Morgunblaðið - 15.09.2022, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
Útsölustaðir: Apótek, heilsubúðir, heilsuhillur stórmarkaðanna og Heimkaup.is
EPLAEDIK
HEFUR ALDREI SMAKKAST BETUR!
AÐEINS EIN
TAFLA Á DAG
1000 MG EPLAEDIK
Í EINNI TÖFLU
100% HREIN OG
NÁTTÚRULEG VARA
SYKURLAUST
ÁN GELATÍNS OG ALLRA
GERVI- LITAR- OG BRAGÐEFNA
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Samgöngustofa hefur hafið vinnu við
að skilgreina siglingaleiðir á innsævi
við Ísland sem til þessa hefur aðeins
verið gert við Reykjanes. Vaxandi
umsvif fiskeldisfyrirtækja og aukin
umferð skemmtiferðaskipa úti fyrir
Vestfjörðum og Austfjörðum skapar
þörf fyrir skilgreindar siglingaleiðir,
að því er fram kemur í svari Sam-
göngustofu við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
„Siglingar aukast ár frá ári og sér-
staklega hefur umferð skemmti-
ferðaskipa við landið aukist undan-
farin ár. Önnur starfsemi, s.s.
fiskeldi, hefur einnig vaxið hratt í
fjörðum landsins. Viðbúið er að ýmis
starfsemi þrengi að siglingum og
geti haft áhrif á siglingaöryggi. […]
Skoðuð eru drög að strandsvæðis-
skipulagi Austfjarða og Vestfjarða
til að leggja mat á hvar helst þurfi að
skilgreina siglingaleiðir,“ segir í
svarinu.
Með því að skilgreina siglinga-
leiðir skapast öruggar leiðir til sigl-
inga án hindrana sem dregur úr
hættu þegar mikil umferð er á um-
ræddu svæði. Leiðirnar eru merktar
á sjókort og verður stýrt með sjó-
merkjum, eftir þörfum.
Rétt að byrja
Vinnan er í startholunum og segir
í svarinu að starfshópurinn, sem hef-
ur með málið að gera, hafi aðeins
hist einu sinni. Til stendur að skýra
enn betur hlutverk og ábyrgð hans.
„Starfshópurinn vinnur að skil-
greiningu út frá þekkingu og
reynslu sérfræðinga auk þess sem
stuðst verður við gögn erlendis frá. Í
vinnunni hafa tekið þátt sérfræð-
ingar Landhelgisgæslu Íslands,
Skipstjórnarskólans, Félags skip-
stjórnarmanna, Skipulagsstofnunar
og Samgöngustofu.“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjóför Rekstrarumsvif fiskeldis hafa stóraukist í íslenskum fjörðum. Aukin
umferð vegna þess gerir skilgreindar siglingaleiðir nauðsynlegar.
Aukin skipaumferð
krefst siglingaleiða
- Ætlað að auka öryggi sjófarenda
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Eltak hefur átt í samstarfi við
bandaríska fyrirtækið Ohaus um
hönnun nýrrar vogar sem verður
frumsýnd hér á landi á sjávarút-
vegssýningunni í Laugardalshöll í
næstu viku. Jón-
as Á. Ágústsson
framkvæmda-
stjóri Eltaks full-
yrðir að vogin sé
hlaðin nýjungum.
Eltak valdi
nokkur fisk- og
kjötvinnslufyrir-
tæki hér á landi
til að taka þátt í
prófunum á vog-
inni sem stóðu í
heilt ár. Vogin nefnist Ohaus De-
fender 6000-XW.
Hún er hönnuð fyrir notkun í erf-
iðu umhverfi í kjöt- og fisk-
vinnslum, og hentar einstaklega vel
í sjávarútvegi, að sögn Jónasar.
