Morgunblaðið - 06.09.2022, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Liz Truss,
nýr
forsætis-
ráðherra Breta
tekur við lykla-
völdum í Down-
ingstræti 10 í Lundúnum í
dag. Hún er þriðja konan til
þess að gegna forsætisráð-
herraembætti í Bretlandi en
allar voru þær leiddar til
valda af Íhaldsflokknum.
Vel verður fylgst með því
hvernig hún velur sér ráð-
herra, því af því má mikið
ráða um framhaldið. Þar
munu mannkostir og pólitísk
afstaða hafa mikið að segja en
það verður einnig sérstakt
markmið hjá Truss að sam-
eina flokkinn eftir ólgu und-
anfarinna sex ára. Þar hafa
fjórir gerólíkir forsætisráð-
herrar flokksins leitt þjóðina í
gegnum harðvítugar deilur
Brexit og átakanlegan heims-
faraldur. Á næstu dögum er
von á sjötta fjármálaráðherr-
anum á þessum sex árum.
Rætt er um Kwasi Kwart-
eng sem fjármálaráðherra,
Suellu Braverman sem innan-
ríkisráðherra og James Clev-
erly sem utanríkisráðherra.
Ranil Jayawardena, Kemi
Badenoch og Tom Tugendhat
verða meðal rísandi stjarna í
ráðuneytinu og Sajid Javid
snýr að líkindum aftur í rík-
isstjórn. Jafnvel Rishi Sunak
verður fundið hlutverk við
hæfi, þótt varla verði það við
ríkisstjórnarborðið.
Öll eiga þau það sameig-
inlegt að eiga rætur að rekja
út fyrir Bretland og það kann
að segja sögu um ráðuneyti
Truss og heimssýn sjálfstæðs
Bretlands í heimi umbreyt-
inga, ógna og tækifæra.
Sjálf talaði hún enga tæpi-
tungu um verkefnin í sig-
urræðu sinni í gær. Hún hét
því að lækka skatta til þess að
Bretland gæti vaxið út úr
vandanum, hún myndi ráða
bug á orkukreppunni til lang-
frama en einnig gera ráðstaf-
anir til þess að þjóðin kiknaði
ekki undan orkureikningum í
vetur. Loks myndi hún endur-
reisa heilbrigðiskerfið.
En Liz Truss nýtur ekki
þeirra forréttinda að geta val-
ið sér verkefni. Bretland varð
fyrir gríðarlegum efnahags-
skelli í heimsfaraldrinum,
sem varð enn meiri en ella
vegna vanhugsaðra sóttvarn-
arráðstafana. Þær fólust í því
að grípa til langvinns út-
göngubanns, loka öllum skól-
um, láta hefðbundin verkefni
heilbrigðiskerfisins víkja;
stíga á bremsur atvinnulífins
en stíga ríkisútgjaldabensínið
í botn um leið. Við bættist
ófyrirséð en
algerlega fyrir-
sjáanleg verð-
bólga, stríð í
Úkraínu og orku-
kreppa.
Fyrsta verk Liz Truss verð-
ur að ávinna sér traust þjóð-
arinnar og blása henni kapp í
kinn á erfiðum tímum. Brýn-
ast verður að lina orkukrepp-
una fyrir veturinn en einnig
mun fyrr en síðar reyna á for-
ystu Breta í stuðningi við
Úkraínu, því nú þegar sjást
merki þess að þar kunni Þjóð-
verjar, Frakkar og Ítalir að
svíkja lit. Á heimavelli liggur
Truss á að koma Bretum aftur
til vinnu. Stór hluti opinberra
starfsmanna neitar að koma í
vinnuna, eins og faraldurinn
geisi enn, en krefst þess samt
að fá laun áfram. Á almennum
vinnumarkaði blasir víða við
nær óskiljanleg mannekla og
vinnudeilur í aðsigi en hafi
einhvern tímann verið þörf á
því, að atvinnulífið taki við
sér, þá er það nú.
Liz Truss er frjálslynd
fremur en íhaldssöm. Þó það
kunni að vera freistandi að
bera hana saman við Margréti
Thatcher, þá svipar þeim ekki
sérstaklega saman að öðru
leyti en því hún vill líka setja
traust sitt á frelsi og framtak
til þess að rífa Bretland upp
úr stöðnun í atvinnulífi og
efnahagsógöngum. Líkt og
Thatcher er hún ekki þjökuð
af minnimáttarkennd gagn-
vart establísmentinu og hún
er vel lesin og vel læs á efna-
hagsmál. Á það mun reyna en
nú sem þá er mikið undir og
það snertir ekki Breta eina.
Ekkert af þessu verður
auðvelt og það mun ekki létta
henni róðurinn í hinu póli-
tíska ati að andstæðingar
hennar hafa beinlínis andúð á
hinum frjálsa markaði, líta tal
hennar um meiri framleiðni
og minna skrifræði sem
mannvonsku, neita að skilja
að eftir Brexit eru sjálfstæði
og frjáls viðskipti um alla
heimsbyggðina eina vörnin.
