Morgunblaðið - 15.09.2022, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
✝
Stein Ingólf
Henriksen
(Brói) fæddist á Ak-
ureyri 10. janúar
1942. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands í Vest-
mannaeyjum 5.
september 2022.
Foreldrar hans
voru Árdís Guð-
laugsdóttir Henrik-
sen, f. 19.3. 1917, d.
27.10. 1985, og Henry Stefán
Henriksen, f. 31.7. 1917, d. 19.5.
1982.
Brói var næstelstur 12 systkina
sem öll syrgja nú bróður sinn.
Þau eru Jenný Margrete Dahl
Henriksen, Harald Henriksen,
Villy Björn Hjörvar Henriksen,
Anita Henriksen, Aðalsteinn
Bergdal, Henry Henriksen, Matt-
hías Henriksen, Hákon Henrik-
sen, Arne Júlíus Henriksen, Grét-
ar Henriksen og
Hjördís Henriksen.
Hinn 25.12. 1963
giftist Brói sinni
heitelskuðu Mary
Kristínu Coiner, f.
5.7. 1943, d. 4.6.
2019. Foreldrar
hennar voru Stein-
gerður Jóhanns-
dóttir, f. 27.7. 1919,
d. 21.10. 2005, og
Earl Gilliam Coiner,
f. 25.2. 1922, d. 11.5. 1976.
Synir Mary og Bróa eru: 1)
Ágúst Vilhelm, f. 1.10. 1962,
kvæntur Örnu Ágústsdóttur, f.
23.1. 1964. Börn Ágústs af fyrra
hjónabandi eru a) Sigríður Árdís,
f. 7.9. 1983, hún á einn son, b) Jón
Kristinn, f. 6.7. 1985, hann á einn
son, og c) Tryggvi Stein, f. 30.10.
1989, kvæntur Guðnýju Erlu
Guðnadóttur, þau eiga tvö börn.
Börn Örnu af fyrra hjónabandi
eru a) Emma, f. 31.8. 1989, gift
Benoný Þórissyni, þau eiga fjög-
ur börn og b) Logi, f. 17.7. 1992, í
sambúð með Jóhönnu Svövu
Darradóttur, hann á eina dóttur.
2) Engilbert Ómar, f. 3.12. 1965,
kvæntur Arndísi Maríu Kjart-
ansdóttur, f. 3.7. 1971. Börn
þeirra eru a) Breki, f. 10.8. 1998,
b) Bríet, f. 19.3. 2002, og c) Berta,
f. 3.2. 2006. 3) Óðinn, f. 25.10
1973, kvæntur Steinunni Jón-
atansdóttur, f. 20.9. 1973. Synir
þeirra eru a) Rúnar Kristinn, f.
27.8. 1996, kvæntur Bailey Ann
Holloway, b) Brynjar Ingi, f.
19.11. 1999, í sambúð með Alex-
öndru Ósk Gunnarsdóttur Thor-
arensen og c) Jónatan Árni, f.
20.3. 2005.
Brói lauk prófi í vélstjórn árið
1971 frá Vélskóla Íslands í Vest-
mannaeyjum. Hann hóf sinn sjó-
mannsferil á Akureyri aðeins 14
ára gamall. Þegar Brói kom í
land eftir 53 ára sjómannsferil
hafði hann róið á 25 bátum og
skipum, þar af á Freyju RE-38 í
23 ár og á Hugin VE-55 í 18 ár.
Útför Bróa fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag,
15. september 2022, klukkan 14.
Elsku afi minn. Nú ertu farinn
frá okkur allt of snemma, eftir
sem betur fer stutt en erfið veik-
indi.
Síðustu dagar hafa verið svo
skrítnir, við bjuggumst við meiri
tíma saman hér á jörð enn sá sem
öllu ræður hafði aðrar hugmyndir
og vildi sameina ykkur ömmu
fyrr þar sem þið bæði væruð aft-
ur orðin heilbrigð og verkjalaus
dansandi um alla eilífð.
