Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 32

Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 32
ELDRI BORGARAR: Aðventurferðir til Kaupmannahafnar 2022 Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum ! ! ! ! ! 1. ferð: 20.-23. nóvember 2. ferð: 27.-30. nóvember 3. ferð: 4.-7. desember – UPPSELT Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr. Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefáns- dóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vana- lega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson Þóra Einarsdóttir sópran kemur fram á hádegistón- leikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi á morgun, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 12.15. Með Þóru leikur sænski konsertpíanistinn Katarina Ström-Harg og munu þær flytja sönglög eftir Pál Ísólfsson og kenn- ara hans Max Reger. Þetta eru fyrstu tónleikar hausts- ins í tónleikaröðinni Tónlistarnæring. Listrænn stjórn- andi hennar er Ólöf Breiðfjörð en tónleikarnir eru á vegum menningar- og safnanefndar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Aðgangur er ókeypis. Þóra Einarsdóttir syngur lög eftir Pál Ísólfsson á hádegistónleikum ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Breiðablik náði í gærkvöld ellefu stiga forystu í Bestu deild karla í fótbolta með því að sigra Valsmenn, 1:0, á Kópavogsvelli þar sem Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sigurmarkið. Þá hefur Breiðablik þegar náð sínum besta árangri í sögunni hvað stigafjölda varðar. »26 Breiðablik með ellefu stiga forystu ÍÞRÓTTIR MENNING því að hjálpa fólki og hef aldrei sóst eftir peningum. Við hjónin skuldum engum neitt, höfum ekkert við lúx- usbíl að gera, eigum það sem við eig- um og þurfum ekki mikið til þess að framfleyta okkur. Ég á góðan mann og eftirlaunin nægja okkur. Ef ein- hver biður um aðstoð mæti ég kát og glöð. Ég er ánægð með það sem ég á en veit ekki hvað ég geri þegar ég verð gömul.“ Cathy segir að fyrirspurnum hafi fjölgað mikið eftir að netið kom til sögunnar. Áður hafi hún notað dauðu stundirnar til þess að slá inn ættir Austfirðinga í skjal, sem sé að- gengilegt í tölvunni, og upplýsing- arnar komi að góðum notum fyrir sig persónulega. Kynning á Egilsstöðum Þegar Cathy bjó í Minneota safn- aði hún saman upplýsingum um íbúana þar, lífs og liðna, sem áttu ættir að rekja til Vopnafjarðar. „Ég tók gögnin með mér hingað og sá að þetta var mitt fólk. Púslin hafa fallið saman hérna.“ Cathy er í samstarfi við Icelandic Roots í Bandaríkjunum og stjórnar teymi sjálfseignarstofnunarinnar á Íslandi. Þeir sem búa á stórhöfuð- borgarsvæðinu komu saman í Hafn- arfirði 29. ágúst, kynning á vef og ættfræðigrunni Icelandic Roots fór fram á Akureyri 1. september og kynningarfundur verður í Hlyms- dölum á Egilsstöðum klukkan 16 til 18 í dag. Allir sem áhuga hafa á starfinu eru velkomnir, að sögn Cathyar, sem leggur áherslu á að samvinna sé lykilorðið. Eitt sinn, þegar Cathy var að setja saman ættartré fyrir einstak- ling, komst hún að því að hún á ættir að rekja til Refsstaða, þar sem hún býr ásamt Sverri Ásgrímssyni, manni sínum. „Langalangafi minn fæddist hérna og ólst hér upp svo ég hef lokað hringnum.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ættfræðingurinn Cathy Ann Jo- sephson á Refsstað 2 í Vopnafirði er alltaf á vaktinni og til þjónustu reiðubúin án þess að taka krónu fyr- ir. Hún hefur verið í stjórn áhuga- mannafélagsins Vesturfarans frá stofnun 2002 og formaður undanfar- inn áratug en félagið rekur Vestur- faramiðstöð Austurlands á Vopna- firði. „Það er aldrei dauð stund, því alltaf kemur eitthvað upp; ýmist þarf að svara pósti og veita skrif- legar upplýsingar um tengsl og ann- að slíkt eða liðsinna fólki á staðnum, ýmist ferðafólki eða heimamönn- um.“ Cathy er frá Minneota í Minne- sota í Bandaríkjunum. Hún fór í hópferð til Íslands 1994 og fann ræt- urnar í Vopnafirði. „Sex mánuðum síðar var ég búin að selja, henda eða gefa allt sem ég vildi ekki eiga og var komin aftur hingað til frambúðar. Afi og amma voru héðan svo ég var komin heim.“ Brúar bilið Vopnafjarðarhreppur stofnaði Vesturfaramiðstöðina og ráðamenn sögðu Cathy að hún yrði að vera í stjórn. „Við í félaginu ákváðum að kalla þetta alltaf Vesturfarann og forráðamennirnir vildu að ég brúaði bilið milli svæðisins hérna og Vest- ur-Íslendinga. Héðan fluttu um 300 manns, auk annarra, til Minneota.“ Íslendingar voru ekki einir um að flytja til Vesturheims frá um 1850 fram að fyrri heimsstyrjöld, því margir frá Bretlandi og meginlandi Evrópu fóru sömu leið. „Ég fæ fyrir- spurnir víðs vegar að og ekki síst frá fólki á Norðurlöndum,“ segir Cathy. Hún leggur áherslu á að margir sjálfboðaliðar vinni saman og þannig gangi starf Vesturfarans upp. „„Get- urðu búið til kaffi,“ spyr ég ein- hvern, sem ég hringi í, þegar von er á gestum, en í byrjun lofaði ég að sjá um ættfræðina og geri það enn.“ Cathy segist sinna ættfræðinni áhugans vegna, en hafi unnið fyrir sér með ýmsum hætti og sé nú kom- in á eftirlaun. „Ég fæ ánægju út úr Cathy Josephson lokar hringnum á Refsstað - Ættfræðingurinn í Vopnafirði er alltaf á vaktinni Í Vopnafirði Ættfræðingurinn Cathy Ann Josephson á Refsstað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.