Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 19
✝
Erlingur Jóns-
son fæddist í
Móakoti á Vatns-
leysuströnd 30.
mars 1930. Hann
lést á Hlévangi/
Hrafnistu í Reykja-
nesbæ 14. ágúst
2022.
Foreldrar Er-
lings voru Guðrún
Árnadóttir, f. 10.
júní 1898, d. 4. maí
1975, og Jón Lárus Hansson, f.
1864, d. 1941. Guðrún og Jón
slitu samvistum. Systkinahópur
Erlings var stór. Sammæðra
voru Hansína, f. 1916, d. 1989,
Jón Finns, f. 1919, d. 1997,
Guðný, f. 1921, d. 1991, Sigríður,
f. 1923, d. 1944, Ólöf, f. 1925, d.
1946, Guðbjörg, f. 1927, d. 1940,
Árni, f. 1931, d. 2020, og Rúnar,
f. 1936, d. 2006. Öll eru systkinin
nú látin. Samfeðra voru Sig-
urður Júlíus, Valdimar, Hannes
Jónas, Hansína Kristín, Ögn
Guðmannía, Gunnar Jón, Pétur
Stefán, Þorvarður og Guð-
mundur Arinbjörn sem öll eru
látin.
Erlingur giftist 31. desember
1964 Svanhvíti Elsu Jóhann-
esdóttur, f. 24. nóvember 1934,
ur í lífi hans. Hann sagði oft að
ljóðlistin væri æðsta form list-
sköpunar. Hann var skáldmælt-
ur og átti auðvelt með að setja
saman ljóð og kvæði. Á áttunda
áratugnum fór Erlingur fyrst til
Noregs til að afla sér menntunar
í list sinni. Hann sneri aftur til Ís-
lands en fór ekki svo löngu síðar
aftur til að bæta við menntun
sína. Að loknu námi kenndi hann
við framhaldsskóla í Ósló og síð-
an við listadeild háskólans í Ósló.
Hann sinnti ætíð listsköpun sinni
með vinnu og að lokum starfaði
hann eingöngu að listsköpun.
Fjölmargir skúlptúrar Erlings
eru á opinberum stöðum hér á
landi, í Noregi og Danmörku,
bæði inni- og útilistaverk. Flest
útilistaverka hans, á einum stað,
eru í Reykjanesbæ. Erlingur var
útnefndur bæjarlistamaður
Keflavíkur, nú Reykjanesbær,
fyrstur manna árið 1991.
Þau Erlingur og Svanhvít
hófu byggingu húss um miðjan
sjöunda áratuginn á Faxabraut
63 í Keflavík sem þau fluttu í upp
úr 1970 og áttu það hús alla tíð.
Erlingur og Svana fluttu að lok-
um alkomin heim í árslok 2018.
Síðustu tvö æviárin dvaldi hann
á Hrafnistu/Hlévangi á Faxa-
braut 13 í Keflavík.
Útför hans fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 6. september
2022, klukkan 13.
d. 21. mars 2019.
Börn þeirra eru: 1)
Ásgeir, f. 1. júní
1959, kona hans er
María Kristín Jóns-
dóttir, f. 19. mars
1963. 2) Jóhanna, f.
13. mars 1961, eig-
inmaður hennar er
Jón Guðmar Jóns-
son, f. 2. apríl 1950,
dætur þeirra eru
Svanhvít Ásta, f. 6.
nóvember 1996, og Guðrún
Sunna, f. 18. júní 1999.
Erlingur var lengst af barn-
æsku sinnar í Hafnarfirði, á
Hverfisgötu 41. Hann starfaði
sem handavinnukennari í Kefla-
vík til fjölda ára. Listin átti ætíð
hug Erlings allan og hann vildi
að allir gætu notið hæfileika
sinna á því sviði. Tilurð Baðstof-
unnar sem var listasmiðja í
Keflavík var afrakstur frum-
kvæðis hans á því sviði. Þar gat
fólk komið og sinnt sinni list-
sköpun og aflað sér þekkingar á
því sviði. Hann vildi auka virð-
ingu fólks fyrir handverki al-
mennt.
