Morgunblaðið - 29.10.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.2022, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g var að keyra á miðri Holtavörðuheiði í febr- úar þegar ég hringdi í vinkonu mína, Heiðu Ólafsdóttur, sem var að kenna vestur á fjörðum og leiddist eitthvað, og ég spurði vafningalaust hvort hún vildi koma með mér til Skotlands sem aðstoðarkona mín í heimsmeistarakeppni í hafragrautar- gerð. Hún sagði strax já,“ segir Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur en hún gerði sér lítið fyrir nú í haust og komst í úrslit í keppni um hina gullnu hræru, The Golden Spurtle, sem er heiti keppninnar. „Aðeins þrjátíu geta tekið þátt en fleiri en það sóttu um svo nöfn allra umsækjenda fóru í hatt og mitt nafn var meðal þeirra sem voru dreg- in upp. Þegar ég frétti að ég væri komin inn sem þátttakandi í keppn- inni var ég stödd á veitingastað og æpti upp yfir mig af fögnuði,“ segir Björk og bætir við að hún hafi strax tekið til við að æfa sig í hafragrautar- gerð og að æfa sig að elda graut á gasi, því þess er krafist í keppninni. „Ég þurfti að verða mér úti um gott grunnhráefni, stálskorna hafra, en þeir voru þá uppseldir á Íslandi. Þetta eru óunnir hafrar sem koma beint af akrinum og einungis búið að taka hismið utan af þeim. Þeir eru miklu bragðbetri og næringarríkari en unnir hafrar. Ég setti mig í sam- band við Tóta hjá Frú Laugu sem flytur inn stálskorna hafra frá Salto í Svíþjóð og þessir sænsku höfðingjar sendu mér slíka hafra frítt til að hafa með mér í keppnina.“ Sló út Svía sem varð fúll Keppendur voru 27 og fimm riðl- ar og keppt í tveimur flokkum, í hef- bundnum hafragraut og graut með frjálsri aðferð, eða speciality. „Sá hefðbundni má einungis innihalda hafra, salt og vatn en spesgrauturinn má innihalda nánast hvað sem er og sá sem sigraði í honum bjó til ein- hverskonar sjávarrétt úr höfrum,“ segir Björk sem í öðrum riðli sló út Svía sem hafði áður unnið keppnina, við lítinn fögnuð hans. „Þegar ég reyndist vera ein af þeim sex sem komust áfram í úrslit varð ég svo hissa að það leið næstum yfir mig. Ég hefði líka verið mjög sátt án þess, því það var svo gaman að taka þátt, þetta er fyrst og fremst upplifun.“ Björk segist hafa sótt grunninn að uppskriftinni að sér- staka hafragrautnum sem hún gerði í keppninni í graut sem Tómas maður hennar gerði handa henni þegar Eg- ill sonur þeirra var nýfæddur. „Þá var ég mjög lystarlaus og ég hafði nánast aldrei viljað borða hafra- graut, en í grautnum hans Tómasar uppgötvaði ég eitthvað alveg nýtt, því sá grautur inniheldur austurlensk krydd og bæði ferska og þurrkaða ávexti,“ segir Björk sem notaði í keppnisgrautinn krydd frá Mabrúka, sem fást á Íslandi, en það er gæða- krydd frá Túnis. Heimsóttu hina helgu eyju Björk segir að heimsmeistara- keppnin í hafragrautargerð, The Gol- den Spurtle, hafi fyrst verið haldin 1996. „Henni var startað fyrst og fremst til að koma litla bænum Carr- bridge á kortið, en þar búa aðeins 700 manns og lítið um að vera. Þetta er mikil hátíð, morguninn sem keppnin hófst fórum við í skrúðgöngu að litla félagsheimilinu og menn í skotapils- um spiluðu á sekkjapípur. Við þurft- um öll að skála í viskíi fyrir hádegi, gömlu konurnar voru á fullu í eldhús- inu og allt var svo heimilislegt, allir fengu að smakka afgangana, líka áhorfendur. Félagsheimilið var stút- fullt af fólki og bein útsending frá keppninni á fésbók og Tómas var í skírnarathöfn heima á Íslandi þegar hann sá í beinni að ég komst í úrslit. Heiða vinkona mín og aðstoðarkona var í áhorfendaskaranum í félags- heimilinu og líka skosk hjón sem eru vinir mínir, Audrey og Mark, ásamt átta ára syni sínum, Rowan. Það var svolítið skondið þegar þau Skotarnir veifuðu íslenska fánanum í gríð og erg og hvöttu mig óspart. Stemn- ingin var góð og allur bærinn tók þátt og þarna mætir fólk sem hefur komið í áraraðir til að keppa. Hafragraut- arkeppnin er fastur liður í þeirra til- veru.