Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einndag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, lýst yfir óvissustigi almanna- varna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina stendur yfir austan við Grímsey og í gærkvöldi mældist skjálfti sem var 4,4 að stærð um 15 kílómetra frá eyjunni. Alls höfðu mælst um 1.600 jarðskjálftar síðasta sólarhring. Virknin hefur haldist stöðug frá því að hrinan hófst 7. september. Stærsti skjálfti hrin- unnar var 4,9 að stærð. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði og varð svipuð hrina á svæðinu 2018, að því er segir í tilkynningu frá al- mannavörnum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjór- inn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálfta- svæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi í gær - Jarðskjálftahrina austan við Grímsey Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skjálftar Jörð skelfur við Grímsey. Orðið „greiðslur“ á að koma að miklu leyti í stað orðsins „bætur“ og orðið „greiðsluþegi“ í stað orðs- ins „bótaþegi“ í drögum að frum- varpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Frumvarps- drögin liggja nú frammi til um- sagnar í samráðsgátt. Umsagnar- frestur er til 23. september nk. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpsdrögunum varða aðallega réttindaávinnslu og ákvörðun réttinda umsækjenda um örorku- og endurhæfingarlífeyri. Þá er lagt til að ráðherra skipi framvegis forstjóra Trygginga- stofnunar án aðkomu stjórnar stofnunarinnar. Ráðherrann á hins vegar að skipa þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækj- enda um embættið og skal hún skila skriflegri umsögn. gudni@mbl.is „Greiðslur“ eiga að koma í stað „bóta“ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra, kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudag. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að í sum- ar hafi verið ákveðið að auka aðhald meira en áður var ráð fyrir gert í frumvarpinu. Dregið verður úr stuðningi við stjórnmálaflokka um 5% og einnig verður leitað leiða til þess að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, inn á árið 2024. „Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað. Við boðuðum það að hefja gjaldtöku á umhverfisvænum bílum, umfram það sem hefur verið til þessa, og það felur í sér aukið að- hald. Það dregur úr þenslu í hag- kerfinu og styður þannig Seðla- bankann í hans aðgerðum. Þetta er dæmi um að- gerðir sem við boðuðum í sumar og við erum að útfæra núna. Heilt yfir þá njót- um við góðs af því að það er mikill þróttur í hagkerfinu,“ segir Bjarni. Krónutöluskattar hækka Spurður, hvort í frumvarpinu megi finna tillögur að skattahækk- unum, svarar Bjarni því neitandi. Ekki eru á dagskránni meiriháttar breytingar á sköttum. Hins vegar hækka krónutöluskattar í takt við verðlag. Sú hækkun er þegar komin fram að sögn fjármálaráðherra. „Afkoma ríkissjóðs er að lagast töluvert þessi misserin, hraðar held- ur en við gerðum áður ráð fyrir, sem skiptir miklu fyrir skuldastöð- una,“ segir hann, „Það sem er sér- stakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmik- inn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðs- lega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun.“ Bótakerfið varið Bjarni segir að ríkisstjórnin standi sterk á bak við heilbrigð- iskerfið og það hafi tekist gríðar- lega vel í gegnum faraldurinn að verja spítalann. „Heilbrigðiskerfið er ekki með neinn uppsafnaðan halla sem er verið að glíma við. Heldur höfum við hreinsað það upp með fjöldanum öllum af fjárauka- lagafrumvörpum og við stöndum sterkt á bak við opinbera rekst- urinn allan.“ Bjarni segir að í frum- varpinu sé gert ráð fyrir því að verja bótakerfið fyrir áhrifum verð- bólgunnar. Hún stendur nú í 9,7% á ársgrundvelli. En verðbólga er víða há og orkukreppa Evrópu virðist vera dýpka. Spurður, hvort hann hafi áhyggj- ur af því að þetta ástand eigi eftir að smita út frá sér og valda vanda- málum í íslensku hagkerfi, svarar Bjarni: „Helsta hættan fyrir okkur er kannski að mönnum takist ekki vel upp við að fást við efnahags- aðstæðurnar. Það getur á endanum dregið úr kaupmætti hjá viðskipta- þjóðum okkar og smitast yfir á önn- ur hagkerfi. Það væri ekki gott fyrir til dæmis útflutningsgreinar Íslands ef kaupmáttur í viðskiptalöndunum dregst mikið saman. Fram til þessa höfum við meira notið góðs af því, til dæmis í miklu hærra álverði sem birtist í metafkomu Landsvirkjunar. Það er mjög hátt verð á fiskmörk- uðum, við höfum séð hraðari bata í ferðaþjónustunni en áður var spáð. Við erum miklu, miklu betur varin gegn orkukreppunni heldur en nær öll nágrannalöndin,“ segir Bjarni. Íslendingar í frábærri stöðu „Ég held að nú þurfum við Ís- lendingar aðeins að staldra við og átta okkur á þeirri frábæru stöðu sem við erum í vegna sjálfbærrar orkunýtingar. Þetta er sömuleiðis tími til þess að átta sig á því hversu mikil tækifæri felast í orkuskipt- unum, bæði til þess að auka orku- öryggi okkar Íslendinga, en líka út frá efnahagslegum þáttum og sjálf- bærni: Hversu mikils virði það er fyrir okkur að geta verið sjálfum okkur næg um orku. Þetta eru risa- mál. Fyrir þá sem efuðust, er ágætt að horfa í kringum sig núna.