Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Sértilboð á smurþjónustu til 30. september hjá Bifreiðaverkstæði
Kópavogs, viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.
Engin vandamál – bara lausnir
15% afsláttur
af olíu, síum, rúðuþurrkum,
perum og fleiru.*
Sértilboð á olíum, olíu-
síum, loftsíum, frjókorna-
síum, bensínsíum,
hráolíusíum, þurrku-
blöðum, þurrkugúmmíi,
perum, rúðuvökva,
frostlegi, Adblue og
þjónustu.*
SMURT OG
SPARAÐ
10% afsláttur
af vinnu við smurningu
hjá viðurkenndum
þjónustuaðila Toyota.
*Afsláttur af vörum gildir eingöngu með þjónustu á staðnum.
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
Opið 11-16
HÁGÆÐA
LEÐURTÖSKUR
Skoðið
netverslun
laxdal.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sjúkratryggingar Íslands hafa ein-
hliða sagt upp samningi við
Reykjalund, um starfsendurhæf-
ingu sem þar er sinnt. Gefin er sú
skýring að starfsemi þessi sé ekki
heilbrigðisþjónusta heldur fremur
félagslegt úrræði og því sé ann-
arra en SÍ að greiða fyrir hana.
Þjónusta þessi, sem allt að
50manns hafa nýtt sér á hverju
ári, verður því lögð af um áramót-
in. Áherslan nú er því sú að út-
skrifa á næstu vikum sjúklinga,
sem nú njóta þessarar þjónustu,
enda er sumt af því starfsfólki sem
henni sinnir nú á förum til annarra
verka.
„Þetta er sérstakt, því við trúð-
um því fyrst að uppsögn samnings-
ins byggðist á misskilningi sem
auðvelt væri að leysa. Raunin hef-
ur verið önnur,“ segir Sveindís
Anna Jóhannsdóttir, forstöðu-
félagsráðgjafi á Reykjalundi, í
samtali við Morgunblaðið. Sam-
kvæmt hennar lýsingum eru mála-
vextir þeir að við tilfærslu verk-
efna innan stjórnarráðs Íslands,
við myndun ríkisstjórnar á síðasta
ári, hafi málefnaflokkar, t.d. sí-
menntunar og vinnumarkaðsmála
færst alfarið til félagsmálsmála-
ráðuneytis. Starfsemin á Reykja-
lundi sé hins vegar heilbrigðis-
þjónusta enda þótt hún hafi
snertifleti við marga málaflokka,
þar eð endurhæfing sjúklinga sé í
eðli sínu fjölþætt og flókin.
„Starf, þetta
litla orð og for-
skeyti, hefur
komið af stað
óskiljanlegri at-
burðarás. Að tal-
að sé um starfs-
endurhæfingu
virðist standa í
kerfinu,“ segir
Svandís Anna.
„Slík endurhæf-
ing hefur vissulega verið frá upp-
hafi þáttur í starfseminni hér, sem
nú skiptist í nokkur teymi eða heil-
brigðistengd svið. Á hverju þeirra
starfar fólk úr mörgum fagstétt-
um, s.s. læknar, hjúkrunarfræð-
ingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar,
heilsuþjálfarar, sjúkraþjálfarar,
sálfræðingar og fleiri. Þverfagleg
samvinna margra starfsstétta hef-
ur reynst árangursrík til styðja við
fólk til að ná að nýju heilsu og
getu til að komast aftur út í lífið.
Sjúkratryggingar Íslands virðast
hins vegar telja að starfsendur-
hæfing hljóti að vera verkefni
VIRK, þó þar starfi einnig ýmsar
heilbrigðisstéttir.“
Mikilvægur þáttur
heilbrigðisþjónustu
Sveindís Anna er formaður fag-
deildar félagsráðgjafa í endurhæf-
ingu hjá Félagsráðgjafafélagi Ís-
lands. Hún segir
endurhæfingarstarf vera í stöðugri
þróun og vera mjög mikilvægan
þátt í allri heilbrigðisþjónustu.
Talið er að ef einn af hverjum 25,
sem fá starfsendurhæfingu, komist
aftur út á vinnumarkaðinn eða til
náms, skili þeir opinberu fjármun-
ir, sem í starfið er varið, sér til
baka. Í þessari starfsemi á
Reykjalundi sé þetta hlutfall hins
vegar allt að 50%. Á ári hverju
komi alls um 1.200 endurhæfing-
arsjúklingar á Reykjalund. Fólkið
er mjög misjafnlega statt hvað
varðar heilsu, líf og líðan. Um 40%
telja sig þó ekki geta horfið til
fyrri starfa að nýju þannig að
þörfin fyrir stuðning til atvinnu-
þátttöku er töluverð. Því sé rík
ástæða til að reyna frekar að bæta
þjónustuna við þennan hóp í stað
þess að skerða hana.
- Sjúkratryggingar segja upp samningi við Reykjalund - Deilt er um skilgrein-
ingar - Strandar í kerfinu - Ábatasöm endurhæfing sem er í stöðugri þróun
Sveindís Anna
Jóhannsdóttir
Þjónustan lögð af um áramót
Morgunblaðið/Eggert
Reykjalundur Starfsendurhæfingu verður hætt hjá stofnuninni um áramót-
in eftir að Sjúkratryggingar sögðu upp samningi um greiðslur fyrir hana.