Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 12
auk þess sem greiddur var einn
milljarður í arð árið 2016. Eign-
arhaldsfélagið Hof er eigandi
Miklatorgs, en eigendur Hofs eru
bræðurnir Sigurður Gísli og Jón
Pálmasynir í gegnum eignarhalds-
félög sín.
Stefán Rúnar Dagsson, fram-
kvæmdastjóri IKEA á Íslandi, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að
fyrirtækið hefði tekið á sig stóran
hluta aukins kostnaðar síðustu tvö
árin í stað þess að setja hann allan í
verðlagið. Spurður hvort IKEA
hygðist fara að fordæmi annarra
verslana og frysta vöruverð sagði
hann að IKEA frysti vöruverð sitt á
hverju ári með útgáfu bæklings
fyrir árið í heild sinni.
Hagnaður Miklatorgs ehf., sem
rekur IKEA á Íslandi, nam í fyrra
tæpum 824 milljónum króna,
samanborið við hagnað upp á tæp-
ar 500 milljónir króna árið áður.
Tekjur félagsins námu tæpum 14
milljörðum króna, jukust um rúma
1,4 milljarða króna á milli ára, og
hafa aldrei verið meiri. Eigið fé fé-
lagsins nam í árslok síðasta árs um
1,3 milljörðum króna.
Miklatorg hefur verið rekið með
hagnaði á liðnum árum en hagn-
aður síðastliðinna fimm ára nemur
um þremur milljörðum króna. Fé-
lagið greiddi 500 milljónir króna í
arð til eigenda sinna á síðasta ári,
en arðgreiðslur síðastliðinna fimm
ára nema 2,2 milljörðum króna,
Rekstur IKEA skilar miklum hagnaði
- Rúmlega 820 milljóna króna hagn-
aður í fyrra og tekjurnar aldrei meiri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslun IKEA í Kauptúni hefur skilað góðri afkomu á liðnum árum.
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Nýtt miðasölufyrirtæki, MiðiX, er
byrjað að ryðja sér til rúms á íslenska
viðburðamarkaðnum. Ómar Már
Jónsson framkvæmdastjóri segir fé-
lagið sérhæfa sig í netsölu miða á við-
burði s.s. á tónleika, leiksýningar,
íþróttaviðburði og í raun hvar þar
sem þörf er á sölu aðgöngumiða. Eng-
inn viðburður er of lítill eða of stór að
sögn Ómars.
Þekkir áhrif fákeppni
Hann segir í samtali við Morgun-
blaðið að fyrirtækið sé stofnað til höf-
uðs fákeppni á markaðnum. Áður var
Tix.is eina miðafyrirtækið sem við-
burðahaldarar gátu snúið sér til.
„Ég veit hvaða áhrif fákeppni hefur
á markaði. Hún er ekki góð, hvorki
fyrir fyrirtæki né markaðinn í heild
né heldur viðburðahaldara,“ segir
Ómar.
Hann segir að fákeppni hafi alltaf
þau áhrif að þjónustustig lækki og
verð hækki.
„Við byrjuðum að skoða þessa hug-
mynd rétt fyrir veirufaraldurinn. Ég
fann flott samstarfsfyrirtæki í Þýska-
landi sem þróar vandaðan og þraut-
reyndan búnað. Við notuðum svo tím-
ann í faraldrinum til að laga kerfið að
íslensku umhverfi,“ segir Ómar.
Þýska hugbúnaðarfyrirtækið er
jafnframt hluthafi í MiðaX.
„Við ætlum ekki í útrás heldur ein-
beita okkur að því að veita góða þjón-
ustu hér á landi og bjóða viðburða-
höldurum sanngjarnt verð.“
Fjöldi miða þegar seldur
MiðiX hefur nú þegar selt fjölda
miða á ýmsa viðburði, stóra og smáa.
Allt hefur gengið smurt að sögn Óm-
ars. „Ég hef reynslu af því að stofna
fyrirtæki og byggja þau upp. Ég
þekki réttu ferlana.“
Hann segist hafa fengið góð við-
brögð við nýja kerfinu enda leggi
hann áherslu á vönduð vinnubrögð og
áframhaldandi þróun kerfisins í sam-
ræmi við óskir viðskiptavina. „Það er
þolinmótt fjármagn í félaginu. Við
viljum koma til móts við viðskiptavini
með lægri þjónustugjöldum.“
Á meðal þeirrar þjónustu sem kerf-
ið býður upp á er beinn aðgangur fyr-
ir viðburðahaldara. Þar geta þeir
fylgst með umferðinni á vefnum og
gengi miðasölunnar. Einnig er bún-
aðurinn tengdur við Google Analyt-
ics-vefgreiningartólið sem gefur við-
skiptavinum ýmsar notadrjúgar
upplýsingar eins og um kyn og aldur
miðakaupenda.
