Morgunblaðið - 06.09.2022, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.09.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022 Úígúra-skýrsla Michelle Bachelet, fráfarandi mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, hefur vakið sterk viðbrögð víða um heim, en hins vegar bólar ekki enn á neinum refsi- aðgerðum í kjölfar hennar. Í skýrsl- unni var lýst skelfilegum mannrétt- indabrotum en þó fyrir þeim séu ekki skjalfestar og óyggjandi sannanir, segja Sameinuðu þjóðirnar að þær séu trúverðugar og lýsi glæpum gegn mannkyni. Kommúnistastjórnin í Kína hefur vísað skýrslunni á bug en hún reyndi allt sem í hennar valdi stóð til þess að koma í veg fyrir útgáfu hennar. Út- gáfu skýrslunnar var margfrestað ár- um saman og miklar orðalagsbreyt- ingar gerðar á henni um stórt og smátt. Í skýrslunni var ekki rætt um „þjóðarmorð“ í þessu samhengi, líkt og mannréttindasamtök og stjórn- völd í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og ýmsum fleiri ríkjum (ekki þó Íslandi) hafa gert. Þar er hins vegar lýst fjöldahand- tökum, pyntingum, nauðgunum, þvinguðum ófrjósemisaðgerðum, þrælkunarvinnu, nauðungarflutn- ingum og margvíslegri niðurlægingu annarri. Kommúnistastjórnin í Peking hef- ur látið handtaka meira en milljón manns, aðallega Úígúra en ýmis þjóðarbrot önnur. Undanfarin ár hef- ur mikill fjöldi fangabúða verið reist- ur undir fólkið, en börn þess skilin eftir á vergangi. Stjórnvöld segja hina föngnu að- eins gangast undir tímabundna „end- urmenntun“ og segja aðgerðunum ætlað að stemma stigu við framgangi öfgahópa og hryðjuverka. Flest bendir þó til þess að æ fleiri hafi verið varanlega hnepptir í fangelsi. AFP/Victims of Communism Mem.Found. Xinjiang Ásakanir um mannrétt- indabrot eru sagðar trúverðugar. Glæpir gegn mannkyni í Kína - Ljótur listi mannréttindabrota Kína gegn Úígúrum - Ásakanir um pyntingar, nauðganir og ófrjósemisaðgerðir Að minnsta kosti tíu manns féllu og 15 særðust í morðöldu á verndar- svæði Cree-ættbálks frumbyggja í Saskatchewan-fylki í Kanada og í þorpi skammt þar frá í morguns- árið á sunnudag. Kanadíska riddaralögreglan lýsti í gær eftir bræðrunum Damien og Myles Sanderton, sem grunaðir eru um óhugnaðinn, en Damien fannst látinn í gær. Ekki er ljóst um tildrögin, en heimamenn sögðu þetta afleiðingar fíkniefnabylgju á verndarsvæðum. Svo virðist sem þeir hafi valið sum fórnarlömbin af ásetningi en önnur stungin nánast af handahófi. Fjöldamorð eru óalgeng en ekki óþekkt í Kanada, en fyrir tveimur árum réð byssumaður í Nova Scotia 22 bana. Frumbyggjar eru um 5% íbúa Kanada en eru mun líklegri en aðrir til þess að verða fyrir ofbeldi og sex sinnum líklegri til þess að verða drepnir. KANADA Annar bróðirinn fannst látinn Blóðbað Lýst var eftir Damien og Myles Sanderson, en Damien fannst látinn. Sókn Úkraínu- hers að Kerson miðar hægt og bítandi en af yf- irlýsingum Volo- dimírs Selenskís, Úkraínuforseta, að dæma sækist sóknin mun hæg- ar en að var stefnt. Forsetinn ræddi vígstöðuna á fundi með her- foringjum og öryggissérfræðingum sínum og sagði heri sína sækja fram bæði í suðri og austri en mat Úkra- ínustjórnar á stöðunni er jákvæð- ara en verið hefur í marga mánuði. „Úkraínufáninn er farinn að blakta aftur þar sem vera ber,“ sagði forsetinn, en herforingjar greindu frá því að herinn hefði náð fótfestu við brú yfir Inhúlets í suð- urhluta landsins, sem væri mikil- vægt fyrir sóknina. Markmið henn- ar er að króa af rússneskar her- deildir, sem haft hafa svæði í suðausturhluta landsins frá því snemma í innrásinni, en einnig að loka landbrú að Krímskaga. ÚKRAÍNA Sókninni miðar hægt en bítandi Volodimír Selenskí Andrés Magnússon andres@mbl.is Kjósendur í Chile felldu ný stjórn- arskrárdrög með afgerandi hætti um helgina, þegar 62% kjósenda höfn- uðu þeim, en öllum á kjörskrá var skylt að kjósa. Litið er á úrslitin sem áfall fyrir Gabriel Boric, hinn sósíalíska forseta landsins, en ríkisstjórn hans var ná- tengd gerð stjórnarskrárdraganna. Chile hefur lengi verið vin stöð- ugleika í Suður-Ameríku, þar sem lýðræði skaut sterkum rótum eftir að harðstjórn Pinochet fór frá völd- um 1990. Þar hefur ríkt frjálslynt markaðshagkerfi í bland við hófsöm miðjustjórnmál við meiri og stöðugri velsæld en í nágrannaríkjunum. Fyrir þremur árum hófust mikil mótmæli gegn ójöfnuði í landinu, en í framhaldinu var afráðið að fela stjórnlagaþingi að rita nýja stjórn- arskrá. Í vor tóku