Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bestu skop- mynda- teiknarar segja iðulega snjalla sögu með fáum dráttum. Matt, teiknari Daily Telegraph, er gott dæmi þessa. Stuttur eindálkur merktur honum er örugglega það efni forsíðunnar sem mikill meirihluti lesenda lítur fyrst á og kemst oftar en ekki í rétt skap í upphafi lesturs á því ágæta blaði. Teikningunni fylgir gjarnan örstuttur texti, myndinni til fyllingar, eða öf- ugt. Í gær snerist myndin um leiðtogakjörið í Íhaldsflokkn- um og nýtti sér þrálátar frá- sagnir um að hermenn í seinna stríðinu væru enn í felum og tilbúnir um langa hríð til að mæta óvininum, jafnvel í tugi ára eftir að styrjöldin var öll. Tveir hermenn rekast loks saman í skógarþykkninu og segja: „Góða fréttin er sú, að heimsstyrjöldin síðari er loks yfirstaðin, en vonda fréttin að leiðtogaslagurinn í Íhalds- flokknum stendur enn.“ Það er mála sannast að mikið óþol er orðið vegna leiðtoga- slagsins í þeim flokki. Bent er á að hann stendur helmingi leng- ur en baráttan í almennum þingkosningum, frá því að til slíkra er stofnað. Þá eru kosnir á sjöunda hundrað þingmenn eftir svo sem þriggja vikna baráttu. Þótt vika sé enn þar til úrslit verða kunngerð í leiðtogakjör- inu er nokkur tími frá því að í almennri umræðu er látið eins og baráttan sé yfirstaðin og bollaleggingar ganga núna helst út á hverjir muni hreppa ráðherrastól í rík- isstjórn Liz Truss. Rishi Sunak, keppinautur henn- ar á lokametrun- um, hefur þegar lýst því yfir að mjög ósennilegt sé að hann myndi taka boði um ráðherra- sæti í ríkisstjórn frúarinnar, þótt slíkt stæði honum til boða. Segja má af öryggi að þess- ari spurningu hafi ekki verið beint til leiðtogaefnisins þar sem einhverjir hafi óttast að hann myndi eiga í vandræðum með að framfleyta sér yrði hann undir í kosningunum um leiðtogasætið, eins og gengið er út frá. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, er nefnilega talinn vera ríkasti maðurinn sem á sæti í neðri deild breska þingsins. Eru eignir hans tald- ar vera um 730 milljónir punda. Ekki var laust við að þessar miklu eignir vefðust stundum nokkuð fyrir Sunak á meðan hann gegndi embætti fjármála- ráðherra. Hann kom lokuðum sjóðum sínum fyrir í svoköll- uðum „Blind trusts“. Það gerir mönnum eins og honum kleift að njóta arðs af fjárfestingum sínum án þess að vera upp- lýstir persónulega um hvar fé þeirra er ávaxtað. Er viður- kennt að þess konar fyrir- komulag komi í veg fyrir að ásakanir vakni um „hagsmuna- árekstra“. Á hinn bóginn tryggir það þó varla að stjórnmálamaður kom- ist algjörlega undan öllu japli og dylgjum, enda þarf ekki svona mikið til, að pólitískir andstæðingar standist slíkar freistingar illa, eins og dæmin sanna. Loks glittir í lok bar- áttunnar um leið- togasætið í breska Íhaldsflokknum} Eilífðarstríð Íhaldsflokks Ekki er hægt að segja að mikið hafi rofað til í leik- skólamálum í Reykjavík. Nú, þegar útlit er fyrir að eitthvað af skammtímahús- næði (sem auðvitað er kallað Ævintýraborgir) fari að verða tilbúið, segja borgaryfirvöld að manneklan sé fyrirstaða. Um leið er sjónunum beint annað, nú á til dæmis atvinnulífið að verða sveigjanlegra, þegar borgin get- ur ekki staðið við loforð sín. En ófremdarástand í leik- skólamálum er ekki náttúrulög- mál. Morgunblaðið ræddi um helgina við bæjarstjórann á Akureyri, Ásthildi Sturludóttur, sem segir stöðuna í leikskóla- málum bæjarins góða. Þar eru tvö börn fædd í fyrra á biðlista og gert ráð fyrir að þau fái inni á allra næstu dögum. Þetta samsvarar 14 börnum á biðlista í Reykjavík, sem að auki væru öll að fá pláss. Ásthildur segir ekki skort á starfsfólki og að nýr