Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Úkraínumenn hófu í gær öfluga stór-
skotahríð á skotmörk vítt og breitt
um Kerson-hérað og var hún sögð
marka upphaf gagnsóknar, sem hafi
það að markmiði að frelsa borgina
undan hernámsliði Rússa.
Sergei Khlan, einn af ráðgjöfum
héraðsstjórans í Kerson, sagði við
fjölmiðla í gær að stórskotahríðin
markaði upphaf þess að héraðið allt
yrði frelsað, en Rússar hertóku
borgina 3. mars síðastliðinn.
Kerson er eina héraðshöfuðborgin
sem fallið hefur Rússum í skaut frá
því að þeir hófu innrás sína í febrúar,
og hún er einnig eina stórborgin sem
þeir ráða yfir vestan Dnípr-fljótsins,
sem rennur í gegnum Úkraínu
miðja. Úkraínumenn hafa á síðustu
vikum beint stórskotahríð sinni að
brúm yfir fljótið, með það að mark-
miði að takmarka birgðaflutninga
Rússa yfir það.
Hermdu óstaðfestar fregnir í gær
að Úkraínuher sækti fram úr þrem-
ur mismunandi áttum, og að hann
hefði náð að brjótast í gegnum fram-
línu Rússa í héraðinu á að minnsta
kosti einum stað, en staðfest var í
rússneskum fjölmiðlum að rúss-
neska hernámsliðinu hefði verið
skipað að yfirgefa stöður sínar í
bænum Nova Kakhova vegna fjölda
stórskotaliðsárása.
Þá bárust einnig fregnir um fjórar
sprengingar í miðborg Melitopol,
sem er í Saporisjía-héraði, en borgin
hefur mátt þola aukna stórskotahríð
frá Úkraínuher síðustu daga.
Ætla að kanna aðstæður
Rafael Grossi framkvæmdastjóri
alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar IAEA sagði í gær að hann væri nú
á leiðinni ásamt sérfræðingateymi
sínu til kjarnorkuversins í Saporisjía
til að kanna aðstæður þar, en Rússar
og Úkraínumenn hafa sakað hvorir
aðra um að hafa beint skothríð að
verinu.
Dmítró Kúleba utanríkisráðherra
Úkraínu sagði að verkefnið yrði það
erfiðasta sem IAEA hefði tekist á
hendur, þar sem Rússar væru nú
með virkar hernaðaraðgerðir í ná-
grenni versins. Þá sagði Kúleba
Rússa fara fram með lygum til þess
að reyna að réttlæta hertöku sína á
kjarnorkuverinu.
Munu ræða áritanamálið
Olaf Scholz Þýskalandskanslari
lýsti því yfir í gær að hann styddi það
að Úkraína og nokkrar aðrar um-
sóknarþjóðir fengju aðild að Evr-
ópusambandinu.
Scholz varaði hins vegar við því að
stækkun bandalagsins myndi kalla á
umbætur á regluverki þess. Sagði
Scholz að neitunarvald hvers einasta
ríkis yrði þá að víkja fyrir meiri-
hlutavaldi, ellegar yrði ákvarðana-
taka sambandsins of þung í vöfum.
Yfirlýsing Scholz kom degi áður
en utanríkisráðherrar aðildarríkj-
anna áttu að funda í Prag, en þar
munu þeir meðal annars ræða mögu-
leikann á því að hætt verði að veita
Rússum almennar vegabréfsáritanir
til ríkja sambandsins. Þykir líklegt
að ráðherrarnir muni samþykkja að
víkja frá samkomulagi við Rússa,
sem nú gerir það auðveldara en ella
að fá slíkar áritanir, frekar en að
áritanirnar verði bannaðar alfarið.
Gagnsóknin í Kerson sögð hafin
- Úkraínumenn láta stórskotahríð dynja á víglínu Rússa í héraðinu - Sagðir sækja fram úr þremur
áttum - Sérfræðingateymi IAEA lagt af stað til Saporisjía - Scholz styður ESB-aðild Úkraínu
AFP/Anatolii Stepanov
Stórskotahríð Úkraínska eldflaugakerfið BM-27 Uragan sést hér skjóta eldflaugum á skotmörk í Donetsk-héraði.
