Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
✝
Guðný Krist-
leifsdóttir
fæddist á Landspít-
alanum 13. október
1972. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 25. ágúst 2022.
Foreldrar henn-
ar eru Bergljót
Kristjánsdóttir, f.
19. júní 1938, og
Kristleifur Guðni
Einarsson, f. 23. maí 1933. Syst-
ir Guðnýjar er Þórdís, f. 29. des-
ember 1958.
Börn Guðnýjar eru: Ásdís
Lilja, f. 4. febrúar 1993, faðir
hennar er Hafþór Sigurðsson, f.
28. nóvember 1973, Árni Gunn-
ar, f. 21. október 1996, og Anna
Sólveig, f. 4. ágúst 2001. Faðir
þeirra er Guðni Már Þorkelsson,
f. 13. janúar 1971.
Guðný giftist
Guðna Má Þorkels-
syni 13. júlí 1998.
Þau skildu.
Guðný ólst upp í
vesturbæ Kópavogs
en flutti í Garðabæ
árið 1993 og bjó
þar síðan.
Hún gekk í Kárs-
nesskóla, Þinghóls-
skóla og Fjöl-
brautaskólann í
Breiðholti. Hún útskrifaðist sem
matartæknir, sjúkraliði og stúd-
ent. Guðný vann ýmis störf. M.a.
var hún matráður á leikskólan-
um Ósi og sjúkraliði á hjarta-
skurðlækningadeild Landspít-
alans.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 15.
september 2022, og hefst klukk-
an 15.
Glaðværð og Guðný áttu sam-
leið. Litla systir hennar Dísu
tengdadóttur okkar Harðar kom
með smitandi glaðværð sína í
húsið okkar, en Dísa og Daði,
miðsonur okkar, höfðu komið
sér fyrir í kjallaranum. Við
kynntumst Guðnýju fyrst þegar
hún var smástelpa og kom oft
með stóru systur í Lindar-
hvamminn til að heilsa upp á ný-
fæddan frænda sinn, hann
Kristleif litla Daðason, og vildi
líka svo gjarnan fá Kela okkar
út í fótbolta þó ekki gengi það
nú alltaf eftir. Guðný var sann-
arlega á undan sinni samtíð og
var á kafi í fótbolta með strák-
unum í hverfinu þannig að leið-
beinendur komu fram við hana
eins og „hina strákana“. Því hún
átti í fullu tré við þá. Alltaf gat
hláturmildi Guðnýjar smitað til
þeirra sem voru nálægir. Seinna
giftist Guðný náfrænda mínum,
Guðna Má Þorkelssyni, en þau
eignuðust tvö mannvænleg börn
en fyrir átti Guðný yndislega
litla dóttur.
Með tímanum varð ég lang-
ömmusystir allra barna hennar.
Á seinni árum mínum leitaði ég
til Guðnýjar með verkefni og
fékk hana til að slá inn nokkrar
ferðadagbækur mínar sem náðu
yfir tvo áratugi. Þar kom vand-
virkni Guðnýjar berlega í ljós
því þar sem handskrift mín var
óljós skrifaði hún einfaldlega
„skil ekki næstu setningu“. Svo
aldrei slæddust inn ágiskanir
eða óljóst orðalag. Þetta var eft-
ir að Guðný var orðin einstæð
móðir og tók að sér einstaka við-
vik fyrir aðra. Þetta varð upphaf
að endurnýjaðri vináttu okkar;
ég fylgdist með dugnaði hennar
og lífi barna í fjarlægð og
hversu lífið tók að þrengja að
Guðnýju. Veikindi undanfarin ár
réðust að líkama hennar, en
meðfædd glaðværð sem hún
ræktaði ætíð með sér fylgdi
henni allt til enda og létti henni
erfiða lífsbaráttu. Þó sú barátta
hafi tapast að lokum.
Minningin um þessa glaðværu
og umhyggjusömu sál situr eftir
í minningu okkar sem kynntust
henni á ólíkum lífsskeiðum
hennar. Við Hörður Rafn send-
um börnum Guðnýjar, þeim Ás-
dísi, Árna Gunnari og Önnu Sól-
veigu, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Foreldrar,
systir, frændfólk og vinir eiga
samúð okkar óskipta.
Kristín Þorkelsdóttir.
Hvernig kveður maður sína
bestu vinkonu eftir áratuga-
langa vináttu? Vináttu sem hef-
ur gert líf mitt betra og hefur
þroskast með okkur. Minning-
arnar eru svo margar að erfitt
er að gera þeim skil í stuttri
grein. Við Guðný kynntumst
þegar ég flutti í vesturbæ Kópa-
vogs fimm ára gömul. Hún bjó
hinum megin við götuna í litlu
húsi sem mér fannst vera æv-
intýraveröld. Æskuárin ein-
kenndust af því að leika okkur
úti og uppgötva heiminn. Ung-
lingsárin voru okkur góð. Við
fórum í ferðalög, á skólaböll,
fórum á rúntinn á litla Dai-
hatsuinum. Með hverju ári
lærðum við meira á okkur sem
einstaklinga og vinátta okkar
dýpkaði. Okkur fannst við vera
að sigra heiminn. Það kom að
því að börnin bættust í hópinn.
