Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 12

Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir enn útlit fyrir að krónan styrkist í vetur en styrkingin verði seinna á ferðinni en vænst var. Þar með talið muni krón- an styrkjast gagnvart evru og pundi en báðir gjaldmiðlar hafa gefið eftir undanfarið, samhliða versnandi efna- hagshorfum. „Óvissa um hvenær krónan styrk- ist hefur aukist en við töldum ein- boðið að hún myndi styrkjast í haust,“ segir Jón Bjarki. Hann bendir á að stöðutaka með krónunni á fyrri helmingi ársins, í formi framvirkra samninga, hafi verið umfangsmeiri en talið var. Sú stöðutaka hafi ýtt undir gengi krónu. Fyrir vikið séu væntingar um bættan viðskiptajöfnuð yfir háönnina í ferðaþjónustu að miklu leyti komn- ar fram í gengi krónunnar. Orkukreppan bítur Pundið hefur gefið eftir í kjölfar tíðinda af orkukreppunni í Bretlandi. Sömuleiðis hefur evran gefið eftir en evruríkin horfa fram á mikla hækkun orkuverðs og vaxtahækkanir. Er búist við að evrópski seðlabankinn hækki vexti enn frekar á fimmtudag. Jón Bjarki telur líklegra en ekki að þetta muni birtast í gengi krónu. „Eftir því sem lengra líður á veturinn aukast líkurnar á því að evran og pundið verði orðin heldur ódýrari,“ segir Jón Bjarki. Bakslag gæti bitnað á Íslandi En hvaða áhrif skyldi væntur sam- dráttur ráðstöfunartekna almenn- ings í Bretlandi og á evrusvæðinu geta haft á íslenska ferðaþjónustu? „Ég deili auðvitað þeim áhyggjum með ferðaþjónustunni að ef það verður umtalsvert bakslag í lífskjör- um í Bretlandi og á meginlandinu geti það haft veruleg áhrif á eftir- spurn eftir Íslandsferðum,“ segir Jón Bjarki um þann óvissuþátt. Ragnar Björn Ragnarsson, sér- fræðingur og gjaldeyrismiðlari hjá Arion banka, segir orkukreppuna í Evrópu eiga þátt í að evran hafi gefið eftir. Þrátt fyrir að gengið hafi ágæt- lega að safna gasbirgðum í Evrópu sé rætt um hugsanlegan orkuskort í vetur, ekki síst eftir að Rússar skrúf- uðu fyrir Nordstream 1-gasleiðsluna til Þýskalands síðastliðinn föstudag. „Veiking evrunnar tengist þessu en margir af stóru vogunarsjóðunum hafa sett skortstöðu á evrópsk hluta- bréf og evruna. Hún er mikið skort- seld þessa dagana og meira en sést hefur hin síðari ár,“ segir Ragnar. Verðbólga sé á uppleið á evru- svæðinu og markaðurinn hafi efa- semdir um hversu mikið Evrópski seðlabankinn geti hækkað vexti. „Evrópski seðlabankinn mun væntanlega hækka vexti enn frekar síðar í þessum mánuði. Rætt er um hversu mikið hægt verður að hækka vexti áður en lönd eins og Ítalía hætta að ráða við vaxtastigið,“ segir Ragnar og vísar til skuldsetningar margra evruríkja. Varðandi veikingu pundsins segir hann aðspurður að þar bætist póli- tísk óvissa við orkukreppuna. Á eftir að koma í ljós hvaða áhrif valdataka Liz Truss mun hafa í þeim efnum. Spurður hvort veiking evrunnar og pundsins muni hafa í för með sér að krónan styrkist gagnvart þessum myntum segir hann krónuna hafa sýnt lítil merki um styrkingu undan- farið „og sé furðu veik miðað við hvernig menn teiknuðu þetta sumar upp“ hvað varðar gengisþróun. Kaupgetan skiptir miklu máli Almennt er búist við frekari vaxta- hækkunum Englandsbanka og Evr- ópska seðlabankans og mun það auka vaxtakostnað almennings og fyrirtækja. Bætist það við höggið