Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 46
Í LÚXEMBORG
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stúlknalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í þriðja
sæti í undanúrslitum á EM í Lúxemborg í gær-
kvöldi og tryggði sér sæti í úrslitum með sannfær-
andi hætti.
Liðið sýndi stórglæsileg tilþrif á gólfi og fékk
19.000 stig fyrir, sem voru næstflest stig allra fyrir
eina grein í gær. Æfingar á dýnu gengu einnig
mjög vel, en nokkrar ófullkomnar lendingar urðu
til þess að Ísland fékk 15.475 stig.
Loks fékk íslenska liðið 14.450 stig fyrir æfingar
á trampólíni, sem gengu heilt yfir mjög vel.
Ísland var með hæstu einkunn á dýnu og gólfi í
fyrri undanúrslitariðli og með sannfærandi forystu
á toppnum að honum loknum. Danmörk og Svíþjóð
tóku hins vegar fram úr Íslandi í seinni undan-
úrslitariðlinum.
Undanúrslitakvöldið lofar afar góðu fyrir úrslitin
í stúlknaflokki, þar sem stemningin í höllinni í Lúx-
emborg var mögnuð og fékk íslenska liðið sérlega
mikinn stuðning. Ísland ætlar sér verðlaun á öðru
Evrópumótinu í röð og möguleikarnir eru svo sann-
arlega fyrir hendi.
Blandað lið ungmenna hafnaði í fimmta sæti af
sex liðum. Liðið byrjaði á dýnu, en náði sér ekki al-
mennilega á strik þar. Íslenska liðið gerði betri
hluti á trampólíni og framkvæmdi síðan sínar bestu
æfingar á gólfi.
Alls fékk Ísland 43.800 stig og var aðeins 0,50
stigum frá Noregi í fjórða sæti. Ísland var með
þriðja besta árangur allra á gólfi, fjórða besta á
trampólíni en lakasta árangur allra á dýnu. Með
betri æfingum á dýnu getur Ísland barist um verð-
laun á morgun, en liðið hafnaði í þriðja sæti á síð-
asta ári og fékk því bronsverðlaun.
Drengjaliðið hafnaði í fimmta og neðsta sæti í
sinni keppni, en ljóst var fyrir mót að það yrði við
ramman reip að draga fyrir íslensku strákana. Hin
liðin hafa verið lengur saman, eru eldri og reyndari.
Íslenska liðið virtist stressað í sinni fyrstu æf-
ingu, sem var á gólfi, en eftir það óx strákunum ás-
megin. Trampólínið gekk ágætlega en bestu tilþrif
íslenska liðsins voru í lokaæfingunni á dýnu. Þar
gekk nokkuð og hafnaði íslenska liðið fyrir ofan
Bretland, en fimmta sætið varð niðurstaðan á gólfi
og trampólíni. Ísland fékk samtals 35.350 stig og
var sex stigum frá Bretlandi, sem hafnaði í fjórða
sæti. Mótið í ár fer í reynslubankann.
Stelpurnar með þriðja besta árangurinn
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
Besta deild kvenna
Þór/KA – ÍBV ........................................... 3:3
Staðan:
Valur 15 11 3 1 43:7 36
Breiðablik 15 9 3 3 36:8 30
Stjarnan 15 8 4 3 34:15 28
Þróttur R. 15 8 1 6 29:20 25
ÍBV 15 6 5 4 22:24 23
Selfoss 15 6 4 5 16:13 22
Keflavík 15 5 1 9 19:30 16
Þór/KA 15 4 2 9 20:39 14
Afturelding 15 4 0 11 16:41 12
KR 15 2 1 12 14:52 7
4. deild karla
Seinni leikur um sæti í 3. deild:
Einherji – Ýmir ........................................ 5:2
_ Einherji sigraði 10:3 samanlagt og leikur
í 3. deild 2023.
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Rangers – Napoli...................................... 0:3
Staðan:
Napoli 2 2 0 0 7:1 6
Ajax 2 1 0 1 5:2 3
Liverpool 2 1 0 1 3:5 3
Rangers 2 0 0 2 0:7 0
E-RIÐILL:
AC Milan – Dinamo Zagreb .................... 3:1
Chelsea – Salzburg................................... 1:1
Staðan:
AC Milan 2 1 1 0 4:2 4
Dinamo Zagreb 2 1 0 1 2:3 3
Salzburg 2 0 2 0 2:2 2
Chelsea 2 0 1 1 1:2 1
F-RIÐILL:
Shakhtar Donetsk – Celtic ...................... 1:1
Real Madrid – RB Leipzig ...................... 2:0
Staðan:
Real Madrid 2 2 0 0 5:0 6
Shakhtar Donetsk 2 1 1 0 5:2 4
Celtic 2 0 1 1 1:4 1
RB Leipzig 2 0 0 2 1:6 0
G-RIÐILL:
Köbenhavn – Sevilla................................ 0:0
- Ísak B. Jóhannesson lék fyrstu 87 mín-
úturnar með Köbenhavn, Hákon Arnar
Haraldsson kom inn á sem varamaður á 79.
mínútu en Orri Steinn Óskarsson var ónot-
aður varamaður.
