Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 26

Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 26
26 MESSUR á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Yngri barnakór Akureyrarkirkju leiðir söng ásamt Svavari Knúti. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Sonja Kro. Veitingar í Safnaðarheimilinu að guðs- þjónustu lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA | Sunnudaga- skólahátíð kl. 11. Við fögnum haust- inu og byrjuninni á sunnudagaskólan- um með fjölskylduhátíð. Við syngjum og bregðum á leik. Einar Aron töfra- maður kemur í heimsókn og boðið verður upp á andlitsmálningu eftir stundina. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Viktoría Ásgeirsdóttir leiðir sam- verustund sunnudagaskólans. Séra Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, org- anisti er Bjartur Logi Guðnason. Kaffi- sopi eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Guðsþjón- usta á degi kærleiksþjónustunnar kl. 11. Fermingarbörn vorsins 2023 og foreldrar boðin velkomin. Álftaneskór- inn syngur undir stjórn Ástvaldar org- anista. Sr. Hans Guðberg og Vilborg Ólöf djákni þjóna fyrir altari. Léttar veitingar í boði Lionskvenna í safn- aðarheimilinu að athöfn lokinni. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um- sjón með stundinni hafa Helga Magn- úsdóttir og Þórarinn K.Ólafsson. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa sunnudag kl. 11, Jónas Þórir á ham- mondinu og flyglinum, barnasálmarnir sungnir, Biblíusaga og bænir. Sóley Adda, Daníel Ágúst, Katrín Eir, séra Þorvaldur og messuþjónar leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 13. Fé- lagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kant- ors. Guðspjall dagsins er dæmisagan af miskunnsama Samverjanum. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum. DIGRANESKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir. Organisti er Sólveig Sigríður Einars- dóttir. Altarisganga. Á sama tíma er sunnudagaskóli í Kap- ellu kirkjunnar. Veitingar að messu lokinni. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prest- ur er Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti. FRIÐRIKSKAPELLA | Velkomin til messu á vegum jelk.is í Friðrikska- pellu á sunnudag kl. 11. Sakarías Ing- ólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi eftir guðsþjónustuna. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Frí- kirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveit- in Mantra og Sönghópurinn við Tjörn- ina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. Eftir messu verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimili. Allir hjartanlega velkomnir. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta 11. september kl. 11. Prestar safnaðarins þjóna. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fermingarbörn- um og forráðamönnum þeirra er sér- staklega boðið. Sunnudagaskóli er á neðri hæð kirkj- unnar á sama tíma. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðar- dóttir. Undirleikari er Stefán Birki- sson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11 á degi kærleiksþjónustunnar. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messu- hópi, Ástu Haraldsdóttur kantor og Kirkjukór Grensáskirkju. Heitt á könn- unni á undan og eftir messu. Þriðju- dagur: Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá sr. Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar, héraðs- prests. Fimmtudagur: Núvitundar- stund kl. 18.15-18.45, einnig á net- inu. Opinn kynningarfundur á Tólfsporastarfi Vina í bata í Grensás- kirkju 15.9. kl. 19.15-21.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og sunnudagaskóla sunnudag 11. september kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson þjón- ar og prédikar fyrir altari. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir og Kór Guðríð- arkirkju syngur. Sunnudagaskóli í safnarheimilinu undir sjórn Tinnu Rós Steinsdóttur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdótt- ir. Kaffisopi eftir messuna. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarna- dóttir sjá um barnastarfið. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Karlakór Reykja- víkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Guðný Ein- arsdóttir. Heitt á könnunni og djús að messu lokinni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa í Hjallakirkju sunnudag kl. 17. Sr. Helga Kolbeinsdóttir. Tónlist: Matthías V. Baldursson og Vox Gospel. