Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.09.2022, Qupperneq 47
Stjarnan Ég held því miður að Stjarnan verði í vandræðum i vetur. Leik- mannahópurinn er þunnskipaður og margir ungir og óreyndir leikmenn innan liðsins og ekki miklir mögu- leikar fyrir Hrannar Guðmundsson þjálfara að hrófla við liðinu. Vissulega hafa Stjörnukonur góða reynslumikla leikmenn og þegar þær hitta á góðan dag verður erfitt að eiga við þær en það má af- ar lítið út af bregða. Lena Margrét Valdimarsdóttir sýndi góða takta inn á milli í fyrra og vonandi fyrir Stjörnuna að hún sýni meiri stöð- ugleika og bæti aðeins í. Vörn og markvarsla verður að vera að- alsmerki Stjörnunnar i vetur, ætli þær sér eitthvað annað en að sigla um miðja deild. Darija Zecevic átti gott tímabil i fyrra og vonandi fyrir Stjörnuna að hún muni halda upp- teknum hætti í vetur. Haukar Haukar hafa misst sterka leik- menn frá síðasta tímabili. Þær hafa í staðinn fengið til sín tvo erlenda leikmenn sem virðast við fyrstu sýn ekki fylla þau skörð sem skilin hafa verið eftir. Það er spurning hvort Ragnar Hermannsson hyggst gefa fleiri yngri leikmönnum stærra hlutverk en það mun mæða mikið á Elínu Klöru Þorkelsdóttur eins og á síðasta tímabili og vonandi fyrir Hauka að fleiri leikmenn muni bæta sig. Kannski þurfa Haukar að minnsta kosti þetta ár til þess að skóla ungu leikmennina sína til og gera þær tilbúnar i alvörubaráttu. KA/Þór KA/Þór missir, eins og fleiri lið, afar sterka leikmenn, heila fjóra leikmenn úr byrjunarliði. Það er félaginu til hróss hversu margir leikmenn spila erlendis á næsta tímabili. Tímabilið gæti orðið erfitt en önnur lið þurfa þrátt fyrir það alltaf að passa sig á liði sem hefur Rut Jónsdóttur innanborðs. Lykilleikmenn eins og Unnur Ómarsdóttir, Matea Lonac og Hulda Bryndís Tryggvadóttir þurfa að mæta sterkar til leiks og draga vagninn en það verður gam- an að fylgjast með hvernig þeim tekst að fylla í skörð þeirra leik- manna sem eru farnir. Það verður mikilvægt fyrir liðið að búa til gryfju fyrir norðan og vera dug- legt að safna stigum á heimavelli. HK HK hefur verið i áskrift að sjö- unda sætinu undanfarin ár og ef spáin fyrir tímabilið rætist þá enda þær þar enn og aftur. HK missir einn af sínum bestu leikmönnum, Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur, auk annarra góðra leikmanna og fá lítið í staðinn. Mikið álag verður á Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur og í leikjum þar sem hún á ekki sinn besta dag verður HK í vandræð- um. Einn mest spennandi leikmaður deildarinnar, hægri hornamaðurinn og varnarjaxlinn Tinna Sól Björg- vinsdóttir lenti í erfiðum meiðslum á síðasta tímabili. Verði hún leik- fær á tímabilinu yrði það afar mik- ilvægt fyrir liðið, varnar- og sókn- arlega. Jákvæðu fréttirnar fyrir HK er að þær eiga flotta unga leik- menn en þær þurfa að þroskast hratt og mæta ískaldar og óhrædd- ar til leiks, ætli HK-liðið að halda sér uppi. Selfoss Það er margt í Selfossliðið spunnið og ég held að þær geti strítt mörgum liðum í deildinni. Í sínum röðum hafa þær einn efni- legasta leikmann deildarinnar, Tinnu Sigurrós Traustadóttur. Það verður mjög spennandi að fylgjast með henni í vetur. Roberta Stropus er einnig hörkuskytta og virðist falla vel inn liðið. Þær eiga svo fleiri flotta leikmenn og ég bind t.d. miklar vonir við að Katla María Magnúsdóttir nái að sýna hvað í henni býr. Selfossliðið mun sakna Huldu Dísar Þrastardóttur mikið og vont að missa hana stuttu fyrir mót. Hún sýndi það hjá Val að hún er hörkuvarnarmaður og mikill bar- áttujaxl. Það er spurning hvernig Selfossliðinu gengur að fylla í það hlutverk sem henni var ætlað fyrir tímabilið. Morgunblaðið/Óttar ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022 Meistaradeild karla Kielce – Nantes.................................... 