Manchester City – Dortmund................. 2:1
Staðan:
Manchester City 2 2 0 0 6:1 6
B. Dortmund 2 1 0 1 4:2 3
København 2 0 1 1 0:3 1
Sevilla 2 0 1 1 0:4 1
H-RIÐILL:
Maccabi Haifa – París SG........................ 1:3
Juventus – Benfica ................................... 1:2
Staðan:
París SG 2 2 0 0 5:2 6
Benfica 2 2 0 0 4:1 6
Juventus 2 0 0 2 2:4 0
Maccabi Haifa 2 0 0 2 1:5 0
Bandaríkin
Sporting Kansas City – DC United........ 3:0
- Guðlaugur Victor Pálsson lék í 86 mín-
útur með DC United.
CF Montréal – Chicago Fire................... 3:2
- Róbert Orri Þorkelsson var varamaður
hjá Montréal og kom ekki við sögu.
Houston Dynamo – New England ......... 3:1
- Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou-
ston á 73. mínútu.
Noregur
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Kolbotn – Brann ...................................... 1:6
- Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrstu 62
mínúturnar með Brann.
Stabæk – Rosenborg ............................... 2:1
- Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 85
mínúturnar með Rosenborg og lagði upp
mark.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Mallbacken – Örebro............................... 1:4
- Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á
sem varamaður á 72. mínútu hjá Örebro.
Team TG – Piteå...................................... 0:3
- Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 73 mínúturn-
ar með Piteå.
England
B-deild:
Reading – Sunderland ............................ 0:3
- Jökull Andrésson var ekki í leikmanna-
hóp Reading.
>;(//24)3;(
EM karla
8-liða úrslit:
Frakkland – Ítalía ................................ 93:85
Slóvenía – Pólland ................................ 87:90
_ Frakkland og Pólland mætast í undan-
úrslitum á morgun en Þýskaland og Spánn
eigast við í hinum leiknum.
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Selfoss: Selfoss – Grótta ...................... 19.30
Skógarsel: ÍR – Haukar....................... 19.30
Garðabær: Stjarnan – Fram .................... 20
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Garðabær: Stjarnan – Fram .................... 18
Í KVÖLD!
sé spáð sigri í deildinni. Þrátt fyrir
að hafa misst sinn besta leikmann
síðustu ár, Lovísu Thompson, þá eru
margir afar reynslumiklir og sterkir
leikmenn í Valsliðinu. Systurnar
hafa snúið aftur en einhverjar sögu-
sagnir eru um að Ásdís Þóra
Ágústsdóttir verði lánuð, vænt-
anlega til að tryggja henni mikinn
spiltíma fram að áramótum. Það
verður gaman að sjá hvort Thea Im-
ani Sturludóttir og Sara Helgadóttir
ná að fylgja eftir frábæru tímabili
en með þær í sama standi verður af-
ar erfitt að eiga við Valsliðið.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir ætti að
vera komin í betra form en í fyrra
og eins verður gaman að fylgjast
með Lilju Ágústsdóttur og hvernig
hún kemur aftur inn í deildina eftir
að hafa leitt U18-ára liðið á frábæru
móti í sumar. Varnarlega hefur
Valsliðið verið mjög sterkt og ekki
lítur út fyrir að það breytist. Þær
eru líka með frábæra hraðaupp-
hlaups- og sóknarmenn í sínum röð-
um svo markmið þeirra hlýtur að
vera að skila nokkrum titlum á Hlíð-
arenda.
Fram
Framliðið hefur misst Hildi Þor-
geirsdóttur frá því á síðasta tímabili
og spurning hvort Ragnheiður Júl-
íusdóttir nær eitthvað að spila á
tímabilinu. Að auki er Emma Olsson
farin til Þýskalands. Þrír risapóstar
sem þær missa en samt sem áður
eru margir afar sterkir leikmenn og
mikil reynsla og sigurhefð hjá liðinu.
Þær reyna að fylla í skörðin með
tveimur útlendingum og spurning
hvort þær detti í lukkupottinn með
það eins og fyrir síðasta tímabil.