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Kl. 11:00 Samkoma. Service. Transla- tion into English. Kl. 14:00 Samkoma á ensku. English speaking service. Kl. 16:00 Samkoma á spænsku. Reu- niónes en español. KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldstund 11. september kl. 20 í tilefni Alþjóða- dags sjálfsvígsforvarna. Aðstandi seg- ir frá reynslu sinni. Sr. Erla Guðmunds- dóttir og sr. Fritz Már Jörgensson leiða stundina. Arnór Vilbergsson organisti leikur undir söng hjá Kór Keflavíkur- kirkju. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson verður settur í embætti prests Kópavogs- kirkju af Bryndísi Möllu Elídóttur pró- fasti. Prestar og djákni kirkjunnar þjóna ásamt prófasti. Gengið verður til altaris. Félagar úr kór Kópavogs- kirkju syngja undir stjórn Lenku Má- téová, katnors kirkjunnar. Sunnudaga- skólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11 Guðbjörg Jó- hannesdóttir sóknarprestur þjónar, fé- lagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega boðin velkomin. Léttur hádegisverður að messu lok- inni. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kórinn Himnasmiður annast tón- listarflutning undir stjórn Braga Þórs Valssonar. Sr. Davíð Þór Jónsson þjón- ar fyrir altari og prédikar. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Henning Emil Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Með- hjálpari: Hanna Margrét Gísladóttir. Sunnudagaskóli kl. 13. Þema: Litir og föndur. Gleði, söngur, biblíusaga og brúðuleikrit. Í lokin verður í boði græna gjafir frá kirkjunni, föndur, litir, djús, ávextir og kex í skrúðhúsinu. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Söngur, sögur og leikir í sunnudaga- skólanum. Umsjón Kristrún Guð- mundsdóttir, Nanna Birgisdóttir og Ari Agnarssson. Kaffisopi eftir messu á Torginu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Öll börn eru velkomin kl. 13.30 þar sem Kristján kórstjóri ætlar að æfa nokkur lög með börnunumm til að syngja í messunni. Sr. Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn og barnakórinn sjá um tónlistina og Einar Aron verður með töfrabrögð. Eftir messu verður hoppu- kastali á lóðinni og boðið uppá pylsur og og annað góðgæti. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og endilega fjöl- mennið með börnin. Sandgerðiskirkja | Messa kl. 20. Félagar úr kirkjukórnum syngja undir stjórn Keiths Reed. Kynning á kór- starfinu. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til að mæta. SELFOSSKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Kirkjukórinn syngur, organisti er Edit A. Molnár, prestur er Arnaldur Bárðarson. Sunnudagaskóli kl. 11, umsjón Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum. Morgunbænir þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9.15. Kyrrðarstund miðvikudaga kl. 17. Sjáið allt um safnaðarstarf Selfoss- kirkju inn á selfosskirkja.is SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Bára leiða stund- ina. Helgi Hannesson spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Dagur líknar- og kærleiksþjónustu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Elísabet Gísladóttir, djákni, segir frá djákna- þjónustu. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum leiða almennan safnaðarsöng. Kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu eftir at- höfn. Morgunkaffi á miðvikudag kl. 9 og kyrrðarstund sama dag kl. 12. STOKKSEYRARKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Kirkjukóirnn syngur, organisti er Haukur Arnarr Gíslason, prestur Arnaldur Bárðarson. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa 17. Fé- lagar úr kirkjukórnum syngja undir stjórn Keiths Reed. Kynning á kór- starfinu. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til að mæta. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Upphaf fermingarstarfsins. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Matthild- ur Bjarnadóttir þjóna ásamt félögum í kór Vídalínskirkju og Kristínu Jóhann- esdóttur organista. Þórdís Linda Þórð- ardóttir syngur við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Fundur með foreldrum og fermingar- börnum vorsins 2023 eftir messu. Gospelgleði kl. 17. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, Davíð Sigurgeirsson og Gospelkór Jóns Vídalín. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Sóknar- bandið sér um tónlistarflutning og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar. Samvera með fermingarbörn- um og foreldrum að guðsþjónustu lok- inni. