Morgunblaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022
Besta deild karla
Valur – Fram ............................................ 1:1
Staðan:
Breiðablik 19 14 3 2 50:21 45
KA 19 11 3 5 40:23 36
Víkingur R. 18 10 5 3 42:28 35
Valur 19 9 5 5 38:29 32
Stjarnan 19 7 7 5 37:36 28
KR 19 6 8 5 28:27 26
Fram 19 5 8 6 36:39 23
Keflavík 19 6 4 9 29:33 22
ÍBV 19 4 6 9 29:37 18
FH 19 3 6 10 20:32 15
ÍA 19 3 5 11 18:41 14
Leiknir R. 18 3 4 11 18:39 13
2. deild karla
Ægir – Haukar ......................................... 2:0
Staðan:
Njarðvík 19 16 1 2 55:17 49
Þróttur R. 19 13 3 3 43:25 42
Ægir 19 10 3 6 33:31 33
Völsungur 19 9 5 5 38:29 32
Höttur/Huginn 19 7 6 6 33:26 27
ÍR 19 7 5 7 29:29 26
Haukar 19 6 6 7 26:25 24
KF 19 4 8 7 35:42 20
Víkingur Ó. 19 4 7 8 36:40 19
KFA 19 5 3 11 31:49 18
Reynir S. 19 3 5 11 18:37 14
Magni 19 2 4 13 19:46 10
Grikkland
Asteras Tripolis – Olympiacos............... 0:0
_ Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Danmörk
Bröndby – Midtjylland............................ 0:2
_ Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjyl-
land.
Staðan:
Nordsjælland 7 5 1 1 11:5 16
Randers 7 4 3 0 9:4 15
Silkeborg 7 4 1 2 13:8 13
AGF 7 4 1 2 9:5 13
Viborg 7 4 0 3 11:9 12
Horsens 7 3 2 2 7:6 11
Midtjylland 7 2 3 2 15:13 9
København 7 3 0 4 14:13 9
OB 7 2 1 4 7:14 7
Brøndby 7 2 0 5 6:13 6
AaB 7 1 2 4 5:10 5
Lyngby 7 0 2 5 7:14 2
Svíþjóð
Djurgården – Elfsborg ........................... 2:1
_ Hákon Rafn Valdimarsson varði mark
Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen kom
inn á sem varamaður á 71. mínútu.
Staða efstu liða:
Häcken 20 13 5 2 48:26 44
Djurgården 20 12 5 3 42:16 41
Hammarby 20 12 4 4 42:16 40
AIK 20 10 6 4 32:26 36
Malmö FF 20 10 4 6 27:18 34
Gautaborg 20 10 3 7 26:17 33
Kalmar 20 10 3 7 23:17 33
Mjällby 20 8 7 5 20:17 31
Sirius 20 7 4 9 20:28 25
Elfsborg 20 5 9 6 34:28 24
Noregur
B-deild:
Start – Grorud ......................................... 5:0
_ Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik-
mannahópi Start.
Spánn
Cádiz – Athletic Bilbao ............................ 0:4
Valencia – Atlético Madrid...................... 0:1
Staðan:
Real Madrid 3 3 0 0 9:3 9
Real Betis 3 3 0 0 6:1 9
Barcelona 3 2 1 0 8:1 7
Athletic Bilbao 3 2 1 0 5:0 7
Villarreal 3 2 1 0 5:0 7
Atlético Madrid 3 2 0 1 4:2 6
Osasuna 3 2 0 1 4:2 6
Real Sociedad 3 2 0 1 3:4 6
Mallorca 3 1 1 1 3:2 4
Almería 3 1 1 1 4:4 4
Rayo Vallecano 3 1 1 1 2:2 4
Celta de Vigo 3 1 1 1 4:6 4
Girona 3 1 0 2 3:3 3
Valencia 3 1 0 2 1:2 3
Sevilla 3 0 1 2 3:5 1
Espanyol 3 0 1 2 3:7 1
Elche 3 0 1 2 1:5 1
Getafe 3 0 1 2 1:6 1
Real Valladolid 3 0 1 2 1:8 1
Cádiz 3 0 0 3 0:7 0
>;(//24)3;(
Danmörk
Bikarinn, 16-liða úrslit:
Skive – Fredericia ............................... 30:29
_ Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á
blað hjá Fredericia. Guðmundur Guð-
mundsson þjálfar liðið.
Holstebro – Mors ................................. 24:27
_ Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðar-
þjálfari Holstebro.
E(;R&:=/D
Knattspyrna
3. deild karla:
Hvamms.: Korm./Hvöt – Dalv./Rey. .. 17.30
Í KVÖLD!
VALUR – FRAM 1:1
1:0 Haukur Páll Sigurðsson 44.
1:1 Jannik Pohl 87.
