Morgunblaðið - 10.09.2022, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.900 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
Ragnheidur Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég byrjaði að vinna þessa sýningu
út frá hugleiðingum um stöðu nátt-
úrunnar nú á tímum loftslagsbreyt-
inga og hvar við mannkynið stæðum
í því samhengi. Það er staðreynd að
loftslagsbreytingar eru mjög sýni-
legar við ströndina, bæði út af
hækkun sjávarborðs og breytingu á
hitastigi, bæði á sjö og á landi,“ seg-
ir Sigrún Alba Sigurðardóttir
sýningarstjóri haustsýningar
Hafnarborgar Flæðir að – flæðir
frá, sem opnuð verður í dag, laug-
ardag, klukkan 15.
„Svo á meðan Covid stóð yfir fór
ég að uppgötva ströndina á nýjan
hátt. Ég fór að fara í fleiri göngu-
túra og uppgötva hvað þetta er
merkilegt fyrirbæri.“ Standlengjan
sem fyrirbæri varð því að kjarna
sýningarinnar.
„Hafnarborg er mjög spennandi
bygging að vinna með. Hún er líka
mjög krefjandi en við reynum að
vinna með byggingunni. Staðsetn-
ingin er líka mjög góð, við þurfum
ekki að ganga nema nokkra metra
og þá erum við komin niður að sjó.“
Sigrún kynnti sér listamenn sem
unnu á einhvern hátt með ströndina
og samband manns og náttúru.
Listamennirnir sjö sem taka þátt í
sýningunni eru þau Alda Mohr Eyð-
unardóttir, Anna Rún Tryggva-
dóttir, Pétur Thomsen, Stuart Rich-
ardson, Studio ThinkingHand
(Rhoda Ting og Mikkel Dahlin Boj-
esen) og Tadashi Ono.
Urðu þau fyrir valinu meðal ann-
ars vegna þess að þau koma frá
löndum þar sem sjórinn gegnir
mikilvægu hlutverki. „Hann er auð-
vitað alls staðar mikilvægur en
kannski sérstaklega fyrir okkur sem
búum á eyjum. Þá er ég bæði að
hugsa um sjóinn sem lífæð og um
hækkun sjávarborðs og breytingar
á strandlengjunni. Og eins hvernig
ströndin er leiðin út í heim fyrir
okkur sem búum á eyjum og líka
það sem lokar okkur af.“
Listamennirnir eru frá Íslandi,
Japan, Færeyjum, Nýja-Sjálandi og
Danmörku, sem Sigrún bendir á að
sé vissulega ekki eyja en þó sé
ströndin Dönum mikilvæg. Allar
þessar þjóðir deili ákveðinni
reynslu.
Í samstarfi við náttúruöflin
Á sýningunni mætast ólíkir miðl-
ar. „Þrír listamenn vinna mest-
megnis með ljósmyndun og svo eru
þrír aðrir listamenn og hópar sem
vinna mjög mikið með efniskennd.
Eins og bæði Anna Rún Tryggva-
dóttir og Studio ThinkingHand sem
vinna mikið með aðrar lífverur. Þau
orða það þannig að þau vinni með
náttúrunni í stað þess að vinna með
náttúruna, og skapa verk í sam-
starfi við aðrar lífverur eða nátt-
úruöfl.“ Þá eru á sýningunni mynd-
bands- og textílverk auk
textaverka. Færeyski listamaðurinn
Alda vinnur með færeyska hand-
verkshefð en jafnframt með sam-
band manns og náttúru í verkum
sínum.
„Bæði Pétur og Tadashi vinna
með inngrip mannsins í náttúruna
og hvaða áhrif framkvæmdir hafa.
Tadashi er til dæmis að mynda flóð-
garða í Japan sem voru byggðir þar
eftir stóru flóðbylgjuna 2011. Þótt
það hafi verið nauðsynlegt vill hann
ekki horfa fram hjá því að þetta er
inngrip sem hefur áhrif á náttúruna
og upplifun og daglegt líf þeirra sem
búa við sjávarsíðuna. Í raun er Pét-
ur að vinna með svipað þema. Hann
er að vinna með þverun á Djúpafirði
fyrir vestan, þar sem er verið að
ryðja skóg og breyta náttúrunni til
þess að skapa meira samgöngu-
öryggi.“
Sigrún segir umhverfismálin,
samband manns og náttúru, brenna
á listamönnum samtímans. Hún
nefnir í því samhengi texta eftir
franskan heimspeking, Bruno La-
tour, sem hún las í tengslum við
gerð sýningarinnar. „Hann talar um
hvað við sem almennir borgarar
getum gert við allar þessar upplýs-
ingar um loftslagsbreytingar. Þetta
er allt svo hræðilegt og þá verður
fólk svo vanmáttugt.“ Latour setji
fram ákall til listarinnar, því að list-
in geti sýnt okkur hvernig hægt sé
að búa til annars konar líf og til að
mynda læra af öðrum lífverum.
„Listin getur átt það erindi að
hreyfa við fólki og breyta því hvern-
ig við upplifum samband okkar við
umhverfið.“
Minningar og ljósmyndir
Sigrún hefur í nógu að snúast
þessa dagana því fyrr í vikunni kom
út ný bók hennar sem ber titilinn
Snjóflygsur á næturhimni. „Ég hef
verið að skrifa töluvert um ljós-
myndun á síðustu árum, mikið
fræðitexta. En í þessari bók langaði
mig að færa út þau mörk af því að
þótt fræðitextinn sé til margra hluta
nytsamlegur og hjálpi til við þekk-
ingarsköpun þá nær hann ekki alltaf
utan um skynjun okkar á veruleik-
anum.“ Þess vegna hafi hún ákveðið
að færa sig út fyrir það form.
