Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 20
20 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
WEXIÖDISK, COMENDA OG HOBART UPPÞVOTTAVÉLAR
ÖFLUGUR LIÐSAUKI Í ELDHÚSIÐ
WEXIÖDISK
Vandaðar og öflugar vélar
fyrir þá sem vilja það besta
COMENDA
Ódýrari kostur - öflug og
góð vél fyrir stærri eldhús
HOBART
Frábær fyrir minni eldhús,
kaffistofur o.fl.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
10. september 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 140.17
Sterlingspund 161.9
Kanadadalur 106.82
Dönsk króna 18.866
Norsk króna 13.944
Sænsk króna 13.103
Svissn. franki 144.06
Japanskt jen 0.9767
SDR 181.97
Evra 140.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.759
« Fjármálareikningar fjármálafyrir-
tækja fyrir annan ársfjórðung 2022,
sem birtir voru í liðinni viku á vef Seðla-
bankans, hafa verið teknir úr birtingu
vegna misræmis sem fram kom í þeim.
Í tilkynningu á vef bankans segir að
unnið sé að rýni á gögnunum.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins oftaldi Fjármálaeftirlit Seðlabank-
ans (FME) útlán til fyrirtækja svo um
munar, með þeim afleiðingum að útlán
fjármálakerfisins voru stórlega ofmetin.
Samkvæmt þeim tölum sem bankinn
birti jukust lán til fyrirtækja um tæpa
240 milljarða á öðrum ársfjórðungi,
sem er mesta aukning í útlánum til fyr-
irtækja í rúm 13 ár. Heimildir blaðsins
herma að nokkrir aðilar innan fjármála-
kerfisins hafi sett sig í samband við
FME þar sem tölurnar vöktu bæði undr-
an og athygli og komu illa heim og sam-
an við þær tölur sem þeir höfðu skilað
FME. gislifreyr@mbl.is
FME oftaldi verulega
útlán til fyrirtækja
eða seðlabankaskuldabréf, á þeim
kjörum að þau seljist í nægilega
miklu magni. Þau þyrftu að vera með
jákvæða raunvexti, hvort sem þau
væru verðtryggð eða óverðtryggð
bréf með breytilega vexti eftir því
hver verðbólgan er. Kosturinn er sá
að öfugt við vaxtahækkanir dregur
þetta strax úr eftirspurn en þeir
aðilar í samfélaginu sem nú eru jafn-
vel að ganga á peningalegan sparnað
til að bjarga eignum undan verð-
bólgunni og auka þar með eftirspurn
í hagkerfinu geta þannig komið
peningum sínum í skjól.“
Segir almenning tapa
Ragnar segir vaxtahækkanir
Seðlabankans hafa skapað mikið
hagnaðartækifæri fyrir bankana.
„Þeir fá hagstæðari vexti í Seðla-
bankanum fyrir innlagt fé þar og
þurfa ekki að hækka vexti á sínum
innlánum með sama hraða, enda
hafa þeir ekki gert það. Þeir hafa
með öðrum orðum tækifæri til að
auka sinn vaxtamun en fólkið, þeir
sem bankainnstæður eiga, tapar að
sama skapi. Fólkið sem á peninga-
legar eignir á ekki í nein hús að
venda nema að reyna að kaupa aðrar
eignir [til að forða fjármunum frá
verðbólgubálinu] sem þrýstir þá
verðlaginu enn meira upp. Með
útgáfu skuldabréfa geta fólkið og
fyrirtækin komið peningunum í skjól
en bankarnir missa af þessu hagn-
aðartækifæri. Þar að auki er þessi
útgáfa skuldabréfa miklu fljótvirkari
leið til að draga úr verðbólgu vegna
þess að hún hreinsar eftirspurn út af
markaðnum strax.“
Verðbólgan í raun skattur
Þá vekur Ragnar athygli á því að
verðbólgan sé í raun skattur.
„Verðbólgan er skattur á þá sem
eiga peningalegar eignir, sem er
fólkið í landinu, vegna þess að þær
bera vexti sem eru miklu lægri en
verðbólgan. Mismunurinn er verð-
rýrnun á þessu fé. Hvert fer þá
þessi mismunur? Hann verður auð-
vitað að fara eitthvert, ef við göng-
um út frá þeirri eðlilegu forsendu að
framleiðslan í hagkerfinu sé
óbreytt. Hann fer til þeirra sem
skulda á lágum vöxtum, þar á meðal
ríkissjóðs, sveitarfélaga og auðvitað
Seðlabankans sem prentar peninga.
Þessir opinberu aðilar taka með
öðrum orðum lán hjá samfélaginu
og borga lægri upphæð til baka að
raungildi vegna verðbólgunnar.
Þess vegna er þetta skattur.“
Svigrúm Seðlabankans lítið
Aðgerðir ríkisstjórna til að örva
hagkerfið í kórónuveirufaraldrinum
og svo innrás Rússlandshers í
Úkraínu hafa ýtt undir verðbólgu.
En hvert skyldi vera svigrúm Seðla-
bankans til að draga úr verðbólgu
við þessar aðstæður?
„Svigrúmið er í raun mjög lítið.
