Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
H
eimur versnandi fer hef-
ur heyrst í áratugi en er
það svo? Alhæfingar eru
innihaldslausar án raka
en þær geta líka verið hættulegar
eins og viðfangsefnið horfir við
sænsku rithöf-
undunum Mich-
ael Hjorth og
Hans Rosenfeldt
í glæpasögunni
Hin óhæfu.
Sumir telja sig
standa öðrum
framar, vera
betri og hæfari.
Margir komast
til áhrifa án þess
að eiga innistæðu fyrir því, en
sennilega eru þeir fleiri sem ýtt er
út í kuldann þrátt fyrir að hafa mun
meira til brunns að bera en þeir
sem hnossið hljóta.
Kató gamli þeirra Hjorths og
Rosenfeldts beinir spjótum sínum
að fjölmiðlum og sakar þá um að
valda hnignun í samfélaginu vegna
áherslu þeirra á yfirborðsmennsku
og heimsku, sem sjáist best í svo-
kölluðum raunveruleikaþáttum og í
gegndarlausri umfjöllun um „gervi-
fræga“ fólkið, ekki síst á netinu,
þar sem smellir skipti öllu. Nær
væri að beina athygli að unga og
menntaða fólkinu sem hafi markað
sér stefnu og hafi góð áhrif á um-
hverfið.
Morðrannsóknardeild Torkels
virðist vera skipuð hæfu fólki, en
þar, eins og annars staðar, er
maðkur í mysunni. Sálfræðingurinn
Sebastian Bergman veit sínu viti
þegar kemur að lausn glæpamála,
en hann er kynlífsfíkill og veldur
meiri vandræðum í einkalífinu en
lögreglan þolir. Þegar betur er að
gáð eru ýmsir aðrir í teyminu ekki
barnanna bestir og þótt Sebastian
virðist ekki eiga sér viðreisnar von
þurfa sumir heldur betur að hugsa
sinn gang.
Hin óhæfu er spennandi og veltir
mörgum steinum. Þótt langur veg-
ur virðist vera á milli kindabyssu
og háþróaðrar sprengju er ekki allt
sem sýnist. Tvöfeldnin og tvískinn-
ungurinn ráða víðar ríkjum en
margur heldur og það er boðskap-
urinn, hvað sem öllum viðbjóðnum
líður.
Vandræði „Hin óhæfu er spennandi og veltir mörgum steinum,“ segir gagn-
rýnandinn um þessa nýjustu sögu Hjorth og Rosenfeldt sem þýdd er.
Reynt að rétt-
læta illræði
Glæpasaga
Hin óhæfu bbbbn
Eftir Michael Hjorth & Hans Rosenfeldt.
Snæbjörn Arngrímsson þýddi.
Bjartur 2022. Kilja, 496 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
GLÆPASAGA
Breska tónlistarkonan Adele var
sigursæl á fyrri Emmy-verðlauna-
hátíð haustsins í Los Angeles um
helgina, svokallaðri Creative Emmy
Awards, sem er upptakturinn að
aðalhátíðinni um næstu helgi þar
sem besta sjónvarpsefni vestanhafs
er verðlaunað. Upptaka af tón-
leikum Adele, One Night Only, var
valin besta tónlistarefnið á liðnu ári.
Þar með hefur Adele hreppt þrenn
helstu verðlaun af fernum sem tón-
listarmenn geta unnið, fyrir tónlist-
ina, kvikmyndir og leikhús – svokall-
að EGOT; hún hefur hreppt Emmy,
15 Grammy-verðlaun og Óskar fyrir
lagið við Bond-myndina Skyfall.
Hana vantar aðeins Tony-verðlaun.
One Night Only hreppti fern önn-
ur verðlaun á Emmy-hátíðinni en
fimm þáttaraðir eða dagskrárliðir
hrepptu svo mörg verðlaun. Það
voru einnig Stranger Things, Euph-
oria, The White Lotus og Get Back,
heimildaþáttaröð Peters Jacksons í
fjórum hlutum um Bítlana. Þar með
eru Bítlarnir Paul McCartney og
Ringo Starr einnig komnir með
EGO-verðlaunaþrennu og vantar
bara Tony-verðlaunin til að full-
komna fernuna.
Meðal annarra verðlauna má
nefna að dragdrottningin RuPaul
hreppti sjöunda árið í röð verðlaun
fyrir RuPaul’s Drag Race. Á vef
BBC kemur fram að þar með hafi
þættirnir hreppt 12 Emmy-verðlaun
og hefur enginn hörundsdökkur
listamaður hlotið jafn mörg.
Suðurkóreska leikkonan Lee
You-mi, sem sló í gegn í spennutrylli
Netflix, Squid Game, hlaut verðlaun
sem besta leikkona í dramatískri
þáttaröð. Þá hlaut leikarinn Nathan
Lane verðlaun fyrir leik sinn í gam-
anþáttunum Only Murders In The
Building. Hann hafði áður verið til-
nefndur sjö sinnum til verðlaunanna
án þess að hljóta þau, sem er met.
Chadwick heitinn Boseman hlaut
verðlaun fyrir tilfærslu á persón-
unni T’Challa úr kvikmyndinni
Black Panther yfir í teiknimynd
Disney What If…? Ekkja hans
veitti verðlaunagripnum viðtöku.