“ Fjármálaráðherra boðar aukið aðhald - Aðalmarkmiðið að ná niður verðbólgu og stöðva skuldasöfnun - Ætlar ekki að breyta skattlagningu - Leita leiða til þess að fresta nýjum útgjöldum um ár - Þeir sem efuðust ættu að líta í kringum sig Bjarni Benediktsson Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Stærsta beina erlenda fjárfestingin í menningu hér á landi lítur dagsins ljós með tilkomu tæplega níu millj- arða króna kvik- myndaverkefnis á vegum HBO í samstarfi við TrueNorth. Um er að ræða upp- töku á fjórðu þáttaröð sjón- varpsþáttanna True Detective en þetta er í fyrsta sinn sem heil sería verður tekin upp hér á landi. Tökur hefjast í október og standa yfir í um níu mánuði. Þetta staðfestir Lilja D. Alfreðs- dóttir, menningar og viðskiptaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. Hún er nú stödd, ásamt sendinefnd, í Los Angeles í Kaliforníu þar sem hún fundar með kvikmynda- framleiðendum, aðilum úr tónlistar- heiminum og öðrum sem starfa í skapandi greinum. Hún hefur með- al annars átt fundi með HBO, Net- flix, Amazon, Paramount og fleiri framleiðendum. Ferðin er skipulögð af Íslandsstofu og Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN). „Við erum hér að fylgja eftir frumvarpi sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Það felur í sér 35% endurgreiðslu af kvikmyndaverk- efnum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, en endurgreiðslan er sambærileg því sem hún er í öðrum ríkjum í norðurhluta Evrópu sem keppa einnig um stór verkefni,“ segir Lilja. „Við gerum ráð fyrir því að velt- an í þessum geira geti aukist um 60-70% á næstu tveimur árum og orðið yfir tíu milljarðar á ári. Þá skiptir hins vegar máli að skapa traust viðskiptasambönd eins og við erum að leggja grunn að núna.“ Gott orðspor af Íslendingum „Við viljum hvetja til erlendra fjárfestinga í skapandi greinum á Íslandi. Sumir þeirra hafa nú þegar starfað með fyrirtækjum á borð við True North og vita því að á Íslandi er til staðar þekking og reynsla. Aðrir þekkja til Íslands og vita hvaða kostir eru í boði hér á landi,“ segir Lilja aðspurð nánar um sam- skipti sín við fyrrnefnda aðila. Hún segir að tíðar og traustar flug- samgöngur milli Íslands og Banda- ríkjanna, öflugir innviðir og sú þekking sem þegar er til staðar hér á landi séu allt þættir sem ýta undir frekari áhuga bandarískra kvik- myndaframleiðanda á því að færa stór verkefni hingað til lands. „Það eru síðan fleiri þættir sem hafa áhrif og hafa komið fram í samtölum mínum við þessa aðila á liðnum dögum. Nefna má þá stað- reynd að Ísland telst vera öruggt land og að innviðir eru sterkir,“ segir hún og nefnir meðal annars fjarskiptainnviði, aðgang að orku og rafmagni, greiðar samgöngur og fleira. Þá segir hún að almennt fari gott orð af Íslendingum og dugnaði þeirra meðal kvikmyndaframleið- enda. „Það er afar ánægjulegt að upp- lifa hversu vel Ísland er kynnt sem upptökustaður. Þar hefur Íslands- stofa staðið í stafni undir forystu Péturs Óskarssonar og Einars Hansen. Íslandsstofa hefur unnið þrekvirki síðustu áratugi,“ segir hún. Menning öflug útflutningsvara Lilja segir að Ísland geti orðið það sem hún kallar miðstöð skap- andi greina á norðurslóðum. „Við höfum tækniþekkingu, eig- um framúrskarandi tónlistarmenn, hæft og reynslumikið fólk í kvik- myndaframleiðslu og öflug tölvuleikjafyrirtæki, svo nokkur dæmi séu tekin,“ segir Lilja. „Íslensk menning er nú þegar öflug útflutningsvara en við getum einnig fjölgað verkefnum á Íslandi. Allt er þetta til þess fallið að ýta frekar undir hagvöxt og framleiðslu á Íslandi og við getum gert enn bet- ur í þessum efnum.“ Umsvif sem telja níu milljarða króna - Upptaka á bandarískri sjónvarpsseríu hér á landi hefst í október á vegum HBO Fundir Lilja D. Alfreðsdóttir er stödd ásamt sendinefnd í Los Angeles þar sem rætt er við kvikmyndaframleiðendur og fleiri aðila í skapandi greinum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.