Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 ✝ Kjartan Jóns- son fæddist á Daðastöðum í Reykjadal, S-Þing., 4. júlí 1941. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Sauðár- króki 18. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Jón Kjart- ansson, f. 28.11. 1894, d. 10.2. 1947, og Krist- jana Sigvaldadóttir, f. 16.6. 1900, d. 3.9. 1949. Systkini Kjartans eru Hólmfríður Þór- unn Jónsdóttir, f. 1943, og hálf- bróðir sammæðra Karl Krist- jánsson, f. 1937, d. 1995. Kjartan giftist Ingibjörgu Stefánsdóttur, f. 4.5. 1939, d. 28.1. 2015, frá Hlíðarenda í Ós- landshlíð. Synir þeirra eru: 1) Jón Einar, f. 31.10. 1968, bóndi á Hlíðarenda í Óslandshlíð. Sambýliskona hans er Rósa Emilsdóttir, f. 25.10. 1973, hún á tvær dætur. 2) Halldór Hlíð- ar, f. 25.10. 1972, sjómaður, giftur Steinunni Huldu Hjálm- arsdóttur, f. 22.9. 1974. Börn þeirra eru Hrafnhildur Ósk, f. 4.12. 1997, Laufey Harpa, f. 20.5. 2000, Kjartan Hlíðar, f. 13.4. 2005, og Hulda Þórey, f. 10.9. 2007. Kjartan stund- aði nám við smíða- deild Héraðsskól- ans á Laugum veturinn 1956- 1957. Á árunum 1958-1966 vann hann hjá Geir Gunnlaugssyni og Kristínu Björnsdóttur í Eskihlíð sem ráku búskap í Lundi Kópavogi, þar sinnti hann öllum almenn- um landbúnaðarstörfum. Árið 1966 hóf hann búskap á Hlíð- arenda ásamt eiginkonu sinni með blandað bú. Þau hættu bú- skap 2005 og fluttu á Sauð- árkrók. Hann sinnti ýmsum nefndarstörfum þar á meðal við sóknarnefnd Viðvíkurkirkju og sat lengi í stjórn Búnaðarfélags í sinni sveit. Hann sá um bók- hald fyrir nokkra bændur úr sinni sveit svo lengi sem hann hafði heilsu til. Útför Kjartans fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 30. ágúst 2022, kl. 14. Jarðsett verður í Viðvíkurkirkjugarði. Elsku pabbi, okkur langar að skrifa nokkur orð um þig. Þegar við hugsum til baka eru það bú- störfin sem fyrst koma upp í hug- ann. Þú varst mikill bóndi, sinntir dýrunum af mikilli natni og alúð. Hreinlætið og snyrtimennskan var alveg einstök hvort sem það var í kringum dýr, hús eða vélar. Öll heyvinnutæki voru þrifin upp á haustin, bónuð og sett inn í véla- skemmu til vors. Margar góðar stundir áttum við í fjárhúsunum meðan við biðum eftir að kindurn- ar borðuðu heyið sitt, þá lágum við upp í hlöðu í myrkrinu og sögðum sögur. Þegar þú varst í stjórn veiðifélagsins þá fórum við nokkr- um sinnum í seiðasleppingartúra með þér, þessar ferðir lengst inn í Hjaltadal með Sigga heitnum á Skúfsstöðum voru svaðilfarir í okkar augum enda ekki háir í loft- inu þá. Oft spiluðum við á veturn- ar og var það olsen olsen og borð- vist sem voru vinsælust. Ekki var nú ólagið á girðingunum hjá þér, þú sinntir þeim vel og hélst því áfram í mörg ár eftir að þú hættir að búa, varst alltaf tilbúinn að renna í sveitina og hjálpa til eftir að þið mamma fluttuð á Sauðár- krók. Þú varst í gjaldkerastörfum í nokkrum félögum og sinntir því af nákvæmni, minnisstætt var þegar þú varst að fara í inn- heimtutúra fyrir þrjú félög í einu og þá varð að hafa þrjú veski svo allt væri í röð og reglu. Þú varst með þeim fyrstu í sveitinni sem eignaðist tölvu og var það náttúru- lega til að sinna bókhaldi og það gerðir þú alveg fram að síðustu stundu. Ekki var til það verk sem talað var um að væri leiðinlegt, þú gekkst í verkin og vannst þau af gleði og skyldir aldrei eftir verk til næsta dags og hvað þá til að láta þau bíða fyrir einhvern annan. Skapgerð þín var einstök og mun- um við varla eftir reiði eða fýlu og snúast minningarnar frekar um jákvæðni og réttlæti. Alltaf þegar