Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.09.2022, Qupperneq 32
BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valskonur stigu eitt skref enn í átt aðÍslandsmeistaratitli kvenna í fót- bolta með því að vinna stórsigur á botnliði KR á Meistaravöllum í gær- kvöldi, 6:0, á meðan keppinautarnir í Breiðabliki töpuðu tveimur dýr- mætum stigum með markalausu jafntefli gegn ÍBV í Vestmanna- eyjum. Þar með er Valur sex stigum á undan Breiðabliki þegar fjórum um- ferðum er ólokið og framundan er viðureign liðanna á Hlíðarenda á þriðjudagskvöldið kemur. Það verð- ur síðasta tækifærið fyrir Blika sem verða að vinna til að halda í vonina um að ná titlinum úr höndum Vals- kvenna á lokaspretti deildarinnar. Valur myndi, með sigri á Blikum á þriðjudagskvöld, ná níu stiga for- skoti og þyrfti þá aðeins eitt stig til viðbótar. Breiðablik verður að vinna þann leik og treysta á að Valur tapi allavega einum leik í viðbót á loka- sprettinum til að krækja í titilinn. _ Í þremur síðustu umferðunum leikur Valur við ÍBV, Aftureldingu og Selfoss. _ Breiðablik leikur hins vegar við Aftureldingu, Selfoss og Þrótt. Breiðablik slapp reyndar með skrekkinn á rennblautum og erf- iðum Hásteinsvellinum í Eyjum því á 84. mínútu skaut Madison Wolf- bauer fram hjá marki Breiðabliks úr vítaspyrnu. ÍBV hefur heldur betur reynst Breiðabliki erfiður andstæðingur í ár en Eyjakonur unnu fyrri leik lið- anna á Kópavogsvelli, 1:0. Blikar fengu því eitt stig og skoruðu ekki mark í tveimur viðureignum liðanna. _ Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var KR-ingum erfið á Meistaravöllum. Hún lagði upp þrjú af fyrstu fjórum mörkum Vals og skoraði auk þess eitt sjálf. _ Valur vann fyrri leikinn við KR 9:1 og markatalan er því 15:1 í tveimur leikjum liðanna í ár. Staða KR-inga er að verða frekar vonlítil á botni deildarinnar. Þegar fjórum umferðum er ólokið er Vest- urbæjarliðið sex stigum frá því að komast úr fallsæti auk þess sem markatalan versnaði enn frekar í gærkvöld. KR verður að vinna Aft- ureldingu og Selfoss í næstu tveimur leikjum til að eiga raunhæfa mögu- leika á að halda sér uppi. Síðan á lið- ið eftir að mæta Þrótti og Þór/KA í tveimur síðustu umferðunum og þarf þá einhver stig þar í viðbót. Valur skrefi nær titilinum - Blikar töpuðu stigum í Eyjum Morgunblaðið/Eggert Drjúg Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp þrjú. 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 Besta deild kvenna KR – Valur ................................................ 0:6 ÍBV – Breiðablik....................................... 0:0 Staðan: Valur 14 11 2 1 42:6 35 Breiðablik 14 9 2 3 35:7 29 Stjarnan 14 8 3 3 33:14 27 Þróttur R. 14 8 1 5 27:17 25 ÍBV 14 6 4 4 19:21 22 Selfoss 14 6 3 5 15:12 21 Keflavík 14 4 1 9 16:28 13 Þór/KA 14 4 1 9 17:36 13 Afturelding 14 3 0 11 14:40 9 KR 14 2 1 11 13:50 7 Lengjudeild kvenna Fjölnir – Haukar ...................................... 1:2 FH – Fylkir............................................... 0:0 Augnablik – Tindastóll............................. 0:5 Staðan: FH 17 12 5 0 44:7 41 Tindastóll 17 12 4 1 41:13 40 HK 16 10 3 3 29:14 33 Víkingur R. 16 10 2 4 32:21 32 Fjarð/Hött/Leik. 16 7 5 4 32:22 26 Fylkir 17 3 9 5 15:19 18 Grindavík 16 5 2 9 13:28 17 Augnablik 17 4 1 12 18:36 13 Haukar 17 2 2 13 14:44 8 Fjölnir 17 1 1 15 8:42 4 2. deild kvenna Efri hluti: Fram – ÍA ................................................. 3:2 Staðan: Fram 14 11 2 1 35:10 35 Völsungur 13 9 3 1 43:14 30 ÍR 13 9 2 2 38:17 29 Grótta 13 8 4 1 47:12 28 ÍA 14 8 1 5 45:24 25 KH 13 4 1 8 34:35 13 Ítalía B-deild: Palermo – Genoa ..................................... 1:0 - Albert Guðmundsson var í leikbanni og lék ekki með Genoa. Frakkland París SG – Soyaux ................................... 2:0 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ónot- aður varamaður hjá París SG. Holland Volendam – Go Ahead Eagles................ 2:3 - Willum Þór Willumsson lék ekki með Go Ahead vegna meiðsla. B-deild: Oss – Jong Ajax........................................ 1:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik- inn og lagði upp mark Jong Ajax. Belgía B-deild: Beerschot – Lommel ............................... 0:1 - Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu hjá Beerschot. - Kolbeinn Þórðarson var ekki í leik- mannahópi Lommel. Tyrkland Alanyaspor – Ankaragücü ..................... 2:1 - Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Al- anyaspor. Danmörk B-deild: SönderjyskE – Hvidovre ........................ 3:2 - Atli Barkarson var ónotaður varamaður hjá SönderjyskE. 4.$--3795.$ Olísdeild karla Haukar – KA......................................... 27:21 Staðan: Grótta 1 1 0 0 31:20 2 Fram 1 1 0 0 33:26 2 Haukar 1 1 0 0 27:21 2 Stjarnan 1 1 0 0 33:28 2 Valur 1 1 0 0 25:24 2 Hörður 0 0 0 0 : 0 ÍBV 0 0 0 0 : 0 Afturelding 1 0 0 1 24:25 0 FH 1 0 0 1 28:33 0 KA 1 0 0 1 21:27 0 Selfoss 1 0 0 1 26:33 0 ÍR 1 0 0 1 20:31 0 Frakkland Chartres – Aix...................................... 34:27 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aix. Ivry – Cesson Rennes.......................... 