Erlingur hafði yndi af tónlist
og spilaði í hljómsveitum á yngri
árum. Ljóðlist var ætíð stór þátt-
Höggmyndalist krefst sam-
vinnu margra – meistarinn fær
aðstoðarmenn og lærlinga í lið
með sér. Þannig var það hjá Forn-
Grikkjum, á endurreisnartíman-
um og einnig á 20. öld í Konung-
lega listaháskólanum í Kaup-
mannahöfn hjá prófessor
Utzon-Frank, þegar Sigurjón
Ólafsson var þar við nám.
Sigurjón vann oftast verk sín
einn, en naut stundum aðstoðar
ýmissa fagmanna við koparsuðu
og útfærslu verka í steinsteypu.
Snemma á áttunda áratug síðustu
aldar leitaði Erlingur Jónsson
álits Sigurjóns á tveimur andlits-
myndum, sem hann hafði mótað,
og upp úr því varð hann tíður gest-
ur í vinnustofunni á Laugarnesi,
þar sem hann fékk að fylgjast með
öllu sem Sigurjón tók sér fyrir
hendur; hvernig átti að halda á
meitli og höggva í stein og steypa í
gifs. Það þurfti lítið fyrir Erlingi
að hafa, hann kom og fór fyrir-
varalaust eins og fuglinn fljúg-
andi, en ávallt fylgdi honum sér-
stakur andblær þess manns sem
lifir og hrærist í heimi myndlistar,
tónlistar og bókmennta. Mér er til
efs að aðrir hafi verið jafn nálægt
sköpunar- og vinnuferli Sigurjóns
og Erlingur var á þeim árum,
enda mynduðust náin tengsl milli
þeirra. Í viðtali, sem Aðalsteinn
Ingólfsson tók við Erling sumarið
1988, segir Erlingur meðal ann-
ars: „Ég fylgdist náið með Sigur-
jóni og Septembermönnunum.
Þeir voru lífakkeri fyrir mig. En
sérstaklega fylgdist ég með öllu
sem kom frá Sigurjóni og njósnaði
um það eins og ég gat.“
Erlingur Jónsson hafði starfað
í tvo áratugi sem kennari í mynd-
og handmennt í ýmsum skólum í
Reykjavík og á Suðurnesjum þeg-
ar hann 1976 leitaði sér fram-
haldsmenntunar í Noregi. Síðan
var Erlingur ráðinn sem lektor í
myndlist á framhalds- og háskóla-
stigi við ýmsa skóla í Ósló.
Í námi sínu við Telemark læ-
rerhøgskole lagði Erlingur stund
á portrettgerð, og sem hluti af
prófverkefni sínu tók hann mik-
ilvægt viðtal við Sigurjón um að
gera andlitsmyndir. Þessar heim-
ildir hafa ómetanlegt gildi og hafa
þegar gagnast bæði innlendum og
erlendum listfræðingum í rann-
sóknum á verkum Sigurjóns.
Þrátt fyrir mikið vinnuálag
hafði Erlingur alltaf tíma fyrir
ýmis verkefni sem sneri að list
Sigurjóns. Hann studdi heils hug-
ar við rekstur Listasafns Sigur-
jóns, meðal annars með því að
gefa vinnu sína við steypugerð á
litlum gifsstyttum, sem urðu vin-
sæl gjafavara í safninu. Það er
einnig Erlingi að þakka að nokkur
öndvegisverk eftir Sigurjón hafa
verið útfærð sem stækkun eða eft-
irgerð í varanlegt efni. Í Lista-
safni Sigurjóns eru verkin: Skrúf-
an, endurgerð á steinsteyptri súlu
í sýrufrítt stál, og skúlptúrinn
Sköpun, sem hann hjó í marmara
og var gjöf frá Ó. Johnson &
Kaaber til safnsins við opnun þess
1988.
Önnur verk sem blasa við al-
menningi eru: Blómgun hjá
Menntaskólanum við Sund, Ég
bið að heilsa, í Seðlabanka Ís-
lands, Leifsstöð og sendiráði Ís-
lands í Kaupmannahöfn, Gríma
við Borgarleikhúsið í Reykjavík,
Þrenning við Garðaskóla í Garða-
bæ og Lífslöngun reist við
Reykjalund 1993.
Við aðstandendur Sigurjóns
kveðjum kæran vin og minnumst
elskusemi hans og óeigingirni með
djúpu þakklæti.
Birgitta Spur.
