Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 208. tölublað . 110. árgangur . MEÐ ÖRLÖGIN Í SÍNUM EIGIN HÖNDUM KARLAKÓRINN HEKLA TÝNDUR ADELE OG BÍTL- AR MEÐ FLEST VERÐLAUN SKIL Á MYNDEFNI 4 EMMY-VERÐLAUNIN 28HM KVENNA 27 Jón Bjarki Bents- son, aðalhagfræð- ingur Íslands- banka, kveðst deila þeim áhyggjum með fulltrúum ferða- þjónustunnar „að ef það verður um- talsvert bakslag í lífskjörum í Bret- landi og á megin- landinu geti það haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum“. Tilefnið er það bakslag sem orðið hefur í lífskjörum almennings í Bret- landi og víða í Evrópu, í kjölfar mik- illa verðhækkana á raforku. Ein helsta afleiðing þeirra er aukin verð- bólga sem aftur þrýstir á vaxta- hækkanir. Fyrir vikið eykst vaxta- kostnaður heimila og fyrirtækja sem bitnar á einkaneyslu og fjárfestingu. Við þetta bætist að mörg ríki evru- svæðisins eru skuldsett í kjölfar kór- ónuveirufaraldursins og mega því illa við hækkandi vaxtakostnaði. Taka sér stöðu gegn evrunni Ragnar Björn Ragnarsson, gjald- eyrismiðlari hjá Arion banka, segir orkukreppuna í Evrópu eiga þátt í að evran hafi gefið eftir. „Veiking evrunnar er þessu tengd en margir af stóru vogunarsjóðunum hafa sett skortstöðu á evrópsk hluta- bréf og evruna. Hún er mikið skort- seld þessa dagana og meira en sést hefur hin síðari ár,“ segir Ragnar. Búist sé við því að evrópski seðla- bankinn hækki vexti enn frekar. „Rætt er um hversu mikið hægt verður að hækka vexti áður en lönd eins og Ítalía hætta að ráða við vaxtastigið,“ segir Ragnar og vísar til skuldsetningar evruríkja. »12 Óróinn í Evrópu er áhyggjuefni - Sérfræðingar benda á orkukreppu Pundið hefur gefið eftir undanfarið. Fjölmargar bláglyttur, marglyttutegund, sem er nokkuð algeng við strendur Íslands, mynduðu svarma nálægt innsiglingarvit- anum við Sæbraut í Reykjavík í gær. Mökunartímabil marglytta stendur yfir á haustin og þetta virðist vera gott ár að mati Guðjóns Más Baldurssonar, sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, miðað við fjöldann sem hefur safnast saman við hafnirnar hér á landi. „Þær geta myndað svarma á haustin ef aðstæður eru góðar. Þær vaxa yfir sum- arið og eru yfirleitt búnar að ná fullri stærð legar aðstæður í hafinu valdi því að sum ár séu betri en önnur fyrir marglytturnar. Bláglytturnar eru með öllu meinlausar og stinga ekki. Brennihveljur, sem eru stærri og lengri, geta hins vegar stungið en Guð- jón segist ekki hafa orðið var við þær í ár. á þessum árstíma,“ segir Guðjón sem hefur einnig séð til þeirra við höfnina í Hafn- arfirði. Fjöldi og útbreiðsla marglytta hefur auk- ist hér við land á undanförnum árum með vaxandi sjávarhita. Guðjón segir að breyti- Morgunblaðið/Árni Sæberg Marglyttur mynda svarma við Reykjavíkurhöfn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka frekar samkeppnisleg áhrif af samruna norsku fiskeldisfyr- irtækjanna SalMar og NTS. Ástæða rannsóknarinnar er áhrif samrunans hér á landi þar sem íslensku fyrir- tækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Þótt rannsóknin beinist að áhrifum á markaðinn hér er hugsanlegt að íhlutun Samkeppniseftirlitsins, sem enn liggur ekkert fyrir um að af verði, hafi áhrif á viðskiptin sem leiddu til samrunans í Noregi. Norsku fyrirtækin tilkynntu norska samkeppniseftirlitinu og framkvæmdastjórn ESB um sam- runann, auk Samkeppniseftirlitsins. Norska eftirlitið sá ekki ástæðu til aðgerða. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins, sem nú hefur verið ákveðið að fara í, beinist að áhrifum þess ef þessi stærstu sjóeldisfyrirtæki Íslands verða undir yfirráðum sama norska fyrirtækisins eins og allt bendir til. Sú spurning vaknar hvort það hefði áhrif á samruna norsku fyrir- tækjanna ef niðurstaða Samkeppn- iseftirlitsins verður sú að banna sam- runann vegna hagsmuna hér á landi. Samkvæmt orðanna hljóðan myndi sú ákvörðun kippa grundvellinum undan þessum viðskiptum. Fyrst og fremst áhrif hér „Athugun Samkeppniseftirlitsins varðar samkeppnishagmuni hér á landi og niðurstöður hennar hafa fyrst og fremst áhrif hér á landi. Ef til íhlutunar kæmi, sem ekkert ligg- ur fyrir um, myndi hún varða fyrir- tækin sem hér starfa. Hvort athugun íslenska eftirlitsins hefði áhrif á sam- runann annars staðar ræðst af atvik- um málsins og ákvörðunum sam- runafyrirtækjanna,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri. Rannsókn hér gæti haft áhrif á stórviðskipti í Noregi - Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna eldisfyrirtækja Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjóeldi Samruni í Noregi hefur ekki haft áhrif á Vestfjörðum. MRannsaka áhrif ... »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.