Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið erum að fagna þrjátíu og
fimm ára útskriftar-
afmæli, en fyrst og fremst
erum við að rækta okkar
góða vinskap,“ segir Helga G. Ein-
arsdóttir, ein þeirra sjö vinkvenna
sem hafa hist fjórum sinnum á
hverju ári allt frá því þær útskrifuð-
ust úr Kennaraháskólanum fyrir
þessum 35 árum. Hinar eru þær
Kristín Jóhannsdóttir, Sigrún
Harðardóttir, Rósa Ingvarsdóttir,
Sólveig Sveinsdóttir, Björk Ólafs-
dóttir og Margrét Sigmarsdóttir.
Þær komu saman sl. miðvikudags-
kvöld í indversku versluninni
Kailash, á horni Snorrabrautar og
Grettisgötu í Reykjavík, en Helga á
og rekur verslunina með manni sín-
um, Begga Morthens. Þar gæddu
þær sér á indversku góðgæti sem
Helga reiddi fram og nutu þess að
spjalla saman.
„Við höfum þekkst í 38 ár því
við kynntumst á fyrsta árinu í
Kennó, þar sem við vorum saman í
námi í þrjú ár. Fimm af okkur voru
saman í heimilisfræðivali og við urð-
um strax góðar vinkonur og fljót-
lega bættust hinar tvær við. Á þess-
um námsárum fórum við alltaf í
bæinn á föstudögum og fengum
okkur gott að borða saman og
keyptum okkur eitthvað smálegt.
Eftir að við útskrifuðumst höfum
við allar götur síðan haft fasta
stærri fundi ársfjórðungslega og
þar fyrir utan hist við mörg tæki-
færi.“
Helga segir að í ljósi þess að
þær séu allar kennarar ætti það
ekki að koma á óvart að mikið
skipulag er á þessum fundahöldum
hjá þeim.
„Sennilega hefur það haldið
þessu gangandi í öll þessi ár, þetta
er niðurnjörvað og fyrir tíma fés-
bókar skráði hver einasta okkar
samviskusamlega hjá sér í dagbók í
lok hvers fundar hvar og hvenær
næsti fundur væri. Eftir að skipu-
lagið færðist í hóp á fésbók hefur
verið aðeins erfiðara að komast að
samkomulagi um dagsetningar, því
við nútímakonur virðumst vera afar
uppteknar, en við höfum aldrei gef-
ist upp eða fellt niður fund. Þótt ein-
staka sinnum hafi verið lagt til að
sleppa fundi þegar erfiðlega gengur
að finna dagsetningu þar sem allar
komast, þá höfum við aldrei látið
það eftir okkur.“
Mæta með ómerkta pakka
Helga segir að mikill metnaður
sé ævinlega lagður í árlega jóla-
fundinn þeirra, en það komi eflaust
til af því að ein í hópnum er mikil
jólakona.
„Ýmsar hefðir fylgja jólafund-
inum, þá koma allar með ómerkta
númeraða jólapakka og svo er dreg-
ið úr potti. Jólafundurinn verður
alltaf að vera í lok nóvember eða
blábyrjun desember, og fyrir vikið
var ég eitt árið búin að jólaskreyta
allt hjá mér um þau mánaðamót,
þegar jólafundurinn var hjá mér,“
segir Helga og bætir við að í seinni
tíð hafi margar í hópnum stundað
göngur nokkuð mikið og fyrir vikið
sé hópurinn farinn að hittast suma
laugardaga til að ganga saman.
„Á föstu fundunum fjórum
sinnum á ári sýnum við stundum
hver annarri okkar nærumhverfi,
göngum um hverfin okkar þar sem
við búum og sýnum hvað er athygl-
isvert þar. Einhverju sinni þegar ég
bauð hópnum heim til mín í Hafnar-
fjörðinn fór ég með þær í göngutúr
um bæinn minn í brjáluðu vatns-
veðri. Við fórum stóran hring sem
tók sinn tíma og að gönguferð lok-
inni var ekki þurr þráður á okkur.
Úlpur sumra í hópnum hreinlega
skemmdust, en þetta er eitt af
mörgum dæmum um að við látum
ekkert stoppa okkur, ekki heldur
vont veður,“ segir Helga og bætir
við að hópurinn hafi farið tvisvar
saman til útlanda, útskriftarferð til
Túnis og til Amsterdam þegar ein
þeirra var að vinna þar tímabundið.
