Morgunblaðið - 15.09.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 15.09.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 DELSON 3.0 15.995 kr./ St. 41-47,5 MEÐ MJÚKU INNLEGGI OG TEYGJUREIMUM KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS HERRA GÖTUSKÓR SKECHERS Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 50% afsláttur af öllum útsöluvörum í fullum gangiÚtsalan * Undirföt * Sundföt Náttföt * Náttkjólar * Sloppar Vefverslun selena.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð dýpkun Grynnslanna fyrir utan Hornafjarðarós sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samið var við Björgun ehf. að vinna verkið fyrir tæpar 126 milljónir króna. Hið nýja sanddæluskip félagsins, Álfsnes, mun annast dýpkunina. Fyrirhuguð framkvæmd felst í dýpkun siglingaleiðar um Grynnsl- in við Hornafjarðarós og hins vegar efnislosun í sjó. Áætlað efnismagn er 300.000 rúmmetrar og verður 130 þúund rúmmetrum dælt af hafsbotni í fyrsta áfanga. Mikilvægt var talið að ljúka verkinu fyrir síld- ar- og loðnuvertíðir á komandi vetri. Í greinargerð Sveitarfélagsins Hornafjarðar segir að Grynnslin séu sandrif sem takmarki djúpristu skipa sem sigla yfir þau en meðal- dýpt á þeim sé talin 7-7,5 metrar. Skip sem sigla um svæðið risti mest 6,8-7,4 metra. Núverandi aðstæður við Grynnsl- in hafi þannig áhrif á skipulagn- ingu veiða og vinnslu á Hornafirði og áhrif á þróunarmöguleika út- gerðar á Hornafirði. Reglulega verði tafir á siglingum um Ósinn og Grynnslin yfir vetrar- mánuðina vegna ölduhæðar en upp- sjávarskipin, sem rista mest á sigl- ingu sinni yfir Grynnslin, geti ekki siglt ef ölduhæð fer yfir 3-4 metra. Taka skipin oft niður á siglingu sinni yfir Grynnslin og eiga það einnig til að stöðvast í þeim miðjum. Tilgangur framkvæmdar- innar sé því að dýpka siglingarás um Grynnslin niður í 11 metra dýpi svo skip geti siglt í flestum veðrum. Dýpkun á þessu svæði sé ekki ákjósanleg frá nóvember fram í apríl vegna „háöldu“. Efnislos- unarsvæðið sé 150 x 150 metrar að stærð og staðsett 5 km suðaustan af Hvanney. Botndýralíf fábrotið Í greinargerð Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að úttekt hafi verið gerð árið 2022 á botn- dýralífi í grennd við fyrirhugað los- unarsvæði á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Niðurstöðurnar hafi sýnt að botnsetið sé fínkorn- óttur sandur og botndýralíf á sýna- tökustaðnum sé tiltölulega fábrotið. Ekki sé þar mikil tegundaauðgi en öldurótið, með tilheyrandi setflutn- ingum á svæðinu, sé talið valda því að botndýr eigi erfitt uppdráttar á svæðinu. Engar fágætar tegundir fundust í sýnum. Morgunblaðið/sisi Álfsnesið Hið nýja sanddæluskip Björgunar mun dýpka Grynnslin við Höfn. Grynnslin ekki í umhverfismat - Álfsnesið dýpkar við Hornafjörð Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég lít á þetta sem mjög jákvætt skref í þá átt að íslenskir háskólar vinni meira saman. Það er mikilvægt gagnvart þeirri mjög öflugu sam- keppni sem við munum mæta frá skólum um allan heim á næstu 5-10 árum í stafrænni miðlun náms,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Há- skólans á Akureyri. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og ný- sköpunar, hefði sett á fót tveggja milljarða sjóð sem á að stuðla að auknu samstarfi íslenskra háskóla. Sjóðurinn er fjármagnaður á fjár- lögum og verður allt að einum millj- arði úthlutað þegar á þessu ári og sambærilegri upphæð á hinu næsta. Eyjólfur segir að íslenskir háskólar verði að vera samkeppnishæfir og sjóðurinn muni hjálpa þar til. Hann getur þess að HA eigi þegar í góðu samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og háskóla í Skot- landi. „Þessi sjóður er viðurkenning á að þetta er góð leið til að fara. Ég horfi til þess að þetta sé fyrsta skrefið í að átt að öflugra samstarfi og öfl- ugra háskólastarfi,“ segir rektor. Hann segir enn fremur að þegar sé farið að ræða það innan HA hvaða verkefni eig að setja á oddinn og óska eftir fjármagni vegna. Sjóðurinn opni á nýja möguleika en einnig sé grund- völlur til að ræða aftur eldri hug- myndir sem ekki hafi verið unnt að framkvæma. „Það er kærkomin til- breyting að ræða umgjörð náms í landslagi þar sem er ekki þrýstingur á niðurskurð.“ Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rekt- or Háskólans á Bifröst, kveðst fagna áformum um þennan nýja samstarfs- sjóð og hrósar ráðherra í hástert. „Þetta er enn eitt dæmið um að hún er hugrakkasti ráðherra lýðveld- issögunnar. Hún býður öllum upp á að vera gerendur frekar en þolendur. Það fær fólk til að hugsa stórt, hugsa um það hvernig háskólamenntun á Íslandi getur orðið betri.“ Margrét segir ennfremur að á Bif- röst séu þegar nokkur samstarfs- verkefni í gangi. Nefnir hún til að mynda íslenskukennslu á netinu fyrir alla og samstarf við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri. „Þekking verður til í samstarfi og jákvæðu um- hverfi og nú förum við að skoða fleiri tækifæri. Við höfum svo margt að vinna.“ Jákvætt skref í harðri samkeppni um nemendur - Nýr sjóður muni auka samkeppnishæfni háskólanna Eyjólfur Guðmundsson Margrét Jónsdóttir Njarðvík Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskóli Búast má við að meira líf færist í háskólastarf á næstu árum vegna breytinga sem nú er stefnt að. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.