leikskóli hafi verið tekinn í notkun í fyrrahaust þannig að ekki er skortur á húsnæði heldur, en hvort tveggja vantar í Reykja- vík. Og athygli vekur að þessi ágæti árangur næst þrátt fyrir að fleiri barnafjölskyldur hafi flutt til bæjarins en frá honum. Borgarstjóri ætti ef til vill að bregða sér í heimsókn norður í land og kynna sér hvernig hægt er að takast á við barnalánið. Í höfuðstað Norðurlands er nóg af leikskóla- plássum, ólíkt hin- um höfuðstaðnum} Vandinn er ekki náttúrulögmál M álefni norðurslóða skipta Ís- land höfuðmáli en málefni svæðisins hafa á undan- förnum árum notið sívaxandi athygli ríkja heimsins. Ísland hefur gert sig gildandi í norðurslóðamál- efnum. Þannig veitti Ísland Norðurskauts- ráðinu forystu á árunum 2019-2021 og Hring- borð norðurslóða (e. Arctic Circle) hefur undir forystu fyrrverandi forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, fest sig í sessi sem alþjóðlegur vettvangur norður- slóðamála með þátttöku fjölmargra ríkja. Um liðna helgi tók ég þátt í sérstöku Grænlands- þingi Hringborðs norðurslóða þar sem um 400 þátttakendur frá 25 löndum komu saman til þess að ræða loftslagsvána og málefni norðurslóða. Alls voru um 50 málstofur á þinginu þar sem meðal annars var fjallað um viðskipti, ferðaþjónustu, námu- vinnslu, matvælavinnslu, vöruflutninga og framtíðarsýn út frá loftslagsbreytingum og grænum lausnum. Í ræðu minni lagði ég meðal annars áherslu á mikilvægi þess að samtíminn lærði af þeim mistökum sem norrænt fólk gerði á Grænlandi á 13.-14. öldinni þegar gengið var of nærri viðkvæmu umhverfi með ofbeit og ofnýtingu nátt- úruauðlinda, sem meðal annars er talið hafa valdið því á endanum að norrænt fólk gafst upp á Grænlandsbúset- unni. Á norðurslóðum búa alls um fjórar milljónir manna í átta ríkjum en um tíundi hluti þeirra eru frumbyggjar. Flestir lifa í nokkuð miklu ná- vígi við náttúruna líkt og við Íslendingar þekkjum vel af eigin raun. Samfélögin hafa að miklu leyti byggt afkomu sína á nýtingu náttúruauðlinda, allt frá sjávarfangi og fugl- um til jarðefnaeldsneytis og málma. Þær umhverfisbreytingar sem eiga sér stað hafa í för með sér viðamiklar áskoranir fyrir sam- félög á norðurslóðum, þar sem sum samfélög hafa minni viðnámsþrótt en önnur til þess að takast á við þær. Það er mikilvægt að spornað sé við nei- kvæðum áhrifum þessara breytinga en að sama skapi tryggt að þau tækifæri sem geta falist í þeim verði nýtt með sjálfbærum hætti þar sem huga þarf að umhverfis- og öryggis- þáttum sem og félagslegum og efnahags- legum þáttum. Sjálfbærni verður að vera meginstef í öllum aðgerðum á norðurslóðum til að bregðast við þeim vanda sem fylgir hlýnun jarðar og afleiðingum loftslagsbreytinga – og þar gegnir aukin samvinna og samstarf ríkja á norðurslóðum lykilhlutverki. Fjárfest- ingar og viðskipti eru þar mikilvæg verkfæri til þess að takast á við áhrif loftslagsbreytinga og þar getur Ísland beitt sér með góðum árangri og miðlað af þekkingu sinni og reynslu til annarra ríkja á svæðinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Norðurslóðir á krossgötum Höfundur er viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Þ egar kórónuveirufaraldur- inn hófst gat enginn vitað hvað í vændum var, hvern- ig veiran myndi breiðast út, hver dánartíðni yrði eða annað. Það var ekki einu sinni ljóst hvernig hún smitaðist og heilbrigðisyfirvöld sögðu fyrst að grímur gerðu ekkert gagn, en svo að þær væru lífsnauðsynlegar. Talað var um hjarðónæmi, hvernig fletja þyrfti „kúrvuna“ svo heilbrigð- iskerfið hefði undan og það allt. Um fæst af þessu höfðu menn mikið fyrir sér, þó margir töluðu digurbarkalega um að vísindin