Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val. Vísir greindi frá. Finnur gerði Val að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í 39 ár í maí síðast- liðnum, en hann tók við sem þjálfari liðsins árið 2020. Finnur var áður þjálfari KR og gerði Vesturbæjar- liðið að Íslandsmeistara fimm ár í röð frá 2014-2018 áður en hann tók við stjórastöðunni hjá Horsens í Danmörku. Finnur var einnig að- stoðarþjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta um nokkurra ára skeið. Finnur næstu þrjú ár hjá Val Morgunblaðið/Eggert Framlengir Finnur Freyr Stefáns- son verður áfram þjálfari Vals. Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við gríska úr- valsdeildarliðið Atromitos. Kemur Samúel Kári frá norska félaginu Viking, þar sem hann hefur leikið undanfarin tæp tvö ár. Hjá Atromitos hittir Samúel Kári fyrir Viðar Örn Kjartansson, sem gekk til liðs við félagið fyrr í sumar, einnig frá Noregi eftir að hafa leik- ið með Vålerenga í annað sinn á ferli sínum. Samúel Kári á átta A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Samúel samdi í Grikklandi Morgunblaðið/Eggert Grikkland Samúel Kári á æfingu með íslenska A-landsliðinu. GOLF Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir til- kynnti um liðna helgi í myndskeiði að hún væri hætt þátttöku í keppnis- golfi. Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, hefur verið atvinnukylfingur um átta ára skeið og komist lengst allra íslenskra kvenna í golfíþrótt- inni. Hún hefur til að mynda tekið þátt á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, þar sem hún tók þátt í öllum fimm risamótum kvenna í golfi og er Ólafía Þórunn eini Íslend- ingurinn sem hefur afrekað það. Hún var kjörin íþróttamaður árs- ins 2017, varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni með íslenska landsliðinu 2018 og stóð þrisvar uppi sem Íslandsmeistari í höggleik; árin 2011, 2014 og 2016, þegar hún lék á metskori, ellefu höggum undir pari. En hvað kemur til að Ólafía Þór- unn ákveður að leggja kylfurnar á hilluna núna? „Ég er búin að hafa svona tilfinningu innra með mér í ágætis tíma og núna er hún bara að verða sterkari. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Ég er búin að reyna að vinna í þessu. Maður gengur alveg í gegnum alls konar og upplifir alls konar tilfinn- ingar. Maður vinnur úr þeim, kannski með íþróttasálfræðingi eða eitthvað slíkt, en ég hef bara ekki náð að vinna mig úr þessu og þetta er bara að verða stærra. Svo er það líka þessi lífsstíll, hann tekur sinn toll. Ég hef ekki búið á einum stað síðan ég var 17 ára, þegar ég fór út til Bandaríkjanna í háskóla, þannig að ég er búin að vera lengi hluti af þessum lífsstíl. Núna er ég tilbúin til þess að breyta þessu,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Morgunblaðið. Þurfti meiri stöðugleika í lífið Spurð um aðdragandann að ákvörðuninni sagði hún: „Í rauninni held ég að þetta byrji þegar ég lendi í kulnun. Þá ákvað ég að þyrfti bara að taka mér pásu. Skömmu áður höfð- um við Thomas [Bojanowski, eig- inmaður Ólafíu Þórunnar] ákveðið að stofna til fjölskyldu. Í rauninni gerist þetta áður en Maron [Atlas Thom- asson, sonur þeirra] fæðist. Við eignuðumst hann og ég tók mér pásu frá golfi á meðan. Það eina sem maður getur gert þegar maður lendir í kulnun er að taka skref til baka og vinna í því. Ég gerði það en svo hefur þetta ekki breyst, þetta er aðeins flóknara en það.“ Skrítið að sleppa takinu Þótt Ólafía Þórunn nefni að hún hafi lent í kulnun vill hún ekki skella skuldinni á sjúkdóminn og áréttar að hún hafi öðru fremur fundið þörf fyr- ir lífsstílsbreytingu. „Ég vil ekki kenna kulnun um að ég sé að hætta keppnisgolfi. Þetta snýst meira um lífsstílinn og hann er frábær í einhvern tíma, en svo kemur tímapunktur þar sem ég þarf meiri stöðugleika í líf mitt. Maður er auðvitað miklu meira en bara kylfingur en golf hefur náttúr- lega verið svo stór hluti af lífi manns alla tíð þannig að það er svolítið skrítið að sleppa því, að sleppa takinu á þessu,“ sagði hún. Fólk sem snerti í mér hjartað Spurð hvað stæði upp úr á farsæl- um ferli sagði Ólafía Þórunn: „Ég áorkaði miklu meira en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér og er bara mjög stolt af öllu því sem ég náði að gera. Svo er allt fólkið sem ég hitti, allt fólkið sem hjálpaði mér, það hefur snert í mér hjartað. Ég mun alltaf muna eftir því. Ég mun alltaf muna eftir öllum ferðalögunum, öllum löndunum sem ég heimsótti og öllum vinunum sem ég eignaðist. Svo eru öll augnablikin þar sem ég náði að komast í gegnum mótlæti, þar sem ég höndlaði press- una og sigraði hér og þar. Augnablik þar sem maður stóð sig vel, að kom- ast í svona „zone“ er geggjað.