40:33 - Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. - Viktor Gísli Hallgrímsson varði ekki skot í marki Nantes. Kiel – Elverum..................................... 36:26 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir Elverum. Noregur Haslum – Bækkelaget......................... 28:34 - Örn Vésteinsson skoraði eitt mark fyrir Haslum. Volda – Kristiansand .......................... 24:36 - Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Volda, Katrín Tinna Jensdóttir eitt en Dana Björg Guðmundsdóttir skor- aði ekki. Halldór Stefán Haraldsson þjálfar liðið. Larvik – Storhamar ............................ 29:29 - Axel Stefánsson þjálfar kvennalið Stor- hamar. Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Rapp – Kolstad..................................... 18:39 - Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason skoruðu ekki fyrir Kold- stad. Danmörk Lemvig – Tvis Holstebro .................... 22:24 - Daníel Freyr Ágústsson varði ekki skot í marki Lemvig. - Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðar- þjálfari Holstebro. Odense – Ringköbing.......................... 36:23 - Lovísa Thompson skoraði ekki fyrir Ringköbing. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði ekki skot í marki liðsins. Ajax – Skanderborg............................ 28:22 - Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark fyrir Skanderborg. %$.62)0-# Þriggja ára sonur minn er byrjaður að mæta á fótbolta- æfingar. Hann verður reyndar fjögurra ára í desember en hann er búinn að mæta á fjórar æfing- ar núna og skora nokkur mörk. Mjög ánægður með sjálfan sig. Það eru tvær konur að þjálfa flokkinn hans, þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hlíf Hauksdóttir. Báðar eiga þær ágætlega marga meistaraflokksleiki á milli sín. Margrét Lára er svo auðvitað markahæsta landsliðskona Ís- lands frá upphafi. Alvöruþjálfarar og mér finnst persónulega frábær þróun að sjá tvær konur hjálpa syni mínum að stíga sín fyrstu skref á fótboltavellinum. Þetta mun klárlega móta hann á mjög já- kvæðan hátt sem ég er mjög þakklátur fyrir. Hvort hann verður næsti Lionel Messi eða Cristiano Ron- aldo þarf svo bara að koma í ljós en eins og hjá þriggja ára börn- um er einbeitingin ekkert alltaf fyrir hendi. Ég hef hins vegar skemmt mér konunglega á þess- um fyrstu æfingum hans, bæði yfir afrekum hans inni á vellinum sem og þegar hann er búinn að vefja sig pikkfastan í marknetið. Að æfa íþróttir í dag kostar mikla peninga og þó að frí- stundastyrkurinn eigi að hjálpa foreldrum að brúa bilið er hann klárlega ekki nóg, enda hækka íþróttafélögin bara æfingagjöldin í takt við frístundastyrkinn. Það er sorglegt að hugsa til þess að öll börn fái ekki sömu tækifæri til þess að æfa íþróttir, mögulega vegna bágrar fjár- hagsstöðu foreldranna. Það er umhugsunarvert því hver veit nema við séum að missa af næsta Messi eða Ron- aldo, einfaldlega vegna þess að það hafa ekki allir efni á því að senda börnin sín í þær fjömörgu íþróttir sem standa til boða í dag. