Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 Votviðri Ferðamennirnir, sem spókuðu sig í miðbæ Reykjavíkur í gær, þurftu að búa sig vel. Eftir að hafa fengið frábært veður í vikunni máttu þeir þola lárétta haustrigningu að hætti hússins. Kristinn Magnússon VARSJÁ – Stöðug- leiki Hvíta-Rússlands, sem stutt hefur innrás Rússa í Úkraínu með ráðum og dáð, virðist nú fara þverrandi. Má það vera að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og innrásarstríð hans hafi gert nágrönnunum í Hvíta-Rússlandi, sem í raun er varla annað en útibú frá Kreml, óleik? Minnisstætt er að Svetlana Tik- anovskaja bar að öllum líkindum sig- ur úr býtum gegn sitjandi forseta, Aleksander Lúkasjenkó, í forseta- kosningunum í ágúst 2020 þrátt fyr- ir að skósveinar hans hefðu afskrifað hana sem „húsmóður“. Þegar fylgið sópaðist til Tikanovskaju og allt benti til sigurs hennar falsaði Lúk- asjenkó kosninganiðurstöðurnar, færði sjálfum sér rúm 80 prósent at- kvæða og kynti undir mótmælum sem stóðu mánuðum saman. Brást veldi Lúkasjenkós við mót- mælunum með ógnum og fjölda- handtökum sem gátu af sér enn harðari mótmæli. Þegar aðeins fá- einir dagar voru liðnir frá kosning- unum fóru tök Lúkasjenkós að linast er fólk úr fjölda starfsstétta steig fram og mótmælti, þvert á fyrirmæli öryggissveita forsetans. Öll þjóðin fór í verkfall en Lúkasjenkó, sem setið hefur á valdastóli frá 1994, ríg- hélt í stjórnartaumana í krafti hlið- hollra sérsveita sinna sem þá þegar voru at- aðar saklausu blóði og því algjörlega háðar forsetanum. (Á efsta degi kaus Lúkasjenkó þó að láta ekki reyna á hollustu hersins.) Deilir ekki menn- ingarstraumum Hvað sem þessu líð- ur hefur það legið ljóst fyrir æ síðan að Hvít- Rússar munu ekki snúa aftur til þess hlutleysis sem þeir sýndu fyrir kosningarnar 2020. „Við höfum öll breyst til frambúðar,“ seg- ir stjórnarandstöðuleiðtoginn Masha Kalesnikova sem ekki hefur glatað sannfæringu sinni þrátt fyrir að hafa setið bak við lás og slá síð- ustu 23 mánuði. Stjórn Lúkasjenkós bauð nær enga ríkisaðstoð í kór- ónuveirufaraldrinum auk þess sem umfjöllun ríkismiðla um faraldurinn var nær engin sem varð til þess að almenningur beindi athygli sinni í ríkum mæli að sjálfstæðum fjöl- miðlum, sem þeir fylgjast enn í dag með, þrátt fyrir hótanir um fangelsi. Hvíta-Rússland deilir ekki menn- ingarstraumum með Rússlandi, ekki frekar en Úkraína. Þess vegna komu Hvít-Rússar heimsbyggðinni á óvart með langvarandi mótmælum og kröfum um lýðræði árið 2020 þrátt fyrir að hvítrússneskt samfélag hefði heyrt undir Sovétríkin og orðið fyrir áhrifum frá Rússlandi um alda- bil. Hvít-Rússar létu sem þeir byggju í nútímavæddu, lýðræðislegu og frjálslyndu þjóðfélagi vegna þess að einmitt þannig líta margir þeirra á sig (þótt eldra fólk sé enn undir rússneskum áhrifum og áhrifum Lúkasjenkós). Lúkasjenkó er nauðugur einn kostur að halda þjóð sinni í járn- greipum. Rúmlega eitt þúsund póli- tískir fangar hafa hlotið yfir tíu ára langa fangelsisdóma og 1.500 að auki hafa verið fangelsaðir fyrir að mót- mæla stríðinu í Úkraínu, meðal ann- ars með því að vinna skemmdarverk á járnbrautum til að klekkja á her Rússa. Aðrir hafa hlotið óopinberar skyndirefsingar á vettvangi, svo sem riffilskot í hné. Reynsla Pólverja sýnidæmi Fréttakonan Kaciaryna Andrey- eva á