Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 15. september 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 137.69 Sterlingspund 161.42 Kanadadalur 106.14 Dönsk króna 18.839 Norsk króna 14.012 Sænsk króna 13.204 Svissn. franki 144.9 Japanskt jen 0.9696 SDR 180.02 Evra 140.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.2847 þjónustu í hæsta gæðaflokki, eins og þeir orða það. Aðspurður segir Sigurður að mikil uppsveifla sé hjá fyrirtækinu núna eftir að hafa verið starfandi frá árinu 2014. Starfsmannafjöld- inn hafi meira en tvöfaldast á þessu ári. „Við erum sautján núna en vorum sex í janúar sl.“ Hann segir fyrirtækið reka rúm- lega tvö þúsund hleðslustöðvar. „Við höfum náð að vaxa með þess- ari þróun í rafvæðingunni. Það skildi okkur enginn í fyrstu en við erum núna að uppskera eftir allt erfiðið. Mikilvægt fyrir markaðinn Verkefni sem þetta er gríðar- lega mikilvægt fyrir rafbílamark- aðinn, sér í lagi til þess að viður- kenna rafmagn sem valkost. Skráningartölur nýrra bifreiða sýna glöggt að sífellt fleiri kjósa að nýta rafmagn. En rafbíll er ekki einungis fyrir einstaklinga. Hann er einnig fyrir fyrirtæki og viðskiptavini hjá bílaleigum, not- endur sem alla jafna hafa ekki að- gang að heimahleðslu. Öflugir inn- viðir með góðu aðgengi eru því mikilvægt framlag fyrir þennan nýja notendahóp sem við sjáum vaxa hratt,“ segir Sigurður. Frosti segir spurður um valið á Ísorku sem samstarfsaðila að fé- lagið hafi staðið frammi fyrir því að vinna verkefnið allt innanhúss eða fara þá leið að vinna með sam- starfsaðila. „Við hefðum þurft að byggja upp talsverða þekkingu innanhúss og fjárfesta í innviðum sem mögulegur samstarfsaðili væri nú þegar búinn að gera. Við höfum átt gott samstarf við Ísorku fram til þessa og nú tökum við stærra skref með þeim inn í fram- tíðina.“ Þær staðsetningar sem fyrstar verða rafvæddar eru Olís-stöðv- arnar á Akranesi, Kirkjubæjar- klaustri og Vík í Mýrdal að sögn Frosta. Þétta net á Suðurlandi Mikilvægt er að hans sögn að þétta netið á Suðurlandi enda er þar mikil umferð ferðamanna, ís- lenskra og erlendra. Sigurður segir að öflug stöð verði sett upp í Borgarnesi sem tengt geti Snæfellsnesið betur. Spurður um tæknilega hlið upp- setninganna segir Sigurður að all- ar stöðvar verði að lágmarki 150 Kw að stærð. „Nýjustu rafbílar taka 100-200 Kw hleðslu. Mikið af búnaðinum sem við setjum upp verður svo uppfæranlegt upp í 400 og jafnvel 600 Kw. Það mun nýtast vel þegar bílarnir sjálfir verða færir um að móttaka slíkt afl. Einnig gefur meira afl inn á stöðv- arnar möguleika á fleiri og hraðari tenglum á hverja stöð.“ Áfram í samfloti Í samhengi við framvindu orku- skiptanna segir Frosti að hefð- bundið jarðefnaeldsneyti og raf- magn komi til með að vera í samfloti í þónokkurn tíma til við- bótar. „Nýorkubifreiðar eru að ryðja sér hratt til rúms og eru nú meirihluti seldra fólksbifreiða. Það er aftur á móti ljóst að umbreyt- ingin mun taka nokkra áratugi og það er erfitt fyrir ýmsa að skipta yfir í hreina rafmagnsbíla, a.m.k. eins og tæknin stendur í dag. Það er því ljóst að viðskiptavinir okkar munu þurfa aðgengi að bæði jarð- efnaeldsneyti og rafmagni næstu árin. Því er ákjósanlegt að bjóða upp á báða kosti á staðsetningum okkar.