„Ég flétta inn minningabrot, eins
konar flísar úr flæði tímans í mínu
eigin lífi, sem ég spinn svo við til
þess að varpa ljósi bæði á hvernig
ljósmyndir virka og hvernig minn-
ingar virka og hvernig við notum
hvort tveggja til þess að tengjast
raunveruleikanum. Ég tala svolítið
persónulega í þessari bók um það að
eiga dóttur og að vera dóttir og
hvernig maður skapar tengsl milli
kynslóða í gegnum minningar og
ljósmyndir.“
Sigrún segir skemmtilegt að
vinna með þessa tvo miðla samhliða,
ljósmyndir og texta. „Maður vill ein-
hvern veginn geta notað orð til þess
að ná yfir allt en þau duga ekki allt-
af. Stundum hentar ljósmyndin bet-
ur til að koma einhverjum tilfinn-
ingum eða skynjun til skila, en hún
er samt ekki fullkomin.
Í bókinni eru bæði dæmi um
hvernig ég nota ljósmyndir í dag-
legu lífi og svo fjalla ég líka um ljós-
myndir eftir nokkra listamenn.“
Hún veltir þannig fyrir sér mun-
inum á listamönnum sem vinna með
ljósmyndir og áhugaljósmyndurum.
Um titilinn Snjóflygsur á nætur-
himni segir höfundurinn: „Þótt bók-
in fjalli um ljósmyndir og minningar
þá fjallar hún líka svolítið um það
sama og sýningin, það hvernig við
erum oft að reyna að ná tangarhaldi
á náttúrunni og í rauninni hvernig
það er ómögulegt. Snjóflygsurnar
eru svolítið gott dæmi um það. Ef
við reynum að grípa þær þá bráðna
þær bara.“
Sigrún segir það henta sér mjög
vel að vinna svona til skiptis í skrif-
um og sem sýningarstjóri. Það virki
í henni ólíkar hliðar.
„Ég held að mér þætti erfitt að
vera í sýningarstjóra- eða stjórn-
andahlutverki eingöngu. Það að
skrifa er ákveðin leið til þess að
tengjast sjálfum sér og umhverf-
inu.“
Morgunblaðið/Eggert
Erindi „Listin getur átt það erindi að hreyfa við fólki og breyta því hvernig við upplifum samband okkar við
umhverfið,“ segir Sigrún Alba, sem stýrir sýningu í Hafnarborg og sendir frá sér bókina Snjóflygsur á næturhimni.
Flísar úr flæði tímans
- Sigrún Alba Sigurðardóttir stýrir haustsýningu Hafnarborgar, Flæðir að – flæðir frá - Gefur
einnig út bók, Snjóflygsur á næturhimni, þar sem minningar og ljósmyndir eru helstu viðfangsefnin
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir
hlýtur heiðursverðlaun fyrir fram-
lag sitt til kvikmynda á TIFF, al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tor-
onto, sem hófst í vikunni og stendur
til 18. september.
Að því er fram kemur í vefritinu
Klapptré eru verðlaunin, sem köll-
uð eru „TIFF Variety Artisan
Award“, veitt listafólki sem borið
hefur af með framúrskarandi fram-
lagi til kvikmynda- og afþreyingar-
listar. Meðal fyrri verðlaunahafa
eru Ari Wegner, Terence Blanch-
ard og Roger Deakins.
Hildur hefur hlotið fjölda verð-
launa, ekki síst fyrir tónlistina í
þáttunum Chernobyl og kvikmynd-
inni Joker, en fyrir hana hreppti
hún Óskarsverðlaunin árið 2019.
Hún hefur einnig hlotið Golden
Globe-, BAFTA- og Grammy-
verðlaun.
Hildur samdi nýverið tónlist við
tvær bandarískar kvikmyndir. Önn-
ur, Tár eftir Todd Field, var á dög-
unum frumsýnd á kvikmyndahátíð-
inni í Feneyjum, en hinni, Women
Talking, leikstýrði Sarah Polley.
Hildur hlýtur heiðursverðlaun í Toronto
Margverðlaunuð Hildur Guðnadóttir með
Óskarinn sem hún hreppti fyrir Joker.
Sumarsýningu
Myndhöggvara-
félagsins, Hjólið
V: Allt í góðu,
lýkur um
helgina. Þetta er
sú fimmta í sýn-
ingaröðinni, sem
ráðist var í í til-
efni af 50 ára af-
mæli félagsins;
fjölbreytileg
verk eru sett upp í opinberu rými,
við hjóla- og göngustíga í hverfum
Reykjavíkur.
Á morgun, sunnudag, leiðir sýn-
ingarstjórinn Kristín Dagmar gesti
í göngu um sýninguna í fylgd lista-
manna. Gangan hefst við verk
Emmu Heiðarsdóttur við göngustíg
milli Hofsvallagötu 57 og 59 og end-
ar við Arnarhól. Leiðsögnin mun
taka um tvær klukkustundir og fer
fram á íslensku. Verkin á sýning-
unni gerðu, auk Emmu, Finnur
Arnar Arnarson, Geirþrúður Finn-
bogadóttir Hjörvar, Ragnheiður
Gestsdóttir, Sean Patrick O’Brien,
Steinunn Gunnlaugsdóttir, Ulrika
Sparre og Wiola Ujazdowska.
Gengið milli verka á lokadegi Hjólsins V
Verk eftir Emmu
Hreiðarsdóttur.