Strax í gær mátti greina ann-
arleg viðbrögð pólitískra and-
stæðinga hennar, sem sökuðu
Truss bæði um barnaskap og
slægð, að hún væri í senn sér-
lunduð og meðvirk. Þar örlaði
jafnvel á aðfinnslum sem eng-
inn karl yrði fyrir.
Það bendir til þess að and-
stæðingarnir þekki hana ekki
vel, að þeir vanmeti hana og
hafi fátt til málanna að leggja
annað en persónulegt skít-
kast. En um leið auðvelda
þeir kjósendum að taka af-
stöðu til Liz Truss, markmiða
hennar og verka.
Vandi fylgir
vegsemd
hverri}
Liz Truss tekur við
Þ
essa dagana berast okkur ótíðindi
af orkumálum í Evrópu. Orkuverð
rýkur upp og dæmi eru um að fólk
fái allt að 200 prósentum hærri
reikninga fyrir hita og rafmagni
en fyrir ári. Sums staðar stefnir jafnvel í þre-
falda hækkun orkuverðs miðað við veturinn á
undan. Heimilin, sem verða harðast úti, eru of-
urseld þeirri fátæktargildru að hafa hvorki efni
á reglulegri upphitun á veturna né kælingu á
sumrin.
Uppgrip auðmanna
Það er því ekki að undra að íslensku Ork-
arnir kætist, en svo kýs ég að kalla þá auðmenn
sem vilja hagnast gríðarlega á því að selja orku
þjóðarinnar úr landi í gegnum sæstreng. Þessir Orkar hinn-
ar íslensku Hringadrottinssögu sjá fyrir sér uppgrip í eigin
vasa eftir að Alþingi Íslendinga samþykkti orkupakka 3 fyr-
ir þremur árum. Það var misráðið. Að halda því fram að
hægt sé að samþykkja orkustefnu ESB en segja NEI við
sæstreng, er áþekkt því að samþykkja frjálst flæði vöru en
neita að byggja hafnir til að taka á móti vörum.
Takist Orkunum sú fyrirætlun að selja orku íslenskra
auðlinda til Evrópu í gegnum sæstreng, má líkja afleiðing-
unum við stórslys. Í fyrsta lagi mun orkuverð til almenn-
ings á Íslandi hækka gríðarlega. Það má nefnilega ekki
mismuna íbúum á evrópska orkumarkaðnum. Önnur nei-
kvæð áhrif raforkusæstrengs eru náttúruspjöll ásamt
stórtækum ruðningsáhrifum í hagkerfinu. Orkugeirinn
myndi soga til sín fjármagn og mannafla á kostnað ann-
arra atvinnugreina. Við í Flokki fólksins heitum
á landsmenn að hjálpa okkur að sporna við raf-
orkusæstreng af öllum mætti, hvað þá að ríkis-
fyrirtæki leggi áhættufjármagn í sæstreng.
Með hækkandi heimsmarkaðsverði á orku get-
ur Ísland hins vegar orðið grænt orkustórveldi
með framleiðslu rafeldsneytis á borð við vetni til
útflutnings. Flokkur fólksins vill tryggja að
ávinningur slíks útflutnings renni til þjóðar-
innar allrar.
Methagnaður Landsvirkjunar – ný
tækifæri
Nýverið birti Landsvirkjun fréttir af methagn-
aði á fyrri hluta árs 2022 að upphæð 19 milljarðar
króna. Því stefnir á árshagnað 2022 nálægt 35-40
milljörðum. Hér fer það saman að Landsvirkjun hagnast of-
boðslega um leið og þrengir að lífskjörum þeirra sem þurfa
að velta hverri krónu á milli handanna til að sjá sér og sín-
um farborða. Þar má nefna stórfelldar hækkanir húsnæðis-
lána, matvælaverðs og eldsneytis.
Stefna Flokks fólksins er skýr. Við viljum tryggja að
ávinningur af orkuframleiðslu renni til eigenda auðlindanna,
íslensks almennings, bæði í formi lágs orkuverðs og rentu af
auðlindunum. Eðlilegt er að hugsa sér 25-30 milljarða árleg-
ar greiðslur Landsvirkjunar í Velferðarsjóð sem brýnt er að
komi til framkvæmda strax. Þannig má létta byrðar al-
mennings, sérstaklega tekjulægra fólks, öryrkja og aldr-
aðra.
Inga Sæland
Pistill
Nú iða íslensku Orkarnir í skinninu!
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
varðandi þverun Kleppsvíkur, þ.e.
