Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 16

Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 LC02 Leður Verð frá 339.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Sagan endar á sólarlagi. Ég mun ekki stofna fleiri flokka og ekki fara í meiri baráttu til réttlætis fyrir þá sem ég tel að þurfi stuðning,“ segir Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti undir Eyja- fjöllum, um tildrög bókarinnar Handrit – baráttusaga fullhugans, séra Halldórs í Holti. Hann skrifar sögu sína sjálfur og gefur út. Halldór segist hafa hugsað sér að segja sögu Holts og allra prestanna þar og þar yrði ofurlítill kafli um hann sjálfan. „Ég sá að mjög merkir klerkar hafa verið þar á undan mér, hver á sínu sviði. Mér fannst sú saga ósögð,“ segir Halldór. Hann leitaði til Óskars Guðmundssonar, sagn- fræðings og rithöfundar í Reyk- holti, um að skrifa sögu Holts. Hef- ur hann unnið að verkinu um tíma og er reiknað með að sagan komi út undir lok næsta árs. „Þegar ég spurði Óskar hvort hann þyrfti ekki að taka mig tali út af vinnunni sagðist hann myndu gúgla mig. Ég svaraði engu en þeg- ar ég kom heim og fór að gúgla sá ég að fyrst og fremst kom upp efni um mína baráttu og að oftast hefði ég tapað orrustunum. Þegar ég íhugaði málin betur fannst mér þó að ég hefði unnið stríðið,“ segir Halldór og getur þess að stundum hafi hans málstaður orðið ofan á löngu seinna. „Í ljósi þessa gat ég ekki annað en sest niður og skrifað sögu mína með hraði, fyrst sem handrit. Það merkir að hægt sé að taka þá sögu upp og breyta henni eftir minn dag því henni fylgja 150 fylgiskjöl sem ég mun afhenda Þjóðskjalasafni Ís- lands eða Skógasafni í lok janúar á næsta ári. Ég viðurkenni að ekki var auðvelt að skrifa söguna sjálfur þannig að ég fór að ráðum róm- verska stjórnmálamannsins Cícerós og skrifaði söguna í þriðju per- sónu,“ segir Halldór. Stoltur af köllun til preststarfa Halldór var ungur kallaður til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjöllum og þar varð ævistarf hans. Þangað fór hann með konu sinni Margréti Jónsdóttur Kjerúlf og elsta barni og hin börnin fæddust í Holti og ólust þar upp. Halldór kveðst stoltur af því að hafa verið kallaður til að verða prestur og fá að njóta handleiðslu og verða aftur og aftur bænheyrður í lífi sínu. Viður- kennir að það hafi ekki verið auðvelt að hafa sem prestur í þjónustu af- skipti af ýmsum málum og vilja leggja allt gott til og takast síðar á við óréttlætið í þjóðfélaginu. Titill bókarinnar vísar einmitt til baráttu höfundar í landbúnaðarkerf- inu, kirkjunni og stjórnmálunum. Helsti vettvangur hans, fyrir utan ræðustól á fundum, var Morgun- blaðið en í það hefur hann skrifað fjölda greina um þessi mál. – Þetta hefur verið mikil barátta en hverju telur þú þig hafa komið til leiðar með henni? „Fyrst þú spyrð þannig þá held ég að þátttaka mín í baráttu í landbún- aðarkerfinu, kirkjumálum og stjórn- málum sé að gleymast. Ég er með frumgögn sem yngra fólk þekkir ekki til og enginn hefur haft áhuga á að grennslast fyrir um þessa bar- áttu,“ segir Halldór og tekur dæmi. Hann segist hafa barist fyrir því með rökum að stuðningur við bænd- ur væri á þeim forsendum að neyt- endur fengju afurðirnar á lægra verði. Það hafi algerlega mistekist vegna þess að greiðslur miðist ekki við að bændur verði frjálsir að því að vinna á sinni jörð, eins og þeir sjálfir kjósi. Greiðslurnar eigi að hans mati að ganga til að viðhalda jörð og tryggja grundvöll fjölskyldunnar. Síðan geti bændur stundað þá fram- leiðslu sem þeir sjálfir kjósi, á eigin ábyrgð, og njóti þess sem þeir geri vel. Niðurgreiðslur búvara myndu þá aðeins renna til stærstu búanna til að tryggja lægra afurðaverð til neytenda og að ekki yrði framleitt meira en innanlandsmarkaður þyrfti með. Halldór tekur fram að hann hefði aldrei farið í baráttu sína í röðum hrossabænda og í landbúnaðarkerf- inu nema vegna þess að ráðuneytið reyndi að hindra allan útflutning kynbótahrossa með álagningu hás stofnverndarsjóðsgjalds sem bænd- ur þurftu