmu áður en þessi lög tóku gildi tóku skipulagslög einnig gildi og skipulagsnefnd tók til starfa,“ heldur Gísli áfram og bendir í framhaldinu á kostnað og vinnu við umsagnir og út- gáfu leyfa sem lögmælt er að Minja- stofnun gefi út vegna breytinga, nið- urrifs eða flutnings friðaðra húsa. „Við hefðum líklega ekki mannskap í að sinna þessu,“ segir hann. Félag fornleifafræðinga tekur und- ir þessi sjónarmið og hvetur til fag- legrar umræðu áður en lengra er haldið, en til vara að undantekning frá 100 ára reglunni verði gerð fyrir uppi- standandi byggingar. Hún gildi hins vegar áfram fyrir fornminjar. „Þegar þessi áform voru sett fram nú í sumar áttu þau fyrst og fremst við um hús en þetta breytir líka skil- greiningunni á fornminjum,“ segir Gylfi Björn Helgason, formaður Fé- lags fornleifafræðinga. „Breytingin er mjög stór þegar sett er ákveðið ár- tal í stað hlaupandi ártals. Það getur verið gott en það getur líka verið af- skaplega slæmt. Flestar þjóðir hafa einhver svona viðmið, hundrað ára reglan þekkist til dæmis í Norður- Afríku,“ útskýrir Gylfi. Tapaðar rafstöðvar Hann segir fast ártal varhugavert að því leyti að með því sé ekki hægt að tryggja vernd yngri húsa en fasta ár- talið nái til. „Við værum þá að tapa til dæmis fyrstu rafstöðvunum í sveitum að ógleymdum samkomuhúsum úti um allt land. Þetta eru minjar sem skipta fólk máli,“ segir Gylfi og bætir því við að meðal annars byggðasaga verði best sögð með rannsóknum á fornleifum og nýminjum. „Og það væri mjög slæmt fyrir fræðigreinina fornleifafræði og auð- vitað samfélagið allt ef þessi tengsl rofnuðu. Minjavernd gengur út á að vernda það sem okkur finnst merki- legt og þar skipta rannsóknir miklu máli. Við verðum að vita hvað okkur finnst merkilegt ef við ætlum að vernda það,“ segir Gylfi að lokum. „Mjög slæmt ef þessi tengsl rofna“ - Hlaupandi ártal í minjavernd hvort tveggja til bölvunar og blessunar - Minjastofnun skortir bol- magn fari sem horfir - „Við verðum að vita hvað okkur finnst merkilegt ef við ætlum að vernda það“ Morgunblaðið/G.Rúnar Tímans tönn Með hlaupandi ártali mun fjöldi húsa brátt teljast friðaður. Ráðuneytið leggur til endurskoðun á aldursfriðunarákvæði laganna. Samkvæmt lögunum frá 2012 skiptast fornminjar í forngripi og fornleifar. Eru forngripir lausamunir, 100 ára og eldri, sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Fornleifar eru hins vegar hvers kyns mann- vistarleifar, á landi, í jörðu, jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, 100 ára og eldri. Þegar skip og bátar eru annars vegar teljast þau forn- gripir séu þau frá því fyrir 1950. Líkamsleifar manna og hræ dýra teljast einnig forn- gripir hafi þau fundist í forn- leifum, svo sem fornum haug- um, dysjum og leiðum. Telja lögin svo upp fjölda dæma um fornleifar, þar á meðal staði og kennileiti sem tengjast þjóðtrú eða þjóðsagnahefð, svo sem álagabletti. Álagablettir HVAÐ ERU FORNMINJAR? Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Byggingafulltrúi Reykjavíkur hef- ur veitt Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum leyfi til að breyta innra skipulagi gamla Hæstarétt- arhússins við Lindargötu. Hæsti- réttur flutti starfsemi sína í nýtt hús handan Lindargötu árið 1998. Gamla húsið var illa farið en það var gert upp að utan fyrir nokkr- um árum. „Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna yfir í Arnar- hvál á öllum hæðum, koma fyrir lyftu og eldvörðu stigahúsi milli allra hæða, færa til glugga á norð- urhlið og opna þar útgönguleið og innrétta aðstöðu fyrir ýmiss konar fundahöld og móttöku í húsi Hæstaréttar, Lindargötu 3 á lóð nr. 1-3 við Lindargötu,“ eins og segir orðrétt í erindi FSRE. Hús