“ Spurður um krónur og aura í samningnum segir Frosti að fjár- festingin hlaupi á hundruðum milljóna króna. 20 nýjar hraðhleðslustöðvar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Orkuskipti Sigurður Ástgeirsson og Frosti Ólafsson. - Olís og Ísorka í samstarf - Ljúka verkinu á tveimur árum - 6-8 fyrir áramót - Hleypur á hundr- uðum m. kr. - Mikið af búnaðinum uppfæranlegt upp í 400 og jafnvel 600 Kw - Skref inn í framtíðina BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Verslunar- og þjónustufyrirtækið Olís og hleðslufyrirtækið Ísorka hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu á neti hrað- hleðslustöðva sem staðsettar verða á þjónustu- og sjálfsafgreiðslu- stöðvum Olís um allt land. Stefnt er að uppbyggingu 20 staðsetninga innan tveggja ára þar sem rafbíla- eigendur geta hlaðið bifreiðar sín- ar með fyrsta flokks búnaði. Frosti Ólafsson framkvæmda- stjóri Olís og Sigurður Ástgeirsson framkvæmdastjóri Ísorku segja í samtali við Morgunblaðið að hafist verði handa við fyrstu staðsetning- arnar á komandi mánuðum. Stefnt sé að því að 6-8 nýjar staðsetn- ingar verði komnar í notkun fyrir áramót. „Það er kjarnamarkmið hjá okk- ur að fjölga vinum við veginn – bæði viðskiptavinum og samstarfs- aðilum – og þetta er stórt skref í átt að því marki. Sú uppbygging sem er fram undan er því mikið fagnaðarefni fyrir bæði okkur og rafbílaeigendur,“ segir Frosti. Sækja breiðari þjónustu Stærstur hluti stöðvanna verður staðsettur við þjónustustöðvar Olís þannig að viðskiptavinum gefist tækifæri til að sækja sér breiðari þjónustu meðan á hleðslu stendur. Olís hefur þjónustað bifreiðaeig- endur í hartnær öld og er með þjónustustöðvar fyrir fólk á ferð- inni um land allt. Lausnir Ísorku verða sífellt útbreiddari. Með því að sameina krafta sína vonast þeir Frosti og Sigurður til þess að fyrirtæki þeirra geti veitt vaxandi hópi rafbílaeigenda fjölbreytta Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 236,7 milljarða króna í júlímán- uði og snerist þá við þróun þriggja fyrri mánaða þar sem eignir þeirra rýrnuðu samanlagt um 269 millj- arða. Mest munaði um að hlutabréfa- eign sjóðanna erlendis jókst um 157 milljarða milli mánaða. Hafa erlend- ar eignir sjóðanna aldrei verið meiri en nú í júlí í krónum talið eða 2.229,7 milljarðar króna. Þá jukust innlend- ar eignir um 78 milljarða en hafa ekki náð sama styrk og frá því í mars og apríl þegar þær voru um 30 millj- örðum hærri en nú. Ný útlán lífeyr- issjóðanna til sjóðfélaga námu 2,9 milljörðum í júlí og hækkuðu um 1,9 milljarða frá fyrri mánuði. Það sem af er ári hafa sjóðirnir veitt ný útlán, að teknu tilliti til upp- og umfram- greiðslna, sem nemur 23,3 milljörð- um króna. Í júlí héldu óverðtryggð útlán áfram að sækja í sig veðrið og námu 5,6 milljörðum en verðtryggð lán voru greidd upp um 2,7 milljarða umfram nýtekin. Það sem af er ári hafa ný óverðtryggð útlán, umfram upp- og umframgreiðslur, numið 41,9 milljörðum króna en verð- tryggðu útlánin dregist saman um 18,6 milljarða króna. Morgunblaðið/Eggert Sjóðir Lífeyrissjóður verslunar- manna er stærsti lífeyrissjóður launþega á almenna markaðnum. Eignir sjóðanna jukust aftur í júlí - Lán til sjóð- félaga halda áfram að aukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.