Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 Baldur Þór Þorvaldsson verk- fræðingur telur, eins og margir fleiri, að Elliðaárnar séu og hafi lengi verið ein helsta prýði Reykjavíkur. Löngum hafi bæjarbúar tíðkað á góðviðris- dögum að fara þangað í skemmti- ferðir. Þar hafi borgarstjóri löngum „opnað“ árnar og síðustu árin „Reykvíkingur ársins“ einnig kall- aður til. Frægar myndir eru til frá veiðiskap forðum, og þar kom Kristján X. til veiða, og gekk vel við sögufrægan Sjávarfossinn, enda þá kóngur Íslands með öðru. - - - Rekur Baldur að borgin hafi sýnt umhverfinu þarna ríku- legan metnað en er óhress yfir afturför í þeim efnum: „Þar til nú hefur verið gengið mjög snyrti- lega frá með hlöðnu hraungrýti sem fellur vel að árbökkum og einnig að brúnum, gömlum og nýjum, sem þarna eru. - - - Í sumar hafa þar svo staðið yfir framkvæmdir vegna göngu- og hjólastíga. Þá bregður svo við að þar er allt haft með öðru svip- móti en fyrrum. Til stuðnings við kanta stíganna hefur verið hrúg- að upp stórgrýti. Það er allt í æpandi ósamræmi við umhverfi og fyrri frágang. - - - Hvað kemur til að svona er staðið að verki? Eru þeir sem hafa lagt þennan frágang upp ekki skilningsbetri á hvað fer vel á þessum stað með tilliti til umhverfisins, bæði fyrri mann- virkja og árbakkanna, eða eru einhverjir verktakar látnir brölta þarna um eftirlitslaust með stór- virkar vinnuvélar án eftirlits frá þeim sem stjórna framkvæmdinni hjá borginni?“ Baldur Þór Þorvaldsson Heggur sá sem … STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Eldsneyti hér heima hefur ekki lækkað í samræmi við það sem er að gerast í öðrum löndum, við sjáum ekki sömu þróun hér,“ segir Run- ólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB. Jarðefnaeldsneyti á bíla hefur þó lækkað frá því að það var í hæst- um hæðum í sumar og fór í um 350 kr/l. FÍB fylgist stöðugt með verð- þróun á eldsneyti í nágrannalönd- unum, einkum á Norðurlöndum. Runólfur segir að víðast hvar sé eins konar verðlagsrammi settur um mikilvægar neytendavörur. „Verðið t.d. í Danmörku tekur mið af heims- markaðsverði. Eldsneytisverðið hækkaði þar svipað og hér en nú eru þeir komnir töluvert undir okkur í verði. Við fylgdum uppsveiflunni og vorum jafnvel aðeins á eftir en nú hefur verðið sigið hægar hjá okkur,“ segir Runólfur. Eftir hádegi í gær var hæsta verð á einum bensínlítra 326,20 krónur hjá N1. Lítri af díselolíu kostaði þar 328,90 kr. og gilti það um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu var bens- ínið ódýrast hjá Orkunni eða 299,60 kr. lítrinn og 308,70 kr. lítri af dísel- olíu, samkvæmt gsmbensin.is. Lægsta eldsneytisverð er töluvert hærra úti á landi en á höfuðborgar- svæðinu. Þannig er lægsta verð á bensíni á suðvest- urhorninu 310,90 kr/l hjá Orkunni í Njarðvík og 316,10 fyrir lítra af dísil á sömu stöð. Á Suðurlandi var bensínið ódýrast hjá Orkunni í Hveragerði og á Selfossi 321,90 kr/l og dísel á 325,10 kr/l hjá Orkunni í Vík. Á Austurlandi var bensínið ódýrast hjá Orkunni á Egilsstöðum, Eskifirði og Nes- kaupstað 322,90 kr/l og dísel hjá Orkunni á Egilsstöðum 325,60 kr/l. Á Norðurlandi var bensínið ódýrast hjá Orkunni við Mýrarveg á Akur- eyri 299,60 kr/l og dísel á sömu stöð kostaði 308,70 kr/l. Á Vestfjörðum var ódýrasta eldsneytið hjá Orkunni á Ísafirði þar sem bensín kostaði 321,00 kr/l og dísel 323,70 kr/l. Á Vesturlandi var ódýrast að fylla á bensíntankinn hjá Orkunni í Baulu, Borgarnesi og Stykkishólmi fyrir 311,90 kr/l og dísel hjá Orkunni í Baulu og Stykkishólmi 316,70 kr/l. gudni@mbl.is Það gengur hægt að lækka eldsneytið - Er nú ódýrara í Danmörku en hér Runólfur Ólafsson Hinn árlegi ferðaþjónustudagur fór fram í gær í Norðurljósum í Hörpu. Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir deginum en á fundinum var fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu. Þá var einnig fjallað um áhrif greinarinnar á samfélagið og hvað þurfi til að tryggja jákvæða uppbyggingu til framtíðar. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásgeir Jóns- son seðlabankastjóri tóku þátt í deg- inum og rýndu í stöðu og samspil ferðaþjónustunnar við aðra þætti efnahagslífsins. „Ísland er aldrei land sem getur keppt í veðri,“ sagði Ásgeir á fundinum og bætti við að það besta við dýran bjór og enga sól væri að sleppa við versta hluta ferðaþjónustunnar sem að hans mati finnst á sólarströndum. Hann sagði að þeir sem kæmu til landsins væru tilbúnir að eyða peningum fyrir gæði. Við pallborðsumræðunnar sagði Bjarni að uppfæra þyrfti ís- lenska vinnumarkaðsmódelið í sam- ræmi við breytingar hagkerfisins og nauðsynlegt að taka meira tillit til þarfa atvinnulífsins. Nefndi hann sem dæmi að laun væru greidd í dagvinnu og yfirvinnu, sem að hans mati hentaði ekki grein þar sem fólk þyrfti að vera á vaktinni allan sólar- hringinn og fyrir fyrirtæki sem réðu til sín námsmenn. Ferðaþjónustudeginum fagnað í gær - Bjarni Benediktsson og Ásgeir Jónsson ræddu ferðaþjónustu og hagkerfið Pallborð Bjarni Benediktsson og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.