“ Frumkvöðlaverkefni tekur við Hvað tekur nú við hjá Ólafíu Þór- unni? „Ég mun bara aðeins setja mig í fyrsta sæti núna, aðeins hugsa um heilsuna mína og eyða tíma með fjöl- skyldunni. Svo er ég líka að fara að byrja með mitt eigið frumkvöðla- verkefni og það verður bara spenn- andi að fylgjast með því,“ sagði hún. Kvaðst Ólafía Þórunn ekki geta gefið neitt upp um verkefnið og í hverju það felst að svo stöddu. „Ég er ekki komin nógu langt til þess að geta sagt frá því ennþá en það kemur að því. Nú hef ég nægan tíma til þess að stilla þessu öllu upp.“ Að ferlinum loknum er þakklæti henni efst í huga. „Ég held að ég hafi sagt flest í myndbandinu mínu, ég reyndi það allavega. Ég er bara mjög þakklát fyrir allt og mun alltaf muna allt það góða og allt annað sem ég lærði af þessu ferli. Allar upplifanirnar, góðu og erfiðu, þær móta mann og það er mjög dýr- mætt. Ég er líka ótrúlega þakklát fyrir öll fallegu skilaboðin sem ég hef fengið síðan ég sendi þetta frá mér.“ Þörfin fyrir lífsstíls- breytingu vó þyngst - Ólafía Þórunn hætt í keppnisgolfi - Hefur náð lengst íslenskra kvenkylfinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt keppni í golfi eftir farsælan feril. Hún er eini íslenski kylfingurinn sem hefur unnið sér keppnisrétt á LPGA. Undrabarnið Erling Braut Haaland hefur þegar skorað sex mörk fyrir Manchester City í fyrstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í fyrstu fjórum umferðunum en það gerði Diego Costa er hann setti sjö á fyrsta tímabili sínu með Chelsea er lið- ið varð Englandsmeistari 2014- ’15. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall er Haaland þegar orð- inn einn skæðasti framherji Evr- ópu. Norðmaðurinn skoraði 62 mörk í 67 leikjum með Borussia Dortmund í þýsku 1. deildinni áður en hann færði sig um set og gekk til liðs við Englandsmeist- arana fyrr í sumar. Markametið á einni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni eiga þeir Alan Shearer og Andy Cole er þeir skoruðu 34 mörk hvor tíma- bilin 1993-’94 og 1994-’95, en þá lék hvert lið 42 leiki á leiktíð í stað 38 eins og þekkt er í dag. Egyptinn geðþekki Mohamed Salah á markametið síðan leikj- unum fækkaði um fjóra en hann sló það þegar hann skoraði 32 mörk í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-’18. Haaland eru allir vegir færir og verður fróð- legt að sjá hversu mörg mörk honum tekst að skora áður en tímabilið líður undir lok. Baráttan um gullskóinn svo- kallaða gæti reynst ansi athygl- isverð í ár þar sem Harry Kane, Gabriel Jesus, Darwin Nunez, Mohamed Salah og Heung min Son eru allir líklegir til árangurs en þeir tveir síðastnefndu deildu verðlaununum á milli sín í fyrra með 23 mörk hvor. Haaland er í það minnsta kominn með tveggja marka forskot á næstu menn fyrir neðan fyrir heimaleik City gegn nýliðum Nottingham Forest annað kvöld. BAKVÖRÐUR Ísak Gabríel Regal isak@mbl.is Perla Sól Sigur- brandsdóttir úr GR, Íslands- meistari og Evr- ópumeistari 16 ára og yngri, stóð uppi sem sigurvegari með úrvalsliði Evrópu þegar það hafði betur gegn úr- valsliði Bret- lands og Írlands í Vagliano-bik- arnum, sem fram fór á Blair- gowrie-golfvellinum í Skotlandi um helgina. Vagliano-bikarinn er áhuga- mannamót ætlað 16 ára stúlkum og yngri. Perla náði í tvö stig Evrópa vann samtals 10:8. Perla lék tvo fjórmenningsleiki með Jo- hönnu Axelsen frá Danmörku og tvo tvímenningsleiki og vann tvö stig fyrir sitt lið af þeim átján sem voru í boði. Ásamt Perlu Sól í úrvalsliði Evr- ópu voru hin danska Axelsen, Anna Cañadó Espinal frá Spáni, Carla De Troia frá Frakklandi, Andrea Revuelta Goicoechea frá Spáni og hin hollenska Lynn van der Sluijs. Perla, sem er aðeins 15 ára, hef- ur átt magnað ár og unnið hvert mótið á fætur öðru. Perla Sól var í sigurliði Evr- ópuúrvalsins Perla Sól Sigurbrandsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.