MM
Frederik Schram (Val)
M
Hólmar Örn Eyjólfsson (Val)
Jesper Juelsgård (Val)
Haukur Páll Sigurðsson (Val)
Aron Jóhannsson (Val)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Val)
Alex Freyr Elísson (Fram)
Delphin Tshiembe (Fram)
Tiago Fernandes (Fram)
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Jannik Pohl (Fram)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: 832.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
nánari umfjöllun um leikinn – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
FÓTBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Emil Ás-
mundsson hefur þurft að glíma við
langvarandi og þrálát meiðsli mörg
undanfarin ár. Fyrir yfirstandandi
tímabil tókst honum aðeins að spila
tíu deildarleiki á þremur tímabilum
á undan; átta fyrir Fylki sumarið
2019, engan fyrir KR sumarið 2020
eftir að hann sleit krossband í hné
snemma á því ári, og svo tvo leiki
fyrir KR á síðasta tímabili. Á þessu
tímabili tókst Emil ekki að spila fyr-
ir KR en eftir að hann fór að láni frá
Vesturbæjarfélaginu til Fylkis um
mitt sumar er hann kominn langt
með að jafna leikjafjölda sinn undan-
farin þrjú ár á aðeins sjö vikum hjá
uppeldisfélagi sínu í Árbænum.
Þar er Emil búinn að spila átta
leiki í 1. deild karla, Lengjudeildinni,
þar sem hann hefur skorað fjögur
mörk. Allir átta leikirnir hafa unnist
og er Fylkir raunar búinn að vinna
tíu deildarleiki í röð. Fylkir er á
toppi Lengjudeildarinnar með fimm
stiga forskot á HK í öðru sæti þegar
þrjár umferðir eru eftir og tryggðu
Árbæingar sætið í Bestu deild karla
um liðna helgi. Dvaldi Fylkir því
ekki lengi í næstefstu deild eftir fall
úr þeirri efstu á síðasta tímabili.
„Þetta er geggjað, þetta er tvö-
faldur sigur. Bæði fyrir mig per-
sónulega að geta raunverulega spil-
að fótbolta aftur, að spila í hverri
viku, að fá að taka þátt í upplifuninni
sem fylgir leikdegi aftur, og svo
náttúrlega að gengið hafi verið
svona gott. Við höfum verið á tap-
lausu skriði þar sem við höfum unnið
tíu leiki í röð. Þetta er algjör snilld,“
sagði Emil í samtali við Morgun-
blaðið.
Hann sagði það hafa komið sér á
óvart hversu vel líkaminn hefði hald-
ið síðsumars þar sem meiðsli af
ýmsu tagi hefðu reglulega gert vart
við sig í kjölfar þess að Emil jafnaði
sig á krossbandsslitunum. „Ég bjóst
nú ekki við því að skrokkurinn
myndi halda sér svona og að ég gæti
spilað eins mikið og ég er búinn að
gera.
Það er framar vonum hvernig
hnéð hefur verið og haldist. Skrokk-
urinn er góður og ég finn fyrir því að
með hverri vikunni sem líður fær
maður meira sjálfstraust og treystir
einhvern veginn meira á líkamann.
Maður var svona aðeins passífari til
að byrja með en núna getur maður
farið að láta reyna aðeins á líkamann
og reyna að nota hann.“
Þakklátur Rúnari Páli
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari
Fylkis hefur gætt þess að Emil ætli
sér ekki um of og gjarna tekið hann
af velli eftir rúmlega klukkutíma leik
þegar hann hefur verið í byrjunar-
liði. Emil telur það hafa verið líkama
sínum til heilla.
„Já ég held það. Við töluðum akk-
úrat um það þegar ég kom hérna
fyrst að hann myndi fara varlega
með þetta, að fara ekki of geyst af
stað með mig. Það er kannski ein-
mitt betra fyrir framtíðina að maður
sé ekki búinn að henda sér tvisvar í
30 mínútur og svo beint í 90 mínútur.
Hann vildi passa vel upp á þetta og
ég er honum þakklátur fyrir það því
þetta virðist hafa hjálpað mér.“
Þarf ekki miklar styrkingar
Þar sem sæti í Bestu deildinni er í
höfn lék blaðamanni forvitni á að
vita hvernig Emil telur að Fylkir
muni spjara sig í henni á næsta tíma-
bili. „Ég myndi ekki segja að það
þyrfti mikið að styrkja liðið. Við er-
um með virkilega góðan hóp og með
vel mannaðar stöður, hverja og eina.
Svo er líka það að þetta eru yfirleitt
uppaldir leikmenn í hverri stöðu og
það hafa orðið smá kynslóðaskipti.
Allavega síðan ég fór þaðan 2019,
en það hefur verið að koma upp fullt
af ungum leikmönnum. Það hefur
einkennt Fylkisstarfið undanfarin ár
hvað þeir eru duglegir að koma sín-
um mönnum upp og að þeir séu með
lykilhlutverk í liðinu. Ég trúi því og
vona að það komi fleiri leikmenn sem
stíga upp á næsta ári og það verði
styrkingin sem þarf. Ég held að það
þurfi ekkert mikið að leita í kringum
sig að styrkingum.“
Samningslaus eftir tímabilið
Emil verður samingslaus að tíma-
bilinu loknu en kvaðst ekki vita hvað
framtíðin bæri í skauti sér. „Nei ég
er svo sem ekki búinn að pæla mikið
í því. Planið var að nýta restina af
þessu tímabili og sjá hvort maður
myndi geta spilað eitthvað eða hvort
þetta væri bara alveg búið hjá
manni.
