Morgunblaðið - 06.09.2022, Page 11

Morgunblaðið - 06.09.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hálslón, sem sér Fljótsdalsstöð fyrir vatns- orku, fór á yfirfall í gær. Við það birtist fossinn Hverfandi við vestari enda Kára- hnjúkastíflu. Fossinn er afar tignarlegur að sjá þegar jökulvatnið steypist 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur í Jökulsá á Dal. Blöndulón er einnig komið á yfirfall en það gerðist 1. september síðastliðinn. „Vatnsbúskapur á vatnasviðum aflstöðv- anna okkar hefur verið góður í sumar,“ seg- ir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. Hágöngulón og Kelduárlón fylltust fyrir lok júlí og nú hafa Blöndulón og Hálslón bæst í hópinn. Aðeins Þórisvatn hefur ekki enn fyllst. Það vantar um 1,3 metra að það nái yfirfalli í 579 metra hæð en lónið fór hæst í 576 metra í fyrrahaust. Þórisvatn hækkar nú um 3-4 sentímetra á dag og er ekki fullséð með hvað það fer hátt þótt það verði að teljast ólíklegt að það fyll- ist alveg, segir Ragnhildur. En eins og þess- ar tölur bera með sér er staðan margfalt betri en á sama tíma í fyrrasumar. Landsvirkjun neyddist til að grípa til skömmtunar á rafmagni strax í desember í fyrravetur, sem m.a. bitnaði á stórnot- endum, fjarvarmaveitum og fiskimjölsverk- smiðjum á loðnuvertíðinni, sem var sú stærsta um árabil. Vonir standa til að ekki þurfi að skammta rafmagn til stórnotenda næsta vetur. Það getur skipt miklu fyrir af- komu þjóðarbúsins. Ljósmynd/Landsvirkjun Hverfandi Það er tignarleg sjón að sjá jökulvatnið steypast niður í Jöklu. Fossinn er svo aflmikill að jafna má við Dettifoss. Fallhæðin er 90-100 metrar. Eflaust fýsir marga að sjá þetta sjónarspil. Fossinn Hverfandi birtist tignarlegur - Hálslón fór á yfirfall í gær og þá birtist fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu - Blöndulón er einnig komið á yfirfall - Staðan í Hálslóni margfalt betri en á sama tíma í fyrra Gera má ráð fyrir því að allt tjón sem varð, vegna þess að kaldavatnslögn Veitna fór í sundur í Hvassaleiti í Reykjavík á föstudagskvöld, verði bætt. Þetta segir Jón Trausti Kára- son, forstöðumaður veitna og frá- veitna hjá Veitum. „Ég held að fólk geti alveg andað rólega, tjónið verður bætt. Við þurf- um bara að skoða með hvaða hætti það verður best gert,“ sagði Jón Trausti í samtali við Morgunblaðið. Mikill vatnselgur myndaðist þeg- ar lögnin fór í sundur og vatn flæddi í stríðum straumum um hverfið. Með- al annars inn í kjallara, bílskúra og bíla. Jón Trausti segir ekki hægt að gera sér fyllilega grein fyrir umfangi tjónsins að svo stöddu, en verið sé að meta það. „Ferlið er þannig að fólk tilkynnir tjónið til vátryggingafélagsins okk- ar, sem er VÍS, og í kjölfarið finna fulltrúar VÍS tíma með tjónþolum og fara yfir þeirra tjón. Svo fer hefð- bundið matsferli í gang, sem endar í einhverri summu sem segir til um heildarsummu, en það fer tími í þá vinnu.“ Verktakar unnu að því gær að undirbúa vettvanginn svo hægt yrði að komast að lögninni, að sögn Jóns Trausta. Fyrsta verk sé alltaf að skoða aðstæður og viða að sér að- föngum til að búa til og tryggja öruggt vinnusvæði fyrir þær vélar sem koma að verkinu. Þá þurfi að búa til hjáleiðir fyrir gangandi veg- farendur. „Við höfum ekki endanleg svör við því hvað gerðist, en við fáum kannski betri tilfinningu fyrir því, vonandi fyrir lok dagsins, þegar við verðum búin að grafa ofan af lögninni,“ sagði Jón Trausti. Til stendur að láta róbóta keyra eftir lögninni til að greina ástand hennar. Allt tjón vegna vatns- lekans verður bætt - Unnið að því að grafa ofan af lögninni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðgerð Unnið var að því í gær að grafa ofan af lögninni sem brast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.