Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Fylgst með vegfarendum Litríkar fígúrur, sem hafa verið málaðar á vegg undirganga á Selfossi skammt frá Ölfusá, virðast fylgjast grannt með vegfarendum sem þar eiga leið um.
Eggert Jóhannesson
Ný lög nr. 55/2022 samþykkt
á Alþingi í júní kveða á um að
ný gerð sparnaðar, tilgreind
séreign, sem svo er kölluð,
muni skerða greiðslur TR. Án
afturvirkni er skylt að taka
fram. Til þessa hafa skerðingar
TR verið bundnar við tekjur en
ekki eignir. Hér er því risin
upp ný vídd í skerðingum
stofnunarinnar á greiðslum til
eldra fólks.
Hin nýju lög kveða á um
hækkun lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóði úr
12% í 15,5%. Þá er lögfest að allt að 3,5% af
iðgjaldinu megi verja til að afla launamanni
tilgreindrar séreignar. Hér er komin á legg
séreign sem stofnast vegna greiðslu ið-
gjalds til lífeyrissjóðs. Fyrir er önnur gerð
séreignarsparnaðar, sem nú á að kallast
viðbótarlífeyrissparnaður. Hann stofnast
sem framlag launamanns og launagreiðanda
umfram lífeyrisiðgjaldið og er hvatt til
þessa sparnaðar með því að kveða á um að
4% framlag launamanns og 2% framlag
launagreiðanda eru undanþegin tekjuskatti.
Af 100 krónum heldur
maður eftir 17 krónum
Dæmið er einfalt. Maður leysir út til-
greinda séreign. Fyrir hverjar hundrað
krónur borgar hann 38 krónur í tekjuskatt
(já, tekjuskatt af eign, eins og ég hef áður
rakið í blaðinu) ef miðað er við miðjuþrep
tekjuskatts. Njóti hann greiðslna frá TR
sér hann á bak 45 krónum í minni lífeyris-
greiðslum frá stofnuninni. Sam-
tals gera þetta 83 krónur af
hverjum 100 krónum sem hann
á í tilgreindri séreign. Hér
blasir við ígildi 83% skatts á
hina tilgreindu séreign eldra
fólks. Sú undankomuleið er
veitt að sé tilgreinda eignin
tekin út á aldursbilinu 62 til 67
ára á tekjuskatturinn við en
skerðingar ekki enda lífeyris-
greiðslur ekki hafnar.
Séreign, já, en
séreign hvers?
Taka má dæmi af manni sem nýtur
greiðslna úr TR. Leysi hann út 100 þúsund
krónur af tilgreindri séreign bætir hann
hag sinn um seytján þúsund krónur. Af-
gangurinn fer í tekjuskatt og skerðingu hjá
TR. Séreign já, en séreign hvers? Sýnist
helst í ljósi þessara talna hægt að tala um
séreign ríkissjóðs frekar en meints eiganda
séreignarinnar.
Mikil iðn að skerða lífeyri TR
Stjórnvöld telja við hæfi að skerða til-
greinda séreign um 83 krónur af hverjum
100 krónum ef einstaklingurinn nýtur
greiðslna frá TR. Þetta eru sömu stjórnvöld
og ráða ekki við að tefla fram eðlilegri
gjaldtöku fyrir aðgang að fiskimiðum land-
grunnsins og ráða heldur ekki við að krefj-
ast eðlilegs gjalds fyrir afnot af svæðum í
fjörðum landsins fyrir fiskeldi sem yrði að
greiða auð fjár fyrir í heimalandi helstu eig-
enda í Noregi.
Þetta er það sem stjórnvöld ráða við: Að
hirða séreignarsparnað af fólki sem hefur
safnað til hans áratugum saman með vinnu í
sveita síns andlitis. Þetta á við um til-
greindu séreignina en ekki séreignarsparn-
aðinn, nú viðbótarlífeyrinn. Haldið er fast
við að skattleggja hann eins og hann væri
launatekjur. Hann er eign en ekki launa-
tekjur og stendur að mestu saman af ávöxt-
un sparnaðar yfir langan tíma.
Hvaða fólk fer annars verst út úr þessari
nýju skerðingarvídd? Svarið er fólkið með
lægstu launin og lægsta lífeyrinn sem á af-
komu sína undir greiðslum frá TR.
Eru ekki takmörk fyrir hversu langt
má ganga að eignum fólks?
Úr því að skerða má lífeyri TR vegna til-
greindrar séreignar vaknar spurning um
hvaða eignir birtast næst í skerðingarflór-
unni. Sumt fólk minnka við sig í íbúðar-
húsnæði. Vill ekki ríkið hirða lungann af
söluandvirðinu eins og það ætlar að gera
með tilgreinda séreign? Hvað með sölu á
frímerkjasafni? Girt er fyrir að fólk eigi
séreignarsparnað óskertan til að mæta
óvæntum áföllum eða almennt bæta hag
sinn á efri árum.
Í hinum nýju lögum sem heimila ríkinu
frjálsan aðgang að sparnaði fólks, að ekki
sé sagt heimild til að láta greipar sópa, er
ákvæði um að séreignarsparnaður skuli eft-
irleiðis kallast viðbótarlífeyrissparnaður.
Tilgangurinn með þessu ákvæði er aug-
ljóslega að réttlæta hugsanlega aðför að
sparnaðinum af því hann sé lífeyrir, þ.e.
tekjur en ekki séreign. Hvenær rennur upp
sá dagur að nauðsynlegt verði talið í nafni
samræmingar og annarra göfugra mark-
miða að fella séreignarsparnað sem tugþús-
undir hafa safnað til undir skerðingar í lög-
um um almannatryggingar? Og hirða
þannig í ríkissjóð í auknum mæli lögmætar
eignir af fólki sem lagt hefur hart að sér við
að afla þeirra.