einhver kom í heimsókn varð við- komandi að koma í kaffi og fá með því, ekki talandi um annað. Enda bakaðir þú alltaf reglulega, tókst slátur, bjóst til lifrapylsu og settir í súr. Eftir að þú hættir að búa fylgdist þú vel með hvað væri að gerast á bæjunum, hvernig sauð- burðurinn gengi, hverning mjólk- aði, hvort það væri búið að reka á fjall eða byrjað að slá og hvernig lömbin væru. Þú fylgdist vel með hvað barnabörnin voru að gera og passaðir uppá að þau fengju kakó eða ís þegar þau komu í heimsókn. Þú varst nú ekki mikið fyrir knús- in en maður fann að þér þótti virkilega vænt um þína nánustu sem og aðra sem þú umgekkst. Minning um góðan faðir lifir. Hvíldu í friði. Halldór Hlíðar og Jón Einar. Elsku besti afi okkar. Okkur langar að þakka fyrir allar stundirnar okkar saman og rifja upp góðar minningar. Við minnumst þess hve notalegt var að vera hjá ykkur ömmu á Hlíð- arenda. Á hausti hverju voru tekn- ar upp kartöflur og var þá aðal- sportið að fá að sitja í vagninum hjá nýuppteknu kartöflunum á meðan þú keyrðir heim á trak- tornum. Það var allt svo snyrtilegt hjá ykkur og eftir mjaltir var ekki farið úr fjósinu nema stígvélin hjá öllum væru vel skrúbbuð. Alltaf var jafn spennandi að fara með þér í bíltúr á grænu súkkunni því þar leyndist nefnilega góðgæti. Það var alltaf til blár Opal og síðar grænn Opal sem við gæddum okk- ur á saman. Okkur þykir vænt um þær hefðir sem þú hélst í nú í seinni tíð. Það var árlega sumar grillveislan og skötuveislan á Þorláksmessu þar sem sami kjarninn kom sam- an. Borðuðum góðan mat og að sjálfsögðu var boðið upp á ís og ávexti eftir matinn. Þær eru margar ógleymanleg- ar minningarnar og gætum við lengi talið þær upp. Það verður skrítið að geta ekki kíkt í morg- unkaffi til þín um helgar í Hlíð- arkoti eins og við gerðum svo gjarnan. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Hvíl þú í friði elsku afi. Þín barnabörn, Hrafnhildur Ósk, Laufey Harpa, Kjartan Hlíðar og Hulda Þórey. Kjartan Jónsson ✝ Þórarinn Ósk- arsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1945. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 17. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Þórhildur Þó- arinsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 17. september 1918 á Teigi í Vopnafirði, d. 3. janúar 2015, og Óskar Emil Guðmundsson, f. 27. september 1920 í Reykjavík, d. 17. september 1982. Systkini Þórarins eru Guðjón Óskarsson, f. 1950, Snjólaug Soffía Ósk- arsdóttir, f. 1954, og Ragna urðsson, börn þeirra eru: a) Petra Marín, f. 2014, b) Nóel Ingi, f. 2017, c) Kaja Þurý, f. 2022. 2) Berglind, f. 1964, barn hennar er Loftur Guðmundsson, f. 2000. 3) Loftur, f. 1969. Eig- inkona Lofts er Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 1985, dætur þeirra eru: a) Guðrún Eva, f. 2010, og b) Emma Sólveig, f. 2013. Þórarinn (Tóti) ólst upp á Grettisgötu og gekk í Miðbæj- arskólann. Flutti síðan með fjöl- skyldu sinni í Háagerði í Smá- íbúðahverfinu í Reykjavík. Hann var lærður símvirki og starfaði lengst af hjá Símanum sem símvirkjameistari og síðar sem kerfisfræðingur hjá bæði Símanum og Ansa. Hann stofn- aði einnig sitt eigið hugbúnaðar- fyrirtæki, Emco Software, ásamt systursyni sínum. Útför Þórarins fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 30. ágúst 2022. kl. 13. Fanney Ósk- arsdóttir, f. 1960. Þórarinn kvænt- ist eiginkonu sinni Þorbjörgu Jós- efsdóttir (Obbu) 1. september 1981. Þorbjörg lést 7. janúar 2015. Þor- björg átti þrjú börn fyrir, en þau eru: 1) Steen Johansson, börn hans