af mikilli hækkun raforkuverðs. Spurður hvort orkukreppan í Evrópu, þar með talið í Bretlandi, kunni að leiða til minni eftirspurnar eftir Íslandsferðum, eftir því sem þrengir að almenningi í þessum löndum, segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, engar vísbendingar komnar fram um það að sinni. Raunar séu jákvæð teikn á lofti því búið sé að tilkynna um aukið flug frá Bretlandi í vetur. „Heiðarlegasta svarið er að maður veit ekki hvað gerist næst. Kaupgeta almennings á helstu markaðssvæð- um skiptir okkur miklu máli. Íslend- ingar eru alltaf mikill minnihluti við- skiptavina okkar en upp úr stendur að vísbendingar um markaðinn eru mjög góðar og við erum enn bjartsýn á veturinn og Ísland er alls ekki upp- selt,“ segir Kristófer. Bið á frekari styrkingu krónunnar - Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir stöðutöku með krónunni síðastliðið vor hafa vegið þungt - Sérfræðingur hjá Arion banka segir vogunarsjóði skortselja evrur - Evran og pundið gefa eftir Gengi evru og sterlingpunds sl. 6. mánuði EUR/ISK GBP/ISK 147 144 141 138 135 178 173 168 163 158 6.mars '22 6. sept. '22 6.mars '22 6. sept. '22 144,2 141,5 175,03 163,63 Hagnaður Bílabúðar Benna nam í fyrra 190,6 milljónum króna, saman- borið við tap upp á 127,5 milljónir króna árið áður. Tekjur félagsins í fyrra námu 2,2 milljörðum króna, en voru árið áður um 1,7 milljarðar og jukust um 530 milljónir króna á milli ára. Rekstrarkostnaður félagsins jókst um rúmar 400 milljónir króna á milli ára og nam um 2,3 milljörðum. EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e. rekstarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði, var því neikvæður um 61 milljón króna. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Bílabúðar Benna, en hjónin Benedikt Eyjólfs- son og Margrét Beta Gunnarsdóttir eru eigendur félagsins, að mestu í gegnum félag sitt BE fjárfestingar ehf. Eigið fé félagsins var í árslok síðasta árs um 1,8 milljarðar króna. Skýringuna á hagnaði félagsins má helst rekja til sölu markaðsverð- bréfa fyrir tæpar 220 milljónir króna á árinu. Stöðugildum hjá félaginu fækkaði um átta á milli ára og launa- kostnaður minnkaði um rúmar 18 milljónir króna á milli ára. Tekjur félagsins námu um 5,2 mlljörðum króna árið 2016 en lækk- uðu nokkuð næstu ár á eftir, þar til í fyrra þegar þær jukust á ný. Ekki er lagt til að greiddur verði árður fyrir árið í fyrra. Hagnaður hjá Bílabúð Benna - Tekjuvöxtur í fyrsta sinn í fimm ár Morgunblaðið/Ómar Rekstur Margrét Beta Gunnars- dóttir og Benedikt Eyjólfsson. Alls hafði 21.440 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2021 fyrir helgi. Á sama tíma í fyrra hafði 23.263 ársreikningum verið skilað, eða 8% færri ársreikningum en árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Creditinfo sem heldur meðal ann- ars utan um skil á ársreikningum. Meginþorri fyrirtækja skilar árs- reikningum inn í ágúst en sam- kvæmt lögum um ársreikninga ber félögum að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Flest félög nota almanaksárið sem uppgjörstímabil og er skilafresturinn því í flestum tilvikum 31. ágúst. Tæplega 23.300 félög skiluðu ársreikningi í ágúst í ár en í fyrra skiluðu tæplega 21.500 félög inn ársreikningi í ágúst. Þá sést munur á milli