Nú þegar Erlingur Jónsson,
fjöllistamaður úr Keflavík og vin-
ur minn til margra ára, er genginn
til feðra sinna, háaldraður og
saddur lífdaga, er það ekki sorgin
sem knýr dyra, heldur einskær
fögnuður. Samvistir við Erling,
stopular en eftirminnilegar, voru
svo mikil uppspretta hamingju,
lífsgleði og skáldlegrar upphafn-
ingar, svo ekki sé minnst á
skemmtilega sérvisku hans, að
það er ekki nokkur leið að minnast
hans öðru vísi en með bros á vör. Í
honum bjuggu margir menn, og
hver og einn þeirra markverður:
myndmenntakennari, hagleiks-
maður, myndhöggvari, ljóðaunn-
andi og einhverjir fleiri. Þessar
persónur komu saman í manngerð
sem minnti um margt á Ólaf Kára-
son Ljósvíking, hugsjónamann
sem lagði allt í sölurnar til að öðl-
ast hlutdeild í hinni einu, sönnu
fegurð. Ekki að furða þótt Erling-
ur dásamaði skáldverk Halldórs
Laxness umfram öll önnur. Var
raunar frægur fyrir að fara með
langa texta eftir Laxness utan-
bókar.
Stundum mátti á Erlingi skilja
að hann hefði flust til Noregs forð-
um daga þar sem Íslendingar
hefðu ekki kunnað að meta hæfi-
leika hans. En þetta var yfirleitt
sagt án beiskju og á endanum
féllst hann á að þessir búferla-
flutningar hefðu verið honum
heillaspor. Um það eru ýmsar
heimildir, m.a. vitnisburður
þekktra norskra listamanna sem
nutu tæknilegrar aðstoðar hans,
og tugur útilistaverka eftir hann
við skóla og aðrar opinberar stofn-
anir í nágrenni Óslóar, þ.á m. við
höfuðstöðvar norska sjóhersins. Í
dag er fjölda útiskúlptúra eftir
hann einnig að finna víðsvegar í
heimabyggð hans, Keflavík.
Mér er eftirminnilegur dagur
sem við Erlingur eyddum saman í
Ósló á níunda áratugnum. Þar
skar hann sig strax úr mann-
mergðinni á flugvellinum í Forn-
ebu fyrir sitt mikla og sjálfstæða
hár. Umsvifalaust var ég drifinn
upp í dáldið lúinn smábíl hans og
síðan hófst æsileg ferð um borgina
þar sem skoðuð voru útilistaverk
eftir hina og þessa, æsileg vegna
þess að leiðsögumanninum var
svo mikið niðri fyrir að hann sást
ekki fyrir í akstrinum. Ef mikið lá
við var numið staðar á miðri ak-
rein, á ská uppi á grasflöt, gang-
stétt eða á móti einstefnu, við lít-
inn fögnuð annarra ökumanna,
meðan Erlingur tíundaði kosti og
galla á nálægum listaverkum. Á
einum stað var svo gerður stans til
að heilsa upp Nils Aaas, einn
helsta myndhöggvara Norð-
manna, og var fallegt að horfa upp
einlæg skoðanaskipti þessara
gömlu vina.
Um kvöldið var mér boðið til
matar heima hjá Erlingi í Stabek
og var byrjað á að fara í kjörbúð
og kaupa heil ósköp af mat af öllu
tagi. Maturinn var borinn í hús og
að því loknu féllust gestgjafanum
skyndilega hendur. Það kom í ljós
að hann kunni ekki að búa til mat.
Á endanum eldaði ég spaghetti
fyrir okkur báða. Seinna um
kvöldið leit kona hans inn sem
snöggvast, íklædd hvítum og bró-
deruðum Elvis-samfestingi, og fór
vel á með okkur.
Ég kem til með að sakna
stefnumótanna við Erling og votta
aðstandendum hans samúð mína.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Kveðja frá Reykjanesbæ
Erlingur Jónsson var fæddur
30. mars 1930 í Móakoti á Vatns-
leysuströnd. Erlingur nam mynd-
list víða og var um skeið m.a. nem-
andi og aðstoðarmaður
myndhöggvarans Sigurjóns
Ólafssonar. Hann stundaði síðar
myndlistarnám í Noregi, nam m.a.
við Kennaraháskólann í Telemark
og Kennaraháskólann í Notodden.