„Samkvæmt þessum IP-mælikvarða
– sem er alþjóðlegur mælikvarði
fyrir vatnsheldni vatnsvarinna
tækja, það er að segja hve vel þau
verja rafmagnsbúnað fyrir vatni –
er vogin algjörlega vatnsvarin. Hún
er með IP-69 en hér áður fyrr voru
tækin með IP-67 og IP-68. Vogin er
öll smíðuð úr ryðfríu stáli í hæsta
gæðaflokki, 316 ,“ útskýrir hann.
Hann segir jafnframt hönnun
vogarpallsins sjálfs vera nýjung.
„Það er ekki hefðbundin stálkápa
yfir voginni heldur er hægt að þrífa
hana alla – jafnvel þar sem kraft-
neminn er – án þess að lyfta
nokkru. Við vorum ekki alveg sann-
færðir með okkar 30 ára reynslu,
eða mína 40 ára reynslu, um hvort
þetta væri í lagi, en þetta stenst allt
vegna þess að nemarnir í dag eru
allir með vörn gegn vatni og þolir
því rafbúnaðurinn þetta.“
Samskiptin við vogina eru snerti-
laus að sögn Jónasar, sem útskýrir
að tækið geti fylgt fyrirmælum sem
gefin eru með handahreyfingum.
„Þú þarft bara að lyfta upp hend-
inni og þá núllstillir hún sig sjálf.“
Þá eru innbyggðar tengingarleið-
ir fyrir meðal annars þráðlaust net,
Bluetooth og usb. „Þannig er hægt
að eiga samskipti við vogina á ýms-
an máta sem gerir notandanum
kleift að gera sinn eigin hugbúnað
sem les upplýsingarnar úr tækinu.
Það er andstætt flestum framleið-
endum sem eru með læstan hug-
búnað.“
Kynna vog með mestu
vatnsheldni sem til er
- Hönnuð í samstarfi við Eltak - Prófanir á Íslandi
Ljósmynd/Eltak
Vatnsheldni Vogin var heilt ár í prófunum hjá fleiri fyrirtækjum hér á
landi og á grundvelli reynslu notenda var reynt að fullkomna tækið.
Jónas Á.
Ágústsson
Samstarf
» Eltak hefur í 30 ár sérhæft
sig í sölu og þjónustu á vogum
og öðrum búnaði til vigtunar,
skömmtunar, vörufrágangs og
pökkunar, gæðaeftirlits og
skynjunar.
» Fyrirtækið hefur í átta ár
haft umboð fyrir Ohaus á Ís-
landi og á þeim tíma selt mikið
magn af vogum.
» Ohaus er með höfuðstöðvar
í New Jersey í Bandaríkjunum.
Afurðaverð á markaði
14. september,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 494,85
Þorskur, slægður 482,74
Ýsa, óslægð 364,01
Ýsa, slægð 344,23
Ufsi, óslægður 226,22
Ufsi, slægður 249,23
Gullkarfi 277,66
Blálanga, óslægð 277,00
Blálanga, slægð 264,31
Langa, óslægð 347,35
Langa, slægð 372,95
Keila, óslægð 115,69
Keila, slægð 200,87
Steinbítur, óslægður 118,91
Steinbítur, slægður 351,54
Skötuselur, slægður 546,47
Grálúða, slægð 10,43
Skarkoli, slægður 471,34
Þykkvalúra, slægð 452,55
Langlúra, óslægð 261,65
Langlúra, slægð 267,59
Sandkoli, óslægður 97,89
Sandkoli, slægður 32,00
Skrápflúra, óslægð 13,92
Skrápflúra, slægð 12,68
Gellur 1.209,88
Hlýri, óslægður 214,00
Hlýri, slægður 300,57
Kinnfiskur/þorskur 856,00
Lúða, slægð 511,83
Lýsa, óslægð 101,54
Lýsa, slægð 147,06
Skata, slægð 84,19
Stórkjafta, slægð 166,83
Túnfiskur slaegt 323,00
Undirmálsýsa, óslægð 43,12
Undirmálsýsa, slægð 55,00
Undirmálsþorskur, óslægður 210,34
Undirmálsþorskur, slægður 230,99
Urrari 13,19