að greiða áður en þeir fengu greitt fyrir hrossin. Þar hafi honum runnið blóðið til skyldunnar að hjálpa föður sínum, Gunnari Bjarnasyni, í baráttunni en hann hafði aflað markaða fyrir íslenska hestinn erlendis. Breytingar í kirkjunni Halldór varð snemma virkur í kirkjumálum í sínu héraði og var kosinn á kirkjuþing. Hann lagði sig strax fram við að stuðla að breyttum starfsháttum í þjóðkirkjunni og fékk áhrif í því efni með því að vera skip- aður í starfsháttanefnd árið 1974. Störf nefndarinnar mörkuðu tíma- mót í vinnu við breytingar í kirkj- unni. Síðar tók hann þátt í samn- ingum við ríkið um stöðu kirkjujarða og prestssetra. „Það tóku við mörg erfið ár. Mér fannst að við ættum að virkja leik- menn til að taka ábyrgð á fjármálum kirkjunnar en þau voru í höndum biskups. Öll þessi mál kostuðu átök sem ég virtist tapa. Staðan í dag er hins vegar sú að nýtt kirkjuþing er að takast á við fjármál kirkjunnar og taka þau úr höndum biskups,“ segir Halldór. Stofnaði tvo flokka Halldór var lengi starfandi í Sjálf- stæðisflokknum en tók síðar þátt í stofnun Flokks heimilanna og Flokks fólksins og átti síðan stutta viðkomu í Miðflokknum áður en hann hætt afskiptum af stjórn- málum, að eigin sögn. Hann segir að vegna þess að hann var kallaður með sérstökum hætti til starfa fyrir fólkið í Holtsprestakalli á sínum tíma hafi hann ekki getað hugsað sér að hafa afskipti af stjórn- málum. „Þegar átök urðu í Sjálf- stæðisflokknum um Gunnar Thor- oddsen fannst mér að ég yrði að stíga fram og í framhaldi af því fór ég að taka þátt í störfum flokksins með ýmsum hætti. Var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu og sat um tíma í miðstjórn. Þegar hrunið varð og Sjálfstæðis- flokkurinn brást var útilokað annað en að standa að myndun stjórnmála- flokks um þau mál, fyrst Flokks heimilanna og síðan Flokks fólksins. Því lauk með því að ég virtist ekki ná árangri. Ég er þó að sjá einhver mál færast til betri vegar. Til dæmis er að vaxa skilningur á því að ekki er hægt að taka lífeyrissjóðsinneign sem fólk hefur lagt til hliðar til eldri áranna og nota í þágu ríkisins.“ Í framhaldi af stjórnmálastússinu vildi Halldór gjarnan hjálpa eldri borgurum í sinni baráttu og lagði til ákveðnar breytingar á vettvangi Samtaka eldri borgara. Hann hlaut hins vegar ekki brautargengi þegar hann bauð sig fram til forystu. „Lík- lega var það álit á mér í þeirra hópi það sama og hjá bændum og stjórn- málamönnum, að ég væri of ungur og örgeðja,“ segir Halldór. Gáfu ekki hlut sinn – Hvað er það í þér sem veldur því að þú ert alltaf til í slaginn? „Ég er kominn út af sérstökum ættum. Í móðurætt er ég kominn út af prestum og biskupum og tel mig hafa verið góður fulltrúi þeirra. Hin ættin er athafnamanna. Annars veg- ar úr Húnavatnssýslu, frá Kristjáni ríka í Stóradal. Hann gaf aldrei sinn hlut, ekki frekar en forfeður hans nokkrir, hvorki á móti prestum, pró- föstum né hirðstjórum. Sonur hans var Benedikt prestur og prófastur á Grenjaðarstað hvers kona var Reg- ína Magðalena Sívertsen, komin út af Bjarna riddara í Hafnarfirði sem var fátækur en giftist ríkri ekkju og varð forystumaður í sjávarútvegi. Þegar nær mér dregur nefni ég einnig afa minn, Bjarna Benedikts- son, útgerðarmann á Húsavík, en hann var forystumaður þar og lét ekki hlut sinn fyrir Jónasi frá Hriflu. Síðan nefni ég föður minn, Gunnar Bjarnason, sem var landsþekktur fyrir að berjast fyrir sínum hug- sjónum.“ Kynning í dag Halldór Gunnarsson kynnir bók sína fyrir ættingjum, vinum og sér- legum áhugamönnum í safnaðar- heimili Grensáskirkju á morgun, föstudag, klukkan 15. Eftir það verður hún til sölu í bókabúðum. Oft sagður of ungur og örgeðja - Séra Halldór Gunnarsson sem kenndur er við Holt undir Eyjafjöllum gefur úr baráttusögu sína - Sigldi á móti straumnum í umræðum um breytingar í landbúnaðarkerfinu, kirkjunni og stjórnmálum Morgunblaðið/Eggert Brosmildur Halldór Gunnarsson segist sestur í helgan stein og hættur að beita sér í þjóðmálum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.