Nú á ég ekki eftir að fá fleiri
símtöl um hvað sé að frétta eða
hvort ég geti aðstoðað afa með
hitt og þetta.
Ég get ekki lengur hringt og
minnt þig á tímabókanir eða af-
mæli – þú kannski minnir mig á
hlutina héðan í frá.
Takk fyrir ferðalögin norður á
Akureyri, sérstaklega fyrir að
koma með mér og Gretari í vor
þar sem var spjallað mikið alla
ferðina um allt og ekkert ásamt
því að hlusta á bækurnar hans
Mikaels Torfasonar. Ég viður-
kenni að ég varð stundum þreytt í
eyrunum en það lagaðist fljótt.
Takk fyrir allt elsku afi minn,
ég vildi að við hefðum fengið
lengri tíma saman en ég veit að
núna ertu kominn til ömmu
Mary, ömmu Steinu, ömmu
Öddu, Bestu og svo margra fleiri
sem þér og okkur þótti vænt um.
Við sjáumst síðar elsku afi
minn, ég mun sakna þín svo mik-
ið.
Þín hægri hönd,
Sirrý Árdís.
Elsku afi og langafi okkar.
Elsku afi Brói, nú sit ég hér og
skrifa þessi orð og trúi því ekki að
þú sért búinn að kveðja í síðasta
skipti, eftir stutt en erfið veikindi.
Það er svo erfitt að lýsa því
hversu mikils virði þú varst mér
og öllum þeim sem þér þótti vænt
um.
Það var alltaf svo gott og gam-
an að koma í Dverghamarinn og
svo Hrauntúnið til ykkar ömmu
og svo til þín í Foldahraunið, allt-
af var tími fyrir mann, maður var
alltaf velkominn og man ég vel
þegar ég átti heima hjá ykkur um
tíma í Dverghamrinum, hvað það
var gott að vera hjá ykkur ömmu,
og allar þær stundir sem við tveir
vorum að bralla saman í bílum og
laga eitthvað. Ekki má nú gleyma
jólaskrautsuppsetningunum sem
voru alltaf svo miklar pælingar
hjá okkur, svo fannst þér nú ekki
leiðinlegt þegar við komum með
Sigurð Hjálmar og Sædísi Lilju í
heimsókn, varst alltaf jafn glaður
að fá yndislegu langafabörnin þín
og eru þessar stundir ásamt
miklu fleirum svo dýrmætar nú.
Það var alltaf svo stutt í hlát-
urinn og gleðina hjá þér, enda tal-
ar Sigurður Hjálmar alltaf um
þig sem brandarakallinn. Nú
komum við til með að muna eftir
þér og ömmu dansandi, brosandi
út að eyrum og hlæjandi, höfum
ekki trú á öðru en þið amma séuð
að hlæja og dansa núna.
Þín verður sárt saknað elsku
afi Brói.
Þinn nafni,
Tryggvi Stein og fjölskylda.
Stein Ingolf Henriksen, betur
þekktur sem Brói, er fallinn frá
eftir stutt en snörp veikindi.
Brói kom til Vestmannaeyja
frá Akureyri sem ungur maður
og ætlaði að stunda sjómennsku
einn vetur. Ekki sneri hann aftur
norður, því á eyjunni hitti hann
Merrý, og þá varð ekki aftur snú-
ið. Þau byggðu sér fallegt heimili,
áttu börn og buru. Hinn 4. júní
2019 féll Merrý frá eftir erfið
veikindi.
Brói var fagurkeri mikill, allt
þurfti að vera rétt, enginn skái
eða flái. Þetta minnir mig á að í
eitt skipti er Merrý og Brói komu
í kaffi til okkar í Hrauntúnið tók
Brói eftir því að ein rafmagnsdós-
in var eilítið skökk, „munar lík-
lega 1-2 millimetrum til eða frá“
sagði hann. Dósin var mæld, rétt
skal vera rétt. Svona var Brói.
Kæri vinur, takk fyrir allt.