23:27 - Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna meiðsla. Nantes – Chambéry............................. 30:21 - Viktor Gísli Hallgrímsson var ónotaður varamaður hjá Nantes. Séléstat – Dunkerque ......................... 28:29 - Grétar Ari Guðjónsson varði tvö skot í marki Séléstat. Ungverjaland Dabas – Veszprém............................... 21:30 - Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém. Svíþjóð Bikarinn, 16-liða úrslit, fyrri leikur: Guif – Sävehof...................................... 23:33 - Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof. %$.62)0-# Portúgalski knattspyrnumaðurinn Tiago Fernandes hefur framlengt samning sinn við Fram. Þetta til- kynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir út keppnis- tímabilið 2024. Tiago hefur verið í lykilhlutverki hjá Frömurum í ár en alls á hann að baki 16 leiki með liðinu í efstu deild þar sem hann hefur skorað 5 mörk. „Portúgalinn hefur átt frábært tímabil í bláu treyjunni og sýnt töfra sína í deild þeirra bestu,“ sagði í tilkynningu frá Fram. Verður áfram í Úlfarsárdalnum Ljósmynd/Kristinn Steinn Flinkur Tiago Fernandes hefur leik- ið vel með Fram á tímabilinu. Karim Benzema, fyrirliði knatt- spyrnuliðs Real Madríd á Spáni, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Þetta tilkynnti spænska fé- lagið á samfélagsmiðlum sínum. Benzema fór meiddur af velli í 3:0- sigri Real Madrid gegn Celtic í F- riðli Meistaradeildarinnar í Skot- landi á þriðjudaginn. Benzema er að glíma við meiðsli aftan í læri og er reiknað með að hann verði frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Benzema var útnefndur knatt- spyrnumaður Evrópu á dögunum. Blóðtaka fyrir Real Madríd AFP/Thomas Coex Meiddur Benzema leikur ekki með Real Madríd næstu vikurnar. Tindastóll tryggði sér í gærkvöld sæti í Bestu deild kvenna í knatt- spyrnu að nýju með öruggum 5:0- sigri á Augnabliki í 1. deildinni, Lengjudeildinni, á Kópavogsvelli. Stoppið reyndist því stutt í næst- efstu deild þar sem Tindastóll féll úr efstu deild á síðasta tímabili en tókst að koma sér upp í hana að nýju í fyrstu tilraun. Verður þetta í annað skiptið í sögu félagsins sem kvennaliðið leikur í efstu deild. Í gærkvöldi var staðan þegar orðin 4:0 þegar flautað var til leik- hlés, eftir að Melissa Garcia hafði skorað tvívegis og Hannah Cade og Murielle Tiernan sitt markið hvor. Í síðari hálfleik bætti Tiernan svo við öðru marki sínu og fimmta marki gestanna. Þegar ein umferð er eftir af Lengjudeildinni í ár er Tindastóll í 2. sæti með 40 stig, einu stigi á eftir toppliði FH. Tindastóll og FH mæt- ast einmitt í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn á Sauð- árkróki næstkomandi föstudag. Morgunblaðið/Eggert Gleði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fagnar innilega ásamt Bergljótu Ástu Pétursdóttur eftir að sæti í efstu deild var í höfn með 5:0-sigri liðsins á Augnabliki á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Aftur upp í efstu deild með stæl Enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið ákváðu í gær að fresta öllum leikjum helg- arinnar í öllum deildum vegna and- láts Elísabetar drottningar á fimmtudaginn. Þjóðarsorg er á Bretlandi og til- hlýðilegt þótti að fresta leikjunum þótt sú ákvörðun hafi verið gagn- rýnd víða í gær. Margir bentu á að það hefði verið farsælla að láta leik- ina fara fram og minnast drottn- ingar á þeim öllum og gefa bæði leikmönnum og áhorfendum þannig færi á að votta henni virðingu sína. Nýir leikdagar fyrir sjöundu um- ferðina í úrvalsdeild karla hafa ekki verið gefnir út en hún fer lík- lega ekki fram fyrr en eftir áramót þar sem leikið verður þétt fram að heimsmeistaramótinu sem hefst í Katar 20. nóvember. Fyrstu umferð í úrvalsdeild kvenna var frestað en þar áttu Dagný Brynjarsdóttir og samherjar í West Ham að mæta meistaraliði Chelsea á morgun. Engir leikir á Englandi um helgina KR – VALUR 0:6 0:1 Mist Edvardsdóttir 6. 0:2 Sjálfsmark 18. 0:3 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 44. 0:4 Ásdís Karen Halldórsdóttir 51. 0:5 Þórdís Elva Ágústsdóttir 69. 0:6 Elín Metta Jensen 73. MM Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Val) M Cornelia Sundelius (KR) Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR) Anna Rakel Pétursdóttir (Val) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Mist Edvardsdóttir (Val) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8. Áhorfendur: 85. ÍBV – BREIÐABLIK 0:0 MM Agla María Albertsdóttir (Breiða- bliki) M Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Hanna Kallmaier (ÍBV) Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (ÍBV) Eva Persson (Breiðabliki) Heiðdís Lillýardóttir (Breiðabliki) Dómari: Elías Ingi Árnason – 8. Áhorfendur: 63. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.