eru: i) Ei- ríkur Gísli, f. 1983, eiginkona Eiríks er Fanný Margrét Bjarnadóttir, dætur þeirra eru: a) Guðrún María, f. 2012, b) Margrét Obba, f. 2016. ii) Magna Ýr, f. 1989, sambýlismaður hennar er Pétur Friðrik Sig- Öðlingurinn Tóti er fallinn frá. Bróðir ætlaði nú bara að fara í góða viðgerð og koma betrum- bættur til baka, en það gekk ekki eftir því miður. Stór og mikil að- gerð tókst í sjálfu sér vel og læknateymið gerði hvað það gat. Hið stóra hjarta bróður okkar vildi ekki með góðu móti fara í gang á ný og Tóti kvaddi því þennan heim tveimur dögum eft- ir aðgerð. Hann fór æðrulaus, bjartsýnn og spenntur í þetta verkefni og sannfærði okkur hin um að allt yrði í góðu lagi og tók mestu áhyggjurnar frá okkur. Þannig var Tóti. Gaf endalaust af sér, en tók afar lítið pláss sjálfur. Bóngóður með afbrigðum og ef mann vantaði hjálp varðandi tölvumál eða annað þá gat maður sko leitað til Tóta tölvukarls sem brást hratt og vel við. Var mætt- ur nánast áður en maður var bú- in að leggja símann á. Hann var enda sjálfmenntað- ur kerfisfræðingur og eldklár í þeim efnum. Fylgdist vel með nýjungum og vel með á nótunum. Stofnaði sitt eigið hugbúnaðar- fyrirtæki, Emco Software ásamt Emil systursyni sínum og rak þar til yfir lauk. Tók tölvuna með á spítalann og stefndi á að svara tölvupóstum eins fljótt og hann gæti. Tóti var með jafnaðargeð, svo mikið reyndar að það eru fáir sem hafa séð hann skipta skapi um ævina. Alltaf boðinn og búinn að aðstoða og redda málum. Hann var mjög natinn við móður okkar og sérstaklega eftir að fað- ir okkar dó 1982. Hann var reyndar natinn við allt sitt fólk Tóti var orðinn 35 ára þegar hann hitti Obbu sína (Þorbjörgu Jósefsdóttur) og giftu þau sig í fallegri athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Í þeim ágæta bæ hófu þau sinn búskap. Þau Obba nutu lífins saman og voru dugleg að ferðast, fara á tónleika og aðra menningarvið- burði. Obba átti þrjú börn fyrir og var Tóti til staðar fyrir þau. Hann var einnig afar góður afi barnabarnanna fimm og langafi barnabarnabarnanna fimm. Hann fékk því ekki einungis hana Obbu sína heldur einnig sí- stækkandi fjölskyldu sem hann naut vel að fylgjast með í nálægð og fjarlægð. Í janúar 2015 missti Tóti bæði Obbu sína sem og móður okkar, en þær létust með stuttu millibili. Þetta var virkilega erfitt tíma- bil fyrir Tóta, en hann tók því af æðruleysi eins öðru. Hann bjó áfram á Laugateigi, þar sem þau Obba höfðu skapað sér fallegt heimili og bjó hann þar einn þar til Guðjón bróðir okkar fluttist til hans fyrir um fjórum árum. Þeirra sambúð ein- kenndist af gagnkvæmri virð- ingu og bræðraást. Tóti var besti og mesti stuðningsmaður Guð- jóns bróður tyggjókalls og fylgdi honum í því verkefni af natni og alúð. Við Stjáni vorum svo heppin að hafa getað notið þess að eiga gott samband við þá bræður í seinni tíð. Elduðum saman, fór- um á tónleika og hittumst við ýmis tækifæri og nutum fé- lagskapar hvort annars. Örverpið, ég, var mjög heppið í systkinahappadrættinu með Tóta elstan, 15 árum eldri og svo Guðjón og Snjólaugu. Við eigum yndislegar minningar um góðan bróður. Tóti hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar og það er tóm í tilverunni þegar Tóti minn er farinn. Blessuð sé minning þín, elsku bróðir, og hafðu þökk fyrir allt. Þín systir Ragna. Þórarinn, frændi minn og jafnaldri, hafði í mínum huga nokkra sérstöðu meðal föður- skyldmenna minna. Hann var öðrum fremur áhugasamur um að safna og halda til haga mynd- um og frásögnum af látnum ætt- ingjum, sem tengja