þyrftu að ráða. Þetta þekkja menn hér á landi, líkt og víðar. Eitt og annað kom þó fljótlega á daginn, eins og hvað aldur hefði mikið að segja, en þó ekki fyrr en hræðileg mistök höfðu verið gerð í löndum eins og Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem veiku fólki var komið fyrir á elliheimilum með skelfilegum afleiðingum. Í kjölfarið var víðast hvar gripið til ákaflega harðra sóttvarnaráðstaf- ana, sem ekki reyndust allar árang- ursríkar en kafsigldu efnahagslífið. Rishi segir frá Fæst af því hefur þó verið rætt opinskátt, hvorki af stjórnvöldum né vísindasamfélagi, en aðrar gagnrýn- israddir máttu þola fordæmingu. Þess vegna vakti það gríðarlega athygli liðinn föstudag, þegar Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, greindi frá því í viðtali við Fraser Nelson, ritstjóra tímaritsins The Spectator, að sóttvarnaráðstaf- anirnar hefðu ekki hlotið nauðsyn- lega umræðu og yfirvegun í ríkis- stjórninni. Í raun hefði ekki mátt efast um þær af ótta við að veikja tiltrú almennings á stjórnvöldum. Sunak segir að það hafi verið mikil mistök, beinlínis rangt, að eftir- láta fámennri vísindanefnd á vegum ríkisstjórnarinnar (SAGE) jafnmikil völd og raunin var. Hann hafi verið eini háttsetti ráðherrann til þess að láta efasemdir í ljós, fyrst og fremst þó um kostnað- inn sem hlytist af allsherjarútgöngu- banni, bæði beinan og óbeinan. Ekki síður þó hinn félagslega kostnað af því að loka skólum um lengri tíma og láta af nær allri heilbrigðisþjónustu annarri en þeirri sem sneri að far- aldrinum og bráðaþjónustu. Þetta hafa ýmsir staðfest. Í viðtalinu við The Spectator sagði Sunak að sér hefði beinlínis verið bannað að ræða þennan her- kostnað opinberlega en mætt með þögn á ríkisstjórnarfundum. Útgöngubannið var á sínum tíma ekki síst rökstutt með skýrslu Neils Fergusons og rannsóknarhóps hans í Imperial College. Samkvæmt tölfræðilíkani hans hefðu um hálf milljón manna látist ef ekkert hefði verið að gert en aðeins um 20.000 ef gripið yrði til útgöngubanns. Seinna var sýnt fram á að líkanið væri mein- gallað, en það breytti engu, stefnan hafði verið mörkuð og henni skyldi fylgt. Gagnvart almenningi var beitt miskunnarlausum hræðsluáróðri, sem enn hefur sín áhrif, því mikill fjöldi vill enn ekki snúa til vinnu. Hið opinbera veigrar sér þó enn við að færa þann kostnað í tal þó at- vinnulíf og hagkerfi standi tæpt þar sem víðar. Viðbrögð í breskri þjóð- málaumræðu um helgina voru mjög sterk og hún á sjálfsagt eftir að aukast næstu daga. End- urómur hennar er einnig far- inn að heyrast í Banda- ríkjunum og stöku landi á meginlandi Evrópu. Þar er margt óútrætt. Vísindamennirnir áttu ekki að fá völdin Rishi Sunak, fyrrverandi fjár- málaráðherra Bretlands, var til skamms tíma vinsælasti ráð- herrann í ríkisstjórn Boris John- son. Hann er ungur, vellauðugur eftir störf á fjármálamarkaði, en sem sonur innflytjenda sem eru af indversku bergi brotnir hefur hann athyglisverða sögu að segja. Vinsældirnar dvínuðu þó þegar harðnaði á dalnum í efna- hagslífinu. Enn frekar þegar hann sagði af sér, og átti þannig þátt í að fella Boris, en bauð sig svo fram til að verða arftaki hans í Downingstræti. Hann á stuðning í þing- flokknum en flokks- menn eru hrifnari af Liz Truss. Hreinskilni hans um sóttvarnaráðstaf- anir eru innlegg í bar- áttuna um leiðtogasæt- ið en ósennilegt er að hún hrökkvi til. Rishi Sunak segir af létta BRETLAND Rishi Sunak AFP/Tolga Akmen Lundúnir Einmana vegfarandi á Regent Street meðan algert útgöngubann stóð yfir á Bretlandi, lamaði efnahagslíf og þjóðlíf, skóla og heilbrigðiskerfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.