Erlingur var fyrsti listamaður-
inn sem fékk heiðursnafnbótina
Listamaður Keflavíkur árið 1991.
Af því tilefni gerði hann listaverk-
ið „Hvorki fugl né fiskur“ sem
stendur í skrúðgarði Reykjanes-
bæjar. Á stöpul þess hafa síðan
nöfn þeirra sem fetað hafa í fót-
spor Erlings sem bæjarlistamenn
verið rituð.
Það má með sanni segja að Er-
lingur hafi sett mark sitt á
Reykjanesbæ en fjölda útilista-
verka eftir hann er að finna víðs
vegar um bæinn. Um árabil hafa
sérstök Erlingskvöld verið haldin
árlega í Bókasafni Reykjanesbæj-
ar þar sem framlags Erlings til
menningarlífs bæjarins er minnst.
Auk þess má sjá höggmyndir hans
víða á Íslandi og í Noregi.
Erlingur kenndi um árabil
handmennt og myndlist við Gagn-
fræðaskóla Keflavíkur og var
frumkvöðull að stofnun „Baðstof-
unnar“ sem reyndist mikilvægur
þáttur í menningar- og myndlist-
arlífi Keflavíkur og síðar Reykja-
nesbæjar.
Erlingur hafði mikil áhrif á
marga nemendur og samtíma-
menn sína og á kveðjustund eru
honum þökkuð vel unnin störf og
framlag sitt til eflingar menning-
arlífs í þágu samfélagsins. Fjöl-
skyldu og vinum færum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarstjóri.
Fyrir nokkrum árum sagði ung
kona mér kunnug frá nýverið upp-
lífgandi reynslu. Hún hafði lent í
seinkun á flugvél og þurft að
drepa tímann á flugvelli. Skyndi-
lega ávarpaði hana gamall maður
sem beið við hlið hennar á bekk og
vildi vita hversvegna hún gengi í
götóttum og tættum gallabuxum
sem þá voru í tísku. Hver væri
hugsunin á bak við slíkt. Konan
varð hvumsa. En ekkert var að
óttast. Því: – fyrr en varði – sagði
hún mér, vorum við farin að tala
um allt annað, listdans og bók-
menntir, tónlist og höggmyndir,
Einar Benediktsson og van Gogh
og ég veit ekki hvað… Nokkurn
veginn allt annað en götóttar
gallabuxur. – Mig grunaði strax
hver þessi maður hefði verið og
þegar hún lýsti honum, hávöxn-
um, grönnum, með mikið hár á
höfði í allar áttir, vissi ég strax að
þarna hafði hún rætt við Erling
Jónsson myndhöggvara. En þeg-
ar ég svo hitti þennan frænda
minn ekki löngu síðar og spurði
hann út í þetta samtal hans við
ókunnuga stúlku, mundi hann
ekkert eftir því. Því það var eins
og fyrir honum væri ekkert til
sem héti dauður tími, hvorki á
flugvelli né annars staðar. –
Kannski lagði hann þess vegna
stund á höggmyndalistina þar
sem tíminn, fortíð og framtíð,
virðist á öðru plani sem erfitt er að
henda reiður á. Þar sem afsteypur
úr öskunni í Pompeii segja manni
af harmleik sem virðist hafa gerst
í gær.
– Erlingur var ætíð maður allra
lista. Hann gerði höggmynd af
ketti spilandi á fiðlu. Aðra af
hrokafullum spígsporandi fiski
með staf sem hann útskýrði fyrir
mér að stæði fyrir Jóhann Boge-
sen úr Sölku Völku út frá lýsingu í
þeirri skáldsögu. Hver stytta hans
átti sér forsögu og útskýringu,
sérhver furðuleg höggmynd eitt-
hvað að baki.