Fyrirstaðan á Alþingi gagnvart nærgöng-
ulli meðferð á eignum eldra fólks reyndist
ekki mikil.
Verkalýðshreyfingin má
ekki bregðast eldra fólki
Verkalýðshreyfingin getur ekki litið fram
hjá hagsmunum eldra fólks sem er fyrrver-
andi félagar í stéttarfélögum á vinnumark-
aði og hefur greitt til þeirra. Hún gerði það
með því að gera ekki þá kröfu í lífskjara-
samningunum að þeir næðu til eldra fólks. Í
komandi kjarasamningum verður að gera
þá kröfu til verkalýðsforystunnar að hún
verji hagsmuni eldra fólks. Atvinnurek-
endur ættu sömuleiðis að slá skjaldborg um
fyrrverandi starfsmenn sína. Eldra fólk á
ekkert skjól í stjórnmálunum þrátt fyrir
hugnæmar bréfaskriftir stjórnmálaforingja í
aðdraganda kosninga. Verkin sýna merkin.
Eftir Ólaf Ísleifsson » Tilgangurinn með þessu
ákvæði er augljóslega að
réttlæta hugsanlega aðför að
sparnaðinum af því hann sé líf-
eyrir, þ.e. tekjur en ekki sér-
eign.
Ólafur Ísleifsson
Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Átt þú séreignarsparnaðinn þinn?
Í pistli Björns Jóns Braga-
sonar á dv.is hinn 21. ágúst sl.
sem bar heitið „Að vera eða
ekki vera sósíalisti“, sagði m.a.:
„Aðalfréttaefni síðustu daga
er ófremdarástand í leikskóla-
málum borgarinnar. Þar stíga
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks fram og krefjast þess að
hið opinbera sinni dagvistun
barna. Það að hið opinbera reki
leikskóla (notendum nánast án
endurgjalds) er sósíalísk hug-
mynd sem vinstri róttæklingar börðust fyrir
á árum áður … [d]eilurnar í okkar samtíma
milli flokkanna snúast aðeins um útfærslu-
atriði.“
Við mat á hinum tilvitnaða texta er ástæða
til að hafa í huga að frá vormánuðum 2010
hefur Samfylkingin með Dag B. Eggertsson í
broddi fylkingar ráðið mestu um hvernig
Reykjavíkurborg hefur verið stjórnað. Það
breyttist ekki eftir borgarstjórn-
arkosningarnar sl. vor.
Hver er kjarni málsins?
Stjórnunarhættir Samfylk-
ingar í borgarstjórn, og meðreið-
arsveina þess flokks, bera of oft
keim af óheilindum. Í því felst
m.a. að ósjaldan er einhverju lof-
að en skömmu síðar er loforðið
svikið. Sem dæmi hefur Sam-
fylkingin í þrennum borg-
arstjórnarkosningum í röð (2014-
2022) lofað tilteknum lausnum í
leikskólamálum en ekki getað
efnt loforðin.
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna
sl. vor laut síðasta svikna loforðið að því að
öll 12 mánaða börn í Reykjavík myndu fá
leikskólavist 1. september 2022. Það loforð
var frá öndverðu reist á hæpnum forsendum
og það máttu allir vita sem kynntu sér málin
út í hörgul.
Fyrir utan reglubundinn vandræðagang af
þessu tagi virðist það áskorun fyrir stjórn-
endur Reykjavíkurborgar að koma ærlega
fram gagnvart foreldrum leikskólabarna, svo
sem þegar plássum er lofað í leikskólum sem
eru ekki til eða þegar hrinda á skipulags-
breytingum í framkvæmd, sbr. t.d. þær ný-
legu fyrirætlanir að hætta með forgang
barna í Staðahverfi í Grafarvogi að plássum í
eina leikskóla hverfisins.
Kjarni málsins í leikskólamálum Reykja-
víkurborgar er því nokkuð einfaldur. Það hef-
ur verið tilhneiging á meðal vinstri meiri-
hluta hvers kjörtímabils að koma ekki
heiðarlega fram og það eru þessi óheilindi
sem fyrst og fremst fara fyrir brjóstið á
fólki.
Hvert er hlutverk Sjálfstæðisflokksins í
minnihluta í borgarstjórn?
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að styðja sósí-
alisma í borgarmálunum en hann á hins veg-
ar að standa vörð um heilindi í stjórnmálum,
svo sem með því að varpa ljósi á síendurtekin
svikin loforð í leikskólamálum í Reykjavík.
Það er þó ekki nóg.
Þegar í stjórnarandstöðu þarf Sjálfstæð-
isflokkurinn einnig að sýna frumkvæði og
leggja fram hugmyndir að lausnum. Það og
gerðu fulltrúar flokksins fyrir skemmstu með
því að leggja fram margháttaðar tillögur að
úrbótum til að mæta hagsmunum þeirra for-
eldra sem reiknuðu með að geta fengið dag-
vistunarúrræði í Reykjavík fyrir ung börn sín
núna í haust.
Eftir Helga Áss Grétarsson »Heilindi í stjórnun borgar-
innar eru nauðsynleg, ekki
síst í leikskólamálum. Að full-
yrða ranglega um stöðuna í
þessum viðkvæma málaflokki
er slæmt mál.
Helgi Áss Grétarsson
Höfundur er starfandi borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
helgigretarsson@gmail.com
Hver er þýðing kosningasvikanna
í leikskólamálum borgarinnar?