Eru mjög ólíkar manneskjur
Helga segist stundum hafa
boðið hópnum á báða þá staði þar
sem hún og Beggi reka verslunina
Kailash, í Hafnarfirði og í Reykja-
vík.
„Þá dekka ég borð inni í
verslunarrýminu, sem gerir stund-
ina skemmtilega, og ég elda ind-
verskan mat eðli málsins sam-
kvæmt, innan um allar þessar
indversku vörur sem við seljum í
búðunum,“ segir Helga og bætir
við að í hópnum séu listakokkar og
mikill metnaður í matargerðinni.
„Við erum alltaf að toppa okk-
ur í þeim málum en stundum höfum
við þetta einfalt og gott. Við leikum
okkur líka stundum með heildar-
útlit hópsins þegar við hittumst, til
dæmis settum við í síðustu göngu-
ferð allar upp húfur sem ég hafði
heklað. Núna á miðvikudagskvöld
þegar við hittumst síðast, þá henti
ég yfir þær sjölum sem ég hef verið
að prjóna og selja í Kailash. Þetta
gefur hópnum litríkt yfirbragð,“
segir Helga sem verður sextug í
byrjun nóvember og ætlar þá að
hætta að vinna, en hún verður sú
fyrsta í hópnum sem gerir það.
„Við erum allar enn í starfi, ein
okkar er skólastjóri, tvær vinna á
skrifstofu Kennarasambandsins,
ein er sálfræðingur og dósent við
menntavísindasvið Háskóla Íslands
og þrjár okkar hafa verið í kennslu
öll þessi ár. Við erum mjög ólíkar
sem manneskjur en það er einhver
óútskýranleg tenging sem bindur
okkur saman.“
Sjö samheldnar Kennósystur
„Við höfum aldrei gefist
upp eða fellt niður fund,“
segir Helga Einarsdóttir
um sig og vinkonur sínar
sem hafa hist fjórum
sinnum á hverju ári
undanfarin 35 ár. Þar
fyrir utan ganga þær líka
stundum saman á
laugardögum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjölum prýddar F.v. Kristín Jóhannsd., Sigrún Harðard., Helga G. Einarsd., Rósa Ingvarsd., Sólveig Sveinsd., Björk Ólafsd. og Margrét Sigmarsd.
Á námsárunum Fjórar af Kennósystrum á þeim tíma sem þær voru saman í
námi við Kennaraháskólann, f.v. Sigrún, Sólveig, Margrét og Helga.
Að gönguferð lokinni
var ekki þurr þráður á
okkur. Úlpur sumra í
hópnum hreinlega
skemmdust. Við látum
ekkert stoppa okkur.
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Nýir bílar
á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Hvítur, svartur að innan.
Stór sóllúga, bakkmyndavél,
Bang & Olufsen hátalarakerfi,
Apple Carplay, hiti í öllum
sætum, hiti í stýri, fjarstart,
lane-keeping system,
heithúðaður pallur o. fl. o.fl.
3,5 L V6 Ecoboost, 10-gíra
375 hestöfl, 470 lb-ft of torque,
20” álfelgur
2021 Ford F-150 Platinum
Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nap-
pa leather).Æðislegur fjölskyldubíll,
hlaðinn búnaði, magnað aðgengi.
Hægt er að leggja aftursæti niður.
Myndavélar inni í bíl og allan hring-
inn að utan. 7 manna bíll, Hybrid/
Bensín, 50 km drægni. Sjálfskiptur,
360° myndavélar, Collision alert
system, Harman/Kardon hljóm-
kerfi, Tölvuskjáir í aftursæti.
VERÐ aðeins
10.390.000 m.vsk
2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited
VERÐ frá
19.794.000 m.vsk
Litur: Iconic Silver/svartur að innan.
Innifalið í TREMOR-pakkanum er
læst framdrif, 2” upphækkun að
framan, 35” dekk, Drive mode
stillingar, TREMOR demparar,
minni svunta undir framstuðara,
spes hækkað loftinntak og öndun
á hásingum (framan og aftan) og
millikassa. 475 hö, 1050 pund tog
og 10 gíra sjálfskipting.
2022 Ford F-350 Lariat Tremor
VERÐ
17.890.000 m.vsk
Án vsk. 14.427.000 kr.