Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 40

Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 40
„Rólegur Snati, ég er 500 manns“ er heiti sýningar myndlistarmanns- ins Magnúsar Helgasonar sem verður opnuð í Listamönnum gall- eríi á Skúlagötu 32 í dag, laugar- dag, klukkan 16. Magnús hefur ver- ið mikilvikur í sköpun sinni um árabil og sýningar á verkum hans settar upp í mörgum helstu söfnum og sýningar- sölum landsins. Í tilkynninguu segir að Magnús, sem er búsettur á Akureyri, sé „kominn til höfuðborgar- innar með bílhlass af myndlist að norðan“. Hann sýn- ir „hressileg og grípandi málverk, samansett úr alls konar fundnum efniviði, unnin eftir geómetrískum að- ferðum“. Magnús sýnir hressileg og grípandi málverk hjá Listamönnum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nokkur tilboð hafa borist í ljós- myndir í myndaröðinni „Hafið er svart“ eftir Ægi Óskar Gunnars- son, en allur ágóði af sölunni renn- ur til kvenfélagsins Hringsins. „Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um kvenfélagið og stuðning þess við Barnaspítala Hringsins,“ segir Selfyssingurinn, en sölusýningin er í Listagjánni í Bókasafni Árborgar. Myndaröðin var valin sú besta í ljósmyndasamkeppni Morgun- blaðsins og 200 mílna í tengslum við sjómannadaginn fyrr í sumar og var hún birt í sérblaðinu 200 mílur 12. júní. „Myndirnar vöktu mikla athygli. Áhugi almennings á sjómannslífinu leyndi sér ekki enda tengjast því margir og ég fékk ótrúlega mikil og jákvæð við- brögð,“ segir Ægir. Hann er 1. vél- stjóri á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, sem Þor- björn hf. gerir út frá Grindavík. Ánægjan fyrir öllu Töluverður áhugi er á ljós- myndum og ljósmyndun í fjöl- skyldu Ægis. „Foreldrar mínir hafa alltaf tekið myndir þegar eitt- hvað hefur verið um að vera og stutt mig á sömu braut. Ég hef tek- ið myndir mér til gamans, en aldrei hvarflaði að mér að setja upp sýn- ingu, hvað þá að selja myndir til þess að hagnast sjálfur á þeim. Sölusýningin er samt staðreynd en hún veitir mér ekki peninga fyrir sjálfan mig heldur ánægju. Það er gaman að fara út fyrir þæginda- rammann og finna að aðrir njóti þess með manni en aðalatriðið er að styrkja góðgerðarsamtökin.“ Fyrir um 15 árum byrjaði Ægir að vinna sem vélstjóri á sjó. Hann segir að hver dagur sé öðrum líkur þótt vissulega sé meira líf í tusk- unum þegar góð höl fáist. Hann vinni á 12 tíma vöktum og dagarnir renni svolítið saman. „Eini mun- urinn á sunnudögum og öðrum dög- um er að þá fáum við beikon og egg í morgunmat.“ Einn daginn áttaði Ægir sig á því að í raun ætti hann engar skjalfest- ar minningar frá sjómannslífinu. Þá hafi hann byrjað að taka myndir af lífinu um borð og umhverfinu, fyrst og fremst fyrir sjálfan sig til þess að varðveita minningarnar, en fljótlega hafi félagarnir sýnt myndatökunum áhuga. „Ég tók myndir af þeim í vinnunni, setti þær á netið og fólk í landi hreifst með. Túrinn er yfirleitt um fjórar vikur og ég fann fljótlega að það létti lund fólks að sjá myndir frá sjómannslífinu.“ Christine Gísladóttir, tengda- móðir Ægis, er atvinnuljósmynd- ari. Hún sá um að skipuleggja sýn- inguna og er sýningarstjóri. „Ég er áhugaljósmyndari og hef aldrei tekið myndir með sýningu í huga, geri þetta eingöngu til þess að styrkja kvenfélagið,“ minnir hann á, en lágmarksboð í hverja mynd er 25.000 krónur. „Ég er mjög stoltur af myndunum og þeirri staðreynd að ágóðinn af sölu þeirra fer í að styrkja gott málefni.“ Hann áréttar að hann sé blautur á bak við eyrun þegar komi að ljósmyndasýningu en hann eigi góða að. „Mér var ýtt út í að setja upp sýningu á verk- unum og það varð úr með góðra vina hjálp,“ segir Ægir. Myndirnar verða til sýnis í Lista- gjánni á Selfossi til og með 18. september. Egg og beikon vikulega - Myndaröðin Hafið er svart seld til styrktar Hringnum Hafið er svart Ein myndanna í verðlaunuðu myndaröðinni. Á sýningunni Fjóla St. Kristins- dóttir, bæjarstjóri Árborgar, og Ægir Óskar Gunnarsson. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Valur er skrefi nær Íslandsmeistaratitli kvenna í fót- bolta eftir að hafa unnið stórsigur á KR, 6:0, í Vestur- bænum í gærkvöld á meðan keppinautarnir í Breiða- bliki töpuðu stigum í markalausu jafntefli í Vestmanna- eyjum. Valur og Breiðablik mætast næsta þriðjudags- kvöld í algjörum lykilleik í baráttunni um Íslandsmeist- aratitlinn en nú skilja sex stig liðin að. » 32 Valskonur juku forskotið á Blika ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.