Hún eignaðist gullin sín, þau
Ásdísi Lilju, Árna Gunnar og
Önnu Sólveigu. Allt einstakling-
ar sem erft hafa hæfileika móð-
ur sinnar, náð markmiðum sín-
um og gert móður sína stolta.
Það sem hún elskaði þau heitt.
Guðný var ein af þeim sem
gera allar samkomur skemmti-
legar og var oftar en ekki hrók-
ur alls fagnaðar. Hún sagði svo
skemmtilega frá og var ein af
þeim einstaklingum sem láta
öllum líða vel. Það var svo auð-
velt að opna sig fyrir henni.
Hún studdi og ráðlagði en um-
fram allt hlustaði. Var glaðvær,
hnyttin og brosmild. Hafði þann
hæfileika að láta öllum finnast
þeir vera sérstakir í augum
hennar. Hafði einlægan áhuga á
fólki og heiminum öllum.
Guðný var einstaklega list-
ræn sem sýndi sig í ljósmynd-
um hennar, hekli, prjónavinnu,
leirgerð og auga fyrir litum.
Hún var samt svo auðmjúk,
fannst aldrei neitt sem hún
gerði vera nógu gott.
Dýr áttu alltaf sinn sess í lífi
Guðnýjar, ekki bara hennar
eigin dýr heldur öll dýr sem
urðu á vegi hennar. Hún hafði
einstakt lag á að fá þau til að
hænast að sér og vissi hvers
þau þörfnuðust. Sýndi þeim ást
og umhyggju.
Svo var hún djúpvitur, vissi
ótrúlega mikið um ótrúlegustu
hluti. Hún vissi til dæmis allt
um stjörnurnar og reyndi í 44
ár að kenna mér hvar hver
þeirra er, en það eina sem situr
eftir er Karlsvagninn sem ég
stolt bendi öðrum á. Þar er ekki
við kennsluhæfileika hennar að
sakast, frekar tregðu mína. Það
verður erfitt að geta ekki leng-
ur hringt í hana eftir svari.
Hver á að svara núna þegar
mig vantar uppskrift að mat,
þarf að vita hvað lagið heitir
sem ég er að hugsa um eða hver
fyllir inn í minninguna sem ég
man bara að hluta? Ég treysti
því að hún leiðbeini mér að
svarinu.
Nú er þessum kafla í vináttu
okkar að ljúka. Næsti kafli er
að vera til staðar fyrir börnin
hennar, foreldra og systur.
Seinna hittumst við aftur. Við
Helgi vottum aðstandendum
hennar okkar innilegustu sam-
úð.
Guðlaug Edda.
Guðný
Kristleifsdóttir
✝
Hilmar Örn
Kolbeins fædd-
ist í Reykjavík 18.
október 1976. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 5. september
2022.
Foreldrar Hilm-
ars Arnar voru þau
Páll Hilmar Kol-
beins, f. 13. maí
1940, d. 31. janúar
1997, og Helga Sigríður Claes-
sen, f. 22. ágúst 1940, d. 5. maí
2010.
Systkini Hilmars
Arnar eru þau
Helga Kristín Kol-
beins, f. 8. nóv-
ember 1963, eig-
inmaður hennar er
Arnar Hjaltalín, og
Jóhann Emil Kol-
beins, f. 21 maí
1970, eiginkona
hans er Svandís Að-
alheiður Leósdóttir.
Útför Hilmars
fer fram frá Bústaðakirkju í dag,
15. september 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hilmar bróðir minn er farinn
og minningarnar hellast yfir.
Fyrstu og síðustu minningarnar
um bróður minn eru frá Landspít-
alanum við Hringbraut.
Ég er sex árum eldri en Hilmar
og fór því oft með mömmu á spít-
alann þegar Hilmar lá þar sem
barn og svo aftur núna þegar
hann lá mjög veikur á gjörgæsl-
unni.
Hilmar Örn fór í leikskólann
Múlaborg og svo í Hlíðaskóla, en
báðir voru með sérúrræði fyrir
fötluð börn og þar fékk hann að
vera meðal jafningja. Um 10 ára
fór hann í Ölduselsskóla. Hann
eignaðist marga vini í skólanum
en á unglingsárunum fór að verða
erfiðara hjá honum og vinahópur
skólafélaganna fór að þynnast.