mátti ein- lægu stolti hans af öllu sínu fólki. Allt fas Þórarins einkenndist af trausti, umhyggju og æðruleysi. Það kom hvað skýrast í ljós þeg- ar hann þurfti að takast á við ým- is áföll. Þórarinn fylgdist mjög vel með nýungum í tölvumálum og var fljótur að nýta sér þau tækifæri sem í þeim fólust við að þróa sérhæfðan hugbúnað til sölu á alþjóðavettvangi. Því sinnti hann af aðdáunarverðri út- sjónarsemi allt til loka. Það var allltaf jafn ánægjulegt að hitta á fólk sem hafði kynnst frænda mínum í störfum hans, því að það bar honum undantekningalaust vel söguna. Samskipti okkar voru nokkuð stopul en ævinlega mjög gefandi og ég minnist þeirra með hlýju og þakklæti. Ég votta nán- ustu aðstandendum hans inni- lega samúð mína við hið óvænta fráfall frænda míns. Sven Þórarinn Sigurðsson. Þórarinn Óskarsson Elsku amma mín, hvað ég var ótrúlega heppin að fá ykkur afa inn í líf mitt. Þið voruð alltaf svo góð og tókuð mér eins og ég var, jafnvel þó að ykkur hafi ekki borið nein skylda til þess. Það er alltaf sérstakt að eiga bónus-ömmu, en að fá eina sem er líka nafna þín fannst Ásta Kröyer ✝ Ásta Kröyer fæddist 17. desember 1946. Hún lést 16. júlí 2022. Útförin fór fram 12. ágúst 2022. mér alltaf ótrúlega verðmætt. Ég man alltaf hvað ég var spennt að fá nýjar handverksgjafir frá þér og ég tel mig heppna ef ég kemst einhvern tímann með tærn- ar þar sem þú hafðir hælana í handverksgerð. Lífið er ekki eins án þín og ég held áfram að lifa, hugsandi til ykkar afa og von- ast til að þið væruð stolt af mér. Skál fyrir þér elsku nafna mín. Ásta Rún. Í örfáum orðum langar mig að minnast ömmu minnar, ömmu Nannýjar, sem hún var alltaf kölluð af okkur systkinum. Þú vildir gera allt fyrir okkur fjöl- skylduna sem þú elskaðir mest og hjálpa til með það sem þú gast. Ég man hvað þú varst stolt af því þegar ég gaf þér langömmutitilinn og vildir sjá og vita allt það nýja sem hún Hrafney gerði. Þú hringdir mörgum sinnum í viku sem ég sakna svo mikið. Engin amma frá Spáni er að hringja lengur og spjalla og sjá Hrafney sina, litla blómí, eins og þú kallaðir hana oft, sem gaf þér svo mikla gleði. Takk fyrir allt elsku amma mín, sem þú gerðir fyrir mig og okkur. Minning þín lifir í hjörtum okkar og ég mun halda uppi fal- legu minningu þinni og tala um þig við Hrafneyju. Ég veit að langamma og afi og Þórir bróð- ir þinn hafa nú tekið á móti þér með opin faðminn og veit ég nú Þórný Kristín Sigmundsdóttir ✝ Þórný Kristín Sigmunds- dóttir fæddist 11. maí 1954. Hún lést 13. júlí 2022. Útför Þórnýjar fór fram 12. ágúst 2022. að þið hafið sam- einast á ný. Hvíl þú í friði elsku amma og goða ferð til morg- unlandsins. Þín ömmustelpa Alexandra Gná ömmubarn. Elsku fallega amma mín, sem átti allan heiminn skilinn. Amma mín var númer eitt stuðningskonan mín í einu og öllu. Það sem ég sakna þess mikið að spjalla í símann á kvöldin og tala um lífið og til- veruna. Það sem ég sakna knúsanna þinna og kossanna mikið. Nú eru samverustundir okkar á jólunum heima, þar sem þú drakkst kaffibollann þinn, orðnar mér svo dýrmætar minningar. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú byrjaðir að starfa á frístundaheimilinu mínu, sem ég for alltaf í eftir skóla, og passaðir alltaf svo vel upp á mig. Allar þær minningar sem við höfum skapað held ég fast í og mun aldrei gleyma, því þær eru mér allt. Hvíldu í friði. Elsku amma Nanný. Þar til við hittumst aftur: Ég elska þig endalaust, fallegi engillinn minn. Þín alltaf, Natalía Ruth. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.