Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 ✝ Aðalbjörg Jak- obína Hólm- steinsdóttir fædd- ist 21. janúar 1926 á Grjótnesi á Mel- rakkasléttu. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 29. ágúst 2022. Foreldrar henn- ar voru Hólm- steinn Helgason, kennari, sjómaður, útgerð- armaður og oddviti sveit- arstjórnar m.m., f. 5. maí 1893 á Kálfaströnd við Mývatn, d. 29. apríl 1988, og kona hans Jóhanna Björnsdóttir, f. á Grjótnesi 3. júlí 1901, d. 5. jan- úar 2004. Systkini Aðalbjargar voru sex, í aldursröð: a) Björn Stef- án, tvíburabróðir Aðalbjargar, eiginkona hans var Jónína Ósk Pétursdóttir. b) Helgi Sigurð- ur, sambýliskona hans var Jensína Stefánsdóttir, þau slitu samvistir. c) Arndís Sigur- björg, eiginmaður hennar er Karl Jónsson. d) Jónas Maríus, eftirlifandi eiginkona hans er Edda Kjartansdóttir. e) Gunn- ar Þór, eiginkona hans var Guðrún Gunnarsdóttir. d) brekkuskóla. Þar lauk hún starfsævinni um sjötugt. Hún tók þátt í nokkrum náms- og kynnisferðum kennara á starfsferlinum. Þegar aðrir fóru að huga að sumarleyfum og ferðalögum fór Aðalbjörg að undirbúa sumarvinnuna. Flest sumur sjötta áratugarins fór hún norður og annaðist matseld fyrir starfsfólk á síldarsölt- unarstöð fjölskyldunnar. Þeg- ar því lauk fór hún og annaðist matreiðslu í veiðihúsi við Langá, síðan á sumarhótelun- um á Skógum og þá á Laug- arvatni. Nokkrar sumarvertíðir sá hún um og matreiddi fyrir starfsmenn í hvalstöðinni. Hún fór nokkur sumur sem afleysingakokkur á milli- landaskipum, í Miðjarðarhafið og víðar með Víkurskipum og í Ameríkusiglingar á skipum Eimskipa. Hún hafði alltaf sterkar taugar til æskustöðvanna, m.a. eignaðist hún hlut í jörðinni þar sem hún fæddist. Þar var æðarbúskapur. Hún fór norður á hverju sumri til stuðnings foreldrum sínum og þegar þau féllu frá keypti hún hús þeirra og hélt áfram að fara norður á hverju sumri á meðan heilsan leyfði. Útför Aðalbjargar fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag, 10. september 2022, klukkan 14. Baldur, eiginkona hans er Sigrún Guðnadóttir. Björn, Helgi og Jónas eru látnir. Aðalbjörg lauk barna- og ungl- ingaskóla á Rauf- arhöfn og síðan Héraðsskólanum á Laugum í Reykja- dal, vorið 1943. Í Húsmæðraskólan- um á Akureyri var hún vet- urinn 1946-1947. Stundaði nám í Húsmæðrakennaraskóla Ís- lands, lauk þaðan prófi 1950. Kennari við húsmæðraskól- ann á Laugarvatni 1950-1951. Hún kenndi matreiðslu á nám- skeiðum hjá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur, á árunum 1951 og 1952, og sumarið 1952 var hún með matreiðslunámskeið á Laugarvatni. Á vorönn 1952 var hún kennari við Hús- mæðraskólann á Ísafirði. Frá ársbyrjun 1953 var hún fast- ráðin kennari við húsmæðra- skólann í Reykjavík, m.a. með kvöldnámskeið í matreiðslu. Um 1960 fór hún að kenna matreiðslu og aðra hússtjórn við grunnskóla, fyrst við Vörðuskóla og síðar Hóla- Hún Adda frænka, móður- systir mín, varð 96 ára gömul og átti að baki langt og viðburðaríkt líf þótt síðustu árin rændu hana minninu og heyrninni og héldu henni fanginni í „Græna land- inu“. Nú er hún búin að fá hvíld- ina. Ég á um hana ótrúlega margar minningar, flestar góðar og sumar skondnar og ansi margar tengdar mat. Adda var að því leyti fyrirmynd að hún var sjálfstæð og algjör meistara- kokkur, enda vann hún sem mat- reiðslukennari lengst af. Þeir eru ótal munnarnir okkar afkom- enda systkina hennar og annarra ættingja og vina sem hún hefur mettað í gegnum tíðina. Enginn gerði eins góðar fiskibollur og hún, og til marks um það sneri hún stjúpsyni mínum sem taldi sig ekki geta borðað fisk þar til hann kynntist Öddu bollum. Fyrstu árin ein með strákana mína í Grænuhlíð kom ég oft heim eftir langan vinnudag og fann bakaðar brauðbollur snyrti- lega lagðar í bakka og poka á hurðarhúninum. Þetta var leið Öddu til að sýna ástúð og Jónas Hrafn og Elías Snær elskuðu þessar góðu matargjafir. Í fjöl- mörgum matarboðum gegnum tíðina á Háaleitisbrautinni reiddi hún fram gríðarleg býsn af góð- um mat, jafnvel þótt við litlu frændsystkinin kynnum nú ekki alltaf að meta það þá. Eins og þegar við helltum heilu glösun- um af rækjukokteilum út um