Morgunblaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 52
Menning
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2022
Arctic Festival hefst í dag og
stendur hátíðin yfir til 30. septem-
ber með margs konar menningar-
viðburðum. Tékkneski lífvísinda-
háskólinn í Prag (CZU), í sam-
vinnu við Landbúnaðarháskóla
Íslands í Reykjavík (LbHÍ),
CICERO í Ósló og Norræna
félagið á Íslandi, skipuleggur
hátíðina, að því er fram kemur í
tilkynningu. Hún er nú haldin í
fjórða sinn og fer fram í Reykja-
vík og á Akureyri.
Arctic-hátíðin skiptist í vísinda-
og menningarráðstefnu, kvik-
myndahátíð og menningardagskrá
með myndlistarsýningum, tón-
leikum, gjörningum og fleiru, eins
og sjá má á vefsíðu hennar,
arktickyfestival.cz. Einnig má
kynna sér viðburði á Facebook á
slóðinni: facebook.com/arkticky-
festival.
Kvikmyndahluti hátíðarinnar,
Arctic Film Festival, fer fram í
Bíó Paradís 16.-18. september.
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson
setur hátíðina með sýningu á
heimildarmyndinni Andlit norð-
ursins frá árinu 2011. Myndin
fjallar um hann og feril hans og á
sunnudag verða sýndar stutt-
myndir sjö útskriftarnema við
FAMU, tékkneska kvikmynda-
skólann.
Menningardagskrá hefst á
Gauknum í Reykjavík í dag með
tónleikum hljómsveitarinnar Gróu
og hinnar tékknesku Už jsme
doma. Á morgun, föstudag, verður
sýningin Tékkland á norðurslóðum
/ Norðurskautið í Tékklandi opnuð
í húsnæði Landbúnaðarháskóla
Íslands í Reykjavík. Sýningin
Hundurinn með bollu – grænlensk
ævintýri og þjóðsögur / mynd-
skreytingar eftir Martin Velíšek
verður einnig opnuð í versluninni
12 tónum en aðalmenningardag-
skrá hátíðarinnar fer fram laug-
ardaginn 17. september í Iðnó.
Þar verða morgunkvikmynda-
sýningar fyrir börn og síðdegis
verður opnuð sýningin Norður-
pólsleiðangurinn / Myndskreyt-
ingar eftir Julius Payer. Síðdegis
verður einnig tónleikadagskrá þar
sem m.a. koma fram Arnheiður
Eiríksdóttir mezzósópran og
píanóleikarinn Ahmad Hedar,
Svavar Knútur söngvaskáld og
píanóleikarinn Paul Lydon. Um
kvöldið koma fram pönkrokk-
sveitin Gróa og hin norska sveit
Skov. Menningardagskráin í Iðnó
nær hámarki á kvöldpönkrokk-
tónleikum íslensku hljómsveitar-
innar Gróu, norsku hljómsveitar-
innar Skov og tékknesku sveitar-
innar Už jsme doma.
Heildardagskrá má finna á fyrr-
nefndum vef hátíðarinnar.
Vísindi og menning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gróa Pönkrokksveitin á tónleikum árið 2018. Hún kemur fram á Arctic Festival sem hefst í dag.
- Fjölbreyttir viðburðir á Arctic Festival sem hefst í dag
duka.is
Dúka Smáralind
jaxhandverk
Búbblan
Ekkert eldstæði er jafn vinsælt og fallegt og
Búbblan sem skapar fallega og rómantíska
stemmingu að sumri jafnt sem vetri.
• Sérsmíðuð úr níðsterku stáli með sérstakri
ryðvarnarhúð sem tryggir endingu og
fallega áferð.
• Létt og meðfærileg á léttum gúmmíhjólum.
• Getur staðið á hvaða undirlagi sem er og
skilur ekki eftir sig nein ummerki á trépöllum.
Tryggðu þér Búbblu fyrir haustið.
Pantaðu strax í dag www.jaxhandverk.is
Þrjár sendingar uppseldar 2022!