– Ég heyrði fyrst af frænda
mínum í Keflavík þegar mér var
sagt að hann hefði smíðað fiðlur úr
vindlakössum. Það fannst mér
með ólíkindum að væri hægt og til
hvers líka. En löngu síðar tjáði
hann mér að viðurinn í þessum
kössum hefði á einhvern hátt get-
að endurvarpað því sem fiðlan
þurfti að tjá. Fátæktin bjó til hug-
myndaauðlegð. – Erlingur lék á
fiðlu, hafði mikla ást á bókmennt-
um, en höggmyndalistin varð hans
ævistarf. Hann reyndi stundum
að útskýra fyrir mér hvernig efni-
viðurinn gips, marmari, brons,
o.s.frv. sem ég þori ekki að nefna,
samsvaraði sér í þeirri list á sama
hátt og fingrum hans og hljóðfæri
bregðast við þeim sem á þau
kunna. Auðvitað gat hann ekki
deilt þeirri reynslu að gagni fyrir
mig sem skorti þessa næmni. En
hann reyndi og ég verð honum
ætíð þakklátur fyrir að hafa stytt
mér stundir í biðinni eftir því að
flugvélin loksins komi og flytji mig
á sama stað og hann er nú kominn
á.
Viðar Víkingsson.
Erlingur Jónssoning hennar mun lifa áfram í
hjörtum okkar. Innilegar samúð-
arkveðjur til fjölskyldu hennar.
Kærar kveðjur,
Ingibjörg.
Þegar ég var tólf ára gömul
eignaðist ég fyrsta bræðrabarnið
mitt, lítinn ljóshærðan hnokka
sem ég dáði frá fyrsta degi. Þetta
var hann Kristján Vagnsson, allt-
af kallaður Kiddi. Þar sem mikill
samgangur var á milli okkar
systkinanna fylgdist ég vel með
uppvexti Kidda og bræðra hans.
Svo kom að því að þeir eignuðust
kærustur, giftu sig og stofnuðu
sjálfir heimili. Þannig kynntumst
við Olli henni Hólmfríði Ingv-
arsdóttur sem eftir það var alltaf
kölluð „Fríða hans Kidda“.
Þau eignuðust fjögur mann-
vænleg börn og tíu yndisleg
barnabörn. Fríða og Kiddi voru
ákaflega samrýnd og helguðu sig
börnum sínum og barnabörnum
sem þau voru ákaflega stolt af.
Fríða var sterk, trölltrygg,
hreinskiptin og traustur vinur
með einstaklega hlýja nærveru.
Styrkleiki hennar kom ekki síst í
ljós þegar Kiddi veiktist og lést
fyrir sjö árum.
Fríða og Kiddi bjuggu lengst
af á Akureyri og reyndum við
alltaf að koma við hjá þeim þegar
við vorum í Eyjafirðinum og eins
komu þau oft við hjá okkur þegar
þau voru á ferðinni hér syðra.
Eftir að Kiddi lést hélt Fríða
uppteknum hætti að heimsækja
okkur. Það voru góðar stundir.
Þess á milli hringdum við hvor í
aðra, skiptumst á fréttum um
fólkið okkar og ræddum um dag-
inn og veginn.
Það er væn og vönduð kona
sem við horfum á eftir, eftir
skamma baráttu við banvænan
sjúkdóm.
Við þökkum þér elsku Fríða
fyrir tryggðina, vináttuna og all-
ar okkar góðu stundir saman.
Elsku fjölskylda, við Olli send-
um ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og megi minningin um
yndislega konu ylja ykkur um
ókomin ár.
Geirþrúður K.
Kristjánsdóttir.
Í dag kveð ég góða æskuvin-
konu mína, Hólmfríði Ingv-
arsdóttur, og langar að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Hólmfríður var einstaklega
trygglynd við höfum haldið okk-
ar góða sambandi alveg frá því
við vorum litlar stelpur heima í
Eyjum og þar til hún kvaddi
þetta líf eftir stutt en erfið veik-
indi.
Margs er að minnast frá æsku-
árum í Eyjum, ég man að Hólm-
fríður var sérstaklega dugleg og
stóð sig vel í öllu sem hún gerði,
ekki hvað síst í íþróttum. Hún
setti Eyjamet í 200 m hlaupi 1964
og í 400 m hlaupi 1965 og spjót-
kasti 1967. Einnig var hún hörku-
góð í handbolta en við spiluðum
saman með Íþróttafélaginu Þór.
Hólmfríður flutti ung frá Vest-
mannaeyjum og menntaði sig
sem sjúkraliði og starfaði við það
mest af starfsævi sinni, það hefur
eflaust átt vel við hana að hjúkra
og hjálpa öðrum, þannig var
hennar hjartalag. Hún hafði
sterka réttlætiskennd og gat ver-
ið ákveðin og sagði alltaf sína
meiningu um menn og málefni
umbúðalaust, hún var ekkert að
skafa af hlutunum ef henni
fannst eitthvað ósanngjarnt eða
rangt.
