Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 11
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 www.spennandi-fashion.isOpið: Mán-fös: 11-18 Lau: 12-15 NÝJAR VÖRUR FRÁ ÍTALÍU Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Nýjar vörur streyma inn Hágæða buxur frá B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni Skoðið netverslun laxdal.is Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Kr. 11.900.- Str. 36-48 5 litir Vesti „Rannsóknirnar sýna að undanfari eldgossins í Fagradalsfjalli var ólík- ur undanfara margra gosa í heim- inum og efnasamsetning hraunsins breyttist eftir því sem leið á gosið,“ segir í tilkynningu sem Háskóli Ís- lands gaf frá sér í tilefni þess að tvær greinar eftir jarðvísindafólk á Íslandi birtust í nýjasta hefti tíma- ritsins Nature. Greinarnar eiga það sameiginlegt að vera báðar um eld- gosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Í tilkynningunni er einnig tekið fram að mjög sjaldgæft sé að vís- indamenn á Íslandi fái tvær greinar birtar í sama hefti af Nature. Í annarri greininni er fjallað um hvernig aðdragandi eldgossins var frábrugðinn undanfara flestra ann- arra eldgosa í heiminum. Þar kemur fram að vikurnar fyrir gosið hafi ein- kennst af spennulosun í jarðskorp- unni en á síðustu dögunum fyrir gos- ið hafi hins vegar dregið úr jarð- skorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar. Það er ólíkt aðdraganda flestra eld- gosa. Í hinni greininni kemur fram að eldgosið í Fagradalsfjalli skeri sig frá öðrum gosum vegna þess hversu djúpt úr jörðinni hraunið kom. Þar kemur fram að kvika komi í lang- flestum tilfellum úr kvikuhólfi sem liggur á litlu dýpi í jarðskorpunni en kvikan úr gosinu 2021 kom af miklu dýpi. AFP Jarðvísindi Eldgosið í Fagradals- fjalli 2021 var mikið sjónarspil. Gosið ólíkt flestöllum gosum - Tvær íslenskar greinar í sama hefti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.