Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 18
18 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Góð heyrn glæðir samskipti
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Leiklistarvika er vinsæll viðburður í
Grunnskólanum á Þórshöfn en þá er
leikarinn góðkunni, Jóel Ingi Sæ-
mundsson, í skólanum þar sem allir
bekkir njóta einstakrar og líflegrar
leiðsagnar hans.
Leiklist með Jóel hefur verið hald-
in einu sinni á skólaári í nokkur ár,
þar sem m.a. er unnið með framsögn
og framkomu, tjáningu, hópefli og
sjálfa leiklistina en ekkert skortir á
líf og fjör í tímum með Jóel. Mark-
miðið er að efla sjálfsmynd og sjálfs-
traust nemenda á margvíslegan hátt
þar sem gleði og gaman fléttast með.
Jóel segist sjá greinileg framfara-
skref hjá nemendunum en einblínt er
á persónulegar framfarir hvers og
eins.
Starfsfólk skólans fær einnig tíma
með Jóel en fyrirlestrar hans eru
eins og vítamínsprauta á hverjum
vinnustað og hafa jákvæð áhrif á
vinnustaðamenninguna.
Hefur komið víða við
Jóel Ingi er ekki ókunnugur á
Þórshöfn því hann bjó á staðnum í tíu
ár og gekk í grunnskóla staðarins.
Hann hefur komið víða við síðan
hann flutti frá Þórshöfn sem ungling-
ur en hann lærði leiklist í London.
Flestir þekkja hann úr hinum vin-
sæla Hellisbúa en Jóel sýndi hann
m.a. í Las Vegas og var fyrstur Ís-
lendinga til að flytja leikverk þar í
borg. Hann hefur leikið í mörgum
sjónvarpsþáttaröðum, eins og Ver-
búðinni, Ófærð og fleiru, en einnig
verið tilnefndur sem besti leikari í
aukahlutverki. Í fyrra var hann svo
tilnefndur sem besti leikarinn á
stuttmyndahátíð í Danmörku en Jóel
á farsælan feril á leiklistarbrautinni.
Þrátt fyrir að vera með mörg járn í
eldinum finnur Jóel sér alltaf tíma til
að koma á heimaslóðir með nám-
skeið.
Orðinn einn af Baðbombunum
„Það er alltaf gaman að koma aftur
heim á æskustöðvarnar og verjatíma
með krökkunum í gamla skólanum
mínum. Ég er meira að segja orðinn
einn af Baðbombunum, þessum
hressu sjósundkonum á Þórshöfn,
sem drifu mig með í sjósund tvö
kvöld í röð úti við eyðisand og engin
búningsaðstaða. Ég átti mér svo sem
engrar undankomu auðið, þar sem
skólastjórinn er ein af Baðbomb-
unum ásamt fleiri kennurum hér í
skólanum. Sjóbaðið var í kaldara lagi
en mjög hressandi,“ segir hann.
Eftir Þórshafnardvölina taka
næstu verkefni við hjá Jóel. „Ég er
byrjaður með fyrirlestra um framtíð-
arsýn fyrir hin ýmsu fyrirtæki og alls
kyns spennandi hlutir eru fram-
undan, sem ég hlakka til að takast á
við,“ sagði hinn eini sanni Jóel að lok-
um, eftir góða leiklistardaga á Þórs-
höfn.
Líf og fjör í tímum með Jóel
- Mættur á heimaslóð á Þórshöfn - Leiklistarvika fyrir alla nemendur
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Brugðið á leik Nemendur 7. bekkjar í grunnskólanum á Þórshöfn voru kátir á leiklistarnámskeiðinu hjá Jóel Inga Sæmundssyni, leikara.
Í sjósundi Jóel Ingi í góðum félagsskap með sjósundskonunum Baðbombum í sjónum við Brekknasand.
„Finnur er bæði góður og gæfur,“
segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri
við Eskifjörð. Yrðlingur sem þar er
í fóstri vekur eftirtekt og er yndi
gesta ferðaþjónustunnar sem þau
Sævar og Berglind Ingvarsdóttir
kona hans starfrækja. Þau hjónin
voru á ferðalagi í Finnafirði í júní
síðastliðnum þegar þau fengu í
fangið þennan litla hnoðra sem
veiðimaður hafði veitt í boga.
Ákveðið var að gefa refnum líf og
farið með hann á Mjóeyri. Þar hef-
ur Finnur gert sér bæli undir einu
gestahúsinu á staðnum en skoppar
annars um hlað og gefur sig gjarn-
an að fólki. Yrðlingnum er jafn-
framt gefið æti, allt mögulegt sem
til fellur á bænum.
„Finnur fer líka í fjöruna hér og
nær í æti þar, fiski- og fuglahræ
sem gjarnan skolar á land. Ég geri
ráð fyrir að yrðlingurinn haldi sig
hér fram á haustið, en þá má vænta
þess að náttúran taki völdin svo
dýrið fer til fjalls í makaleit. Þang-
að til skoppar hann hér við bæinn
og er stórstirni á Instagram, enda
vinsælt myndefni gesta okkar,“ seg-
ir Sævar. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dýralíf Sævar Guðjónsson á Mjóeyri með rebba litla sem er góður og gæfur.
Yrðlingur er yndi
- Finnur æti í fjöru - Makaleit í haust
Flatarmál skóga og birkikjarrs á Ís-
landi hefur aukist um 12,8 kílóhekt-
ara á milli áranna 2010 og 2020.
Þetta kemur m.a. fram í svari
Svandísar Svavarsdóttur matvæla-
ráðherra við fyrirspurn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns
Miðflokksins á Alþingi. Kílóhektari
er þúsund hektarar.
Í svarinu kemur fram að rækt-
aður skógur hefur aukist um 7,1
kílóhektara á þessu tímabili, úr 37,9
kha í 45. Náttúrulegur birkiskógur
hefur aukist um 3,5 kha; var 95,3
kha árið 2010 en 98,8 árið 2020. Þá
hefur náttúrulegt birkikjarr aukist
um 2 kha, úr 54,3 kha í 56,3.
Almennt er talið að gróðurþekja
á Íslandi sé á bilinu 40-60%. Jafn-
framt benda rannsóknir til þess að
gróðurþekja sé að aukast.
Flatarmál skóga
hefur aukist mikið
Skógur Stór birkiskógur er í Þórsmörk.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviða-
ráðherra ítrekar í skriflegu svari
við fyrirspurn á Alþingi þá afstöðu
sína að ekki sé unnt að fallast á
áætlanir Reykjavíkurborgar um
fyrirhugaða byggð í Skerjafirði að
óbreyttu.
Fyrir liggi að mati Isavia að hin
nýja byggð muni að óbreyttu hafa
neikvæð áhrif á vindafar og ókyrrð
í lofti við Reykjavíkurflugvöll. Ný
byggð í Skerjafirði dragi því að
óbreyttu úr rekstraröryggi flug-
vallarins.
„Ráðherra mun því hvorki geta
fallist á að farið verði í umræddar
framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar
slíkar framkvæmdir í næsta ná-
grenni við flugvöllinn nema sýnt
hafi verið með óyggjandi hætti
fram á að flugöryggi og rekstrar-
öryggi sé ekki stefnt í hættu,“ segir
í svari ráðherrans við fyrirspurn
Þorgríms Sigmundssonar vara-
þingmanns Miðflokksins.
Ráðherra ítrekar af-
stöðu til flugvallar