Efitt að spá um hlutdeild
Spurður um væntingar til mark-
aðshlutdeildar MiðaX segir Ómar að
erfitt sé að segja fyrir um það. „Ég
kom á sínum tíma inn á sýningar-
kerfamarkaðinn þar sem aðeins eitt
fyrirtæki var á markaðnum fyrir. Ég
náði 50% markaðshlutdeild á einu
ári,“ segir Ómar að lokum.
Til höfuðs fákeppni á markaði
Morgunblaðið/Hákon
Viðburðir Ómar Már Jónsson hefur reynslu af viðburðamarkaðnum.
- Enginn viðburður of lítill eða of stór fyrir MiðaX - Samstarf við þýskt hug-
búnaðarfyrirtæki - Góð viðbrögð - Þolinmótt fjármagn - Beinn aðgangur
Miðasala
» MiðiX sérhæfir sig í netsölu
miða á viðburði, s.s. á tónleika,
leiksýningar, íþróttaviðburði
og í raun hvar þar sem þörf er
á sölu aðgöngumiða.
» Tengsl við Google Analytics
gefa viðskiptavinum nota-
drjúgar upplýsingar.
30. ágúst 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 140.2
Sterlingspund 165.86
Kanadadalur 108.39
Dönsk króna 18.863
Norsk króna 14.513
Sænsk króna 13.273
Svissn. franki 145.51
Japanskt jen 1.0239
SDR 183.15
Evra 140.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.9492
« Ný Boeing
747-8-júmbóþota
er nú í smíðum í
verksmiðju banda-
ríska flugvélafram-
leiðandans, sem
væri ekki í frásögur
færandi nema hvað
þar er á ferðinni
síðasta Boeing
747-vélin sem
framleidd verður.
Vélin, sem er fraktvél, verður afhent
Atlas Air innan tíðar.
Framleiðsla á drottningu háloftanna,
eins og hún er stundum kölluð í flug-
heiminum, hófst um miðjan sjöunda
áratug síðustu aldar en fyrsta vélin
flaug í febrúar 1969. Innkoma hennar á
markað var bylting á sínum tíma, þar
sem hægt var að tvöfalda fjölda farþega
í einu flugi á við það sem Boeing 707-
vélar þess tíma gátu borið. Bandaríska
risaflugfélagið Pan American (Pan Am)
var það flugfélag sem helst hafði kallað
eftir framleiðslu á slíkri vél og átti stór-
an þátt í því að framleiðslu hennar var
komið á fót. Hún varð fljótlega vinsæl
meðal annarra flugfélaga sem byggðu
leiðakerfi sín á því að fljúga með mikinn
fjölda lengri flugleiðir. Þar má nefna fé-
lög á borð við British Airways, Japan
Airlines, KLM og Lufthansa og Qantas.
Þá varð fraktútgáfa vélarinnar einnig
eftirsótt meðal félaga á borð við Cargo-
lux, Cathy Pacific og síðar UPS, Atlas
Air og fleiri félaga.
Eins og aðrar fjögurra hreyfla vélar
hefur drottningin þó þurft að lúta í
lægra haldi fyrir hækkandi eldsneyt-
isverði. Framleiðslu hinnar tveggja
hæða Airbus A380 var hætt í fyrra og
flest flugfélög, hvort sem er í farþega-
flugi eða fraktflugi, hafa kosið að fjár-
festa í tveggja hreyfla vélum á liðnum
árum. Hún hefur þó nýst vel í fraktflugi
á liðnum árum, þar sem mikil eftirspurn
hefur verið eftir flugfrakt á tímum
heimsfaraldurs. Fraktflugfélögin horfa
þó einnig til tveggja hreyfla véla til
lengra tíma litið en þar kunna Boeing
777 og Boeing 787 Dreamliner að vera
álitlegar ásamt Airbus A330.
Síðasta Beoing 747-
flugvélin í framleiðslu
Boeing 747-8-vél í
litum Lufthansa.
STUTT