Morgunblaðið - 30.08.2022, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022
✝
Ásgeir Svan-
bergsson fædd-
ist 4. október 1932 á
Álftamýri í Arn-
arfirði. Hann lést á
Hömrum í Mos-
fellsbæ 15. ágúst
2022.
Foreldrar Ás-
geirs voru Svan-
berg Sveinsson,
málari á Ísafirði, f.
1907, og Þorbjörg
Kristjánsdóttir, kennari, f. 1910.
Börn þeirra, auk Ásgeirs: Gísli
Guðjón, f. 1934, Ingibjörg, f.
1940, Erla Guðný, f. 1944, og
Þorbjörg, f. 1949.
Eiginkona Ásgeirs var Ást-
hildur Pálsdóttir frá Þúfum, f.
með Ragnheiði Guðmundsdóttur,
f. 1931, er Áslaug Ásgeirsdóttir,
f. 1953. Hún á Björn Inga, Guð-
mund Heiðar og Guðrúnu Maríu.
Stjúpdætur Ásgeirs, dætur
Ásthildar eru: Bryndís Þórhalls-
dóttir, f. 1949. Maki Vilbergur
Stefánsson. Hún á Ragnheiði
Bergdísi, Pál Björgvin og Kjart-
an Hávarð. Björg Þórhallsdóttir,
f. 1949. Maki Gunnbjörn Ólafs-
son, látinn. Hún á Ásgeir, Krist-
ínu Sif og Drífu.
Hann ólst upp á Ísafirði, var
bóndi í Þúfum í Ísafjarðardjúpi
1954-1973, síðar kennari í Þing-
hólsskóla í Kópavogi og starfs-
maður Skógræktarfélags Reykja-
víkur síðast framkvæmdastjóri
þess til eftirlaunaaldurs. Hann
fékkst við ættfræðirannsóknir og
er höfundur bóka á því sviði auk
handbókar um tré og runna.
Ásgeir verður kvaddur í at-
höfn á vegum Siðmenntar frá
Fossvogskirkju í dag, 30. ágúst
2022, klukkan 13.
1925. Hún lést 2019.
Afkomendur
þeirra eru: 1) Gísli
Ásgeirsson, f. 1955.
Maki: Margrét Sig-
rún Jónsdóttir:
Hann á Ilmi Dögg
og Orra Frey. 2)
Páll Ásgeir Ásgeirs-
son, f. 1956. Maki:
Rósa Sigrún Jóns-
dóttir. Hann á Lilju
Dröfn og Lindu
Björk. 3) Hrafney Ásgeirsdóttir,
f. 1958. Maki Bjarni Már Gísla-
son. Hún á Jóhönnu og Sverri
Má. 4) Þorbjörg Ásgeirsdóttir, f.
1961. Maki Bjarni Gautason. Hún
á Arnþór, Söru Björgu og Snjó-
laugu Völu. 5) Dóttir Ásgeirs
Ég ólst upp við þá hugmynd að
pabbi vissi allt og gæti allt. Ég elti
hann á röndum sem barn og var
með honum í allskonar verkum
eins og títt er til sveita. Í bláleitum
pípureyk í eldhúskrókum í Inn-
djúpi, á bryggjunni í Vatnsfirði við
moldarverk og fjárrag. Smár í
stórum skugga hans fullur af
barnslegri aðdáun.
Þegar ég óx úr grasi fórum við
feðgar að tala saman eins og full-
orðnir menn og þá tók samband
okkar eðlisbreytingum. Hann
varð vinur minn, ráðgjafi og félagi
í margvíslegum skilningi auk þess
að vera faðir.
Hann hlustaði alltaf á fyrirætl-
anir mínar af athygli og tók virkan
þátt í mörgu sem ég tók mér fyrir
hendur. Hann var yfirleitt hvetj-
andi og jákvæður en á sama tíma
skirrðist hann ekki við að letja mig
til þess sem hann taldi ekki skyn-
samlegt eða vænlegt til árangurs.
Hann var sparari á hrós en margir
foreldrar eru nú til dags en þess
dýrmætari voru orðin um það sem
honum fannst hafa tekist vel.
Ég held að faðir minn hafi vilj-
að vanda sig við samskiptin við
börnin sín. Hann vildi forðast það
afskiptaleysi sem hann bar alla
ævi kala í brjósti yfir vegna sam-
bandsins við föður sinn. Um þetta
talaði hann oft við mig og mér
varð ljóst að þar var sár sem tím-
ans tönn gat ekki grætt.