Það verður afar mikilvægt fyrir
Framliðið að Hafdís Renötudóttir
og Steinunn Björnsdóttir haldist
heilar en einnig mun mæða mikið á
leikmönnum eins og Perlu Ruth Al-
bertsdóttur, Kristrúnu Steinþórs-
dóttur og Ernu Guðlaugu Gunn-
arsdóttur. Nái Framliðið að binda
vörnina saman verða þær illviðráð-
anlegar þar sem þær refsa liðum
afar grimmt fyrir öll mistök.
ÍBV
ÍBV-liðið er afar sterkt og stefn-
an í Eyjum hlýtur að vera að ná
titlum í hús. Þær hafa afar sterka
leikmenn í sínum röðum og fá til að
mynda Ástu Björk Júlíusdóttur til
baka frá Haukum auk þess sem
Birna Berg Haraldsdóttir er að ná
fyrri styrk. Sunna Jóhannsdóttir
verður svo áfram prímusmótor liðs-
ins ásamt Hörpu Valeyju Gylfadótt-
ur sem var frábær á síðasta tíma-
bili.
Heimavöllurinn er sterkur og
verður eins og áður erfitt fyrir lið
að sækja stig þangað. Sterk vörn
og góð markvarsla verður áfram
þeirra aðalsmerki en það verður
gaman að fylgjast með hvernig þær
ná að slípa saman sóknarleikinn
sinn. Nái liðið upp stöðugleika i leik
sínum og sleppi það við mikil
meiðsli eru þær til alls líklegar.
Verður erf-
itt að eiga
við Valsliðið
- Tekst Íslandsmeisturum Fram að
fylla í skörðin og hafa í fullu tré við Val?
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Sólveig Lára Kjærnested, fyrrver-
andi handknattleikskona og þjálfari
ÍR í 1. deild kvenna, á von á jafnri
og spennandi keppni á Íslandsmóti
kvenna í handknattleik í vetur.
Keppni í úrvalsdeildinni, Olísdeild-
inni, hefst í dag.
Val er spáð efsta sæti deild-
arinnar í spá fyrirliða, þjálfara og
forráðamanna liða í deildinni sem
birtist í síðustu viku. Valskonur
fögnuðu sigri í bikarkeppninni á
síðustu leiktíð en enduðu í öðru
sæti deildarinnar, sem og í öðru
sæti í úrslitum Íslandsmótsins eftir
tap gegn Fram í úrslitaeinvígi.
Fram og ÍBV munu veita Vals-
konum harða keppni um deild-
armeistaratitilinn, enda ætli bæði
lið sér að berjast á toppi deild-
arinnar í vetur.
HK og nýliðar Selfoss eru þau
tvö lið sem líklust eru talin til að
lenda í erfiðri fallbaráttu og þá
gæti KA/Þór einnig sogast í neðri
hlutann eftir að hafa misst fjóra
byrjunarliðsleikmenn frá síðustu
leiktíð.
Hér á eftir eru umsagnir Sól-
veigar um liðin átta í deildinni og
þeim er raðað upp samkvæmt
spánni fyrir deildina sem birtist í
síðustu viku.
Valur
Það kemur fáum á óvart að Val
Einvígi? Valskonan reynda
Hildigunnur Einarsdóttir brýst
í gegnum vörn Fram í leik lið-
anna um meistarabikarinn á
dögunum þar sem Valur hafði
betur. Liðin gætu háð enn eitt
einvígið um Íslandsmeistara-
titilinn í vetur.
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í
gærkvöldi 16. Íslendingurinn til
þess að spila í riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar þegar hann var í
byrjunarliði Köbenhavn sem gerði
markalaust jafntefli gegn Sevilla í
Danmörku.
Ísak Bergmann lék fyrstu 87
mínútur leiksins en liðsfélagi hans
hjá Köbenhavn, Hákon Arnar Har-
aldsson, kom inn á sem varamaður
hjá danska félaginu á 79. mínútu.
Ísak Bergmann, sem er 19 ára
gamall, varð jafnframt þriðji Ís-
lendingurinn til að ná að spila í
Meistaradeildinni áður en hann
verður tvítugur, á eftir þeim Há-
koni Arnari og Arnóri Sigurðssyni.
Allir þrír koma frá Akranesi og eru
uppaldir hjá ÍA.
_ Erling Haaland tryggði Man-
chester City 2:1-heimasigur með
marki á 85. mínútu gegn Borussia
Dortmund.
_ Raheem Sterling skoraði mark
Chelsea þegar liðið gerði óvænt 1:1-
jafntefli á heimavelli gegn Salz-
burg.
Ísak 16. Íslendingurinn sem
spilar í Meistaradeildinni
Ljósmynd/@FCKobenhavn
19 Hinn 19 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tækifæri í byrj-
unarliði Köbenhavn þegar liðið gerði jafntefli gegn Sevilla á Parken.