Ekkert varð af fyrirhuguðu geim-
skoti Artemis 1-flaugarinnar í gær,
þar sem bilun í einni af eldflaugum
geimfarsins þýddi að ekki þótti
vogandi að skjóta því á loft.
Fyrirhuguð ferð Artemis 1 til
tunglsins á að marka upphaf nýrr-
ar tunglferðaáætlunar Bandaríkja-
manna, en farið verður ómannað.
Stefnt er nú að því að Artemis 1
fari á loft á föstudaginn, 2. sept-
ember, eða á mánudaginn 5. sept-
ember og stendur geimfarið því
enn á skotpalli sínum.
Nái verkfræðingar bandarísku
geimferðastofnunarinnar NASA
hins vegar ekki að gera við bil-
unina er mögulegt að fresta þurfi
geimskotinu aftur. Næsti „skot-
gluggi“ yrði þá síðar í sept-
embermánuði. „Við skjótum ekki
fyrr en aðstæður eru réttar,“ sagði
Bill Nelson framkvæmdastjóri
NASA. „Þetta er mjög flókin vél.
Þú vilt ekki kveikja á kertinu fyrr
en það er tilbúið.“
Hálf öld er liðin síðan mannkynið
steig síðast fæti á tunglið, en þá fór
geimfarið Apollo 17 til tunglsins.
Markmið Bandaríkjamanna með
Artemis-áætluninni er að senda aft-
ur geimfara til tunglsins, og á nú í
fyrsta sinn að senda konu þangað.
Ferð Artemis 1-flaugarinnar á að
taka 42 daga, og mun Orion-hylkið,
fremsti partur geimfarsins, fara á
sporbaug um tunglið. Er tilgangur
ferðarinnar að kanna hvort geim-
farið sé nógu öruggt til þess að
flytja mannfólk til tunglsins, sem
og að prófa hitaskjöld þess, sem á
að tryggja að geimfarið geti snúið
aftur til jarðar. Gangi allt eftir mun
Artemis 2 leggja af stað árið 2024,
en sú ferð verður mönnuð. Ekki er
þó ráðgert að fólk stígi aftur fæti á
tunglið fyrr en árið 2025.
Þá stefna Bandaríkjamenn einn-
ig að því að setja geimstöð á spor-
baug um tunglið, og á sú stöð síðar
meir að auðvelda mannaðar geim-
ferðir til Mars.
Bilun leiddi til
frestunar
Hvernig Bandaríkjamenn ætla aftur til tunglsins
Heimild: NASA
Geimstöð á tunglinu er þungamiðjan í Artemis-áætlun NASA, sem á að flytja menn til tunglsins í fyrsta sinn
frá árinu 1972, þegar síðasta Apollo-geimfarið fór þangað
ARTEMIS-ÁÆTLUNIN
Lok ársins 2024
Fyrstu hlutar „Hliðsins“
sendir til tunglsins
*Stöðin verður ekki notuð
fyrir Artemis 2 og 3
29. ágúst 2022
Artemis 1: tilraunaflug (frestað)
2024
Artemis 2: fyrsta mannaða
flugið, fer á sporbaug um
tunglið en lendir ekki
2025
Artemis 3 fer af stað,
Mannkynið snýr aftur til
tunglsins
Miðað við að rannsaka
suðurpól tunglsins
Lyftivél: SLS eldflaugin
(Space Launch System)
Þungavigtareldflaug
Getur flutt allt að 45 tonn
út í geim
Orion-hylkið
Geimfar sem flytur
áhöfn frá jörðu
til geimstöðvarinnar
hjá tunglinu
Hliðið („minni“ geimstöð)
Geimstöð sem verður á sporbaug
um tunglið.
Aðgangur fyrir tunglferðir,
og staður þar sem geimfarar geta
dvalið í skemmri tíma
Tungl-
lendingarkerfið
98 m
5 m
- Tungláætlunin í startholunum