Hæstaréttar við Lindargötu var teiknað árið 1945 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Byggingin er 868 fermetrar að stærð á fjórum hæðum og er sam- byggð Arnarhvoli sem er verk Guðjóns Samúelssonar einnig og nýtur hverfisverndar skv. hús- verndarskrá Reykjavíkurborgar. Húsið mikilvægt kennileiti „Dómhúsið er talið vera mikil- vægt kennileiti sem blasir við frá Hverfisgötu milli Safnahúss og Þjóðleikhúss,“ segir í svari Fram- kvæmdasýslunnar – Ríkiseigna við fyrirspurn Morgunblaðsins. Dóm- húsið hafi á sínum tíma verið hannað til að hýsa og vera tákn fyrir eina helstu stofnun íslensks samfélags, Hæstarétt. Það er ekki formlega friðað en Minjastofnun hefur lagt áherslu á að framhlið hússins verði varðveitt í óbreyttri mynd. Ekki hefur verið lögð til nein verndun á innra skipulagi eða innviðum hússins en þó þurfi að huga að því að virða yfirbragð eignarinnar og efnisval. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á Arnarhvoli og hefur Hæstaréttarhúsið notið góðs af því. Búið er að endurnýja þak og glugga ásamt því að farið hefur verið yfir allan múr og húsið steinað að nýju samhliða fram- kvæmdum við Arnarhvol árið 2014. Að loknum þeim fram- kvæmdum var ytra byrði húsanna í fyrsta sinn í fullu samræmi við upphafleg áform Guðjóns Sam- úelssonar. Gamli Hæstiréttur er að mestu óbreyttur að innan frá því sem var árið 1998 þegar Hæstiréttur yfir- gaf það. Dómhúsið hefur verið í takmarkaðri nýtingu um árabil. Árið 2005 var heimilað að Þjóðleik- húsið fengi til bráðabirgða afnot af 2. hæð hússins til æfinga í því ástandi sem það var þá. Nauðsynlegt er að ráðast í tölu- verðar endurbætur á húsnæðinu að innan til að það uppfylli nútíma- kröfur og þá eru flóttaleiðir og að- gengismál með öllu ófullnægjandi, segir í svari FSRE. Talið er að opna þurfi milli Arnarhvols og gamla Hæstaréttar af hagkvæmni jafnt sem öryggisástæðum til að uppfylla skilyrði um fjölda flótta- leiða. Af þeim sökum sé mikilvægt að sú starfsemi sem komið verður fyrir í húsnæðinu til framtíðar samræmist þeirri starfsemi sem nú þegar er í Arnarhvoli. Með breytingum á innra skipu- lagi verði hægt að nýta eignina undir fjölnota fundaraðstöðu, mögulega sem móttökurými fyrir opinbera gesti ásamt biðrými fyrir fjölmiðla, minni ráðstefnur eða við- burði og aðra fundi. Í hönnun sé lögð áhersla á gæði og einfaldleika og borin virðing fyrir sérkennum hússins. Arkitektar breytinga eru Argos ehf. og Arkitektastofa Grét- ars og Stefáns. Kostar rúmlega 400 milljónir Kostnaðargreining arkitekta gerir ráð fyrir að hönnun og fram- kvæmdir á húsinu muni kosta rúmlega 400 milljónir króna. Á sínum tíma voru áform um að rífa gamla Hæstaréttarhúsið við Lindargötu og byggja í þess stað nýtt húsnæði sem hýsa myndi starfsemi ráðuneyta. Þetta kom fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1999. Þrátt fyrir að húsið væri illa far- ið var fallið frá þessum áformum, sem betur fer er óhætt að fullyrða. Húsið hefur nú verið gert upp að utan og er borgarprýði. Morgunblaðið/Emilía Björg Björnsdóttir Geirfinnsmálið Málflutningur í þessu frægasta sakamáli Íslandssögunnar fór fram í húsinu 1980. Sævar Marínó Ciesielski fyrir miðju og Ómar Ragnarsson með vélina. Morgunblaðið/sisi Lindargata Gamla Hæstaréttarhúsið er sambyggt Arnarhvoli en bæði húsin teiknaði Guðjón Sam- úelsson húsameistari. Umfangsmiklar endurbætur voru gerðar utanhúss á báðum húsunum nýlega. Hús Hæstaréttar verði móttökuhús - Innra skipulagi gamla Hæstaréttarhússins við Lindargötu breytt - Fundahöld og móttökur - Að mestu óbreytt að innan frá brotthvarfi Hæstaréttar - Rífa átti húsið en hætt var við það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.