Nokkrir vinir hans héldu þó
áfram vinskap við Hilmar og ber
að þakka fyrir það. Ekki var mikið
um framhaldsskólanám hjá Hilm-
ari, fötlunin, sjúkraþjálfun, end-
urteknar heimsóknir á sjúkrahús
og margt annað hamlaði því.
Hilmar lærði samt á bíl og upplifði
mikið frelsi með því. Hann hafði
mikla ástríðu fyrir því að keyra.
Frelsi sem okkur finnst sjálfsagt
en varð honum mikill sigur.
Það varð Hilmari mikið reið-
arslag þegar pabbi féll frá 1997.
Pabbi hafði verið duglegur að
taka Hilmar með sér, t.d. í veiði-
ferðir og þannig reynt að hjálpa
honum að upplifa eðlilegt líf.
Þetta var Hilmari mikilvægt og
ræddi hann oft um þessar ferðir.
Mamma og Hilmar reyndu svo að
halda eðlilegu lífi, en með tak-
mörkuðum tekjum varð það oft
erfitt. 2010 lést mamma okkar, en
mamma var líka aðalumönnunar-
aðili Hilmars. Hún hafði séð um
að aðstoða hann við allar athafnir
daglegs lífs frá fæðingu en nú
þurfti Hilmar á kerfinu að halda
til að fá þessa aðstoð. Næstu 12
árin, eða fram að andláti Hilmars,
voru mörkuð af stöðugri baráttu
við kerfið og við að fá þessa nauð-
synlegu aðstoð.
Hilmar var mikill matgæðing-
ur og það var gaman að búa til
mat fyrir hann. Skipti þá litlu
hvort um stórsteik eða hamborg-
ara væri að ræða. Eftir að við
Svandís hófum sambúð þá voru
mamma og Hilmar oftast hjá okk-
ur á jólum. Eftir fráfall mömmu
hefur Hilmar komið til okkar. Það
verður því mikil breyting núna á
næstu jólum. Uppáhaldsmatur
Hilmars var án efa hangikjöts-
tartaletturnar sem við höfum haft
í forrétt allt frá okkar barnæsku.
Hilmar kom oft til okkar í heim-
sókn og stundum vildi hann
spjalla en stundum bara að fá að
vera hjá ástvinum og á stað þar
sem enginn var að dæma hann.
Hilmar var duglegur að rækta
frændgarðinn og reyndi að fylgj-
ast með því sem var að gerast hjá
frændfólkinu. Oftar en ekki var
hann fyrstur að láta okkur vita af
fréttum frá ættinni.
Hilmar bjó síðustu árin í Bú-
staðahverfinu og tókst að búa sér
þar heimili. Örfáum dögum áður
en hann veiktist fórum við í heim-
sókn til hans og kattarins Ljónsa,
sem hann hafði fengið sér til að
stytta sér stundir. Gleðin, sem
skein úr augum Hilmars þegar
hann lék við köttinn, var einlæg.
Ljónsi er núna hjá okkur og var
síðasta ósk hans að við myndum
passa fyrir hann köttinn. Ekki átti
ég von á öðru en að Ljónsi færi
aftur til Hilmars.
Megi góður guð geyma þig og
minninguna um þig, elsku litli
bróðir.
Jóhann Kolbeins.
Litli bróðir minn hann Hilmar
Örn er dáinn aðeins 45 ára. Er
hann fæddist var honum vart hug-
að líf og glímdi hann við fjölþætta
fötlun alla sína ævi. Hann náði þó
undraverðum árangri og kom
okkur sífellt á óvart er hann var
að þroskast. Man ég svo vel er
hann tók sín fyrstu skref hjálp-
arlaust en enginn átti von á að það
myndi nokkurn tímann takast.
Hann stundaði nám í almennum
barnaskóla og gekk það ekki
þrautalaust því ekki ríkti á þeim
tíma sá stuðningur og skilningur
sem við þekkjum í dag við fatlaða
einstaklinga.
Foreldrar okkar studdu hann
einhuga í uppvextinum og gáfu
allt sitt og meira til í stuðningi við
hann. Faðir okkar féll frá árið
1997 er Hilmar var um tvítugt og
vék móðir okkar ekki frá Hilmari
eftir það. Hún féll frá árið 2010 og
missti Hilmar þá sína hægri hönd,
aðalstuðningsaðila og sinn besta
vin.
Þegar ég lít til baka þá finnst
mér ævi Hilmars hafa verið þyrn-
um stráð, með þessa fötlun í
vöggugjöf og átti hann síðar í erf-
iðleikum með að lifa með henni.
Hugur Hilmars bar hann svo oft
mikið lengra en líkamleg og fjár-
hagsleg geta hans leyfði. Hann
var auðvitað eins og við öll með
sínar vonir og væntingar um lífið.