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fjórir nýliðar eru í æfingahópi ís- lenska kvennalandsliðsins í hand- knattleik sem kemur saman til æf- inga hér á landi dagana 26. september til 1. október. Æfing- arnar eru liður í undirbúningi liðs- ins fyrir forkeppni HM 2024 en Ís- land leikur gegn Ísrael 5. og 6. nóvember. Leikirnir fara báðir fram á Íslandi. Ethel Gyða Bjarna- sen, Elín Klara Þorkelsdóttir, Lilja Ágústsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir fá allar tækifæri en hópinn í heild sinni má sjá á mbl.is/ sport/handbolti. Ljósmynd/IHF Skot Lilja Ágústsdóttir fór mikinn með U18-ára landsliðinu í sumar. Fjórir nýliðar í landsliðinu Knattspyrnukonan Sif Atladóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2024. Varnarmaðurinn gekk til liðs við Selfoss fyrir yfirstandandi keppn- istímabil eftir farsælan atvinnu- mannsferil með Saarbrücken í Þýskalandi og Kristianstad í Sví- þjóð. Sif á að baki 90 A-landsleiki fyrir Ísland en hún fór á sitt fjórða stórmót í sumar þegar íslenska kvennalandsliðið tók þátt í loka- keppni Evrópumótsins sem fram fór á Englandi. Framlengdi á Selfossi Ljósmynd/Selfoss 2 Sif Atladóttir skrifaði undir tveggja ára samning á Selfossi. Keppni í úrvalsdeild kvenna í hand- knattleik, Olísdeildinni, hefst í kvöld í TM-höllinni í Garðabæ. Þar tekur Stjarnan á móti Íslands- meisturum Fram í upphafsleik deildarinnar en hinir þrír leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram annað kvöld og á laugardaginn. Leikirnir í fyrstu umferðunum eru þessir: 1. umferð: 15.9. Stjarnan – Fram 16.9. Valur – Haukar 17.9. ÍBV – KA/Þór 17.9. HK – Selfoss 2. umferð: 24.9. Fram – HK 24.9. ÍBV – Stjarnan 24.9. Selfoss – Valur 25.9. KA/Þór – Haukar 3. umferð: 5.10. Valur – Fram 8.10. HK – ÍBV 8.10. Haukar – Selfoss 8.10. Stjarnan – KA/Þór Liðin átta leika þrefalda umferð, 21 leik á lið. Þau lið sem enda í sætum þrjú til sex leika í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og sig- urvegararnir mæta tveimur efstu liðunum í undanúrslitum. Neðsta liðið fellur og það næstneðsta fer í umspil með liðunum í öðru til fjórða sæti úr 1. deild. Fyrsti leikurinn í Garðabæ ÍSLANDSMÓT KVENNA Í HANDBOLTA HEFST Í KVÖLD ÞÓR/KA – ÍBV 3:3 0:1 Kristín Erna Sigurlásdóttir 15. 1:1 Sjálfsmark 16. 1:2 Madison Wolfbauer 47. 2:2 Sandra María Jessen 67. 2:3 Kristín Erna Sigurlásdóttir 69. 3:3 Sandra María Jessen 85. MM Sandra María Jessen (Þór/KA) M Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Haley Marie Thomas (ÍBV) Madison Wolfbauer (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Dómari: Guðmundur Friðberts. – 9. Áhorfendur: 267. Sandra María Jessen reyndist hetja Þórs/KA þegar liðið tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í 15. umferð deildarinnar á SaltPay- vellinum á Akureyri í gær. Leikn- um lauk með 3:3-jafntefli en Sandra María, sem skoraði tvívegis í leikn- um, skoraði jöfnunarmark Akur- eyringa með skalla á 85. mínútu. Úrslitin gera lítið fyrir bæði lið en á meðan ÍBV siglir lygnan sjó í fimmta sæti deildarinnar er Þór/ KA í áttunda og þriðja neðsta sæt- inu með 14 stig, tveimur stigum meira en Afturelding. Akureyringar eiga eftir að mæta Keflavík úti, Stjörnunni heima og loks KR heima í lokaumferðunum þremur. Afturelding á talsvert erf- iðara leikjaplan fram undan en liðið á eftir að mæta Breiðabliki úti, Val heima og loks ÍBV úti. _ Sandra María hefur skorað átta mörk í 15 leikjum í sumar og er í 2.-4. sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar. Sandra María bjarg- aði Akureyringum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Tvenna Sandra María Jessen fagnar öðru marki sínu gegn Eyjakonum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.