Á sínum yngri árum tók pabbi
virkan þátt í pólitísku starfi af
ýmsum toga. Hann varð einarður
kommúnisti á skólaárum sínum á
Laugarvatni og fylgdi að mínu viti
þeim grundvallarkenningum til
loka þrátt fyrir þau áföll sem
stefnan beið á heimsvísu. Hann
var virkur í Samtökum herstöðva-
andstæðinga og starfaði fyrir Al-
þýðubandalagið og sat á fram-
boðslistum þess flokks í
endurtekin skipti.
Hann var tungumálagarpur
sem hreifst af þýsku og latínu á
skólaárum og las hið fyrrnefnda
sem sitt eigið tungumál. Hann
kenndi sjálfum sér undirstöðu í
rússnesku á árunum í sveitinni.
Hann lærði pólsku af eigin ramm-
leik á efri árum og átti litrík sam-
skipti við pólska samfélagið á Ís-
landi. Hann lærði nótnalestur og
organslátt af sjálfum sér og spilaði
við guðsþjónustur í Vatnsfjarðar-
kirkju meðan við bjuggum í Þúf-
um. Hann samdi vinsæla hand-
bók: Tré og runnar á Íslandi, á
árunum í Skógræktinni en rækt-
aði kartöflur í eigin garði.
Þannig setti hann sig af ástríðu
inn í þau málefni sem voru honum
hugstæð á hverju æviskeiði en
lagði þau svo einatt til hliðar og
sneri sér að öðrum og nýrri. Hann
lagði stund á ljóðagerð á yngri ár-
um og gat kastað fram tækifær-
isvísum. Fáein ljóð eftir hann birt-
ust opinberlega í Rétti og TMM á
sjöunda áratugnum. Hann las
skáldsögur af ástríðu á yngri ár-
um en sagðist hafa hætt því í
kringum 1970.
Sjaldan ræddi hann þessi
hugðarefni sín nema eftir því
væri gengið. Þá opnaðist stund-
um heimur sem hann hversdags-
lega hafði alveg fyrir sig. Hann
var í raun ofurgreindur, mjög við-
kvæmur maður sem beitti ýms-
um aðferðum til þess að skýla sér
fyrir áreiti heimsins og brá yfir
sig ólíkum hempum í þeim til-
gangi.
Nú hverfur hann sjónum en lif-
ir áfram í minningum allra sem
þekktu hann. Svo fylgjum við hon-
um inn í myrkrið og loks er eins og
ekkert hafi gerst.
Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Mig langar að minnast skóla-
bróður og herbergisfélaga í fjóra
vetur og umhverfisins sem við
dvöldum í. Við Ásgeir sáumst
fyrst á Laugarvatni í september
árið 1948. Hann kom að vestan frá
Ísafirði og ég að austan frá Stöðv-
arfirði. Báðir höfðum við lokið
landsprófi um vorið, hann á Ísa-
firði en ég á Laugarvatni.
Skólastjórinn á Laugarvatni,
Bjarni Bjarnason, var áhugamað-
ur um að koma á menntaskóla í
sveit. Hann taldi að það væri gott
að hafa menntaskóla staðsettan
utan þéttbýlis. Því bauð hann
nemendum sem lokið höfðu lands-
prófi að koma á Laugarvatn í svo-
kallaða menntadeild sem væri ut-
anskólanám frá Menntaskólanum
í Reykjavík.
Þarna var mættur hópur af
ungu fólki til að taka þátt í þessari
tilraun. Við Ásgeir urðum her-
bergisfélagar og fengum herbergi
á Grund sem var nýr heimavist-
arbústaður. Þar bjuggum við í
fjóra vetur. Að vera í heimavist-
arskóla í sveit veitir ákveðinn
þroska. Ekki eingöngu hvað varð-
ar menntunina, heldur einnig í
félagslegu tilliti. Nemendur þurfa
að taka ábyrgð á sér og fara eftir
reglum skólans. Við Ásgeir náðum
vel saman sem herbergisfélagar
og tókum tillit hvor til annars.
Eftir fyrsta veturinn hafði
fækkað í hópnum og vorum við að-
eins sex eftir sem stefndum á
stúdentspróf. Það voru: Við Ás-
geir, Elís Guðnason, Erling Snæv-
ar Tómasson, Ingibjörg Berg-
þórsdóttir og Teitur
Benediktsson. Ásgeir var skarpur
námsmaður og átti auðvelt með að
læra tungumál og fannst mér gott
að leita til hans í því sambandi.