kjósendur svo krappa vinstri beygju, sem skilaði Boric í forsetastól með stuðningi kommúnista. Stjórnlagaþingskosning fór fram í maí í fyrra en kosningaþátttaka var aðeins 43% og umboð stjórnlaga- þingmannanna 155 veikt. Þeir voru líka misjafn söfnuður. Afar fáir höfðu þekkingu á stjórnlögum, all- margir furðufuglar voru meðal þeirra og mikið um aðgerðasinna, pópúlista og öfgavinstrimenn. Mikið var um uppákomur á stjórn- lagaþingi, svo það féll mjög í áliti; sumir mættu í trúðsbúningum og einn í alls engum fötum. Sem var þó ekkert hjá síðustu viku, þegar há- punktur kosningahátíðar stuðnings- manna „nýju stjórnarskrárinnar“ fólst í því að dragdrottning dró þjóð- fánann út úr afturendanum og aðrir á sviðinu hvöttu til þungunarrofs á Chile. Sennilega voru það þó stjórnar- skrárdrögin sjálf – ógnarlangt plagg upp á 170 síður með 388 greinum – sem gerðu útslagið. Þar var þess freistað að stjórnar- skrárbinda vinstrisinnaða stjórnar- stefnu og umgjörð ríkisins um stórt og smátt. Þar var að finna réttinda- skrá í meira en 100 liðum, þar sem m.a. var kveðið á um óheftan verk- fallsrétt, mataræðisréttindi og taugafræðilegan fjölbreytileika. Um leið var eignarréttur veiktur, öldungadeild þingsins afnumin, báknið þanið út og ríkisafskipti regl- an. Reiknað var út að breytingarnar myndu auka ríkisútgjöld sem næmi 9-14% þjóðarframleiðslu. Ríkisstjórn Boric vill kalla saman annað stjórnlagaþing og gefa því að- eins hálft ár til þess að semja ný stjórnarskrárdrög. En óvíst er hve lengi honum er sætt. Fyrir utan ofangreint hafa dunið á landsmönn- um efnahagsáföll og glæpaalda, en 56% þjóðarinnar segjast nú óánægð með Boric. Hvar er nýja stjórnarskráin? - Chile-menn fella ný stjórnarskrárdrög með miklum mun - 62% kjörskrár á móti - 338 greinar á 170 síðum ekki við alþýðuskap - Stjórn Boric forseta veikluð Martin Bernetti/AFP Santiago Mannfjöldi fagnar kosn- ingaúrslitunum um helgina. Andrés Magnússon andres@mbl.is Liz Truss, utanríkisráðherra, varð hlutskarpari í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins og tekur við sem for- sætisráðherra landsins í dag. Truss hlaut 81.326 atkvæði en Rishi Sunak 60.399. Hún sigraði því á afgerandi hátt með 57% atkvæða, en það er þó talsvert mjórra á mun- um en kannanir og veðbankar höfðu gefið til kynna. Boris Johnson, fráfarandi for- sætisráðherra, óskaði Truss til ham- ingju og hvatti flokksmenn til þess að fylkja sér um hana, hennar biðu erfið verkefni. Margir aðrir forystu- menn flokksins að fornu og nýju tóku í sama streng, þar á meðal Sunak, keppinautur hennar. Truss flutti sigurræðu, eftir að úr- slitin voru kunngerð, þar sem hún hét því að leiða flokkinn til stórsigurs í þingkosningnum 2024. Hún taldi upp nokkur helstu verk- efni sín og flokksins, en þau helstu væru að binda enda á verðbólgu, lækka skatta og snúa hagkerfið í gang, ráða bug á orkukreppunni bæði í bráð og til lengri tíma. Hún ítrekaði að það yrði allt efnt. Líkt og venja er í Bretlandi er ekki tafið við forsætisráðherraskipti. Flutningabílar sáust í gær við Down- ingstræti 10, skrifstofu forsætisráð- herra og embættisbústað, og í dag flytur Truss inn. Hún verður þriðja konan til þess að verða forsætisráð- herra Bretlands. Mikið er bollalagt um hvernig hún muni skipa ráðuneyti sínu. Við blasir að hún mun gera einhverjar veiga- miklar breytingar, halda sumum ráðherrum og sennilega kalla inn einhverja, sem sögðu af sér vegna efasemda um Boris. Rishi Sunak gæti jafnvel verið þar á meðal. Liz Truss er að mörgu leyti óvæntur leiðtogi Íhaldsflokksins. Hún hóf stjórnmálaferilinn meðal Frjálslyndra demókrata, miðstéttar- stúlka frá Leeds, sem gekk í ríkis- skóla áður en hún fékk inni í Oxford. Þrátt fyrir að vera upphaflega skjól- stæðingur George Osborne og Dav- ids Camerons hneigðist hún meira til frjálshyggju en íhaldsmennsku, en studdi að þeirra beiðni áframhald- andi veru Breta í Evrópusamband- inu. Hún felldi sig hins vegar við úr- slitin og snerist á Brexit-sveifina. Ekki er að sjá að sú fortíð öll hafi vafist fyrir henni. Afgerandi sigur í afdrifaríku leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi Liz Truss fer í Downingstræti Adrian Dennis/AFP Bretland Liz Truss ávarpar fund Íhaldsflokksins eftir að úrslitin urðu ljós í gær. Hún verður í dag þriðja konan til þess að verða forsætisráðherra Breta. - Heitir einingu og árangri flokksins Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.