Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 Við viljum styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga Sem stuðlar að farsælli þróun borgarsamfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á eftirtöldum sviðum: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Umsóknir eru rafrænar, sótt er um á www.reykjavik.is/styrkir Umsóknarfrestur er frá 12. september til 12. október kl. 12.00 á hádegi. Gert er ráð fyrir að úthlutun styrkja verði lokið í ársbyrjun 2023. Nánari upplýsingar: styrkir@reykjavik.is Vilt þú sækja um styrk hjá borginni? English The City of Reykjavík is currently accepting grant applications for the 2023 fiscal year. The goal of this grant program is to encourage and strengthen cooperation with non-profit organizations, individuals, and businesses, in constructive activities and services. In accordance with the City´s policies and priorities. Grants will be awarded for projects in the following fields: • social and welfare • education and leisure • sports and youth • human rights • culture To apply go to: www.reykjavik.is/en/grants The application deadline is at 12:00 pm on October 12th 2022. Allocation of grants will be completed at the beginning of 2023. More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Mynd Ragnar Th. Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur hefur samþykkt að 260 stæði á 54 stöðum víðs vegar um borgina verði merkt sem bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum í raf- hleðslu. Tillagan hefur verið borin undir og hlotið samþykki lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Í greinargerð samgöngustjóra með tillögunni segir að á síðustu ár- um hafi verið lagður mikill metnaður í uppsetningu rafhleðslustöðva við bílastæði í Reykjavík. Þó nokkuð hafi borið á því að ökutækjum með brunahreyfli eða rafbílum sem ekki þurfi rafhleðslu sé lagt í umrædd stæði sem hefti aðgang ökutækja sem þurfa rafhleðslu að stæðunum. Til að bílastæðasjóður og lögregla geti brugðist við slíku þurfi stæðin að vera merkt sem eingöngu ætluð bifreiðum til rafhleðslu í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og samþykkt sem slík af skipulags- og samgönguráði borgarinnar. Tillagan nær til samtals 260 stæða. Hluti stæðanna er þegar í rekstri en hluti er í undirbúningi og væntanlega verði rekstur hleðslu- stöðva þeirra boðinn út fljótlega. Á síðasta ári var samþykkt að merkja 64 stæði á 12 stöðum sem þá voru í rekstri Reykjavíkurborgar sem stæði eingöngu fyrir ökutæki sem þurfa rafhleðslu. Með þessari tillögu sé verið að leggja til að merkja öll stæði með rafhleðslustöðvar í borgarlandi eða á lóðum borgarinnar, sem eru þegar í rekstri eða þar sem rekstur slíkra stæða verður boðinn út á næstunni. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Unnar Rafbílar Til stendur að fjölga slíkum stæðum víðs vegar um borgina. Borgin fjölgar rafbílastæðum - Borið hefur á því að bensínbílum sé lagt í slík stæði - Verða nú sérmerkt Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýr fóðurprammi sem Arctic Fish hefur keypt frá ScaleAQ mun þjóna nýjasta kvíabóli fyrirtækisins, við Hvestu í Arnarfirði. Nú er verið að standsetja hann í höfninni á Þingeyri en verður dreginn inn í Arnarfjörð einhvern næstu daga. Pramminn var pantaður til þess að þjóna væntan- legu eldi Arctic í Ísafjarðardjúpi en dregist hefur hjá yfirvöldum að af- greiða umsóknir nokkurra fyrirtækja um leyfi. Vonast er til að niðurstaða fáist fyrir lok árs. Nýi fóðurpramminn, sem fengið hefur heitið Nónhorn og er sá fimmti sem Arctic Fish kaupir, er einn best útbúni fóðurprammi sem farið hefur á flot. Hann tekur rúmlega 600 tonn af fóðri í átta geyma og getur þjónað fjölda kvía í einu. Með rafhlöður Hann er með búnað til að tengjast rafmagni úr landi en er einnig búinn rafhlöðum sem ljósavélar hlaða. Með landstraumi þarf aldrei að keyra ljósavélarnar. Það dregur úr mengun og hávaða. Þegar rafhlöður eru not- aðar er hægt að keyra orku inn á þær með nokkurra klukkutíma keyrslu ljósavéla í stað þess að keyra þær all- an sólarhringinn eins og annars þarf að gera. Daníel Jakobsson, framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, segir stefnt að því kaupa raf- hlöður í alla fóðurpramma fyrirtækis- ins og setja upp tengingar við raforku úr landi þar sem það er hægt. Arctic Fish og Orkubú Vestfjarða eru að ljúka við tengingu niður í fjöru á Eyr- arhlíð í Dýrafirði. Þangað fer fljótlega fóðurprammi sem tengdur verður við landstraum og ljósleiðara. Ríkulega útbúinn fóðurprammi - Með rafhlöðu og landtengingu Framfarir Dráttarbátur kemur með Nónhorn til Þingeyrar. Hann mun þjóna kvíabóli Arctic Fish í Arnarfirði. Verktakinn Alma verk hyggst loka Hverfisgötu við Rauðarárstíg í byrj- un næstu viku eða frá Lögreglu- stöðinni við Hlemm að Laugavegi. Byrjað verður að loka götunni á mánudaginn og verkið klárað á þriðjudag. Við þessa aðgerð lokast götus- pottinn við Hverfisgötu 113-125 ásamt bílastæðum. Bríetartún verð- ur áfram lokað á sama hátt. Verk- efnið er hluti af endurgerð Hlemmssvæðisins. Framkvæmdir hafa gengið vel á Rauðarárstíg frá Bríetartúni en götulagnir eru endurnýjaðar þar, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Núverandi frá- veitulögn verður endurnýjuð með tvöföldu kerfi regnvatns og skolps. Fyrirliggjandi heimæðar og niður- föll verða tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum. Hluti hitaveitulagna í götustæði verður endurnýjaður. Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmark- að með lágum tveggja og fjögurra sentímetra háum kantsteini. Hönn- un götu verður í einum fleti og akst- ursrýmið hellulagt. Lokað var fyrir Rauðarárstíg frá Bríetartúni við upphaf framkvæmda og síðan unnið út að Hverfisgötu. sisi@mbl.is Hluta Hverfisgötu lokað eftir helgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.