Tíminn leið og komið var að
lokavetri til stúdentsprófs. Loka-
prófin byrjuðu í maí og stóðu til
11. júní í Menntaskólanum í
Reykjavík. Við urðum sjálf að út-
vega okkur samastað og lestrar-
aðstöðu. Jónas frá Hriflu bauð
okkur að lesa í Samvinnuskólan-
um og þáðu sumir það. Við utan-
skólafólkið vorum alltaf tekin
seinust upp í munnlegu prófunum
og kom fyrir að við vorum í próf-
um eftir kvöldmat. Öll stóðumst
við prófin og sumir með ágætum.
Útskriftin fór fram 17. júní 1952
og í athöfninni talaði meðal annars
Ásgeir Ásgeirsson fyrir hönd 40
ára stúdenta, en hann var þá að
bjóða sig fram til forseta.
Daginn eftir útskriftina var
haldið kaffisamsæti á Laugar-
vatni til að fagna áfanganum.
Einnig var okkur sexmenningun-
um boðið í ferð til Kirkjubæjar-
klausturs þar sem við gistum eina
nótt. Bjarni skólastjóri kvaddi
okkur síðan með því að aka okkur
til Reykjavíkur. Á leiðinni vildi
hann koma við hjá skáldinu Hall-
dóri Kiljan á Gljúfrasteini.
Í Reykjavík skildu leiðir okkar
sex menningana en fyrstu árin á
eftir hittumst við öðru hvoru.
Árin liðu og það fækkaði í hópn-
um. Síðustu árin vorum við Ásgeir
orðnir tveir eftir. Siðast heyrði ég
í honum í tengslum við 70 ára
stúdents afmæli okkar 17. júní sl.
Þá var hann orðinn mikið veikur.
Menntaskólinn á Laugarvatni
var stofnaður 1953 og við þessi
hópur áttum þátt í því að hugsjón
Bjarna skólastjóra um mennta-
skóla í sveit, varð að veruleika.
Að síðustu vil ég þakka Ásgeiri
fyrir gamlar, góðar stundir og
óska honum alls góðs á nýjum
slóðum. Fjölskyldunni sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Einar Þór Þorsteinsson
námsmaður á Laugarvatni
1946-1952.
Elsku afi Ásgeir. Nú hefur þú
kvatt og við þökkum fyrir þig og
samfylgdina.
Við systur yljum okkur við góð-
ar minningar um opið heimili ykk-
ar ömmu í Skólagerði þar sem
ávallt var tekið á móti okkur með
hlýjum faðmi, brosi á vör og bakk-
elsi að sveitasið. Þú varst ekki síð-
ur en amma virkur í framreiðslu
kræsinga sem mynduðu umgjörð
um skemmtileg og lífleg samtöl
sem flæddu í allar áttir; þó ávallt
mest í vestur. Þegar samtalið
færðist að nýjum vinum og kunn-
ingjum hvarfst þú yfirleitt snöggt
inn í ættfræðihornið þitt og komst
að vörmu spori til baka með yfirlit
yfir ættir þeirra allt aftur í 5. ætt-
lið.
Þú varst líka frábær fyrirmynd
eins og þegar þú fórst að læra
pólsku á efri árum og nýttir svo til
að hjálpa góðum nágrönnum við
heimanám og kynnast nýrri
menningu á heimaslóðum.
Claudia og Nadia urðu fljótt eins
og barnabörn þín og myndaðist
fallegt sambandi ykkar á milli.
Jólaboðin í Skólagerði voru ein-
stök og þinn frægi rommbúðingur
ómissandi. Þú vildir nú ekki vera í
neinu liði þegar kom að spilunum
en passaðir að ganga á milli og
hjálpa þeim sem þess þurftu við
og stríða smá þeim sem lækka
mátti rostann í.
Þið amma voruð límið í fjöl-
skyldunni og húsið ykkar alltaf
opið. Maður gat komið við hjá
ykkur og verið öruggur um að
hitta aðra úr fjölskyldunni í kaffi á
sama tíma. Við erum nú þegar
farnar að sakna þess mikið.
Elsku afi, knúsaðu ömmu frá
okkur og við sjáumst.
Ástarkveðjur,
Linda og Lilja
Pálsdætur.
