Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 1

Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 212. tölublað . 110. árgangur . Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd. Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur Fjórhóladrifinn, fæst einnig sem Sportback Rafmagnaður GLÓDÍS ÆTLAR AÐ KOMAST Á HM EINN AF ÞEIM ALLRA BESTU DANIIL TRIFONOV 34ÍÞRÓTTIR 33 „Sérfræðingarnir sem áttu að hjálpa mér virtust ekki hafa áhuga á að leita að orsök vandans. Þau trúðu mér ekki og það var sagt beint við mig. Ekki var reynt að fela það,“ segir Alice Viktoria Kent í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Alice veiktist þegar hún var 17 ára gömul og hefur í tæp þrjú ár glímt við æðaþrengingar í kviðarholi. Get- ur það til að mynda takmarkað blóð- flæði til meltingarfæranna. Þegar ekki tókst að greina vandann segja foreldrar Alice að hún hafi mætt úr- ræðaleysi og skilningsleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu þótt hjálplegir læknar utan Landspítalans hafi reynt að aðstoða. Alice og foreldrar leituðu sjálf að lausnum og fengu ábendingu sem skilaði greiningu. Á spítalanum virðast getgátur um lyst- arstol og fleiri geðræn vandamál hafa ráðið ferðinni að sögn þeirra. Alice fór í umfangsmikla aðgerð til Þýskalands í fyrra og aðra nú í vor en hún var orðin 44 kíló og mjög kvalin. Alice er nú á batavegi en seg- ist vera virkilega sár yfir þeirri framkomu sem hún mætti hér heima. Sjúkratryggingar Íslands greiddu kostnaðinn við fyrri aðgerðina en ekki þá síðari. Fyrir vikið er fjöl- skyldan verulega skuldsett. Thomas Scholbach, læknir og prófessor í Leipzig, greindi Alice og harmar ákvörðun Sjúkratrygginga. Hann segist tilbúinn til að miðla af þekk- ingu sinni hér. kris@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Á batavegi Alice Viktoria getur nú borðað á ný eftir aðgerðirnar. Virkilega sár yfir framkomunni - Ung íslensk kona var orðin 44 kíló þegar foreldrarnir drifu hana í aðgerð til Þýskalands - Þýski sérfræðingurinn harmar ákvörðun Sjúkratrygginga _ Tékkneski læknirinn Jaroslav Michálek segir engan vafa leika á því að stofnfrumumeðferð geti bætt heilsu fólks, ekki síst þeirra sem þjást af liðverkjum. Undanfar- inn áratug hefur hann framkvæmt 3.500 stofnfrumuaðgerðir á stofu sinni í Brno og segir árangurinn mjög góðan. „Möguleikarnir eru miklir á þessu sviði og vonandi eru menn í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir því,“ segir hann í samtali við Sunnudags- blaðið. „Það er kannski ekki beinlínis hægt að kalla þetta yngingarlyf en maður verður á allan hátt sterkari á svellinu eftir svona meðferð og núna get ég gert hluti sem ég hef ekki getað gert í tíu ár eða meira,“ segir Eggert Jóhannsson, sem fór í meðferð af þessu tagi fyrr á árinu. Mikill árangur af stofnfrumumeðferð Ragnar Árnason, prófessor emer- itus í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að útgáfa skuldabréfa væri skilvirkari leið til að ná niður verð- bólgu en vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. En bilið milli vaxtanna og verðbólgu hefur aukist. „Skuldabréfaútgáfa er miklu beinni og skilvirkari leið. Við þurfum að horfast í augu við það að Seðla- bankinn, einn síns liðs, getur ekki unnið bug á þessari verðbólgu nema keyra landið niður í efnahagssam- drátt með verulega háum vöxtum um einhvern tíma, þannig að skortur verði á atvinnu. Þá dregur sjálfkrafa úr verðbólgunni.“ »20 Munur á vöxtum og verðbólgu 1 0 -1 -2 -3 -4 febrúar 2020 24. ágúst 2022 -4,2 -3,4 0,35 -2,8 Heimildir: Seðla- bankinn, Hagstofan Vextir voru 4,2 pró- sentustigum lægri en verðbólga í lok ágúst Betra vopn gegn verð- bólgunni - Hærri vextir gætu leitt til samdráttar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Elísabetar minnst um allan heim Elísabetar II. Bretadrottningar, sem féll frá á fimmtudag, var minnst víða um heim í gær. Minningabók um Elísabetu lá frammi í breska sendiráðinu í gær. Forsetahjónin, Guðni Th. Jó- hannesson og Eliza Reid, lögðu leið sína í sendiráðið, vottuðu samúð sína og skrifuðu kveðju í bókina. Í samúðarkveðjunni vísuðu þau í Hávamál eins og má sjá hér á myndinni til hliðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- ráðherra lögðu einnig leið sína í sendiráðið og vottuðu samúð sína. Hægt verður að skrifa í minningabókina fram á miðvikudag í næstu viku. »21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.