Seinni hluti Emmy-hátíðarinnar fer
fram um næstu helgi og hlutu þætt-
irnir Succession flestar tilnefningar,
25 alls.
Upptaka af tónleikum
með Adele valin best
- Bítlaþættir Peters Jacksons hlutu fimm Emmy-verðlaun
AFP/Amy Sussman
Áskrifandi RuPaul hlaut Emmy-verðlaun sjöunda árið í röð fyrir RuPaul’s
Drag Race, sem besti stjórnandinn í veruleika- eða keppnisþætti.
Rúmenskt ljóðskáld, Eduard Tara,
hlaut fyrstu verðlaun í ljóða-
samkeppninni Ljósberanum sem
Menningarfélagið Bryggjuskáldin í
Reykjanesbæ stóð nú fyrir í annað
sinn. Tara heppti verðlaunin fyrir
hækurnar „Ljós á Suðurnesjum“. Í
öðru sæti varð Harpa Rún Krist-
jánsdóttir með ljóðið „Öldulög“ og í
þriðja sæti Sveinn Ólafur Jóhann-
esson með „Brimsorfin“. Í dómnefnd
voru Anton Helgi Jónsson, Guð-
mundur Magnússon, Eyrún Ósk
Jónsdóttir og Helga Soffía Einars-
dóttir.
Eduard Tara er 53 ára stærð-
fræðikennari í Rúmeníu. Hann hefur
aldrei til Íslands komið eða lært ís-
lensku en segir að hann hafi fengið
yfir 250 verðlaun í ljóðasam-
keppnum víða um lönd, sem hann
sendir inn í ljóð í hinum klassísku
japönsku ljóðformum, hækur og
tönkur. Hann segir Ísland 36. landið
þar sem hann hreppi verðlaun fyrir
ljóð en hann hafi samið ljóð á 23 ólík-
um tungumálum. Þá hafi hann átt
hækur í ljóðasöfnum víða og gefið út
tvær ljóðabækur.
Áður en Tara sendi hækur sínar
inn í keppnina hér lagðist hann í
rannsókn á íslensku og staðháttum
hér og skrifaði síðan hækurnar.
Tara segir í texta sem aðstandendur
Ljósberans hafa sent frá sér, að eftir
að hafa rekist á auglýsingu um
keppnina á netinu hafi hann orðið
spenntur fyrir því að yrkja á ís-
lensku. „Ég fann á netinu orðabók
og upplýsingar um íslenska mál-
fræði. Ég lærði og skrifaði án þess
að vita hvort ljóðin mín væru á réttu
máli.“
Í færstu á Facebook skrifar skáld-
ið og dómnefndarmaðurinn Anton
Helgi að óvænt úrslit séu alltaf
hressandi og skemmtileg. Skáldið
sem hreppti verðlaunin „hefur aldrei
hingað komið en fékk að eigin sögn
innblástur fyrir verðlaunaskáld-
skapinn úr margvíslegu kynningar-
efni um Suðurnesin. Hann stefnir á
að koma til landsins og njóta verð-
launanna en þau eru einmitt dvöl í
skáldasetri sunnanlands.
Ljóðið sem við verðlaunuðum er í
raun syrpa af tólf hækum, einni fyrir
hvern mánuð ársins. Sumar eru ein-
staklega fallegar,“ segir Anton
Helgi. Hæka Tara fyrir marsmánuð:
túnfíflar –
stjörnurnar umkringja
gamla vitann
Rúmenskt skáld
hreppti Ljósbera
- Lagðist í rannsókn á íslensku
Dómari í Bandaríkjunum hefur vísað
frá máli sem 31 árs gamall maður,
Spencer Elden, höfðaði gegn með-
limum hljómsveitarinnar Nirvana,
erfingjum Kurts Cobains söngvara
sveitarinnar og öðrum aðstandend-
um plötu sveitarinnar, Nevermind.
Elden birtist nokkurra mánaða gam-
all nakinn framan á umslaginu og
kærði aðstandendur útgáfunnar fyrir kynferðislega
misnotkun. Fór hann fram á að alls 15 manns greiddu
honum hver 150 þúsund dali í bætur.
Dómarinn sagði málið höfðað of seint, Elden hefði
þurft að kæra innan 10 ára eftir að hann varð lögráða.
Máli gegn Nirvana vísað frá
Umrædd ljósmynd
á Nevermind.
Belgíski myndlistarmaðurinn Franc-
is Alys hlýtur hin virtu Wolfang
Hahn-myndlistarverðlaun í ár en
verðlaunaupphæðin nemur 100 þús-
und dölum, rúmlega 14 milljónum
króna, og er einhver sú hæsta sem
um getur. Hluti af verðlaununum er
stór sýning í Museum Ludwig í Köln
sem veitir verðlaunin.
Alys býr og starfar í Mexíkóborg.
Hann vinnur í ýmsa miðla mynd-
listarinnar og er fulltrúi Belga á Feneyjatvíæringnum í
ár. Gagnrýnendur eru sammála um að skáli hans sé
einn sá allra besti og áhrifamesti.
Alys hlýtur Hahn-verðlaunin
Francis Alys