Ásgeir
Svanbergsson
Það mun hafa ver-
ið í sumarbyrjun á
því herrans ári 1946,
að tápmikill drengur
á þriðja ári fór að
spranga um grundir
Hrafnkelsdals. Þá þegar þótti
hann „hár til hnésins“ og sú hæð
stigmagnaðist í dalnum næstu ár-
in, enda dalurinn orkumikil upp-
eldisstöð. Drengurinn varð
himnalengja, helst líkt við enda-
lausan snurðulausan „spotta“ af
stuttstígum útsveitarmönnum,
sem aldrei sáu til enda á þeim
þræði.
Í dalnum fetaði drengurinn í
fótspor Freyfaxa og Hrafnkels
Freysgoða Hallfreðarsonar, sem
fór ekki alltaf með friði. Ófriður
hvarflaði þó aldrei að þessum
dreng, þótt hann ætti það til að
vera stríðinn. Á fullorðinsárum
þótti honum ekki sérlega leiðin-
legt að velta sveitungum sínum
upp úr háði á mannamótum sveit-
arinnar, þar sem drengurinn úr
Hrafnkelsdal fór iðulega á kost-
um, spilaði á harmónikuna og
söng hástöfum eigin kveðskap.
Þessi drengur fékk nafnið Ein-
ar eftir móðurafa sínum Eiríks-
syni hreppstjóra í Fjallsseli í Fell-
um, ættuðum frá Bót. Kona hans
var Kristrún Hallgrímsdóttir.
Dóttir þeirra var Ingunn, sem
giftist Páli Gíslasyni frá Skógar-
gerði. Einar var þriðja barn þeirra
hjóna. Sumarið 1945 fengu Páll og
Inga Aðalból til ábúðar. Páll fór
þangað sama ár með ærnar sínar,
en Inga kom vorið eftir með Ein-
ar, en Dagný systir kom um
haustið. Síðar eignuðust Aðalbóls-
hjónin sjö börn til viðbótar.
Uppruninn gerði háfætta
drenginn hvorki hærri né smærri
þegar hann fetaði sig fótgangandi
Einar Pálsson
✝
Einar Pálsson
fæddist 26. des-
ember 1943. Hann
lést 19. mars 2022.
Útför fór fram
17. ágúst 2022.
inn grundirnar í
Hrafnkelsdal í fyrsta
sinn, í fylgd með
móður sinni. Þar
fann hann sig heima.
Þar mættu þau einni
heimasætunni á
Vaðbrekku, sem
gjarnan vildi bera
drenginn á örmum
sér. Það þekktist
drengurinn ekki þá,
en „svo verður hún
fyrir því aumingja manneskjan, að
hann verður tengdasonur henn-
ar“, sagði Inga þegar hún minntist
þessa fundar við Sigrúnu á Vað-
brekku og hló dátt. Heimurinn er
ekki stór. Háfætti drengurinn frá
Aðalbóli kvæntist Ragnhildi
Benedikts- og Sigrúnardóttur frá
Vaðbrekku, en Aðalsteinn afi
hennar var af Ekkjufellsættinni,
þar sem Aðalbólsdrengurinn
fæddist.
Háfætti drengurinn á Aðalbóli
drakk í sig þá krafta, sem Hrafn-
kelsdalur var aflögufær með og
það var nú talsvert. Hann skondr-
aðist þar innan um ær, kýr, hesta
og geitur. Hann kannaði líka land-
ið og miðin, töffarinn reri eftir síld
og fleiri fiskum, en „heima“ var í
Hrafnkelsdal. Þar reisti hann sér
bú í upphafi, en færði sig síðar að
Arnórsstöðum í sömu sveit. Á efri
árum brá hann búi og flutti í Eg-
ilsstaði og loks til Akureyrar.
Nú er Einar frændi minn frá
Aðalbóli hættur að búa. Hann fól
afkomendum sínum að skila sér
aftur til þess gróanda, sem kom
honum til manns. Það hefur verið
gert af myndugleik. Líkar voru
óskir Páls föður hans og við þeim
var orðið. Þeir feðgar geta því
kallast á í dalnum. Líklegra finnst
mér þó, að þeir þegi saman. Það er
nefnilega notalegt að þegja með
sínum. Þess vegna ætla ég að
heimsækja þá feðga í sumar og
þegja með þeim um stund, að
hætti Skóggerðinga.
Gísli Sigurgeirsson
frá Skógargerði.
Hann Jón var svo
mikill gleðipinni.