Merrý tekur á móti þér með bros
á vör.
Elsku Villý, Ómar, Óðinn og
fjölskyldur. Það líður sem leiftur
af skýjum, ljósgeisli af minning-
um hlýjum.
Kær kveðja,
Eygló (Systa) og Smári.
Stein Ingólf
Henriksen (Brói)
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi Brói.
Takk fyrir að styðja mig
í bozia í vor.
Takk fyrir að taka mér
eins og ég er.
Takk fyrir að segja mér
sögur síðan í gamla daga.
Takk fyrir allt og allt.
Ég elska þig afi minn.
Við sjáumst seinna.
Þinn
Gretar Ingi Helgason.
✝
Skarphéðinn
Gunnarsson
fæddist 1. desem-
ber 1964 í Reykja-
vík. Hann lést á
Landspítalanum 6.
september 2022.
Foreldrar hans eru
Jóhanna Skarphéð-
insdóttir, f. 11.
febrúar 1941 á
Bíldudal, og Gunn-
ar Pálmason, f. 26.
júní 1944 á Skagaströnd. Bróðir
Skarphéðins er Börkur Gunn-
ins af fyrra hjónabandi er Jó-
hanna María Vignir, f. 21.
febrúar 1991. Börn Arndísar af
fyrra hjónabandi eru Lilja Huld
Ólafsdóttir, f. 1979, Svana Björg
Ólafsdóttir, f. 1983, og Íris
Telma Ólafsdóttir, f. 1990. Sam-
an eiga þau Emblu Rún Skarp-
héðinsdóttur, f. 15. ágúst 2001.
Skarphéðinn lauk stúdents-
prófi frá Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ og prófi frá Kenn-
araháskóla Íslands 1991. Hann
kenndi um tíma hjá Tölvu- og
verkfræðiþjónustunni og hjá
Heyrnleysingjaskólanum. Hann
kenndi við ýmsa grunnskóla í
Reykjavík, lengst af við grunn-
skóla í Grafarvogi.
Útförin fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 15. september
2022, klukkan 13.
arsson, f. 2. janúar
1970. Eftirlifandi
eiginkona hans er
Arndís Leifsdóttir,
f. 2.5. 1961, en þau
giftust 17. júní
2006. Móðir hennar
var Ingibjörg Ebba
Jónsdóttir, f. 14.3.
1941, d. 28.9. 1973,
og faðir hennar er
Leifur Magnússon,
f. 9.10. 1938. Kona
hans er Þórunn Edda Sigurjóns-
dóttir, f. 1941. Barn Skarphéð-
Hvíldu í friði kæri pabbi. Við
stelpurnar þínar erum rólegar í
þeirri trú að nú sértu loks frjáls
ferða þinna, kominn á bak Þrast-
ar með Þyt í taumi á þeysispretti í
dalnum sem er okkur úr augsýn.
Margar góðar minningar um
alls konar skemmtilegheit með
þér ylja okkur áfram og þær
gleymast seint. Allir dásamlegu
hjólatúrarnir (annaðhvort með
Emblu aftan á eða í eftirdragi),
hestatúrarnir (með Jóu hest í
taumi eða eftirdragi) og allar
lestrarstundirnar okkar fyrir
svefninn.
Ekki má gleyma þeim lífslexí-
um sem við lærðum af því að
fylgjast með þér kljást við erfið-
ara verkefni en þú áttir skilið, en
seiglan, dugnaðurinn og kraftur-
inn þinn er nokkuð sem við mun-
um reyna að líkja eftir alla ævi.
Þú kenndir okkur margt, þá
einna helst að dreyma stóra
drauma og láta aldrei deigan síga!
Með þér upplifðum við margt og
mikið en við munum mest sakna
þess að heyra hláturinn þinn og
actionary-samtalanna.
Jóhanna María og
Embla.
Elsku besti Skarphéðinn,
pabbi og afi, það er með sorg í
hjarta að við kveðjum þig alltof
fljótt, þín verður sárt saknað. Við
systurnar munum minnast allra
góðu stundanna og samverunnar
með þér.