Belsat-sjónvarpsstöðinni sagði, svo dæmi sé tekið, við eigin- mann sinn, þegar hún var leidd út úr réttarsalnum á dögunum, að hún hefði hlotið lengri dóm en [rithöf- undurinn Aleksandr] Solzjenitsyn. Hann hlaut á sínum tíma átta ára dóm en Andreyeva átta ár og þrem- ur mánuðum betur. Ekki er með öllu réttlátt að bera Hvít-Rússa og Úkraínumenn saman og búast við að mótspyrna þessara þjóða sé sams konar. Hvít-Rússar eiga sér enga stjórnarandstöðu á þingi eða í sveitarstjórnum eins og Úkraínumenn höfðu fyrir innrásina. Pólverjar mótmæltu setningu her- laga í desember 1981 í friði og spekt, það var eina leiðin til að raddir þeirra heyrðust. Þótt verkalýðs- hreyfingin Samstaða hefði koðnað niður eftir 16 mánaða starfsemi lifði goðsögnin um hana. Vel má vera að milljón manns hafi yfirgefið Pólland, en hinir urðu eftir og gleymdu ekki hvernig á að mótmæla. Reynsla Pólverja gæti vel orðið sýnidæmi um það sem Hvíta- Rússland á í vændum. Pólverjum stóð sjálfstæði til boða árið 1989 þegar þeir gripu tækifæri sem spratt af skammvinnu óvissutímabili í Kreml. Eins greip Úkraína tæki- færið við fall Sovétríkjanna árið 1991 og lýsti yfir fullveldi (þótt Rússar hafi ógnað þeirri stöðu æ síð- an). Rómaðir á vígvellinum Torsótt stríð Rússa í Úkraínu gæti innan skamms orðið Hvíta- Rússlandi svipað tækifæri. Frá því árið 2020 hefur hvítrússneskt sam- félag komið gildum sínum í orð, lært þá list að veita mótspyrnu til lengri tíma og komið sér upp frjálsum fjöl- miðlum utan landamæra sinna. Hvítrússneskir stjórnarandstæð- ingar hafa vopnast og gengið til liðs við Úkraínumenn í baráttunni við Pútín þar sem þeir hafa verið róm- aðir fyrir hugrekki og sigra á víg- vellinum. (Hér er vert að minnast þess að árið 2014 samanstóð megin- herstyrkur Úkraínu einnig af sjálf- boðaliðum.) Þegar mótmælin höfðu staðið í tvö ár náðu stjórnmálaöflin samkomu- lagi sín á milli og mynduðu útlaga- stjórn undir forsæti Tikanovskaju. Stjórnina skipa, auk hennar sem sit- ur í Vilníus, Þjóðarhreyfing gegn átökum sem Pavel Latushka stýrir, BYPOL, samtök fyrrverandi lög- gæslufólks, með aðsetur í Varsjá, Andstöðuhreyfingin, en innan henn- ar vébanda er tölvuhakkarahreyf- ingin Cyber Partisans, og Pahonia- hreyfingin sem berst í Úkraínu. Samhæfingarráðið, sem mótmælin gátu af sér fyrir tveimur árum, er að verða að eins konar hliðstæðu þings en innan vébanda þess starfar Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexeyvich. Þá hefur sú breyting orðið að út- lagastjórnin á sér nú vopnaðan arm rúmlega 200.000 Hvít-Rússa sem eru þess albúnir að rísa upp gegn Lúkasjenkó við fyrsta tækifæri – þar á meðal með valdi. Þar til nýlega áttu hvítrússneskir hermenn og embættismenn einskis úrkosti en nú eiga þeir sér val milli ólöglegra stjórnvalda í Minsk og þeirra sem kosin voru löglega árið 2020 og lúta stjórn Tikanovskaju. Það val á sér stað þegar færi býðst, sem gæti vel orðið þegar niðurlæging Rússlands í Úkraínu kæfir Kreml í glundroða. Eftir Sławomir Sierakowski »Reynsla Pólverja gæti orðið sýnidæmi um það sem Hvíta- Rússland á í vændum. Sławomir Sierakowski Höfundur er stofnandi Krytyka Polityczna-hreyfingarinnar og á sæti í þýska alþjóðasamskiptaráðinu. © Project Syndicate 2022 Hvítrússneskri andspyrnuhreyfingu vex fiskur um hrygg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.