Verðbólgan stafar af ástæðum sem
Seðlabankinn ræður lítið við. Við
getum í grófum dráttum sagt að
helmingur sé innflutt verðbólga, um
fjórðungur húsnæðiskostnaður og
afgangurinn innlendar verðhækk-
anir af ýmsu tagi, sem stafa af
kostnaðarþrýstingi; hækkunum á
opinberum gjöldum, launahækkun-
um og fleiri kostnaðarhækkunum.
Það eru hlutir sem Seðlabankinn
bjó ekki til heldur aðrir aðilar. Rótin
að innlendum þætti verðbólgunnar
um þessar mundir er fyrst og
fremst hallarekstur hjá ríki og
sveitarfélögum. Þá hefur framboð á
byggingarlóðum verið takmarkað
með þeim afleiðingum að minna
framboð er á nýju húsnæði en ella
en það er meginástæðan fyrir
hækkun húsnæðisverðs.“
Leið til að afstýra kreppu
Ragnar segir Seðlabankann
standa frammi fyrir því lögskipaða
hlutverki að halda verðbólgunni í
skefjum. Bankinn hafi hins vegar
mjög veik tæki til að gera það og „sé
nú að baksa við verkefnið með því að
hækka vextina“.
„Það hefði verið betra að hann
hefði farið í skuldabréfaútgáfu – það
er að vísu ekki alveg hlaupið að því
fyrir Seðlabankann en er samt
framkvæmanlegt. Vaxtahækkanir
af hálfu Seðlabankans eru mjög
ónákvæmt og seinvirkt tæki.
Skuldabréfaútgáfa er miklu beinni
og skilvirkari leið. Við þurfum að
horfast í augu við það að Seðlabank-
inn einn síns liðs getur ekki unnið
bug á þessari verðbólgu nema keyra
landið niður í efnahagssamdrátt
með verulega háum vöxtum um ein-
hvern tíma, þannig að skortur verði
á atvinnu – þá dregur sjálfkrafa úr
verðbólgu.
Hætti að ýta undir verðbólgu
Ef hins vegar ríki og sveitarfélög
fást til að draga úr umfram-
eftirspurn sinni, þannig að þeirra
þáttur í að kynda undir verðbólg-
unni hverfi, svo ekki sé minnst á
gjalda- og skattalækkanir, þá er
hugsanlega hægt að komast út úr
þessum verðbólguvanda án efna-
hagslegrar kreppu,“ segir Ragnar.
Meginvextir Seðlabankans voru
hærri en verðbólgan þar til farsóttin
hófst í mars 2020 (sjá graf). Þá sner-
ist það við og jókst svo bilið milli
vaxta og verðbólgu. Það var farið að
minnka þegar það jókst á ný eftir að
stríð hófst í Úkraínu í febrúar.
Leið til að afstýra kreppu á Íslandi
- Prófessor leggur til útgáfu skuldabréfa til að draga úr eftirspurn og þar með verðbólgu á Íslandi
- Þannig verði „hugsanlega hægt að komast út úr þessum verðbólguvanda án efnahagslegrar kreppu“
Vextir og verðbólga frá maí 2019
10%
8%
6%
4%
2%
0%
-2%
-4%
2019 2020 2021 2022
Heimildir: Seðlabankinn, Hagstofa Íslands
21.5. 22.5. 26.6. 28.8. 2.10. 6.11. 5.2. 11.3. 18.3. 20.5. 18.11. 19.5. 25.8. 6.10. 17.11. 9.2. 4.5. 22.6. 24.8.
4,5% 4,4%
-4,2
4,8%
3,6%
1,0%
9,7%
2,0%
0,9
-3,4
5,5%
-2,8
Vextir (%) Verðbólga (%)
Munur á vöxtum og verðbólgu
(prósentustig)
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragnar Árnason, prófessor emeritus
í hagfræði við Háskóla Íslands, segir
útgáfu skuldabréfa geta reynst skil-
virkari leið til að draga úr verðbólgu
en vaxtahækkanir Seðlabanka Ís-
lands. Verðbólga mælist nú 9,7% en
til samanburðar eru hæstu vextir á
óbundnum spari-
reikningum nú
5,4%. Óbundin
innlán bera því að
jafnaði verulega
neikvæða raun-
vexti.
Seðlabankinn
hefur hækkað
meginvexti úr
0,75% í 5,5% í átta
áföngum frá maí
2021 og er
almennt búist við frekari vaxta-
hækkunum í haust.
Á að slá á eftirspurn
Ragnar rifjar upp að með vaxta-
hækkun sé ætlunin að draga úr verð-
bólgu með því að draga nægilega úr
eftirspurn.
„Það mun tæpast skila árangri
nema með því að framkalla kreppu
og atvinnuleysi,“ segir Ragnar. Það
sé að hans mati skilvirkari leið til að
draga úr eftirspurn í hagkerfinu að
gefa út skuldabréf sem beri jákvæða
raunvexti. Seðlabankinn og ríkis-
sjóður geti gefið út slík bréf en
útgáfan þyrfti sennilega að vera
umtalsverð, 100 til 300 milljarðar, til
að skila tilætluðum árangri.
„Í staðinn fyrir að Seðlabankinn
hækki vexti væri heppilegra frá
ýmsum sjónarhornum að selja
skuldabréf til samfélagsins, einstak-
linga og fyrirtækja, ríkisskuldabréf
Ragnar
Árnason