Ég horfi voðalega lítið lengra en
til næstu viku. Ég er fyrst núna eitt-
hvað aðeins farinn að pæla í þessu en
voða lítið samt. Ég veit ekki alveg
hvernig staðan er úti í Vesturbæ,
hvernig þau mál verða, en þegar
tímabilið klárast verður maður að
setjast niður og taka einhverja
ákvörðun og sjá hvað verður.“
Engin formleg tilboð borist
Hann sagðist hafa rætt við Rúnar
Kristinsson þjálfara KR en þó ekk-
ert formlega um hvort Emil verði
áfram í Vesturbænum. „Ég er ennþá
að þjálfa þarna úti í KR þannig að ég
spjallaði aðeins við hann. Hann var
bara ánægður með að maður væri
kominn aftur og byrjaður að spila og
það væri góður sigur fyrir mig prívat
og persónulega, hann var rosalega
glaður að sjá það. En við höfum ekk-
ert rætt neitt varðandi einhverja
framtíð þar.“
Spurður hvort honum liði sem
hann ætti óklárað verkefni hjá KR
eftir að hafa aðeins leikið tvo deild-
arleiki á tveimur og hálfu tímabili
kvaðst Emil ekki farinn að hugsa svo
langt. Þá væru forsvarsmenn Fylkis
ekki formlega búnir að bjóða honum
samning. „Nei það hefur ekkert
formlegt komið frá Fylki. Ég ræddi
við Rúnar Pál og við vorum ekkert
byrjaðir að ræða það en hann sagði
allavega að þetta væri búið að vera
gott.
Ég er alveg opinn fyrir því að vera
þarna áfram því mér líður mjög vel
og á meðan gengið er svona er nátt-
úrlega ekki hægt annað en að vilja
vera hérna. Svo heyrir maður í þessu
fólki eftir tímabilið og tekur ákvörð-
un af því að maður er nú samnings-
laus og þarf að fara að horfa til fram-
tíðar hvað það varðar, maður getur
ekki beðið endalaust,“ sagði Emil að
lokum í samtali við Morgunblaðið.
Loksins kom-
inn á gott ról
eftir erfið ár
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Fagnar Emil Ásmundsson fagnar marki með uppeldisfélaginu Fylki í sum-
ar. Hann á sinn þátt í að liðið nældi sér í sæti í efstu deild á nýjan leik.
- Tvöfaldur sigur Emils hjá Fylki
- Fáir spilaðir leikir undanfarin þrjú ár
- Samningslaus eftir tímabilið
Valur og Fram skildu jöfn, 1:1, þeg-
ar þau mættust í 19. umferð Bestu
deildarinnar í knattspyrnu karla á
Hlíðarenda í gærkvöldi.
Leikurinn fór afskaplega fjörlega
af stað þar sem gestirnir í Fram
fengu þrjú fyrirtaksfæri og Valur
tvö fín skotfæri áður en tíu mínútur
voru liðnar.
Undir lok fyrri hálfleiks tóku
Valsmenn betur við sér og náðu for-
ystunni skömmu áður en flautað var
til hálfleiks. Þá gaf Tryggvi Hrafn
Haraldsson fyrir af vinstri kanti í
kjölfar hornspyrnu, fann þar Hauk
Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, sem
ýtti boltanum yfir línuna af mark-
teig. Staðan því 1:0 fyrir Val í leik-
hléi.
Í líflegum síðari hálfleik fengu
bæði lið nokkur afar góð færi til
þess að bæta við mörkum og var
það með nokkrum ólíkindum að það
skyldi ekki hafast fyrr en seint og
um síðir.
Snemma í síðari hálfleik fékk
Framarinn Guðmundur Magnússon
sannkallað dauðafæri en Frederik
varði skot hans af örstuttu færi á
ótrúlegan hátt. Þegar þrjár mínútur
voru til leiksloka uppskáru Fram-
arar loks jöfnunarmark. Þá skoraði
varamaðurinn Jannik Pohl með
góðum skalla eftir aukaspyrnu Tia-
gos Fernandes af vinstri kanti.
Mark Pohls var annað deildarmark
hans fyrir Fram á tímabilinu. Það
fyrra kom einnig gegn Val; sigur-
markið í 3:2-sigri Fram í fyrri leik
liðanna.
Jafntefli var því niðurstaðan, sem
þýðir að Valur heldur kyrru fyrir í
4. sæti deildarinnar og Fram er
áfram í 7. sæti. gunnaregill@mbl.is
Pohl tryggði
Frömurum stig
- Skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum
Morgunblaðið/Hákon
Mark Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, kemur boltanum og sjálfum
sér í netið í 1:1-jafnteflinu gegn Fram í Bestu deild karla í gærkvöldi.