ára í ár, þar sem færri ársreikningum var skilað inn í júní og júlí í ár en í fyrra. Færri ársreikning- um skilað milli ára - Flest félög skila ársreikningi í ágúst « Sjávarsýn ehf., félaga í eigu Bjarna Ármannssonar, forstjóra Icelandic Sea- food, bætti í ágúst við hlut sinn í Festi. Félagið bætti við sig 500 þúsund hlut- um og á nú um 5,3 milljónir hluta, alls um 1,7% hlut í Festi, samkvæmt upp- færðum hluthafalista. Stærstu hluthafar félagsins, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður verslunarmanna (Live) juku jafnframt við hlut sinn í ágúst, LSR um tæpar 1,5 milljónir hluta og Live um 2,4 milljónir hluta. Þá keypti Festi um tvær milljónir hluta af eigin bréfum. Íslandsbanki seldi um 2,3 milljónir hluta og fer úr því að vera 10. stærsti hluthaf- inn í að vera sá 13. stærsti. Ætla má að meginþorri bréfanna séu bréf sem bankinn heldur á fyrir viðskiptavini í gegnum framvirka samninga. Sjávarsýn jók við hlut sinn í Festi í ágúst Hafþór Júlíus Björnsson aflrauna- maður hafði rétt rúmar 99 milljónir króna í tekjur af hnefaleikum á síð- asta ári. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins Fjallsins Hafþórs ehf., sem er í eigu Hafþórs Júlíusar. Tekjur félagsins námu á síðasta ári 109,6 milljónum króna. Til viðbótar við tekjur af hnefaleikum hafði fé- lagið um 10,4 milljónir króna í leigu- tekjur, en félagið á atvinnuhúsnæði í Kópavogi og sumarhús. Tekjur Fjallsins Hafþórs árið 2020 námu 9,4 milljónum króna, en þá hafði félagið aðeins leigutekjur. Hagnaður félags- ins í fyrra nam 60,5 milljónum króna en eigið fé í árslok var um 20 millj- ónir króna. Félagið greiddi engin laun á árinu en stærsti útgjalda- liðurinn var þjálfunarkostnaður og ferðakostnaður erlendis. Hafþór Júlíus hefur keppt í ýms- um aflraunum auk þess sem hann hlaut nokkra athygli þegar hann kom fram í Game Of Thrones- þáttaröðinni á HBO, þar sem per- sónan hans hét einmitt Fjallið. Hann hefur, samhliða því að reka líkams- ræktarstöðion Thor‘a Power Gym í Kópavogi, nú einnig snúið sér að hnefaleikum. Hann mætti meðal annars Eddie Hall frá Bretlandi í bardaga í Dúbaí í mars á þessu ári, hvar Hafþór Júlíus bar sigur úr býtum eftir sex lotur. Morgunblaðið/Ásdís Rekstur Hafþór Júlíus Björnsson kemur víða við í rekstri sínum. Fjallið þénar vel 6. september 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 141.6 Sterlingspund 163.63 Kanadadalur 107.76 Dönsk króna 19.026 Norsk króna 14.145 Sænsk króna 13.163 Svissn. franki 143.82 Japanskt jen 1.0081 SDR 184.12 Evra 141.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.0208 « Gamla Byr eignarhaldsfélagi ehf. hef- ur verið slitið og skilanefnd kjörin yfir félagið. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða félag sem heldur utan um rekstur sparisjóðsins Byrs sem féll í fjármálakrísunni haustið 2008. Stefán Árni Auðólfsson lögmaður hefur verið skipaður formaður skilanefndar og hef- ur birt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þar sem skorað er á þá sem telja sig eiga kröfu á félagið að lýsa þeim kröf- um. Fundur til að fjalla um kröfur á hendur félaginu verður haldinn á skrif- stofu LMG Lögmanna slf., miðvikudag- inn 9. nóvember nk. Gamla Byr slitið og auglýst eftir kröfum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.