Þegar ég minnist
hans kemur mér í
hug stórafmæli sameiginlegrar
vinkonu okkar, Þórunnar Valde-
marsdóttur. Hafði hún beðið Jón
að stjórna með sér afmælisgöngu
á Þingvöllum. Þar áttum við vinir
hennar að mæta á BSÍ með nesti
og á góðum gönguskóm. Hafði
hún valið Jón, sinn góða vin, til að
leiða sig í þessari afmælisgöngu
um gamla þingstaðinn. Og án
nokkurra mótmæla hafði Jón tek-
ið að sér það virðulega hlutverk að
leiða skáldkonuna sér við hönd.
Henni tókst að fá hann til að hafa á
höfði sér skrípó-pípuhatt með
tignarlegum strútsfjöðrum sem
átti vel við höfuðprýði skáldkon-
unnar. Sjálf hafði hún fengið að
láni hjá Þjóðleikhúsinu undur-
fagran fjaðrahatt sem hefði getað
sómt sjálfri Maríu Antoníettu,
fyrrverandi drottningu Frakka.
Rútan með okkur afmælisgest-
um, Jóni og skáldkonunni stopp-
aði á Hakinu og haldið í skrúð-
göngu niður Almannagjá. Þar í
hinni sögulegu gjá var breitt úr
gömlu Álafossteppi með hinum
herlegustu kræsingum, ásamt
tugum kaffibrúsa og plastbolla.
Þannig var hann Jón vinur okk-
Jón Emanúel
Júlíus Júlíusson
✝
Jón Emanúel
Júlíus Júlíusson
fæddist 19. desem-
ber 1942. Hann lést
4. ágúst 2022.
Útför Jóns fór
fram 15. ágúst
2022.
ar, alltaf til í hvers
kyns vitleysu og
þess vegna elskuð-
um við hann öll. Auð-
vitað verður ekki
farið í fleiri Þing-
vallaferðir með pípu-
hatta og strútsfjaðr-
ir en fleiri minningar
hlaðast upp í huga
mínum um hann.
Þá dettur mér í
hug er hann kíkti oft
til okkar þar sem ég stjórnaði
opnu húsi hjá Blindrafélaginu.
Svo kom að því að hann tók við því
embætti af mér. Hans er sárt
saknað hjá blindum. Það fannst
enginn á Reykjavíkursvæðinu
sem betur flutti sögur og ljóð en
Jón Júlíusson. Hann stjórnaði
opnu húsi af mikilli prýði. Líklega
var það hlýja mjúka röddin hans
Jóns sem blinda fólkinu þótti svo
vænt um. Þau sem ekki sáu gátu
skynjað að enginn nema góður
maður gæti átt slíka rödd.
Þegar ég hugsa um heimför
þína í ríki kærleikans þá sé ég þig
fyrir mér brunandi á skautum far-
sældar með sætustu englastelp-
una upp á arminn. Við Gullna hlið-
ið, þegar Lykla-Pétur ætlar að
afhenda þér geislabaug úr skíra-
gulli, þá afsakar hann Jón sig
kurteislega og biður heldur um
gamlan sjúskaðan pípuhatt sem
kannski finnst í propsinu á himn-
um og ekki myndi skaða að þann
pípuhatt prýddu fáeinar strúts-
fjaðrir. Guð blessi þig og vaðveiti
kæri vinur. Þín verður sárt sakn-
að.
Guðrún Ásmundsdóttir.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA SIGURÐARDÓTTIR,
Ásholti 7, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
28. ágúst. Útför verður tilkynnt síðar.
Ágúst Óskarsson
Óskar Örn Ágústsson Ásta Jenný Sigurðardóttir
Silja Rán Ágústsdóttir Rosi Rolf Rosi
Heiðar Reyr Ágústsson
og barnabörn
Elsku hjartans eiginkona mín, mamma
okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
ANNA PÁLÍNA BALDURSDÓTTIR,
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
fimmtudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 13.
Eggert Eggertsson
Aðalheiður Eggertsdóttir Baldur Pálsson
Eggert Eggertsson Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir
Anna Margrét Eggertsdóttir Elvar Knútur Valsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir og stjúpfaðir,
SIGURGEIR KJARTANSSON
læknir,
andaðist á heimili sínu 25. ágúst.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 2. september klukkan 10.
Jóhanna G. Halldórsdóttir
Aðalsteinn Sigurgeirsson og fjölskylda
Elín Sigurgeirsdóttir og fjölskylda
Kristín Garðarsdóttir og fjölskylda
Bryndís Garðarsdóttir og fjölskylda
Áslaug Garðarsdóttir og fjölskylda