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Stóradalskirkja Minningar Frida fæddist á Mið-Kára- stöðum norður í landi 11. mars 1924, dóttir Ástu Gísladóttur og Benedikts Björnssonar. Átti hún tvær systur, þær Guðrúnu og Guðnýju, en Frida var skírð í höfuðið á föðurömmu sinni. Hún naut heimakennslu á bænum auk þess að ganga til farandkennara sem heimsótti næsta þéttbýlis- kjarna reglulega. Þangað fór hún ýmist á skíðum eða á hestbaki. Fridu þótti ákaflega vænt um hestana sína, hún var hraust og dugleg að hjálpa til við dagleg verk á bænum. Hreingerningar og eldamennska höfðuðu þó lítt til hennar, heldur kaus hún að vera við smalamennsku í fjöllun- um skammt frá bænum. Hún sótti þó húsmæðraskóla í Hvera- gerði og sagði frá því hvernig kartöflur voru soðnar í hverun- um og rúgbrauð bakað. Er hún hélt til Reykjavíkur og fékk vinnu kynntist hún eigin- manni sínum, Gustave Peterson frá Brooklyn í New York, á Hótel Borg. Hann starfaði þá við bandarísku herstöðina í Kefla- vík. Þau giftu sig árið 1948 og gerðu sér heimili í Farmingdale á Long Island í New York. Hún lærði ensku og kynntist menn- ingu nýs heimalands þar sem hún ól börn þeirra Gustave upp, Roy Asberg Peterson, fæddan 1948, Grace Svandis Christop- hersen, fædda 1949, Glenn Snorre Peterson, fæddan 1953, og Denise Kristine Ringnes, fædda 1960. Fjölskyldan fluttist til Coving- Frida Peterson ✝ Frida Peter- son, fædd í þennan heim Hólm- fríður Benedikts- dóttir á Hvamms- tanga á Íslandi, fékk friðsamlega brottför frá þessum heimi 7. ágúst 2022 í Covington í Washington. Frida verður jarðsett að ári liðnu við hlið foreldra sinna í Kirkju- hvammi á Hvammstanga hinn 12. ágúst 2023. ton árið 1966 þar sem Frida bjó til dauðadags. Hún varð ekkja árið 1968 og ól börn- in upp ein eftir það. Markmið hennar var að koma öllum börnum sínum til mennta í háskóla þar sem henni auðn- aðist það ekki sjálfri. Þetta ætlun- arverk hennar hafðist með spar- semi og miklum dugnaði en Frida starfaði við dyrasölumennsku, fyrst hjá Fuller Brush Company og síðar hjá snyrtivöruframleið- andanum Avon. Frida var mikil bjartsýnis- manneskja og jákvæð með af- brigðum. Hún hafði gaman af að taka til hendinni í garðinum, ferðast og baka eplakökur. Síð- asta heimsókn hennar til Íslands var árið 2015. Hún var hin mikla móðir fjölskyldunnar og fríum sínum á Íslandi varði hún á heim- ili fjölskyldu sinnar. Frida var félagslynd í eðli sínu og hafði gaman af samræðum yfir kaffi- bolla og smákökum. Barnabörnin áttu sér einstaka ömmu sem bjó yfir ríkulegri kímnigáfu, gætti þess vel að eng- inn væri svangur auk þess að luma ávallt á tyggigúmmíi með kanilbragði í veskinu. Henni þótti vænt um villt dýr sem leituðu í garð hennar, hvort sem þar fóru krákur, hreindýr eða kanínur, fóðraði þau og talaði við þau með sínum sérstaka íslenska hreim. Árið 1977 keypti hún rauða Toyotu Celica sem hún átti til dauðadags og engum nágrann- anna duldist hver var á ferð þeg- ar sá færleikur sást. Hún sinnti viðhaldi hússins sjálf og mátti oft sjá hana uppi í stiga að mála eða við hreinsun niðurfalla, jafnvel eftir að hún komst á tíræðisaldur. Guðný Benediktsdóttir (Lilla) systir Fridu lifir hana og það gera einnig börnin fjögur, 14 barnabörn og 29 barnabarna- börn. Að eigin ósk verður Frida jarðsett við hlið foreldra sinna í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Denise Ringnes. Því fækkar alltaf fólkinu sem maður heimsækir þegar maður kemur á æskustöðvarnar. Góa var ein af þeim sem alltaf voru heimsótt þegar við komum á Hofsós. Það var alltaf vel tekið á móti okkur og notalegt að sitja í litla eld- húsinu hennar og spjalla. Góa, eins og hún var alltaf kölluð, hét fullu nafni Svandís Jónasína Þoroddsdóttir. Hlýtt viðmót hennar og bjarta og hlýja brosið hennar vermdi inn að hjartarótum. Við systkinin erum svo lánsöm að hafa þekkt hana alveg frá fyrstu tíð þar sem hún og Eysteinn heitinn maður hennar voru nágrannar okkar og góðir vinir foreldra okkar. Þau áttu góða nágranna og vini, sem litu inn hjá þeim og voru boðnir og búnir að að- stoða þau á allan hátt, ekki síst Góa og Eysteinn. Það var gott að vita af þeim hjónum í næsta Svandís Jónasína Þóroddsdóttir ✝ Svandís Jónas- ína Þórodds- dóttir, Góa, fæddist 17. febrúar 1941. Hún andaðist 20. ágúst 2022. Útförin fór fram 2. september 2022. húsi við foreldra okkar þegar við vorum flutt í burtu og þau ein, sér- staklega á veturna þegar veður var vont. Eftir að faðir okkar og Eysteinn féllu frá má segja að samband móður okkar og Góu hafi styrkst enn meir. Góa kom reglulega til móður okkar á meðan heilsan leyfði og þær ræddust mikið við í síma. Oft fékk maður svarið „ég var bara að spjalla við hana Góu mína“ þegar síminn var búinn að vera lengi á tali heima. Það er ómetanlegt hvað Góa reyndist móður okkar vel og verður aldrei fullþakkað. Henni og öðrum góðum vinum eigum við það að þakka að móðir okk- ar fékk sínu heitustu ósk upp- fyllta; að fá að vera sem lengst í sínu húsi á Hofsósi. Blessuð sé minning Góu. Kæru Þórdís, Gunnar, Eydís, Silla og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð styrki ykkur og verndi. Kristinn (Kiddi) og Guðrún frá Grund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.