Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 35

Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 35
Aftur í ræturnar tók upp. Hún ber að mörgu leyti sterk höfundareinkenni frá Andr- ési, stíl sem hann hefur verið að hefla til allt frá byrjun í raun. Opnunarlagið, samnefnt plötunni, hefst á gítarklingi en svo eru þeir Magnús og Nicolas kynntir til leiks mætti segja, bassinn fær gott rými í blábyrjun og Magnús fyllir og vel upp (það tekur ekki margar millisekúndur að þekkja þann ótrúlega trommara og hans magnaða stíl). Lagið er „upp- tekið“, margt í gangi og mikið rennerí upp og niður skala en um leið … eru hlutirnir stóískir, ró- legir, passlegir, áferð sem einatt hefur fylgt sólóplötum Andrésar. Hæglætislegu tempói er þannig séð haldið út plötuna, hlemmi- skeið eru fá, og gítartónar Andr- ésar leika um alla framvindu. Þekkilegur hljómur að vanda og öll spilamennska þjónar lagasmíð- unum, engir stælar eða sýndar- mennska. Eitt lag brýtur þetta þó allhressilega upp. „Gagarin“ hefst temmilega eðlilega reyndar en fljótlega fer maður að finna fyrir einhverri ókennilegri spennu. Eins og eitthvað sé að fara að gjósa. Síðasta mínútan enda skruðningar og óhljóð, svona nokkurn veginn. Athyglisvert uppbrot á heildarflæðinu sem er í senn mjúkt og strítt mætti segja. Lagið „Spor“ er t.d. ágætis dæmi um hvernig platan hagar sér í heild. Hart og áleitið lag – en um leið eitthvað svo notalegt! Sama má segja um „Summer Night“. Bassinn leiðir okkur inn, þung- lamalegur (í lagi um sumarið!) og svo kemur gítarinn og rækilega er rifið í strengina. Magnús lætur burstana vinna yfirvinnu og út- koman undurfurðuleg í raun. Draugaleg smíð um sumarið? Þannig að, eins og þið sjáið les- endur góðir, heildarramminn er sannarlega aðlaðandi en ekkert er þó eins og það sýnist. Andrés er sæmilega þekktur alþjóðlega og reytingi af dómum farið að skola upp á land. Joshua Lee frá PrestoMusic er sáttur, lýsir tónlistinni sem „methen- ískri“ (með vísun í Pat Metheny) og hrósar meðleikurum Andrésar í hástert. Segir plötuna svala nautnum allra þeirra sem eru að leita að nýrri, norrænni gítartríó- tónlist af djasskyni. SimplyJazz- Talk er þá í hæstu hæðum einnig, bendir réttilega á hvernig heildarmyndin er jafnan meðvitað „til baka“ og næsta hógvær. Plat- an snúist fyrst og síðast um stemningu og áferð frekar en stök lög og vel hægt að taka undir það. En eins og fram hefur komið, Andrés kryddar rækilega þegar svo ber undir (sjá „Whisper“ sem ég er að hlusta á akkúrat núna, lag sem er nett sturlað. Bílskúrs- áhrif?). Annars er ég búinn að vera dulítið sósaður í íslenskum djassi að undanförnu; söngdansaplötum, framsæknum „án söngs“-plötum og ég veit ekki hvað og hvað. Íslenskur djass er í fullu fjöri nú um stundir. Hann svingar! » Heildarramminn er sannarlega aðlað- andi en ekkert er þó eins og það sýnist. Djassgítarleikarinn Andrés Þór á að baki gifturíkan feril og á nýjasta hljómdiski sínum leitar hann aftur til baka, til áranna er hann var að byrja þetta brölt. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þ að var gaman að hitta á Andrés Þór vegna þessarar plötu en hann renndi með gripinn niður í HÍ þar sem ég vinn alla jafna. Við föttuðum þá (erum jafnaldrar) að ég hef aldrei rætt við hann formlega um tónlist hans og í raun yfirleitt! Samt var eins og við þekktumst. Ég hef náttúr- lega fylgst með honum frá upp- hafi vega en aldrei snert á honum beint fyrr en nú. Einu sinni verð- ur allt fyrst. Platan Hereby, sem út kemur á vegum norsku útgáf- unnar Losen Re- cords, var tekin upp í júní 2021 í Sundlauginni af Birgi Jóni Birg- issyni í miðju kófi. Andrés leikur á gítar nema hvað, eigin tón- smíðar, en með honum þeir Nicol- as Moreaux (kontrabassi) og Magnús Trygvason Elíassen (trommur), nafn sem mér finnst eins og ég eigi að þekkja. Andrés hljóðblandaði svo sjálfur en Haf- þór „Tempó“ hljómjafnaði. Andrés sagði höfundi að vinnulagið við plötuna hefði minnt sig á það er hann var að byrja sem hljómlistarmaður, þegar hann eins og aðrir kúldraðist í bíl- skúrum og kjöllurum. Heimsfar- aldurinn setti fólk gjarnan í þessa stöðu og hann ákvað að gera eitt- hvað úr því, samdi þessa plötu og Heimkominn Andrés Þór rifjaði upp gömul og gegn vinnubrögð fyrir nýju plötuna. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 Sýning myndlistarkonunnar Önnu Hallin, „Komur og brottfarir“, verður opnuð í Höggmyndagarð- inum við Nýlendugötu 17a í dag, laugardag, klukkan 17. Höggmyndagarðurinn er óvenju- legt sýningarrými á mörkum al- manna- og einkarýmis, eins konar millirými. Í tilkynningu segir að í þessu verkefni gegni hann því hlut- verki að tengja saman ólík tilveru- svið. Anna Hallin vinnur innsetn- ingu úr leir á staðnum og er ferlið við gerð verksins mikilvægur hluti þess. „Komur og brottfarir“ fjallar um heimsókn veru úr annarri vídd sem framkallast og staldrar við í borgarrýminu um skeið áður en hún leysist upp og hverfur á ný. Önnur vídd Anna Hallin við gerð verks á sýningunni í Höggmyndagarðinum. Komur og brott- farir Önnu Hallin Aðalsteinn Ing- ólfsson sýningar- stjóri verður með leiðsögn um sýn- inguna Andlit úr skýjum – manna- myndir Jóhann- esar S. Kjarvals á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag, kl. 14. Í lok leiðsagnar- innar afhjúpar hann nýfundið mál- verk Kjarvals sem talið er vera af Láru miðli. Andlitsmyndir Kjarvals hafa skipað veglegan sess á yfirlitssýn- ingum á verkum listamannsins og samsýningum af ýmsu tagi en til þessa hefur sjónum ekki verið beint að þessum myndum sérstaklega. Segir frá manna- myndum Kjarvals Aðalsteinn Ingólfsson Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ empire moviefreak.com “ALADDIN FOR ADULTS” “A DIFFERENT KIND OF BLOCKBUSTER” “A GLORIOUS ONE-OF-A-KIND CREATION” EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.