Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 10

Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 10
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Auka þarf gæði í þjónustu við ferðamenn sem hingað koma. Þetta segir Gréta María Grét- arsdóttir, forstjóri Arctic Advent- ures en fyrirtækið er afar um- svifamikið í afþreyingarþjónustu hér á landi. Hún segir að á mörg- um sviðum ferðaþjónustunnar sé mikil þekking og fagmennska til staðar en að helst halli á það svið sem fyrirtæki hennar starfar á. Gréta María er gestur Dagmála og fer yfir ferðasumarið sem nú er senn að baki. Það fór fram úr björtustu vonum allra spáaðila en Seðlabankinn gerir í líkönum sín- um ráð fyrir því að erlendir ferða- menn sem hingað koma í ár verði um 1,7 milljónir. Ekki eru margir mánuðir síðan sömu reiknilíkön gerðu ráð fyrir að gestirnir yrðu aðeins 1,4 milljónir. Leggja upp úr þekkingu Hún segir að Arctic Adventures leggi mikið upp úr því að starfs- menn fyrirtækisins búi yfir nægi- legri þekkingu og reynslu til að tryggja ánægjulega upplifun við- skiptavina fyrirtækisins. „Við erum með útlendinga í vinnu sem vita miklu meira um Ís- land en ég og þú og allir aðrir því þetta er þeirra ástríða. Það er gaman að sjá það og sjá hvernig við getum tekið þetta leiðandi hlutverk á markaði til þess að setja standardinn aðeins hærri.“ Segir hún alltof mikið um að fyrirtæki kasti til höndunum við að fá fólk til starfa. Verið sé að kalla eftir leiðsögumönnum með mjög skömmum fyrirvara á Fa- cebook-síðum. Ekki sé þá endilega spurt um færni eða þekkingu heldur hvort viðkomandi tali tungumál sem þörf er á í það skiptið og hvort viðkomandi geti farið í ferð sem taki einn eða fleiri daga. „Ég spyr hins vegar, er fólkið búið að læra fyrstu hjálp, er það með einhver réttindi eða er það með reynslu af því að fara í þessa ferð. Því við viljum að þeir sem koma til landsins fái ákveðin gæði í þjónustunni eins og í öllum öðr- um geirum. Ég er ekki að segja að þetta sé einhverjum að kenna.“ Eins og villta vestrið Hún segir að ferðaþjónustan verði að setja ákveðin viðmið þeg- ar kemur að þessum málum. Í dag sé ástandið eins og villta vestrið. „Þjóðgarðarnir hafa stigið ákveðin skref í þessa átt […]“ seg- ir hún en bendir á að það þurfi að setja reglur og að viðurlög þurfi við brotum. Gréta María segir merkilegt að sjá hvað Arctic Adventures komi vel undan tveimur hörmung- arárum í ferðaþjónustu 2020 og 2021. Fyrirtækið hafi náð að bregðast skjótt við í upphafi far- aldursins og dregið saman seglin. Þá hafi verið mjög ánægjulegt hversu margir reynslumiklir starfsmenn hafi komið aftur til starfa þegar faraldrinum lauk. Hún segir fyrirtækið einnig skoða með mjög gagnrýnum hætti hvar það leggi í mikla fjárfestingu. Í fyrra lögðu hluthafar fyrirtækinu til 500 milljónir króna í formi nýs hlutafjár, jafnvelt þótt efnahags- reikningur fyrirtækisins hafi verið sterkur. Byggja upp þjónustu í Alaska Það hafi t.d. verið styrkur í því þegar Arctic Adventures lagði út í fjárfestingu í bandarísku ferða- þjónustufyrirtæki nú í sumar í samfloti við PT Capital sem m.a. hefur fjárfest í fjarskiptamark- aðnum hér á landi. Segir hún fyrirtækið sjá mikla möguleika í uppbyggingu í hinu víðfema fylki Alaska í Bandaríkjunum. Fyrir- tækið sem fjárfest hafi verið í hafi fram að þessu fyrst og fremst sinnt sölumálum en nú sé hafin uppbygging á beinni veit- ingu þjónustu í afþreyingu eins og Arctic Adventures sinnir hér á landi. Gréta María segist ekki óttast þær aðstæður þar sem Ísland færi úr tísku meðal ferðamanna. „Það getur vel verið að við verðum ekki hipp og kúl en við erum þó áfram að fá gríðarlegan fjölda af fólki til landsins sem við viljum þjónusta vel. Og þá snýst þetta líka um hvernig við ætlum að hámarka þau gæði sem við höfum. Hafandi verið aðeins í sjávarútveginum, ef maður horfir til baka þar og hvað maður geti lært af því þar sem maður er einnig með náttúruauðlind, þá var ekki mikil verðmætasköpun í því þegar allir voru að fara í sína dagróðra og sækja eitthvað. Það hefur breyst og í dag er vel borg- að að vera í sjávarútvegi. Og það viljum við sjá líka í ferðaþjónust- unni að við förum að búa til meiri verðmæti og það þýðir væntan- lega að við munum sjá einhverja samþjöppun á markaðnum. En það mun líka þýða að þú munt geta greitt enn hærri laun og þá mun það skila sér til baka til samfélagsins.“ Mikilvægt að auka gæði þjónustu við ferðamenn - Forstjóri Arctic Adventures kallar eftir skýrara regluverki sem girði fyrir fúsk Áskoranir Gréta María Grétarsdóttir er forstjóri Arctic Adventures. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Þinn dagur, þín áskorun Hlýtt og notalegt 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Hæstiréttur mun taka fyrir mál nokkurra erfingja Sigurðar K. Hjaltested gegn Kópavogsbæ, sem varðar milljarðakröfur vegna eignarnáms bæjarins á Vatns- endajörðinni. Hinn 25. apríl 2014 var Kópa- vogsbæ birt stefna af hálfu erfingja Sigurðar, fyrrverandi ábúanda á Vatnsenda, þar sem bærinn var krafinn um að greiða dánarbúi Sig- urðar tæpa 75 milljarða króna vegna eignarnáms á landi Vatns- enda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Kópavogi gert að greiða dánarbúinu 989 milljónir Með dómi Héraðsdóms Reykja- ness 22. desember 2020 var Kópa- vogsbær sýknaður af öllum dóm- kröfum erfingjanna sem tóku til eignarnáms árin 1992, 1998 og 2000 en vegna eignarnáms Kópa- vogsbæjar 2007 var bærinn dæmd- ur til þess að greiða dánarbúi Sig- urðar 968 milljónir króna. Landsréttur sneri niðurstöðu héraðsdóms við eftir að málinu var áfrýjað, að því er varðar eignarnám bæjarins árið 2007, en staðfesti nið- urstöðu héraðsdóms að öðru leyti og sýknaði Kópavogsbæ þannig af öllum dómkröfum í málinu. Morgunblaðið/RAX Vatnsendahverfi Kópavogur er krafinn um háar fjárhæðir. Hæstiréttur tekur Vatns- enda fyrir - Kópavogsbær krafinn um 75 ma. kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.