Eitt atvik er mér minnisstætt
er ég var nýkominn til Reykja-
víkur vegna eldgossins í Eyjum
1973. Þá kom Hólmfríður til mín í
heimsókn svo flott og fín, hún var
þá á leið að hitta Kristján Vagns-
son, hann Kidda sinn. Þarna var
líklega byrjunin á þeirra góða
hjónabandi.
Hólmfríður kom oft í heim-
sókn til okkar þegar hún átti leið
til Reykjavíkur og síðast í sumar,
ekki grunaði okkur Simma þá að
það væri í síðasta sinn sem hún
heimsótti okkur. Við höfum einn-
ig verið gegnum árin í góðu síma-
sambandi og á ég eftir að sakna
þess að fá símtal frá Akureyri,
þar sem við Hólmfríður höfðum
alltaf nóg um að tala.
Við hjónin eigum margar og
góðar minningar með þeim hjón-
um Hólmfríði og Kidda. Oft hér
áður fyrr gistum við hjá þeim
hjónum á heimili þeirra á Akur-
eyri og fórum með þeim í bílferð-
ir um Norðurlandið sem þau
þekktu bæði svo vel. Það voru
alltaf skemmtilegar samveru-
stundir sem við áttum þegar við
hittumst og alltaf veislumatur
hjá Hólmfríði því hún var góður
kokkur.
Ég kveð þig , hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig um hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Ég kveð þig kæra vinkona,
minning þín lifir. Álfheiður
Svana, Rannveig, Vagn, Inga
Jóna og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur.
Kolbrún Ósk
Óskarsdóttir.
Elsku Hólmfríður. Þú varst
kletturinn á Akureyri.
Við Halli urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast þér og
Kristjáni heitnum þegar Jobbi,
yngri bróðir Halla, og Álfheiður
fóru að stinga saman nefjum.
Þið voruð einstaklega hlý og
samhent hjón og þið tókuð okkur
strax undir vænginn með vináttu
og væntumþykju sem aldrei bar
skugga á.
Strákarnir okkar, þegar þeir
fæddust, áttu vísan opinn faðm
hjá ykkur líka og síðar ótal mat-
arboð og spjall yfir kaffibolla.
Kristján féll frá alltof fljótt en
þú hélst áfram að vera klettur-
inn.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem hægt er að ylja sér við,
heimsóknir, bíltúrar, ótal samtöl,
ísferðir, berjamósferðir og þú
mundir eftir öllum afmælum og
hringdir með heillaóskir.
Við erum innilega þakklát að
hafa fengið að kynnast og njóta
vináttu þinnar.
Elsku Álfheiður, Rannveig,
Vaggi, Inga Jóna og fjölskyldur,
við vottum ykkur einlæga samúð
okkar.
Harpa, Haraldur,
Orri og Aron.
Hólmfríður tók á móti mér á
flugvellinum á Akureyri árið
1997 þegar ég flutti ein norður í
nám. Hún hafði fengið þetta
verkefni frá frú Álfheiði, að
sækja ungling á flugvöllinn og
fylgja honum á heimavistina í
MA. Ég þekkti hana ekki mikið á
þeim tíma og hélt því að þetta
yrði jafnvel eitthvað vandræða-
legt. En ég hefði ekki viljað hafa
neinn annan með mér í þessu
verkefni. Faðmurinn var svo hlýr
og traustur. Hólmfríður var
nefnilega þannig kona. Hún var
með þetta sterka móðurlega yf-
irbragð, hlý en passlega ákveðin
og staðföst. Veit að hún tók líka
svona fallega á móti móður minni
og systrum þegar þær fluttu
norður nokkrum árum seinna.
Þetta gerði hún svo áreynslu-
laust, umvafði fólkið sitt og fólkið
þeirra líka. Hún var einstaklega
ljúf, skemmtileg og með góða
nærveru. Það var gott að hafa
hana með sér í liði. Hún var stolt
af fólkinu sínu og þeirra missir er
mikill. Ég mun sakna þess að
hitta hana þegar við komum
norður.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku Álfheiður, Vaggi, Rann-
veig, Inga Jóna og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur.
Dóra Gunnarsdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022