Sumarið sem var að líða var
fullt af góðum samverustundum
með þér, og þökkum við fyrir þær.
Stundirnar á golfvellinum, með
mömmu, Lilju og Ómari, voru
margar og gafstu ekkert eftir
þrátt fyrir að taka sveifluna með
annarri hendi. Það er lýsandi fyr-
ir þig; þú hélst ávallt ótrauður
áfram og lést ekkert stoppa þig,
sama hvað, óteljandi göngu-
túrar, hjólreiðatúrar og öll æv-
intýrin sem urðu á vegi þínum.
Ævintýri Tinna lýsa þér vel,
það er ekkert sem stoppar
Tinna af í hinum og þessum að-
stæðum og tókst þér það svo
sannarlega líka. Á síðustu 10
árum tókst þér að gera ótrúleg-
ustu hluti enda hafðir þú sér-
stakt dálæti á Tinnabókunum
og varst með þær allar uppi á
Brúsó. Í síðustu heimsókn upp í
sumarbústað, þegar Svana, Ísa-
bella og Gabríella komu til þín
og við eyddum deginum saman,
þá varstu mjög hissa á að stelp-
urnar þekktu ekki Tinnabæk-
urnar og því þyrfti nú að kippa í
lag. Þetta var yndislegur dagur
sem við áttum, við skoðuðum
gamlar myndir frá því að
Embla var lítil og þið voruð að
byggja Brúsó. Við fórum í
göngutúr um lóðina þar sem þú
sýndir okkur öll trén sem þú varst
búinn að gróðursetja og öll litlu
jólatrén sem þú áttir eftir að færa
og setja niður á nýja staði, tré-
bekkinn sem er úti á miðri lóð til
að staldra við og njóta sveitalofts-
ins, gleði þín skein úr augunum,
þarna undir þú þér best.
Alltaf varstu til í að eyða tíma
með afabörnunum þínum, hvort
sem það var að tefla skák, mála
steina, púsla, horfa á teiknimynd-
ir eða láta skreyta þig með blóm-
um. Þú varst svo stoltur af Emblu
sem var nýfarin að stunda nám í
háskólanum og flutt að heiman.
Þá voruð þið hjónakornin bara ein
eftir í kotinu, en alltaf nóg að gera
og ekki leið sú stund að þú hefðir
ekki eitthvað fyrir stafni.
Þau voru ófá skiptin sem þú
komst við hjólandi í Tröllateign-
um á leiðinni heim, í kaffibolla og
hundaknús. Þú varst í miklu
uppáhaldi hjá öllum hundunum
sem Svana og Íris eiga og hafa átt
í gegnum tíðina, þeir tóku þér
ávallt fagnandi, í öllum boðum, af-
mælum eða hittingum fórstu í
göngutúr með þá, sama hvernig
viðraði.
Við minnumst með hlýhug allra
þeirra ævintýra og ferða sem við
systur, makar og börn höfum far-
ið í með þér og mömmu undanfar-
in ár. Mallorcaferðin þar sem var
mikið hlegið og leikið á strönd-
inni, Akureyrarferðin sem við fór-
um í rétt eftir að Embla útskrif-
aðist úr menntaskóla. Bíltúrinn á
Hjalteyri þar sem þú veifaðir og
veifaðir til okkar á bryggjunni og
bentir út á sjó til að sýna okkur
hvalina sem höfðu látið sjá sig
gleymist seint.
Óteljandi minningar munu
sitja eftir í minningabankanum
hjá okkur og erum við þakklátar
fyrir það.
Þínar stelpur,
Embla, Íris, Svana
og Lilja.
