Morgunblaðið - 10.09.2022, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Lausar lóðir til úthlutunar
í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra auglýsir hér með eftirfarandi lóðir á Hvolsvelli
og Ytri-Skógum, lausar til úthlutunar.
Íbúðarhúsnæði: Hallgerðartún 14, 860 Hvolsvöllur
Vistarvegur 2-4, 861 Hvolsvöllur
Vistarvegur 3, 861 Hvolsvöllur
Fjölbýlishúsnæði: Nýbýlavegur 46, 860 Hvolsvöllur
Iðnaðarhúsnæði: Ormsvöllur 11, 860 Hvolsvöllur
Hesthús: Við Miðkrika, 860 Hvolsvöllur
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um lóðirnar og
skipulagsskilmála má nálgast á heimasíðu Rangárþings eystra,
www.hvolsvollur.is, hjá skipulags- og byggingarembættinu, að
Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli eða í gegnum netfangið
bygg@hvolsvollur.is.
Við úthlutun lóðanna verður farið eftir úthlutunarreglum lóða í
Rangárþingi eystra.
Umsóknarfrestur er til 23.september 2022. Umsóknum skal skila
rafrænt í gegnum heima síðu sveitarfélagsins.
F.h. Rangárþings eystra
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa Rangárþings eystra
Þjóðarsorg í Bretlandi eftir fráfall Elísabetar II. drottningar
Þjóðarsorg er í Bretlandi, krúnu-
lendum þess og fleiri löndum Sam-
veldisins og Elísabetar II. drottn-
ingar er víða minnst með ýmsum
hætti.
Karl konungur III. ávarpaði þjóð-
ina í sjónvarpi í fyrsta sinn eftir að
hann hlaut konungstign. Þar talaði
hann á mun innlegri nótum en fólk
hefur átt að venjast úr höllinni. Þar
fór hann með sama heit og hún um að
þjóna þjóðum sínum til hinsta dags.
Hann sagði að hún hefði veitt börnum
sínum og þjóðum ást, leiðsögn og fyr-
irmynd. Hann ræddi fleira um kon-
ungsfjölskylduna og minntist meðal
annars á elsku sína gagnvart Harry
syni sínum og Meghan konu hans,
sem fjarlægst hafa fjölskylduna í eig-
inlegri og óeiginlegri merkingu.
Í þinginu fór Boris Johnson
fremstur í flokki stjórnmálaleiðtoga
sem minntust drottningar. Hann var
óspar á lofið en rökstuddi það og var
góður rómur gerður að máli hans,
ekki síst þegar hann veitti henni
nafnbót með því að kalla hina látnu
drottningu Elísabetu miklu.
ELÍSABET II
21. apríl 1926
Elizabeth AlexandraMary
fædd í Lundúnum
20. nóvember 1947
Giftist Filippusi
prins af Grikklandi
og Danmörku
14. nóvember 1948
Karl fæðist
Hjónin eignst þrjú börn að auki:
Önnu, Andrés og Játvarð
6. febrúar 1952
Verður drottning
eftir andlát
GeorgsVI
föður hennar
29. júlí 1981
Karl kvænist
Díönu Spencer
í Pálskirkju í Lundúnum
21 júní 1982
Viljhjálmur prins,
fyrsta barnabarn
Elísabetar, fæðist
1992
Annus horribilis
Þrjú af fjórumbörnum
drottningar skilja viðmaka sína
Eldur íWindsor-kastala
31. ágúst 1997
Gagnrýnd fyrir að neita
fyrst í stað að halda til Lundúna
eftir að Díana prinsessa
lést í bílslysi
6. febrúar 2012
Hefur setið í 60 ár
á valdastóli
8. september 2022
9. apríl 2021
Filippus prins
andast
99 ára að aldri
5. apríl 2020
Flytur sjónvarpsávarp
til að hughreysta þjóðina
meðan á covid-19 faraldrinum stóð
9. september 2015
Hefur setið lengst
allra breskra
þjóðhöfðingja
2. júní 1953
Krýnd í
Westminster Abbey,
í Lundúnum
Heimild: royal.uk
Andast 96 ára að aldri
AFP/Paul Childs
Kyrrðarstund Stöðugur straumur fólks lá í St. Paul‘s dómkirkjuna til þess að eiga saman stund
bæna og íhugunar um Elísabetu drottningu II., öld hennar; arfleifð og ókomna tíma án hennar.
AFP/Alain Jocard
Lundúnir Um allt Bretland blöstu hvarvetna við myndir af hinni látnu drottningu: í búðargluggum, veitingahúsum,
strætisvagnaskýlum og auglýsingaskiltum, eins og á hinu kunna bogahorni við torgið fornfræga, Piccadilly Circus.
AFP/Stéphane de Sakutin
Höllin Mikill mannfjöldi var við Buckingham-höll í London í gær. Þar lagði fólk blóm, myndir
og minningarkort vegna andláts Elísabetar við hallargarðinn. Allir hljóðir en sumir grétu.
Elísabetar
miklu
minnst
AFP/Yui Mok
Konungur Karl III. átti fund með
Liz Truss forsætisráðherra.
AFP/Drew Angerer/Getty Images
Washington Víða um heim blöktu
breskir fánar í virðingarskyni.
- Þjóðarsorg í Bret-
landi og Samveldinu