“ Björk segir að fyrir utan keppn- ina hafi ferðalagið sjálft um Skotland verið heilmikið ævintýri hjá henni og Heiðu. „Daginn eftir keppni fórum við í ferðalag og keyrðum til Oban á vesturströnd Skotlands, þaðan sem við tókum ferju til eyju sem heitir Island of Mull. Við tókum svo aðra ferju til helgu eyjarinnar Iona, en þá var galið veður og við rétt sluppum um borð. Við gistum eina svefnlausa nótt í einhverskonar trétunnu þar sem var svo þröngt að vart var hægt að skipta um skoðun inni. Um kvöldið var fullt tungl og við gengum niður að sjó þar sem við rákumst á skilti sem á stóð Þú ert hér á eigin ábyrgð, hér eru kindur og kýr á vappi. Á þessari helgu eyju búa aðeins 177 manns en margt er að sjá, við skoð- uðum fagrar gamlar rústir af kvennaklaustri þar sem á sínum tíma var tekið á móti konum sem voru ut- angarðs. Einnig heimsóttum við klaustur sem írski munkurinn Kól- umkilli stofnaði snemma á miðöldum og þar búa núna um 30 munkar. Eyjan Iona er afar helgur staður, þar er ævaforn kirkjugarður við hlið pínulítillar kapellu en inni í henni er einn besti hljómburður sem ég hef upplifað. Ég gat ekki hamið mig og ég söng þar þrjú lög, eina íslenska rímu, eitt lag sem ég lærði hjá frum- byggjum í Kanada og fallegan fornan sálm, Grátandi kem ég guð minn til þín. Á Iona finnst eitt elsta berg í heimi sem er tvö þúsund milljón ára og þar eru afar sérstakar bleikar klappir. Á eyjunni er sagt vera sér- lega þunnt á milli handanheims og raunheima og margir gera sér ferð þangað áður en þeir deyja.“ Nánar: goldenspurtle.com Leið næstum yfir hana af undrun „Við þurftum öll að skála í viskíi fyrir hádegi, gömlu konurnar voru á fullu í eldhúsinu og allt var heim- ilislegt,“ segir Björk Bjarnadóttir sem komst í úrslit í heimsmeistarakeppni í hafragrautargerð í Skotlandi. Ljósmyndir/Audrey Logan Gaman Björk og Heiða aðstoðarkona hennar kátar utan við félagsheimilið í Skotlandi þar sem keppnin fór fram. Hvatning Mark, skoski vinur Bjarkar, veifaði íslenska fánanum óspart þeg- ar hann hvatti hana áfram, hér með Rowan syni sínum, Heiðu og Björk. Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið hjahrafnhildi.is Léttar og liprar dúnúlpur á frábæru verði! 10 litir 45.980 nú 36.800 20% afsláttur af öllum MosMosh vörum 10 g ósaltað smjör 1 bolli stálskornir hafrar 2 bollar vatn ¼ tsk. sjávarsalt 1 saxaður banani 1 smátt skorin sveskja 1 smátt skorin apríkósa 1 smátt skorin daðla 20 g rúsínur Krydd á hnífsoddi: múskat kanill engifer túrmerik nýmalaður svartur pipar (snúa kvörn í fjóra hringi) Allt sett í pott yfir nótt, ná upp suðu næsta dag, bæta af og til sjóðandi vatni út í. Látið malla í 30 mín. Setjið ofan á hvern disk ½ tsk. hunang, þunnt skornar epla- sneiðar og möndluflögur. Ef ekki eru notaðir stálskornir hafrar þá skal taka allt til í uppskrift að kveldi en ekki leggja í bleyti. Setja vatn í pott næsta dag og allt út í nema hafra. Ná upp suðu og bæta höfrum út í. Láta malla í 10 mín. Bæta sjóðandi vatni af og til út í. Úrslitagrautur GÓMSÆT HAFRAGRAUTARUPPSKRIFT FYRIR FJÓRA Keppni Björk eldar graut í Skotlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.