Horfði á félaga sína og fólk í
kringum sig ljúka skólanámi og
fara út á vinnumarkaðinn, eignast
bíla, hús og annað sem var honum
ofviða. Enda hafði hann enga getu
til að afla sér tekna og örorkubæt-
ur duga eins og við þekkjum öll
aðeins fyrir nauðþurftum og engu
öðru. Hringdi hann stundum í mig
og aðra þegar svo bar undir og
bar sig ekki vel. Það voru fjöl-
margir er réttu honum hjálpar-
hönd fjárhagslega og á annan hátt
og vildu allt fyrir hann gera en
stundum dugði það ekki til.
Eftir að móðir okkar féll frá
fékk hann húsnæði og þjónustu
frá Reykjavíkurborg. Það var
Hilmari afar erfitt, hann féll ekki
inn í þann þrönga ramma er sett-
ur er af opinberum aðilum um
þjónustu við fatlað fólk. Hann
neitaði þar að auki að beygja sig
til að vera þröngvað inn í ramm-
ann. Heilsu hans fór hrakandi um
þrítugt. Var hann mikið inni á
spítala og hjúkrunarheimilum síð-
ustu ár ævi sinnar. Hann vildi
aldrei gefast upp þrátt fyrir oft á
tíðum að manni fannst óyfirstíg-
anlega erfiðleika og hélt alltaf
áfram og aldrei var hann í nokk-
urri neyslu, hvorki áfengis, vímu-
efna né tóbaks. Í lok ágúst fékk
Hilmar alvarlega sýkingu og lík-
aminn gat ekki meir og sagði
stopp.
Ég vil minnast þín litli bróðir
með þessum örfáu orðum. Þrátt
fyrir alla þessa erfiðleika áttum
við góðar stundir saman með
mömmu, pabba og Jóa bróður
ásamt fjölskyldum okkar. Ég mun
geyma þær í hjarta mínu í þeirri
fullvissu að þú hafir nú öðlast ró í
faðmi foreldra okkar.
Þín systir,
Helga Kristín.
Elsku Hilmar.
Það var leiðinlegt hversu fljótt
þú varst tekinn frá okkur og það
verður erfitt að horfast í augu við
það sem hefur gerst.
Það sem hjálpar mér verða
minningarnar. Hvernig þú náðir
alltaf að horfa á björtu hliðarnar á
öllu sem þú lentir í og öllum þín-
um erfiðleikum.
Þú kenndir mér margt í lífinu,
t.d. hvernig er best að hjálpa fólki
með líkamlegar hamlanir og
hvernig má líta fordómalausum
augum á alla. Ég ætla að reyna að
taka mér þig til fyrirmyndar með
þína bjartsýni og hvernig þér
tókst að vera jákvæður þrátt fyrir
mikla erfiðleika.
Þú mættir mótlæti með brosi á
vör. Þú komst til okkar og hérna
gastu spjallað við okkur fordóma-
laust. Ég held að margir hafi bara
séð stólinn þinn og þínar hamlanir
og þar með ekki hlustað á þig. Þau
sáu ekki persónuna Hilmar Örn,
þau sáu bara fötlun og hjálpar-
tæki. Ég fann hvað þér létti alltaf í
lund þegar þú komst til okkar.
Þú baðst pabba að passa kött-
inn á meðan þú værir á spítalan-
um. En við tökum bara skemmti-
lega köttinn þinn að okkur, hann
Ljónsa og hann verður í mjög
góðum höndum hjá okkur.
Þín verður sárt saknað, en við
sjáumst hinum megin.
Páll Þór Kolbeins.
Hilmar Örn
Kolbeins
HINSTA KVEÐJA
Hilmar, þú varst besti
frændi minn á pabbahlið.
Þú varst góður, skemmti-
legur og fyndinn.
Þegar þú lést varð ég
mjög leið og ég fór að gráta.
Takk fyrir að vera með mér
í svona mörg ár.
Guð geymi þig elsku
frændi minn.
Jóhanna Elísabet Kolbeins.
- Fleiri minningargreinar
um Hilmar Örn Kolbeins bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi
STEINGRÍMUR MATTHÍASSON
Flúðaseli 38
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
fimmtudaginn 11. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Svanhildur Steingrímsdóttir Guðmundur Kr. Gíslason
Jenný Steingrímsdóttir Ólafur Snorrason
Hrönn Steingrímsdóttir Egill Sandholt
Birgir Steingrímsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
lést á Skjóli þriðjudaginn 6. september.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
mánudaginn 19. september klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hana síðustu
ár hennar, fyrir hlýhug og góða umönnun.
Erna Ágústsdóttir Brynjar Sigurðsson
Jón Ágústsson Anna Carlsdóttir
Steinar Ágústsson Þórhalla Grétarsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir
og ömmubörnin