svefnherbergisgluggann. Sem unglingur fannst mér hún full- ráðrík þegar hún lagði mér lífs- reglurnar í Sjónarhóli hjá ömmu og afa, en ég met margar af þeim nú. Adda vildi vera stoð fyrir okkur börn systkina hennar og sýndi það í verki þótt stundum gengi hún yfir strikið. Alltaf fylgdist hún með og spurði frétta sem var hennar leið til að halda til haga að við þrifumst. Ég bý að því að Adda frænka sýndi mér mikla umhyggju, hún fór með mér í ótal viðtöl um sveitir norð- urhjarans í rannsóknum á hög- um íslenskra bænda. Hún skott- aðist með mér í berjamó og fékk mig til að hjálpa til við kartöflu- rækt við Korpúlfsstaði og sýndi mér leynistaðinn sinn þar sem hún tíndi villtan rabarbara í sult- ur, svo fátt eitt sé nefnt. Einu sinni ól hún upp innbrotsþjóf sem villtist nótt eina á svefnher- bergisglugga í blokkinni. Henni fannst hann heldur ræfilslegur svo hún mataði hann, kenndi að borða súpu með reisn og vísaði honum að lokum ákveðin á dyr. Adda var ekkert blávatn, hún gat verið ósveigjanleg í samskiptum en eftir stendur að hún hefur gætt lífið mörgum ómetanlegum minningum. Nú fær hún hinstu hvílu á æskustöðvunum hjá ömmu og afa á Raufarhöfn, stað sem var hjarta hennar næst alla tíð. Hvíldu í friði elsku Adda mín. Anna Karlsdóttir og fjölskylda í Stokkhólmi. Í dag kveð ég hana Aðal- björgu frænku mína eða Öddu eins og ég þekkti hana ævinlega. Hún kallaði mig ævinlega nöfnu enda vorum við nöfnur, skírðar eftir sömu Aðalbjörginni. Ég ólst upp við það að þessi frænka mín væri sérstök, enda var hún það. Það var ekki fyrr en ég var kom- in á fullorðinsár að ég kynntist harmi þessarar frænku minnar, sem átti enga afkomendur eða maka á þeim tíma sem ég þekkti hana. Hún hafði kynnst sorginni, sorg þess sem finnur líf vaxa innra með sér en fær aldrei að upplifa það að sjá þetta sama líf koma í heiminn og draga andann, finna hvernig allt annað verður hjómið eitt. Við sem verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eign- ast börn og fáum að halda í hönd þeirra í stuttan tíma finnum að þetta er lífið, tilgangurinn. Í þá daga var ekkert til sem hét áfallahjálp og held ég að frænka mín hafi aldrei borið barr sitt eft- ir þessa lífsreynslu. Lífsreynslu sem varð í mínum huga til þess að hún lenti í útistöðum við fólkið sitt að ósekju, fólk sem hún hefði gjarnan viljað hafa í sínu lífi. Hún var þrátt fyrir allt frænd- rækin og fannst gott að vita af sem flestu sínu fólki. Mér var hún alltaf góð, ég á margar góðar minningar við matar- og köku- borð frænku minnar og hlýlega minnist ég þess hve hún passaði að kaupa jólagjafir handa börn- um mínum og pabba mínum, bróður sínum, fram á síðustu ár sín þegar hún var orðin of lúin til að geta búið heima. Það var oft uppspretta kátínu hvað kom upp úr pökkunum en alltaf vissi maður að gefið var af góðum hug. Hún gat líka verið stór- skemmtileg, orðheppin á þann hátt að hún fór frjálslega með merkingu orðtækja. Einhverju sinni hafði hún lent í árekstri á bíl sínum en henni þótti afar vænt um alla sína bíla enda táknuðu þeir frelsi hennar til að setjast upp í bíl og keyra norður á Sléttu þar sem hjarta hennar sló alla tíð. Þegar hún lýsti sam- stuðinu fyrir mér (og hún var án vafa í órétti blessunin) sagði hún manninn á hinum bílnum hafa komið „í loftköstulum“ yfir hæð- ina þar sem bílar þeirra skullu svo saman. Þegar maðurinn kom svo út úr bílnum til að ræða við hana var hann „alveg á háu sjöunni!“ Ég vænti þess að loft- köst og háa c-ið hafi verið það sem hún meinti en hitt var auð- vitað miklu skemmtilegra. Til eru góðar sögu af henni sem bíl- stjóra, sögur af löngum röðum á Miklubraut þar sem bíll hennar var stopp og einhvern tíma var bíllinn líka fastur í öðrum gír og þannig keyrði hún langar vega- lengdir … en þær verð ég að láta öðrum eftir. Elsku frænka mín, hvíldu í friði. Takk fyrir allan matinn, takk fyrir að hugsa til mín og barnanna minna, takk fyrir allar bollurnar og góðmennskuna sem þú sýndir mér alla tíð. Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir. Okkur systur langar að minn- ast Öddu Hólmsteins eins og hún var kölluð á okkar æskuheimili með nokkrum orðum, en hún lést á Skjóli í Reykjavík 96 ára gömul í lok ágúst sl. Margar minningar vakna þótt samskipti hafi verið lítil mörg síðastliðin ár og allar eru þær góðar. Tenging okkar við Öddu er í gegnum föður okkar heitinn, Halldór G. Stefánsson, sem fór í fóstur 10 ára til ömmu hennar og afa, hjónanna Aðalheiðar Páls- dóttur ljósmóður og Björns Stef- áns Guðmundssonar, sem bjuggu búi á Grjótnesi. Sérstakt má telja hversu mörg ungmenni af Sléttunni sem voru fædd 1910-1930 sóttu menntun suður. Þar á meðal var Adda sem lærði til hússtjórnar- kennara. Eftir að þau komu suð- ur efldist sambandið og þau fylgdust vel hvert með öðru og heimsóttu á víxl. Væntumþykja og stuðningur endurspegluðu samskiptin alla tíð. Adda kom oft í heimsókn til okkar á Bugðulækinn til að vera samvistum við foreldra okkar og við heimsóttum hana á Háaleit- isbrautina, þar sem hún hafði bú- ið sér fallegt heimili með falleg- um munum en stundum var heldur þröngt um þá. Adda var ekki bara menntað- ur hússtjórnarkennari, hún var líka snilldarkokkur og ógleyman- leg eru stórglæsileg „köld borð“ sem hún útbjó í fermingarveislur okkar systra. Í þá daga var hjónarúmið tekið upp og sett nið- ur í geymslu og inn var sett stórt borð hlaðið kræsingum. Það var hússtjórnarkennarinn Adda sem átti heiðurinn af öllum réttum sem þar voru á borð bornir. Hafði móðir okkar, sem var sjálf góður kokkur, ánægju og gleði af því að taka þátt, aðstoða og læra af. Árið 1997 heimsóttum við Öddu í hús hennar á Raufarhöfn. Það var mjög gaman að koma til hennar, hún höfðingi heim að sækja og greinilegt hve vel hún naut verunnar á Sléttunni. Kærar þakkir fyrir samveru liðinna ára, blessuð sé minning Aðalbjargar Hólmsteinsdóttur. Sigrún, Guðrún og Bryndís, dætur Emmu og Halla. Aðalbjörg J. Hólmsteinsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elskuleg eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona, frænka og vinkona, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR TONEY frá Akureyri, búsett í Noregi og í Bandaríkjunum, lést á Gjøvik sykehus í Noregi föstudaginn 2. september í faðmi fjölskyldunnar. Ryan Gene Toney Guðmundur Sigurjónsson Bryndís Ýr Viggósdóttir Íris Guðmundsdóttir Espen O. Pedersen Bjarki Guðmundsson Caspian, Tiril, Chloe, Sunny Steve M. Toney Debbie M. Perez ættingjar og vinir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, stjúpmóðir, systir og mágkona, HAFDÍS MAGNÚSDÓTTIR, lést á líknardeildinni í Kópavogi 4. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 16. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á líknardeild/Heru https://www.landspitali.is/um-landspitala/stydjum-starfsemina/ minningarkort/ Helga Bryndís Kristjánsd. Jóhannes Kristjánsson Andrea Líf, Stella Dís, Jóhannes Örn og Aron Leó Ragnar Ingi Magnússon Fatou N'dure Jóhanna Marteinsdóttir Smári Hilmarsson Okkar ástkæri SKARPHÉÐINN GUNNARSSON, Naustabryggju 5, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 4. september. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 15. september klukkan 13. Arndís Leifsdóttir Jóhanna Skarphéðinsdóttir Gunnar Pálmason Börkur Gunnarsson Embla Rún Skarphéðinsdóttir Jóhanna María Vignir Stefán Björn Karlsson Íris Telma Ólafsdóttir Höskuldur Eiríksson Svana Björg Ólafsdóttir Sæmundur Karl Aðalbjörnss. Lilja Huld Ólafsdóttir Ómar Pálsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR píanókennari, Lindasíðu 2, Akureyri, lést 5. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar SAK fyrir hlýja og kærleiksríka umönnun. Eyrún Halla Eyjólfsdóttir Örvar Sigurgeirsson Ingunn Eir Eyjólfsdóttir Jón Arnar Emilsson Guðmundur F. Eyjólfsson Hólmfríður Hulda Pálmarsd. ömmu- og langömmubörn Elskuleg eiginkona mín, móðir mín, dóttir, tengdadóttir, systir og frænka, HELGA ÞRÁINSDÓTTIR læknir, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 6. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 15. september klukkan 11. Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson Iðunn Lilja Guðmundsdóttir Þórdís Lilja Gísladóttir Þráinn Hafsteinsson Sigríður Jónsdóttir Sigurbjörn Guðmundsson Hanna Þráinsdóttir Margrét Stefanía Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.