Mig langar að minnast góðs
vinar með fáum orðum. Ég kynnt-
ist Skarphéðni í þjónustumiðstöð
Sjálfsbjargar í Hátúni fyrir þó
nokkrum árum, en við höfum ver-
ið þar í ýmiskonar endurhæfingu
og líkamsþjálfun. Þarna tókst með
okkur vinskapur sem varð bara
meiri og betri með árunum. Við
vorum þar í gönguhóp, en þar sem
við komumst hraðar yfir en flestir
gengum við oft langar leiðir tveir
saman. Þar fyrir utan mæltum við
okkur oft mót og hittumst til að
ganga. Höfðum við af þessu
ómælda ánægju. Við löbbuðum
einu sinni sem oftar í gegnum
Klambratúnið í átt að Snorra-
braut og þar fylgdi Skarphéðinn
mér að húsi einu sem stóð á götu-
horni, en þar stóð á öðru horninu
Skarphéðinsgata og á hinu horn-
inu Gunnarsbraut. Hann benti
mér hróðugur á þetta og brosti út
að eyrum.
Skarphéðinn átti ásamt Arndísi
konu sinni sumarbústað þar sem
ég skynjaði að honum fannst gott
að dvelja og rækta þar blóm og
runna. Hann sýndi mér eitt sinn
plöntur sem hann var með í upp-
eldi við hús foreldra sinna. Svo var
allt flutt upp í bústað þegar það
var tilbúið og gróðursett þar.
Fyrir allmörgum árum hafði
Skarphéðinn fengið hjartaáfall og
skemmdust þá stöðvar í heilanum
sem sjá um lestur og talað mál.
Hann var duglegur að þjálfa sig
upp aftur í tali, m.a. með þátttöku í
viðeigandi námskeiðum. Ég var
orðinn nokkuð góður í að giska á
hvað hann ætlaði og vildi segja.
Þannig gátum við talað saman og
gekk það býsna vel hjá okkur.
Við fórum einu sinni á útskurð-
arnámskeið, en þar stóð Skarp-
héðinn sig ekki síður en þeir sem
höfðu mátt í báðum höndum. Elj-
an var mikil hjá honum, en hann
hafði ekki mátt í hægri hendi.
Ég mun sakna hans mikið og
allra gönguferðanna með honum.
Ég votta konu hans, henni Arn-
dísi, börnum, foreldrum og öðrum
ættingjum mína dýpstu samúð.
Hvíldu í friði.
Lárus Björnsson.
Hljótt er inni, úti kyrrð og friður,
aðeins regnið drýpur niður,
yfir þurran, þyrstan svörð.
Nóttin heyrir bænir alls, sem biður
við brjóst þín, móðir jörð.
Allir hlutu einn og sama dóminn.
Alla þyrstir, líkt og blómin,
hverja skepnu, hverja sál.
Um allar byggðir blikar daggarljóminn,
bláma slær á sund og ál.
Öllum sorgum sínum hjartað gleymir.
Svalinn ljúfi um það streymir,
eins og regn um sviðinn svörð.
Blómin sofna, börnin litlu dreymir
við brjóst þín, móðir jörð.
(Davíð Stefánsson)
Ég kveð Skarphéðinn með
söknuði og votta Arndísi og öllum
aðstandendum mína dýpstu sam-
úð.
Hjördís Bjartmars.
Skarphéðinn
Gunnarsson
- Fleiri minningargreinar
um Skarphéðinn Gunn-
arsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU L. VILHJÁLMSDÓTTUR
HEIÐDAL,
síðast til heimilis í Rjúpnasölum 10,
sem lést miðvikudaginn 10. ágúst á
hjúkrunarheimilinu Mörkinni.
Einnig þökkum við starfsfólki Boðaþings og Markarinnar fyrir
hlýhug og umhyggju.
María Guðrún Waltersdóttir
Erla Waltersdóttir
Vilhjálmur H. Waltersson Helga E. Jónsdóttir
Hildur Waltersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÁSTU KRÖYER.
Hilmar Höskuldsson Ástrós Guðlaugsdóttir
Erlendur Höskuldsson Sunneva Svavarsdóttir
Ásta Rún, Jón Ingi, Svavar og Hrafnhildur Fjóla
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744