Sundabraut á brú frá Holtavegi yfir í
Gufunes eða þá jarðgöng frá Laug-
arnesi undir Kleppsvík og yfir í
Gufunes. Sundabrú er ódýrari kostur
og Sigurður Ingi Jóhannsson innvið-
aráðherra vill fara þá leið. Nokkrir
borgarfulltrúar meirihlutans í
Reykjavík hafa hins vegar lýst sig
hlynntari jarðgangaleiðinni.
Verkefnisstjórnina skipa: Guð-
mundur Valur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega-
gerðarinnar, formaður, Bryndís
Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuð-
borgarsvæðis Vegagerðarinnar, Árni
Freyr Stefánsson, fulltrúi innviða-
ráðuneytis, Guðbjörg Lilja Erlends-
dóttir, samgöngustjóri Reykjavíkur-
borgar, fulltrúi Reykjavíkurborgar,
og Sævar Freyr Þráinsson, bæjar-
stjóri á Akranesi, fulltrúi Sambands
íslenskra sveitarfélaga.
Þá auglýsti Vegagerðin á dög-
unum laust til umsóknar starf verk-
efnastjóra Sundabrautar sem mun
vinna fyrir verkefnisstjórnina að
nauðsynlegum undirbúningi. Verk-
efnastjórinn þarf m.a. að eiga sam-
skipti við hagsmunaaðila, sinna gerð
samninga og þeim verkefnum sem
nauðsynlegt er við undirbúning
Sundabrautar. Umsóknarfrestur var
til 5. september en hann hefur verið
framlengdur til 12. september.
Sundabrautin, frá Sundahöfn
upp á Kjalarnes, hefur verið í um-
ræðunni í tæpa hálfa öld. Sunda-
braut (Kleppsvíkurbrú) var fyrst
sett fram árið 1975 í tillögu að að-
alskipulagi Reykjavíkur 1975-1995.
Sundabrautin var tekin í tölu þjóð-
vega árið 1995. Það sama ár var
byrjað að skoða mögulega kosti um
gerð og legu vegarins, leggja mat á
mismunandi kosti og gera tillögur
um bestu útfærslur. Þessari vinnu
hefur verið haldið áfram alla tíð síð-
an en þó með hléum.
Afar ábatasöm framkvæmd
Loksins virðist kominn skriður
á Sundabrautarverkefnið og finnst
flestum tími til kominn. Í skýrslu,
sem gefin var úr í febrúar á þessu
ári, kom fram að Sundabrautin væri
afar ábatasöm framkvæmd. Sam-
kvæmt skýrslunni er þjóðhagslegur
ábati talinn 186-236 milljarðar króna,
eftir því hvort brú eða göng verða of-
an á. Mestur ábati felist hvort
tveggja í minni akstri, útblæstri og
mengun og styttri ferðatíma vegfar-
enda vegna styttri leiða til og frá höf-
uðborgarsvæðinu. Heildarakstur á
höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað
um 150 þúsund kílómetra á sólar-
hring.
Verkefnið er talið þjóðhagslega
hagkvæmt ef núvirtur ábati fyrir
samfélagið er meiri en kostnaður við
verkefnið, segir í skýrslunni. Nýjasta
kostnaðaráætlun vegna Sundabraut-
ar hljóðar upp á 60 til 70 milljarða.
Ljósmynd/Vegagerðin
Verkefnisstjórnin Fyrsti fundur hópsins var haldinn í síðustu viku. Frá vinstri: Sævar Freyr Þráinsson, Guð-
björg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson, Bryndís Friðriksdóttir og Árni Freyr Stefánsson.
Sundabrautarverk-
efnið kemst á skrið
- Fyrsti fasti starfsmaður verkefnisins ráðinn bráðlega
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
S
egja má að nokkur skriður sé
að komast á Sundabrautar-
verkefnið. Verkefnastjórn
hóf störf í síðustu viku og þá
hefur Vegagerðin auglýst laust til
umsóknar starf verkefnastjóra.
Þetta eru mikil tímamót því hann
verður fyrsti fasti starfsmaðurinn
sem ráðinn er að verkefninu.
Innviðaráðherra hefur skipað
verkefnisstjórn með undirbúningi
Sundabrautar og var fyrsti fundur
hennar haldinn þriðjudaginn 30.
ágúst síðastliðinn. Í verkefnisstjórn-
inni sitja fulltrúar Vegagerðarinnar,
innviðaráðuneytisins, Reykjavík-
urborgar og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Hlutverk verkefnisstjórnar-
innar er að hafa umsjón með og
fylgja eftir undirbúningi fram-
kvæmdarinnar. Stefnt er að því að
framkvæmdir geti hafist 2026 og að
Sundabraut verði tekin í notkun árið
2031.
Næstu skref undirbúningsins
eru að meta umhverfisáhrif, útfæra
frekar valkosti og hafa nauðsynlegt
samráð við þá sem hagsmuna eiga að
gæta, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Tveir valkostir eru til skoðunar